Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 D 5 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ísland - Slóvenía 1:7 Vináttulandsleikur í knattspymu, Ta’Qaili- leikvöllurinn á Möltu, miðvikudaginn 7. febrúar 1996. Aðstæður: Ekki góðar. Blautur völlur, 7 vindstig hom í horn. Mark Islands: Ólafur Þórðarson (40.) Mörk Slóveníu: Saso Udovic (42., 48., 54., 68., 73.), Flora Jancic (78.), Siljak (84.). Lið fslands: Birkir Kristinsson - Lárus Orri Sigurðsson, Ólafur Adolfsson, Þor- steinn Guðjónsson, Sigursteinn Gíslason (Ágúst Gylfason 61.) - Þórður Guðjónsson (Arnór Guðjohnsen 54.), Sigurður Jónsson, Rúnar Kristinsson (Amar Grétarsson 74.), Haraldur Ingólfsson (Rútur Snorrason 74.), Ólafur Þórðarson - Helgi Sigurðsson (Eyj- ólfur Sverrisson 61.). Lið Slóveníu: B. Boskovic - D. Milanic, R. Englaro, A. Poljsak, D. Novak - A. Ceh, M. Rudonja, S. Udovic, Z. Zahovic - N. Floijancic, E. Siljak. Dómari: S. Lavrence frá Möltu. Línuverðir: S. Mark og Z. Anton einnig frá Möltu. Áhorfendur: 450. Malta - Rússland 0:2 - (Valery Karpin 25., Sergei Kiriakov 63.) Vináttulandsleikur Las Palmas, Spáni: Spánn - Noregur.................1:0 Kiko Narvaez (44.) Áhorfendun 19.000 England Bikarkeppnin 4. umferð: Charlton Brentford..............3:2 (Robinson 20, Bowyer 44., Whyte 86.) — Áshby 18., Smith 57. Áhorfendun 15.000 •Charlton mætir Shrewsbury eða Liverpool á útivelli í fimmtu umferð) Coventry - Manchester City......2:2 (Whelan 2., Dublin 90.) — (Busst sjálfs- mark 33., Flitcroft 81.) 18.709 •Liðið sem kemst áfram mætir Manehester United á útivelli. Middlesbrough - Wimbledon.......0:0 28.915 •Liðið sem kemst áfram mætir Huddersfi- eld á útivelli. Southampton - Crewe.............1:1 (Le Tissier 63.) — (Rivers 4.) 13.736 •Liðið sem kemst áfram mætir Swindon eða Oldham á útivelli Aukaleikir í 4. umferð: Wolves - Tottenham..............0:2 - (Rosenthal 7., Sheringham 9.) 27.846. •Tottenham á næst útileik gegn Notting- ham Forest eða Oxford. •Þremur leikjum var frestað í gær vegna veðurs: Swindon - Oldham, Shrewsbury - Liverpool og Port Vale - Everton. Nott. Forest-OxfordUnited.......1:1 (Campbell 53.) - (Massey 87.) 15.050 •Liðið sem sigrar mætir Tottenham á heimavelli. West Ham - Grimsby..............1:1 (Dowie 36.) - (Laws 25.) 22.030 •Liðið sem kemst áfram mætir Chelsea á heimavelli. Portúgal Bikarkeppnin Portimonense - Uniao Leiria...0:1 Porto - Lamego................1:0 Holland Úrvalsdeildin Doetinchem - Fortuna Sittard..1:1 Waalwijk - Twente.............1:0 NEC Nijmegen - Sparta.........2:2 Frakkland 1. deild Mónakó - París SG.............1:0 (Petit 67.) Áhorfendur: 6.000. Le Havre - Nice................0: 4.000 Cannes - Bordeaux.............1:1 (Ferhaoui 58.) — (Witschge (82.) 3.000. Lyon - Martigues...................5:1 (Maurice 8. og vsp. 51., Roy 31., Gava 70., Roche 85.) - (Tiehi 9.) 5.000. Nantes - Bastia....................3:1 (Savinaud 1., Gourvennec 38., Da Rocha 47.) - (Drobnjak 34.) 