Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Mikil breyting orðið á framkomu Frakkans Eric Cantona frá janúar 1995 til febrúar 1996 Jákvæður ogtilfyr- irmyndar Aime Jacquet, landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu, hefur sagt að hvorki Eric Cantona hjá Manchester United né David Ginola hjá Newcastle eigi heima í landsliðinu en margir telja að þjáif- arinn verði að endurskoða afstöðu sína, sérstaklega eftir leik Wimble- don og United í ensku úrvalsdeild- inni á Selhurst Park um liðna helgi. Fyrir ári var Cantona í sviðsljósinu á sama velii þegar hann gekk í skrokk á áhorfanda en í kjölfarið fylgdi keppnisbann til 1. október sl. og fyrirliði franska landsliðsins missti auk þess landsliðssætið. En Cantona er allt annar maður í febr- úar 1996 en hann var í janúar 1995. Hann gerði tvö mörk í 4:2 sigri United um helgina, annað með skalla og hitt úr vítaspymu, og sýndi hvers hann er megnugur. Enginn hefur efast um tækni kappans en hann hefur átt erfitt með að hemja skapið og þurft að sitja af sér leiki og greiða sektir fyrir vikið. Hins vegar segir Alex Ferguson, knatt- spymustjóri Manchester United, að Cantona sé nýr og breyttur maður síðan hann kom úr banninu sl. haust. Rólegur „Það hefur ávallt farið lítið fyrir honum og hann er enn rólegur en það sem hefur komið fyrir hann er sérstök reynsla sem hjálpar ekki en hefur áhrif á lífið. Sagt er að jafn- vel neikvæð reynsla geti verið góð og kannski hefur þetta leitt eitthvað gott af sér. Ef til vill hefur viðhorf hans til óréttlætis breyst. Síðan hann byrjaði að leika aftur hafa komið upp atvik þar sem hann hef- ur ekki verið sammála dómaranum en hann hefur kosið að mótmæla ekki. Ég hef séð hann ganga rólega í burtu eftir atvik sem hann hefði bmgðist við öðravísi áður.“ Maður- inn sem hafði allt á hornum sér og safnaði spjöldum hefur leikið 21 leik síðan hann kom úr banninu, hefur verið jákvæður og til fyrirmyndar og ekki fengið eina einustu bókun. Cantona hefur gert fimm mörk í síðustu sex leikjum United og tók við fyrirliðastöðunni á laugardag þegar Steve Bruce fór meiddur af velli eftir að hafa leikið í stundar- fjórðung. George Best, fyrram leik- maður United, sem kynntist vel dökku hliðum knattspymunnar og lífsins í heild, hrósaði Cantona. „Það var erfítt fyrir hann að koma aftur á völlinn en hann sýndi í hverju hann er bestur. Hann var til fyrir- myndar.“ Cantona fékk líka rós í hnappa- gatið fyrir hálfum mánuði þegar hann gekk á milli manna og stillti til friðar eftir að upp úr sauð í viður- eign United og West Ham. Ferguson sagði að hann hefði ekki enn náð að sýna sitt besta en það væri stutt í það. „Hann hefur verið frábær á æfingum eins og alltaf síðan hann kom til okkar en hann hefur átt við erfiðleika að etja - hæfileikarnir koma til með að njóta sín til fulls þegar stöðugleikinn verður fyrir hendi.“ Leikari? Franski leikmaðurinn, sem er úti í kuldanum hjá landsliðsþjálfaran- um, verður 30 ára í maí og gæti aldursins vegna spilað á meðal þeirra bestu í mörg ár til viðbótar en hæfileikarnir era einnig fyrir hendi á öðrum sviðum - hann er í myndlistinni, er ljóðelskur, náttúru- unndandi og aðhyllist heimspeki - og þess vegna gæti hann átt fyrir sér frama langt frá knattspyrnunni. Nýiega hóf hann leikferilinn með því að leika í frönsku kvikmyndinni Le Bonheur est dans le Pre, en myndin hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi og hefur