Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 D 3 KNATTSPYRNA Framkvæmdastjóri Internazionale ekki ívafa hvað öll bestu ítölsku liðin dreymirum Slegist verður um Shearer Alan Shearer, miðherji Eng- landsmeistara Blackburn og enska landsliðsins, er nú efst- ur á óskalista stærstu félagsliða Ítalíu, að sögn Paolo Taveggia, framkvæmdastjóra Intemaziona- le í Mílanó. Þetta kom fram í við- tali við hann í Daily Telegraph í gær. Taveggia keypti Paul Ince til félagsins frá Manchester United og seldi Dennis Bergkamp til Arsenal. Áður en hann kom til Inter var hann í svipuðu starfi hjá nágrönnunum í AC Milan. Hann er í góðri aðstöðu til að meta hvað ítölsk stórlið eins og AC, Inter auðvitað, Juventus, Parma og Fiorentina hafa í hyggju þegar þau byrja að leita sér að leikmönnum að kaupa í sumar. Og það þykja ekki góðar fréttir fyrir Blackburn hvernig hann metur stöðuna nú. Hann segir Shearer verða efstan á inn- kaupalista allra stóru félaganna á meginlandinu. „Það er ekkert vafamál að öll bestu félögin á Ítalíu munu fylgjast náið með Alan Shearer,“ sagði hann. „Staðreyndin er sú að þegar ít- ölsku félögin skoða leikmenn er- lendis eru þau á höttunum eftir markaskorurum — og það er eng- inn betri markaskorari í Evrópu í dag en Shearer," sagði Tavegg- ia. „Hann er frábær og allir hér á Ítalíu gera sér grein fyrir því. Öll liðin myndu gjarnan vilja kaupa hann og ég er viss um að áhuginn verður mikill þegar kem- ur fram á sumar.“ Taveggia segir Inter „að sjálf- sögðu" vilja kaupa Shearer, og „við höfum heyrt að hann á að hafa farið á ítölskunámskeið," bætti hann við. „Það verður hörð ■barátta um að ná í hann en mál- ið kemur vitaskuld til með að snúast um það hvort hann vill fara og hvort Blackburn er til- búið að selja. Eins og staðan er í dag virðist svo ekki vera.“ Þegar Taveggia var spurður hvem hann teldi næsta leikmann- inn úr ensku úrvalsdeildinni til að feta í fótspor Ince og fara til Italíu, nefndi hann tvo — Shear- er, sem slegist yrði um, og Ryan Giggs, útheijann snjalla hjá Manchester United, sem hann sagði gífurlega vinsælan á Ítalíu og félög þar í landi hefðu alltaf "áhuga á að kaupa hann. ÍTALÍA staðan 1. 20 deild 8 2 0 21-6 Milan 4 5 1 11-7 43 20 7 3 0 22-10 Fiorentina 4 2 4 12-10 38 20 8 2 1 19-6 Parma 2 6 1 12-11 38 20 8 2 1 34-13 Lazio 1 3 5 6-11 32 20 7 2 1 19-6 Juventus 2 3 5 11-15 32 20 6 3 1 12-6 Vicenza 1 5 4 8-12 29 20 5 3 2 10-7 Napoli 2 5 3 12-14 29 20 3 4 2 12-9 Roma 4 3 4 13-12 28 20 6 4 0 17-3 Inter 0 4 6 7-15 26 20 6 2 2 15-11 Udinese 1 3 6 9-17 26 20 5 4 1 16-8 Sampdoria 1 3 6 13-22 25 20 4 3 3 14-13 Atalanta 3 1 6 9-19 25 20 5 2 3 10-5 Cagliari 2 1 7 7-24 24 20 6 1 3 13-14 Piacenza 0 3 7 8-22 22 20 4 4 2 15-12 Torino 0 5 5 6-19 21 20 4 3 3 17-14 Padova 1 0 9 5-19 18 20 3 4 2 17-14 Bari 1 1 9 13-30 17 20 2 6 2 16-12 Cremonese 0 1 9 7-20 13 3. 19 deild 9 1 0 22-8 Lumezzane 3 4 2 6-6 41 21 6 5 0 21-11 Sassari Torres4 4 2 15-11 39 21 7 2 1 15-4 Pro Patria 2 7 2 8-8 36 20 5 6 0 10-5 Novara 4 3 2 13-8 36 20 6 2 1 10-4 Lecco 2 7 2 9-9 33 21 3 5 2 11-9 Varese 4 3 4 13-10 29 21 4 4 3 9-9 Solbiatese 2 7 1 6-4 29 21 5 3 2 15-11 Cittadella 3 2 6 12-15 29 20 4 1 4 13-11 Alzano Viresc-4 4 3 10-11 29 20 5 3 2 11-9 Pavia 2 3 5 10-15 27 21 3 4 3 13-5 Tempio 3 4 4 15-13 26 21 5 3 2 11-6 Olbia 1 3 7 6-13 24 21 4 6 1 12-9 Pro Vercelli 0 4 6 6-16 22 21 5 3 3 13-13 