6.000. ■Eftirtöldum leikjum var frestað vegna veðurs: Montpellier - Guingamp, Rennes - Metz, Strasbourg - Auxerre og Gueugnon - St Etienne. Efstu lið: París SG 26 14 9 3 48:21 51 Auxerre 25 14 3 8 41:23 45 Metz 24 12 8 4 24:16 44 Mónakó 26 12 7 7 38:27 43 Lens 26 10 13 3 28:17 43 Nantes 26 10 10 6 30:26 40 Markahæstir: 17 - Anton Drobnjak (Bastia) 13 - Julio Cesar Dely Valdes (París St Germain), Japhet N’Doram (Nantes), Rai (París St Germain) 12 - Florian Maurice (Lyon) Skotland Úrvalsdeildin: Aberdeen - Raith Rovers..........1:0 Víkingur-Fram 18:18 Víkin, íslandsmótið i handknattleik - 1. deild kvenna, 14. umferð miðvikudaginn 7. febrúar 1996. Gangur leiksins: 1:1, 3:3, 3:6, 7:6, 7:7, 8:8, 9:8, 9:12, 10:14, 15:15, 16:18, 18:18. Mörk Víkings: Kristín Guðmundsdóttir 6/1, Halla Maria Helgadóttir 6/2, Elísabet Þorgeirsdóttir 2, Guðmunda Kristjánsdóttir 2, Hanna María Einarsdóttir 1, Elísabet Sveinsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 18/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Fram: Berglind Ómarsdóttir 5, Sig- urbjörg Kristjánsdóttir 4, Þuríður Hjartar- dóttir 4/1, Þórunn Garðarsdóttir 2, Stein- unn Tómasdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 18/1 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson voru slakir og réðu varla við baráttuleik. Fremur hallaði á Fram í heild- ina. Áhorfendur: Tæplega 100. Fylkir - Stjarnan 22:33 íþróttahús Fylkis: Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 4:8, 7:17, 11:21, 12:25, 15:29, 19:29, 21:30, 22:33. Mörk Fylkis: Irina Skorobikatyk 7/2, Rut Baldursdóttir 5, Anna Halldórsdóttir 4, Anna Einarsdóttir 3, Lilja Sturludóttir 2, Agústa Sigurðardóttir 1. Varin skot: Harpa Amardóttir 5 (þar af 1 til mótheija), Sólveig Steinþórsdóttir 3 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mör Stjörnunnar: Herdís Sigurbergsdóttir 7, Ragnheiður Stephensen 6, Sigrún Más- dóttir 5, Rut Steinsen 4, Margrét Vilhjálms- dóttir 3, Nína K. Bjömsdóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Laufey Sigvaldadóttir 1, Margrét Theó- dórsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 10 (þaraf 4 til mótheija), Fanney Rúnarsdóttir 7/2 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Marinó G. Njálsson og Aðal- steinn Ömólfson. Áhorfendur: 50. FH - KR 23:25 Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 7, Díana Guðjónsdóttir 5, Björg Ægisdóttir 5, Bára Jóhannsdóttir 3, Hildur Pálsdóttir 1, Ólöf María Jónsdóttir 1, Hildur Erlingsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk KR: Helga Ormsdóttir 8, Anna Stein- sen 4, Selma Grétarsdóttir 4, Brynja Stein- sen 4, Sæunn Stefánsdóttir 2, Ólöf Indriða- dóttir 2, Edda Kristinnsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. ■Jafnt var á flestum tölum fram undir hálfleik og strax eftir hlé stungu Vesturbæ- ingar af. Hafnfirðingar reyndu sitt besta og náðu að minnka forystuna niður í 3 mörk en KR-stúlkur náðu að halda fengnum hlut. Hrafnhildur Skúladóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH en hún lék áður í Dan- mörku. Valur- ÍBV 28:22 Mörk Vals: Kristjana Ýr Jónsdóttir 9, Lilja Valdimarsdóttir 6, Gerður Beta Jóhanns- dóttir 6, Sonja Jónsdóttir 4, Björk Tómas- dóttir 2, Eivor Pála Blöndal 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Sara Guðjónsdóttir 7, Andrea Atladóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 5, María Rós Friðriksdóttir 2, Dögg Lára