Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1
JB FOSTUDAGUR 11. FEB BLAÐ B ■ Sorpmál hafa gjörbreyst á 4 árum. Eru til fyrirmyndar á 160 þús- und manna svæði. Fólk hætt að henda dagblöðum nema í sérgáma. 35% sorps endurunnin, jafnast á við árangur nágrannaþjóða. ■ Morgunblaðið/Ásdís Skreytilist í málun MARMARAÁFERÐ, viðará- ferð, alls konar mynstur og skreytingar í fjölbreyttum lit- um og litasamsetningum virð- ist vera að ryðja sér til rúms í málun innanhúss. I vikunni bauð Slippfélagið, í samvinnu við sænskan málningarfram- leiðanda, málurum og málara- meisturum á tveggja daga námskeið til að læra hand- brögðin og meðferð þar til gerðrar málningar. Kristján Sigurðsson, sölustjóri, segir að fyrir þremur áratugum hafi málarar verið vel að sér um slíka skreytilist, en sam- fara minnkandi eftirspurn eft- ir vinnu af þessu tagi hafi þekkingin farið forgörðum. „Áður fyrr var skreyti- málning mun flóknari og erf- iðari viðfangs en nú er. Sterk lykt var af málningunni, sem innihélt lífræn leysiefni, og afar óhollt og óþægilegt að vinna með hana. Fyrir nokkr- um árum kom ný vatnsþynn- anleg málning á markaðinn, sem gerir vinnuna mun auð- veldari og skemmtilegri. Eftir aðsókninni á námskeiðið að dæma virðast málarar hafa mikinn áhuga á að bjóða við- skiptavinum sinum upp á fjöl- breytta þjónusu." ■ Árangur í sorpmálum góður á höfuðborgarsvæðinu ENDURVINNSLA er orðin 35% af öll- um úrgangi sem til fellur í Reykjavík og nágrannasveitarfé- lögum, þrátt fyrir að sorp sé ekki brennt til orku- vinnslu. Sveitarfélögin sem eiga Sorpu telja um 160 þúsund íbúa sem hafa aðgang að sjö gámastöðvum víðsvegar um svæðið, auk aðgangs að gámum undir dagblaðapappír. 726 tonn af dagblaðapappír söfn- uðust frá 1. júní til 31. desember 1995 í söfnunargáma sveitarfélag- anna og Reykjavíkurborgar. Hreinsunardeild Reykj avíkurborgar hefur einnig dreift litlum gámum á fjölmarga staði í Breiðholti. Rúm 20 kg af dagblaða- pappír á íbúa Alls bárust til Sorpu 2.485 tonn af dagblöðum og tímaritum til end- urvinnslu á síðasta ári, þannig að svæðið í heild skilar rúmum 20 kg af dagblaðapappír á íbúa til endur- vinnslu, sem sýnir afar góð viðbrögð við pappírssöfnuninni á síðasta ári. Til Sorpu koma 880 tonn af spilli- efnum frá heimilum og úr atvinnu- lífinu. Frá hveiju heimili koma nú fjögur og hálft kíló af spilliefnum, en í Noregi er reiknað með um 1 ‘A- 2'A kílói á íbúa. Hér á landi er afgangur af máln- ingu dijúgur hiuti spilliefnanna. „Þessi árangur .er mjög góður og svæðið stenst fylli- lega samanburð við góð svæði á Norður- löndunum eins og Óðirisvé í Dan- mörku og önnur svæði í Svíþjóð og Noregi," segir Ög- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Sorpu. Sífellt meira af sorptegundum er endurunnið Sorpa hefur starfað í 4 ár en fyrir stofnun hennar var öllu sorpi nema áldósum, gosflöskum og nokkru af brotajárni hent í einn haug. Núna eru timbur, pappír, drykkjarvöruumbúðir, hjólbarðar, spilliefni eins og rafgeymar, garðúr- gangur og brotamálmar endurunnin. Ögmundur bendir á að íbúar höf- uðborgarsvæðisins geri þetta sjálf- viljugir því engar reglugerðir kveði á um skyldur einstaklinga eða fyrir- tækja í sorphirðumálum. „Árangurinn sést ef til vill best á því að íbúum á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði um rúm 4% frá 1992-95, en úrgangur frá heimilum jókst aðeins um rúm 3% á sama timabili," segir Ögmundur að lok- -H S>HOI 14 mismunandi gerðir af eldhúsvöskum. Einfaldir, tvöfaldir eða þrefaldir - með eða án borðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.