Valdagno 0 3 7 8-16 21 20 2 6 2 7-7 Cremapergo 1 3 6 4-14 18 21 2 5 4 10-12 Ospitaletto 2 1 7 7-16 18 20 3 5 2 7-7 Legnano 0 4 6 6-18 18 21 0 6 5 6-20 Palazzolo 0 4 6 6-13 10 ENGLAND __staðan Urvalsdeild 24 13 0 0 30-6 Newcastle 5 3 3 17-13 57 25 8 4 0 24-9 Man. Utd. 6 2 5 22-20 48 25 9 3 1 32-8 Liverpool 4 4 4 16-13 46 24 7 3 2 19-9 Aston V. 5 3 4 13-9 42 25 6 3 3 17-12 Tottenham 5 6 2 16-12 42 25 11 1 1 35-9 Blackbum 1 4 7 5-18 41 25 8 4 0 21-9 Notth For. 2 6 5 14-25 40 25 6 5 2 20-12 Chelsea 4 4 4 10-13 39 25 6 5 2 21-13 Arsenal 4 3 5 12-12 38 25 6 3 3 2-1-12 Everton 4 4 5 16-16 37 25 7 2 3 16-10 Leeds 3 3 7 15-27 35 25 7 2 3 20-12 Middlesbro 2 4 7 6-19 33 24 5 3 4 14-16 West Ham 3 2 7 12-19 29 24 4 4 4 21-19 Sheff. Wed 2 4 6 12-19 26 25 4 6 3 14-13 Southamptn 1 4 7 11-23 25 25 3 4 6 19-24 Wimbledon 3 2 7 16-26 24 25 5 4 4 10-9 Man. City 1 2 9 6-25 24 25 3 4 5 16-19 Coventry I 5 7 16-30 21 25 3 3 6 12-19 QPR 2 0 11 6-19 18 25 3 3 6 9-16 Bolton 0 1 12 15-33 13 1. 28 deild 9 4 1 28-11 Derby 5 5 4 18-20 51 27 6 6 2 21-15 Charlton 6 4 3 18-13 46 29 9 3 3 26-15 Huddersfld 3 6 5 12-17 45 28 9 4 2 21-13 Southend 3 4 6 12-19 44 27 7 4 2 20-8 Sunderland 4 6 4 11-15 43 27 8 4 3 32-21 Ipswich 2 6 4 17-17 40 27 4 5 4 19-19 Leicester 6 5 3 22-18 40 28 7 5 2 20-17 Barnsley 3 5 6 17-26 40 29 4 5 6 14-17 Millwall 6 5 3 16-19 40 29 5 6 4 17-15 Norwich 5 3 6 23-20 39 27 5 5 3 16-10 Stoke 5 4 5 21-23 39 27 6 5 2 22-16 Birmingham 4 4 6 16-21 39 28 5 8 2 18-14 Grimsby 4 3 6 15-20 38 30 6 4 4 26-19 Portsmouth 3 5 8 20-28 36 27 6 4 3 24-14 Tranmere 3 4 7 12-16 35 26 2 6 3 13-15 C. Palace 6 5 4 19-18 35 27 5 5 3 21-13 Oldham 2 6 6 14-18 32 28 5 6 4 21-18 Wolves 2 5 6 16-21 32 28 6 4 5 21-20 Reading 1 7 5 13-19 32 27 3 4 6 16-20 Port Vale 4 5 5 17-20 30 27 4 4 6 19-21 Luton 3 4 6 6-17 29 28 4 4 6 18-21 Sheff. Utd 2 4 8 17-26 26 26 3 5 4 15-13 Watford 2 5 7 14-21 25 27 5 2 6 15-16 WBA 2 2 10 15-31 25 Fleiri lið í meistaradeildina en úrvalsdeild ekki stofnuð Reuter FRANZ „kelsarl" Beckenbauer, stjórnarformaöur þýska stórliðslns Bayern Miinch- en, á tall vlð Gerhard Aigner, tll hægrl, framkvæmdastjóra UEFA, Knattspyrnusam- bands Evrópu, ð fundlnum í Genf í gær. FULLTRÚAR 36 helstu knatt- spyrnuliða í Evrópu hittu tals- menn Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, á óformlegum fundi í Genf í Sviss í gær og var samkomu- lag um að fjölga liðum í meistara- deild Evrópu en hugmyndir um sér- staka úrvalsdeild Evrópu voru lagð- ar til hliðar. Lennart Johansson, forseti UEFA, lagði til að í stað 24 liða í meistaradeildinni yrðu þau 32; Evr- ópumeistarar liðins árs, 23 efstu meistaraliðin á afrekslistanum og átta lið frá helstu knattspyrnuþjóð- um. Með þessu fyrirkomulagi gætu þjóðir eins og Ítalía, Spánn, Eng- land og Þýskaland átt tvö lið hver í keppninni og voru fulltrúar liðanna hlynntir þessu fyrirkomulagi. „Hugmyndir UEFA féllu í góðan jarðveg hjá félögunum og við vorum ánægðir með umræðumar," sagði Frits Ahlström, fjölmiðlafulltrúi UEFA. „Það á eftir að ganga frá öllum smáatriðum og fínpússa verk- ið en svo virtist sem ekki væri al- mennur stuðningur við úrvalsdeild. Jafnvel stóru félögin voru á því að Evrópumót ættu að fara fram sam- hliða landsmótum." Samkvæmt tillögum Johanssons eiga liðin 32 í meistaradeildinni að mætast í forkeppni og halda sigur- vegararnir 16 áfram í riðlakeppnina en