Sigurgeirs- dóttir 1, Malin Lake 1, Unnur Sigmarsdótt- ir 1. Utan vallar: 2 mínútur. ■Vestmannaeyingar byijuðu betur og kom- ust í 1:5 en síðan tóku Valsstúlkur sig til, komust yfir og héldu öruggri'forystu til Ieiksloka en staðan í leikhléi var 14:11. „Við áttum alls ekki von á að vinna og það var enginn pressa á okkur en þær hafa kannski vanmetið okkur," sagði Eivor Pála Blöndal fyrirliði Valsstúlkna eftir leikinn. STAÐAN Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 14 12 2 0 365: 236 26 FRAM 13 9 2 2 318: 243 20 HAUKAR 13 9 1 3 316: 231 19 ÍBV 14 7 2 5 329: 293 16 VÍKINGUR 15 6 3 6 354: 289 15 FYLKIR 14 7 0 7 312: 328 14 KR 14 6 0 8 324: 325 12 VALUR 15 6 0 9 324: 351 12 FH 14 4 0 10 247: 321 8 ÍBA 16 0 0 16 237: 509 0 Körfuknattieikur 1. deild kvenna Breiðablik - Valur...........95:52 Stig Breiðabliks: Hanna Kjartansdóttir 22, Betsy Harris 18, Inga Dóra Magnúsdóttir 15, Hildur Ólafsdóttir 14, Elísa Vilbergs- dóttir 10, Bima Valgarðsdóttir 10, Erla Hendriksdóttir 2, Stella Kristjánsdóttir 2, Sólveig Kjartansdóttir 2. Stig Vals: Selma Barðdal 12, Alda Jóns- dóttir 11, María Leifsdóttir 9, Signý Her- mansdóttir 6, Guðrún Árnadóttir 4, Elín Gröns 4, Kristjana Magnúsdóttir 4, Ása Ásgeirsdóttir 2. STAÐAN Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABLIK 14 13 0 1 100: 768 26 KEFLAVÍK 14 12 0 2 164: 739 24 UMFG 14 11 0 3 992: 768 22 KR 14 10 0 4 968: 779 20 UMFN 14 7 0 7 844: 824 14 ÍR 14 6 0 8 922: 935 12 TINDASTÓLL 13 4 0 9 794: 935 8 VALUR 14 4 0 10 703: 931 8 ís 13 1 0 12 568: 962 2 ÍA 14 1 0 13 640: 054 2 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfararnótt miðvikudags: Charlotte - San Antonio .102:109 Cleveland - Boston 91:73 Orlando - Sacrametno .112:102 Phoenix - Chicago ...106:96 Milwaukee - Dallas .114:111 Denver - La Lakers Seattle - Houston 78:99 99:94 Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfararnótt miðvikudags: Detroit - Florida 4:2 NY Islanders - NY Rangers 2:4 Pittsburgh - Boston 6:5 St Louis - Dallas 2:5 Calgary - Ottawa 3:1 Los Angeles - Chicago 2:5 Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða A-RIÐILL Aþenu, Gríkklandi: Olympiakos - Iraklis Salonika.69:63 David Rivers 21, George Sigalas 16, Franko Nakic 12 — Javier McDaniel 26, Pit Papac- hronis 12, Nikos Kouvelas 7. B-RIÐILL Pau, Frakklandi: Pau-Orthez - Barcelona (Spáni).82:70 Antoine Rigaudeau 19, Didier Gadou 18, Thierry Gadou 16, Frederic Fauthoux 13 — Dan Godfread 18, Arturas Kamishovas 14, Ferran Martinez 13. Skíöi Kiwanismót á Dalvík Fyrsta skíðamót vetrarins var haldið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík um síðutu helgi. Keppt var í stórsvigi og svigi 11 ára og eldri. Áuk heimamanna vom Olafsfirð- ingar og Húsvíkingar með í mótinu. Helstu úrslit: Svig Stúlkur 11-12 ára: 1. Anna Sóley Herbertsd., Dalvík...57,32 2. Sara Vilhjálmsdóttir, Dalvík...59,61 3. Jón Björg Ámadóttir, Ólafsf....1.00,89 Piltar 11-12 ára: 1. Bragi S. Óskarsson, Ólafsfirði..52,41 2. Gunnlaugurl. Haraldss., Ólafsf. ..56,95 3. Sigurfinnur Finnsson, Ólafsfirði... 57,08 Stúlkur 13-14 ára: 1. Harpa Rut Heimisdóttir, Dalvík ...46,80 2. ElsaDöggBenjamínsd., Dalvík ....58,15 Piltar 13-14 ára: 1. Skafti Brynjólfsson, Dalvík .....47,44 2. Kristján Karl Bragason, Dalvík .... 