sala að- göngumiða þegar skilað sem sam- svarar liðlega 500 millj. kr. „Eric gæti örugglega átt glæstan leikferil fyrir höndum eftir að hann hættir í knattspymunni," sagði Sabine Azuma, mótleikkona hans. „Hann er innilegur, blíður og fágaður mað- ur og mjög góður leikari sem gæti verið einn sá besti í Frakklandi," sagði Azuma. Liverpool hverfur 30 ár aftur í tímann LIVERPOOL hefur gert búningasamning við Reebok að verðmæti 2,5 milljarðar króna og gildir samningurinn til ársins 2001. Útlit nýju búning- anna verður gamalt ef svo má segja því við efnisval og útlit er tekið mið af búningum félagsins eins og þeir voru er Liverpool varð bikarmeistari árið 1965. Rauði liturinn verður ekki með glansáferð eins og nú, auglýs- ing búningsins verður mjög látlaus og félagsmerkið verður sporöskjulaga. Því verður jafnframt breytt á þann hátt að fuglinn sem verið hefur í því hverfur og í hans stað kemur teikning af Shankly-hliðinu svokallaða á Anfield. Er þetta gert í minningu þeirra sem létust í harmleiknum á Hilis- borough fyrir nokkrum árum. Varabúningurinn verður ijómagular treyjur og svartar buxur. Framleiðandinn hefur enn ekki ákveðið útsöluverð í verslunum er búist er við að hann þurfi hið minnsta að selja 80.000 stykki til að koma út á sléttu. Breyttur maður ERIC Cantona er frábær knattspyrnumaður en skap- ið hefur oft hlauplð með hann í gönur. Hann leggur stund ð myndlist, er Ijóð- elskur, náttúruunndandl og aðhyllist heimspeki - og þannlg sá teiknari enska blaðsins Sunday Tlmes Frakkann fyrlr sér í fyrra, er hið góða og hið llla toguð- ust á í honum. Nú segja kunnugir að Cantona sé gjörbreyttur maður. Glímdu við spámennina ENGLAND Árangur á heimavelli frá 1984 Ásgeir Logi JH Þín spá Laugardagur 10. feb. úrslit 1 Middlesbro - Newcastle 4 2 0 15:5 X 2 X 2 2 Manchester Utd. - Blackburn 2 10 5:2 2 1 X 1 3 Nottingh. Forrest - Arsenal 4 1 5 13:16 1 X. 1 .X 2 i l* 2^ _ 4 Bolton - Aston Villa 0 10 1:1 1 X 2 2 2 5 Everton - Manchester City 4 3 3 12:8 1 1 1 2 6 Coventry - Chelsea 4 4 2 16:12 1 X X 2 2 7 Sheffield Wed. - Wimbledon 2 3 3 7:8 1 X T T 8 Watford - Charlton 6 3 0 19:9 1 X 2 2 X 2 9 Portsmouth - Leicester 3 1 2 10:6 1 1 2 1 X 10 Oldham - Norwich 2 12 9:9 1 1 T 11 W.B.A. - Southend 110 4:2 1 X 2 2 12 Stoke - Ipswich 3 4 3 8:8 1 2 1 X 2 1 13 Luton - Grimsby 2 0 3 10:9 1 i i 2 Hvers u margir réttir síðast:' >ft sigurvegari (vikur): ð marga rétta í heild: piöl r*-\ Ttöl Hvec 1 5 | 1 6 1 1 9 1 1 Slagur spámannanna: 1 Hva 1 | 1 11z I fl2Ö~l | Ásgeir - Logi 8:8 | Meðalskor eftir 14 vikur: nvn 9,0 | 1 3,6 | I { ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 Ásgeir Logi m Þín spá Sunnudagur 11. feb. úrslit 1 Fiorentina - Parma 0 3 1 5:6 T 1 X 1 X 2 Sampdoria - Torino 2 2 2 8:5 2 1 X 2 1 3 Udinese - Lazio 0 2 1 2:4 1 X |2. 1 X 1 4 Inter - Napoli 3 3 1 7:5 1 1 í ~x 2 5 Atalanta - AC Milan 0 1 5 2:9 2 2 2 6 Juventus - Cagliari 2 3 0 8:5 u 1 1 7 Padova - Vicenza 0 1 0 0:0 x" 2 T x" 1 ¥ 8 Bari - Piacenza 0 0 0 0:0 1 1 X 2 1 9 Roma - Cremonese 2 1 1 8:5 1 1 1 10 Cittadella - Lumezzane 0 0 0 0:0 T X 2 T T X _ 11 Pro Patria - Torres 0 0 0 0:0 1 X 1 X 1 X 2 12 Solbiatese - Pavia 0 0 0 0:0 1 X 1 1 13 Tempio - Varese 0 0 0 0:0 1 X 1 1 Slagur spámannanna: 1 Ásgeir - Logi 11:4 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta í heild: Meðalskor eftir 13 vikur: 10 6 113 33 9 103 13, 10 120 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.