tapliðin fara í UEFA-keppnina. Val á liðunum átta sem bæta á við á að fara fram samkvæmt ákveðn- um útreikningi. Ahlstrom sagði að ekki væri búið að útfæra hvemig sá reikningur færi fram og við hvað yrði miðað en sennilega yrði frammistaða í Evrópumótum und- angengin 18 ár höfð til hliðsjónar sem og lokastaða í deild viðkom- andi ár. Franz Beckenbauer var fulltrúi Bayern Miinchen á fundinum og lagði hann til að lið kæmist ekki í meistaradeildina hafnaði það neðar en í fímmta sæti í við- komandi landi og var hug- mynd hans almennt studd. Rick Parry, framkvæmda- stjóri Ensku úrvalsdeildarinn- ar, sagði að fundurinn hefði verið jákvæður. „Við erum að tala um þróun frekar en byltingu og það er af hinu góða. Flestir tóku vel í hug- myndir UEFA. UEFA þarf að finna hinn gullna meðalveg sem fullnægir þörfum stóru félaganna og ver hagsmuni þeirra minni.“ Feyenoord í Hollandi lagði til að leggja ætti meistara- deild UEFA og Evrópukeppni bikarhafa niður og taka upp fjórskipta Evrópudeild en lítill stuðningur var við hugmynd- ina. Á meðal annarra tillagna má nefna að Standard Liege í Belgíu lagði til að ekki mættu vera fleiri en 16 lið í landsdeild til að viðkomandi lið hefðu meiri tíma fyrir Evrópumótin. Fundurinn var óformlegur umræðufundur og því engar ákvarðanir teknar en gert er ráð fyrir að UEFA leggi fram ákveðnar tillögur á fram- kvæmdanefndarfundi í mars. Giggs ger- ir það gott RYAN Giggs, útheijinn frábæri þjá Manchester United, er að ganga frá augiýsingasamningi við Reebokr, samningi sem gæti fært þessum 22 ára Waiesveija um sex miiyónir punda — and- virði 600 miljjóna króna — á næstu sex árum. Giggs, sem er 22 ára, hefur þar með skotið stjörnum eins og Eric Cantona og Paul Gascoigne ref fyrir rass hvað þetta varðar. Upp- hæðin er tengd því hve mikið selst af framleiðsluvörum fyrir- tækisins, og kemur Giggs til með að koma fram í augiýsing- um þess. Branco til Middlesbro BRASILÍSKI landsliðsmaður- inn Branco er á leiðinni til Middlesbrough $ Englandi. Hann er varnarmaður, 31 árs og hefur leikið á Ítalíu og í Portúgal. Branco á 72 lands- leiki að baki fyrir Brasiliu og var einn heimsmeistaranna í Bandaríkjunum í hittifyrra. „Þegar ég ákvað að kaupa Juninho var á strax ákveðinn i að ná í annan brasiliskan landsl- iðsmann," sagði Bryan Robson, knattspymustjóri Boto. Sparta Prag er á barmi gjaldþrots Tékkneska félagið Sparta Prag, sem er Tékk- landsmeistari í knattspymu, er á barmi gjaldþrots, fyrst og fremst vegna um 734 millj. kr. láns sem það tók til að endurgera Letna-leik- vanginn svo hann tæki 22.000 manns í sæti. Framkvæmdastjóri bankans sem veitti lánið sagði að það væri ekki ósk bankans að þvinga félagið í gjaldþrot og bankinn vildi ekki eiga frumkvæðið að því, en öllum símalínum á völl- inn hefur verið lokað vegna skulda. Sparta Prag er 103 ára gamalt félag. Það var 19 sinnum meistari í fyrrum Tékkóslóvakíu og hefur fagnað Tékklandsmeistaratitlinum í bæði skiptin sem meistarakeppni landsins hefur farið fram. Sem fyrr segir tekur nýuppgerður heimavöllurinn 22.000 manns í sæti en sjaldan koma fleiri en 10.000 áhorfendur á leiki liðs- ins. Stærsti hluthafi félagsins sagði að umræð- ur um fjárhagsstöðu þess væru liður í baráttu gegn sér en í tékkneskum fjölmiðlum hefur komið fram að skuldir félagsins séu liðlega 1.200 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.