58,20 3. Viðar Svansson, Ólafsfirði......59,11 Stúlkur 15-16 ára: 1. Ásrún Jónsdóttir, Dalvík ........53,46 2. Inga Lára Óladóttir, Dalvík ......54,43 Piltar 15-16 ára: 1. Björgvin Björgvinsson, Dalvík...40,81 2. Þorsteinn Marinósson, Dalvík....53,38 Karlar: 1. Eggert Óskarsson, Ólafsfirði....41,98 Stórsvig Stúlkur 11-12 ára: 1. AnnaSóley Herbertsd., Dalvík .. 1.16,55 2. Elsa Hlín Einarsdóttir, Dalvík ...1.17,26 3. Jóna Björg Ámad., Ölafsfirði .... 1.18,41 Piltar 11-12 ára: 1. ÁrniFreyrÁmason, Dalvík.......1.15,61 2. Kristján Óskarsson, Ólafsfirði ... 1.16,41 3. Gunnlaugurl. Haraldss., Ólafsf.... 1.18,47 Stúlkur 13-14 ára: 1. Harpa Rut Heimisd., Dalvík ....1.06,07 2. ElsaDöggBenjamínsd.,Dalv. ...1.18,87 Piltar 13-14 ára: 1. Skafti Brynjólísson, Dalvík ...1.08,61 2. Símon Steinarsson, Ólafsfirði .... 1.16,53 3. Viðar Svansson, Ólafsfirði....1.20,16 Stúlkur 15-16 ára: 1. Ásrún Jónsdóttir, Dalvík ......1.12,99 2. Inga Lára Óladóttir, Dalvík ...1.15,12 Piltar 15-16 ára: 1. Björgvin Björgvinsson, Dalvík...59,51 2. Þorsteinn Marinósson, Dalvík .... 1.06,20 3. Skafti R. Þorsteinss., Dalvík.1.06,46 Konur: 1. Eva Bragadóttir, Dalvík .......1.09,01 Karlar: 1. Eggert Óskarsson, Ólafsfirði..1.05,19 2. ValurTraustason, Dalvík .......1.05,96 3. Sigurbjörn Óskarsson, Ólafsf. ...1.12,58 íkvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Keflavík: Keflavík - KR ...20 Sauðárkrókur: UMFT - UMFG.. ...20 Seijaskóli: ÍR - Þór Strandgata: Haukar - Valur ...20 Smárinn: Breiðablik - UMFS ...20 1. deild karla: Kennara-skóli: ÍS - Selfoss ...20 Firmakeppni HK Firmakeppni HK í innanhússknatt- spymu fer fram í Digranesi um helg- ina, 10. og 11. febrúar. Leikið er á stór mörk, fimm leikmenn í liðið. Þátt- taka tilkynnist í síma 568-7171 (Sig- valdi) á daginn og 554-4241 (Bogi) á kvöldin. KNATTSPYRNA Leikur Islands fauk út í veður og vind íslendingar máttu þola stórtap, 1:7, fyrir Slóveníu ísjövindstigum á Möltu „ÞETTA er eitt það versta sem ég hef lent í,“ sagði Birkir Kristinsson landsliðsmark- vörður eftir að ísland hafði fengið einn sinn versta skell á knattspyrnuvellinum - tapaði 1:7 fyrir Slóveníu á Ta’Qali- þjóðarleikvanginum á Möltu í gær. íslendingar skoruðu fyrsta mark leiksins, en siðan má segja að leikur íslands hafi fokið út í veður og vind í háv- aðaroki, 7 vindstigum. Slóven- ar léku varnarmenn íslands grátt og skoruðu mörk á færi- bandi þannig að leikmenn ís- lenska liðsins stóðu þrumu lostnir. Íslensku leikmennirnir stóðu í fljótum og léttleikandi Sióven- um í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðs- son átti stangarskot á sjöttu mín- útu eftir fyrirgjöf frá Haraldi Ing- ólfssyni - knött- urinn skoppaði eft- ir marklínunni. Markvörður Slóvena varði auka- spyrnu frá Haraldi á tuttugustu og fimmtu mínútu og upp úr því átti Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Möltu Sigurður Jónsson skot rétt yfir markið. Birkir varði. tvisvar vel áður en Ólafur Þórðarson skoraði með skalla á fertugustu mínútu. Lárus Orri Sigurðsson sendi þá knöttinn fram kantinn til Þórðar Guðjónssonar, sem átti sendingu fyrir markið þar sem Olafur var við