Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Pcir0wrtifaöiíji 1996 FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR BLAD Morgunblaðið/Þorkell HANDKNATTLEIKUR Stærsta tapið síðan 1973 ÞAÐ ER orðið langt síðan íslenska A-landsliðið í knattspyrnu hefur tapað jafnt stórt og það gerði gegn Slóveníu á Möltu í gær, þar sem tap- aði steinlá 1:7 í fyrsta leik fjögurra liða móts. Fyrir tæpum 23 árum, nánar tiltekið 29. ágúst 1973, tapaði islenska landsliðið 8:1 fyrir Hollend- ingum í Deventer. Markvörður landsliðsins þá var Diðrik Olafsson, sem nú er liðsstjóri lands- liðsins á Möltu. íslenska landsliðið hefur nokkrum sinnum tap- að nokkuð illa. Það svartasta var þó 23. ágúst 1967 er Danir unnu íslendinga 14:2. Sovétríkin unnu 5:0 í Moskvu 15. október 1980 og 27. maí árið 1981 tapaðist landsleikur 6:1 í Tékkóslóvak- íu. Austur-Þjóverjar unnu 6:0 á Laugardalsvellin- um 3. júní 1987 og í október 1994 töpuðu íslend- ingar 5:0 fyrir Tyrkjum í Istanbul. City getur enn mætt United ÞAÐ MUNAÐI ekki nema hársbreidd að Gary Flitcroft tækist að tryggja Manchester City leik gegn nágrönnunum Manchester United í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöldi. City mætti þá Coventry og kom Flit- croft City í 2:1 er níu minútur voru eftir með fyrsta marki sínu í vetur. En á síðustu sekúndun- um skaust Gordan Strachan upp kantinn og gaf beint á Dion Dublin sem jafnaði og var það svo gott sem síðasta spyrna leiksins. Ekki er þó útséð um nágrannaslag í 5. umferð- inni því City og Coventry þurfa að leika á ný. Hvort liðið sem fer til Old Trafford verður um skemmtilega viðureign að ræða því sigri Co- ventry verður gaman fyrir þá Atkinson, fyrrum sljóra United og Strachan, sem lék með liðinu á sínum tíma að koma á sinn gamla heimavöll. Matthew Le Tissier bjargaði Southampton frá niðurlægjandi tapi gegn Crewe. Dave Beasant markvörður gerði mikil mistök í upphafi þannig að Crewe komst yfir og þannig var staðan næstu klukkustundina og Southampton fékk mörg góð marktækifæri sem nýttust ekki. Le Tissier, sem hefur ekki gert mark í þijá mánuði, fann loks leiðina í netið og þar við sat. Kevin Campbell kom Forest yfir með góðu marki í upphafi siðari hálfleiks gegn Oxford en Massey jafnaði undir lok leiksins eftir að Phil Whitehead hafði varið hvað eftir annað frá leik- mönnum Forest. Úrslit leiks ÍR og ÍBV skulu standa DÓMSTÓLL HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í gær að að úrslit úr leik ÍR og ÍBV í 1. deild karla í handknattleik skyldu standa. ÍRsigraði 27:23 í leiknum en Eyjamenn kærðu þar sem Breiðhylt- ingar settu mann, sem hafði verið rekinn af leik- velli, of fijótt inná. En úrslitin skulu standa óhögguð. Stjarnan styrkti stöðu sína KNATTSPYRNA Logi Ólafsson eftirfyrsta landsleikinn — stórtap gegn Slóveníu „Féllum á eigin bragði“ „ÉG GET Iftið sagt eftir þessa útreið. Leikur okkar datt hreinlega niður í seinni hálfleik. Við reyndum að koma í veg fyrir sóknar- þunga Slóvena með því að hafa tvöfalda dekkun á hægri vængn- um, en það tókst ekki. Þegar við fórum að láta Slóvenana rífa af okkur knöttinn voru þeir fljótir til að ráðast gegn okkur, eins og þeim hentaði best — að brjótast upp kantana," sagði Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari eftir sinn fyrsta landsleik. STJARNAN heldur sínu striki á topppi 1. deildar kvenna og í gærkvöldi lagði liðið Fylki í Arbænum 33:22 og jók þar for- skot sitt á Fram um eitt stig því á sama tíma gerði Fram jafntefli við Víking í Víkinni 18:18. Stjarnan og Fram mætast einmitt í úrslitum bikarkeppn- innar á laugardaginn. Þá lögðu Valsstúlkur lið ÍBV óvænt að hólmi 28:22 og KR-ingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn, báru sigurorð af FH 25:23. Á myndinni að ofan er Nína Björnsdóttur leikmaður Stjörn- unnar að bijótast framhjá Ónnu Halldórsdóttur úr Fylki. ■ Leikirnlr / D5 að var einmitt þannig sem við ætluðum okkur að gera, að láta bakverðina okkar sækja fram. Það má því segja að við höfum fall- ið á eigin bragði. Slóvenar voru ein- faldlega fljótari en við og refsuðu okkur grimmilega fyrir að við misst- um knöttinn á miðjunni. Voru alltaf fleiri í sókn, en við í vörn. Hraði þeirra var mikill. Þó að við höfum ekki verið saman undanfarna mán- uði eru þetta tölur sem ég sætti mig ekki við og eiga ekki að sjást. Eftir þennan skell sé ég ekki nema eina leið framundan. Það er að kappkosta við að fara upp á við,“ sagði Logi. „Þurfum að setjast niður og ræða málin" „Það er erfítt að kyngja þessu, 1:7, eru stórar tölur. Það þýðir ekk- ert að leggja árar í bát, við verðum að herða okkur. Við verðum að læra af þessu, að tapa 1:2 eða 1:3 er lítið í knattspymunni, en 1:7 eru stórar tölur,“ sagði Arnór Guðjohnsen, ald- ursforseti íslenska liðsins. „Við verðum að kryfja þennan leik, setjast niður og ræða málin, ég sé ekki fram á annað en stíf fundahöld á morgun og áður en við leikum gegn Rússum á föstudaginn. Það er greinilegt að þessi tími hentar okkur ekki vel til landsleikja, úthald leikmanna er ekki nægilegt og þar af leiðandi ná leikmenn ekki að einbeita sér nægilega. Þá eru margir nýir leikmenn í landsliðs- hópnum, sem eiga eftir að öðlast reynslu," sagði Arnór. KÖRFUKNATTLEIKUR: CHICAGO TAPAÐIÖDRUM LEIKNUM í RÖD / D8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.