fjærstöngina og skallaði knöttinn glæsilega í mark- ið, 1:0. Stuttu síðar átti Helgi Sig- urðsson skot rétt framhjá, en það var svo Saso Udovic, sem leikur með Beveren í Belgíu, sem jafnaði á fertugustu og annarri mínútu - skoraði fyrsta mark sitt af fímm, með skalla af stuttu færi. Það var strax ljóst í fyrri hálf- leik að íslendingar áttu í miklum erfiðleikum með fljóta leikmenn Slóvena, sem léku flata vörn ís- lands grátt með hraða sínum, snöggum sendingum og skemmti- legu spili upp kantana. Strax í byijun síðari hálfleiks bættu Slóvenar við öðru marki og það þriðja kom aðeins sex mínútum síðar, bæði skoruð af stuttu færi eftir sendingu frá hægri. Islensku leikmennirnir voru lentir í miklum erfiðleikum með að halda knettinum. Um leið og íslendingar misstu knöttinn, voru Slóvenar fam- ir að sækja hratt að marki. Þeir voru fljótir að refsa og leikur ís- lands var fokinn út í veður og vind. Slóvenar bættu við fjórum mörk- um, öllum eftir leik upp kantana, sem enduðu með fyrirgjöfum og mörkum skoruðum af stuttu færi. „Það gekk allt upp hjá þeim, þeir vom fljótir að nýta sér tæki- færin sem þeir fengu og við lentum í miklum vandræðum með þá,“ sagði Birkir og bætti við: „Ég ætla ekki að fara að afsaka þetta tap, sem við verðum að læra af, þó að ég segi að við vorum að leika í fyrsta skipti á grasi í fimm mán- uði, blautu grasi, sem varð til þess að við urðum þungir - þegar stað- an var orðin 1:3, kom vonleysið yfír leikmenn og við gáfumst upp.“ Það er lítið hægt að segja um þennan leik annað en að íslenska liðið náði sér ekki á strik gegn fljót- um og frískum Slóvenum, sem léku hreinlega á öðrum hraða en íslend- ingar. Sigur þeirra hefði jafnvel getað orðið stærri, Birkir kom í veg fyrir það. Alla yfirvegun vantaði í leik liðsins sem náði aldrei saman. Helgi má leika tvo leiki HELGI Signrðsson fékk aðeins ieyfi lyá Stuttgart til að leika tvo leiki í Möltuferðinni. Hann lék í gær og verður því að hvíla annaðhvort á móti Rússum á föstudaginn eða Möltu á sunnudaginn. Eftir þetta tímabil hjá Stuttgart mun hann fara í aðgerð, en hann hefur átt við þrá- lát meiðsli í nára að striða. Hann reiknar með að verða frá æfingum í sex vikur vegna aðgerðarinnar. Næst eru það Rússar! HLJÓÐIÐ var þungt í mönnum eftir leikinn og í búningsherbergi íslauds var dauft yfir leikmönnum og menn sögðu ekki margt. Einn leikmaður sagði þó: „Nú eru það Rússar næst,“ og dæsti. Skaga- menn fjöl- mennir íliðinu FLEIRI úr landsliðshópnum hafa komið við sögu á Akra- nesi. Tveir leikmenn, sem voru í byrjunarliðinu, hafa áður leikið með Skaga- mönnum, Birkir Kristinsson markvörður og Þórður Guð- jónsson, og að auki eru tveir aðrir í hópnum sem eru fyrrum meistaraflokks- menn af Skaganum, Bjarki Gunnlaugsson og Kristján Finnbogason markvörður KR. Þess má geta að Lárus Orri, sem er þá tíundi Skagamaðurinn, lék með yngri flokkum í A, en hann er sonur Sigurðar Lárusson- ar, fyrrum fyrirliða Skaga- manna. Nýtt hlut- verk hjá Loga ÞEGAR Logi Ólafsson var þjálfari Skagamanna var hann vanur að vera með hugann á vallarhelmingi mótherjanna, stöðugt að hugsa um hvernig brjóta ætti niður vöm mótheij- anna og skora mörk. Núna er hann kominn í dálítið aðra stöðu þar sem hugsa þarf meira um varnarleik- inn. ÓLAFUR Þórðarson, sem hér sést í lelk með liði Akur- nesinga, kom íslendingum yfir gegn Slóvenum á Möltu- mótinu í gær, skallaði knött- inn glæsilega í markið eftir fyrlrgjöf Þórðar Guðjóns- sonar, fyrrum félaga síns hjá ÍA. _ Það reyndist efna mark íslands, en Birklr Kristinsson varð hins vegar að ná sjö sinnum í knöttinn hjá sér í íslenska markið. Tölfræðin breyttist til muna! MIÐJUMAÐURINN Saso Udovic, sá er gerði fimm mörk gegn íslandi í gær, tvöfaldaði skor sitt fyrir landsliðið með frammistöðu sinni í fyrsta leiknum á Möltu. Áður en flautað var til leiks í gærkvöldi hafði hann nefnilega gert fimm mörk í tíu landsleikjum, sem er alls ekki slæmt — 0,5 mark að meðaltali í landsleik. EFtir leikinn í gær hefur hann sem sagt gert tíu mörk í ellefu leikjum. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRUNN Garðarsdóttir, Fram, brýst inn úr hornlnu gegn Víkingum í gærkvöldi og Víkingurinn Helga Askels Jónsdóttir fylgist með. Liðin skildu jöfn, 18:18. Hvergi smeyk- ar án Guðríðar „VIÐ komum hvergi smeykar þó að Guðríði hafi vantað því það kemur maður í manns stað,“ sagði Berglind Ómars- dóttir, Fram, eftir 18:18 jafntefli gegn Víkingum í gærkvöldi í leik sem verður ekki lengi í minnum hafður en Guðríður Guðjóns- dóttir, þjálfari Fram, lék ekki með liði sínu vegna meiðsla. „Við komum brjálaðar til bikar- úrslitaleiksins á laugardaginn. Stjörnusteipur koma sigurviss- ar og það kemur sér vel fyrir okkur.“ Jafnræði var með liðunum í byijun uns Fram komst í 3:6 en Víking- ar bættu um betur og náðu 7:6. Strax eftir hlé komst Stefán Fram með góðum Stefánsson spretti í 10:14 en skrifar Halla María Helga- dóttir reif sig upp með fimm af næstu 6 mörkum Vík- inga. Fram náði 16:18 en Víkingar jafna 18:18 þegar þrjár mínútur eru eftir. Helga Torfadóttir markvörður Víkinga varði síðan þegar ein og hálf mínútu var eftir en hinum meg- in skaut Halla María í slá Fram úr vítaskoti þegar hálf mínúta var til leiksloka. Víkingar fengu síðan aukakast þremur metrum utan punktalínu um leið og leiktíma lauk. Kristín Guðmundsdóttir, sem átti stórleik, tók aukakastið og skaut í stöng og inn en steig skref fram svo að markið var ekki gilt. Ungu stúlkurnar hjá Víkingi fengu tækifæri því Halla María og Svava Sigurðardóttir náðu aðeins að spila stutta kafla vegna veikinda. Kristín nýtti sér það rækilega og átt stórleik í sókninni - áræðin og kröft- ug - og Þórdís Ævarsdóttir lét finna fyrir sér í vörninni. Helga Torfadótt- ir varði mjög vel. Það þarf mikið til ef Fram heldur bikarnum á laugardaginn því lítið var um ógnun í sóknarleiknum. Það var helst að Arna Steinsen reyndi að ógna og átti margar sendingar inn á línunna á Berglindi, sem var mjög góð. Kolbrún Jóhannsdóttir varði vel. Enginn vandi hja Stjömustúlkum Stjörnustúlkur áttu ekki í vand- ræðum með að sigra Fylki 33:22 í Árbænum í gærkvöldi og- halda þar með efsta ívar sæti deildarinnar. Benediktsson Þær gerðu út um skrifar leikinn í fyrri hálfleik með góðri vörn og fjölda hraðaupphlaupa og Fylkis- stúlkur áttu engin svör. Staðan var 21:11 í hálfleik og gat Ólafur Lárus- son, þjálfari Stjörnunnar, leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn í síðari hálfleik fyrir átök helgarinnar en þá fær Stjarnan væntanlega meiri mótspyrnu gegn Fram í úrslit- um bikarkeppninnar. I upphafi stillti Stjarnan upp sínu sterkasta liði og fljótlega kom í ljós að við ramman var reip að draga hjá Fylkisliðinu sem borið er uppi af tveimur leikmönnum, Rut Bald- ursdóttur og Irinu Skorobotatyk. Hver sókn heimastúlkna á fætur annarri hafnaði í höndum Stjörnu- kvenna sem þökkuðu pent fyrir sig og geystust í hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Þegar fyrri hálfleikur- inn var gerður upp kom í ljós að um helmingur marka Stjömunnar var gerður úr hraðaupphlaupum. Leikmenn Stjörnunnar hófu síðari hálfleik af miklum krafti og virtust ætla að bæta enn frekar við muninn sem var í hálfleik. En miklar breyt- ingar á liðinu gerðu það að verkum að talsvert ios komst á leik þess og nokkuð var um rangar sendingar og vanhugsuð markskot. Ekki kom að sök þótt þær gerðu ekki mark í tæpar fjórtan mínútur. Fylkisstúlkur komust aldrei néma niður í tíu marka mun og að leikslokum munaði ellefu mörkum. Fylkisliðið er slakt í samanburði við Stjörnuna. Varnarleikurinn dap- ur og sóknarleikurinn sem byggist upp á einstaklingsframtaki er bitlít- ill og tilviljanakenndur. Stjörnuliðið hefur yfir að ráða mikilli breidd en leikæfingu virtist skorta hjá nokkrum þeirra leik- manna sem fengu að spreyta sig er burðarásarnir voru teknir út af í leikhléi. Þegar sterkasta liðið er inn á er leikurinn kerfisbundinn og val- inn maður í hverju rúmi. Horna- mennirnir Sigrún Másdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir voru ekki nægj- anlega ógnandi og virðist þar vera helsti galli liðsins ef marka má þenn- an leik. Bjarki ekki ávöllinn BJARKI Gunnlaugsson hefur verið með í hálsinum og hita- vellu, og því var ákveðið að hann færi ekki á völlinn held- ur hvfldi sig heima á hóteli. Helgi Kolviðsson hvíldi einn- ig, en hann er eini nýliðinn í landsliðshópnum. Hinir 18 leikmennirnir voru allir á leikskýrslu. Lárus Orri í leikæfingu LÁRUS Orri Sigurðsson var eini leikmaðurinn í byrjunar- liði íslands sem er í þokka- legri leikæfingu enda fastur leikmaður í liði Stoke í 1. deildinni ensku. Þeir leik- menn sem leika með íslensk- um liðum hafa lítið leikið síð- ustu fimm mánuði. Þeir leik- menn sem leika erlendis eru ekki heldur í Ieikæfingu því keppnistímbailið er ekki haf- ið í Skandinavíu og Þórður Guðjónsson og Helgi Sigurðs- son hafa báðir átt við meiðsli að stríða. Það var því ekki hægt að hrópa húrra fyrir leikæfingu íslenska liðsins. Fimm meistarar SKAGAMENN voru fjöl- mennir í fyrsta leik Loga Ólafssonar landsliðsþjálfai-a, en hann notaði fimm ÍA- menn í fjrrsta landsleik sín- um. Þegar Ásgeir Eh'asson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn, gegn Spáni á Laugardalsvelíinum, notaði hann einnig fimm leikmenn úr meistaraliði sínu, Fram, alveg nákvæmlega eins og Logi í gær. Grindvík- ingur í landsieik ÞORSTEINN Guðjónsson lék í gær landsleik fyrir hönd Grindvíkinga, en ekki er búið að ganga frá félagaskiptum hans í KR. Þorsteinn er þar með fyrsti leikmaðurinn til að leika A-landsleik í knatt- spyrnu fyrir Grindvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.