Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FYRSTU mínútumar eftir að fólk vaknar eru mjög mikilvægar. Þær gefa tóninn fyrir daginn, en engu að síður virðist fáum takast að fara réttu megin framúr. Kannanir sem gerðar hafa verið á lífsstíl yfir átta þúsund evrópskra yfirmanna hafa leitt í ljós að þeir eru undir miklu álagi fyrstu klukku- stundina eftir að þeir vakna. Það kom því ekki á óvart þegar sagt var frá því í grein sem birtist í Europe- an Heart Journal að algengast er að fólk fái hjartaáfall klukkan níu á morgnana. í tímaritinu The European Magazine var lesendum nýlega gefín nokkur ráð til að gera morgnana notalega, en þó fyrst og fremst heilsusamlega og er þeim hér snarað yfir á íslensku. VaknlA fyrr og slakið á ► Látið vekjaraklukkuna vekja ykkur fyrr en hingað til. Svefninn verður auðvitað styttri en ef þið hafið ekki farið mjög seint í háttinn verðið þið búin að fá það besta út úr svefninum í morgunsárið. Mörg mikilvægustu hormón líkamans eru framleidd í þeim svefni þar sem bylgjur heilans eru hvað hægastar en þá hvílumst við best. Þegar líður á nóttina verður þessi svefn sjald- gæfari en í staðinn sófum við grunn- um svefni sem ekki er eins endur- nærandi. ►Slakið á næsta stundarfjórð- unginn, annað hvort liggjandi eða sitjandi. Það hljómar kannski mót- Réttu megin framúr rúminu á morgnana sagnakennt að slaka svona á rétt á eftir góðum nætursvefni en Dr. Michael McGannon, sem hefur kannað lífsvenjur fólks, segir í því sambandi: „Maður getur ekki haft stjórn á hugsunum sínum á nótt- unni. Þess vegna eru áhyggju- og kvíðafullir draumar svona algengir en þeir geta skapað spennu i líkam- anum sem enn eimir af þegar mað- ur vaknar. Það er aftur á móti gott að slaka á í svefnrofunum því þá er auðvelt að ráða hugsunum sín- um.“ Stjórnendur sem tóku þátt í könnun McGannon og hófu ein- hverskonar morgunslökun sögðust finna mikinn mun á líðan sinni og töldu sig orkuríkari og eiga auð- veldara með að einbeita sér og vera þolinmóðari í lok dagsins en áður. Síðan segir McGannon: „Evr- ópubúar hafa aldrei almennilega til- einkað sér þær hugmyndir Banda- ríkjamanna að það sé takmark í sjálfu sér að vera í góðu formi. Þeir vilja að þeim líði vel en ekkert endilega að hafa fullkominn líkama og þeir leggja sífellt þyngri áherslu á að hjálpa huganum að hjálpa lík- amanum." Dagsbirta í morgunsárlð mikllvæg ►Dragið glugga- tjöldin frá. Þeg- ar dagsbirtan fellur á sjón- taugina örvar hún undirstúku, en það er kirtill í heilanum sem stjórn- ar ýmsum þáttum hegðunar og hugarástands. Bjart ljós veldur því einnig að framleiðsla á melatóníni dregst saman en melatónín er hormón sem meðal annars sér til þess að fólk sofi á nóttunni. Dags- birta í morgunsárið er sérstaklega mikilvæg á veturna þegar Norður- Evrópubúar fá svo lítið af henni síðla dags. ►Opnið gluggana. Líkaminn framleiðir mikinn hita á nóttunni og hiti vinnur á móti hvíld. Kalt loft örvar taugarnar og hressir mann við. Herbergishiti ætti ekki að fara yfir 20°C á nóttunni. ►Drekkið tvö glös af vatni. Lík- aminn missir 300 ml til 1 lítra af vökva yfir nóttina og það þarf að bæta honum upp vökvatapið svo frumur líkamans geti starfað eðli- lega. Það bætir meltingu morgun- matsins og hjálpar til við hreinsun líkamans. Vatnið aðstoðar við framleiðslu hormóns sem kallast mótilín en það örvar þarmana. Ef þið þurfið að fá ykkur kaffi eða te skulið þið gera það. Þó að margir séu andvígir kaffi- og te- drykkju hafa þessir drykkir ýmsa kosti til skamms tíma litið. Koffín, sem er í tei í helmingi minna magni en i kaffi, örvar heilafrumurnar og hjarta- og beinagrindarvöðvana og býr þau undir áreynslu lík- amsæfinga. Hvorki strákar né stelpur geta að því gert - þau eru bara svona HJÓN á ferðalagi villast. Hann vill skoða vegakortið; hún vill stansa og spyija til vegar og þau fara að þjarka. Hvernig stendur á því að þetta gerist æ ofan í æ, óháð þjóðerni, aldri og menntun hjónanna? Rann- sóknir sem gerðar hafa verið víða í Evrópu bénda til að ástæðan fel- ist hvorki í menningarlegum mis- mun né aðstæðum fólks heldur í því að heili kvenna og karla sé alls ekki eins. Dr. Richard Swaap, en hann er hollenskur taugalíffræðingur sem starfar að rannsóknum á heilanum, hefur uppgötvað að heili stúlkna og drengja á aldrinum frá fimm ára til kynþroskaaldurs þroskast á ólíkan hátt þannig að lögun hans verður mismunandi eftir kyni. Þetta á ekki síst við um undirstúk- una þar sem stjórnun á lyst, kyn- hvöt, svefni, líkamshita og hugar- ástandi fer fram. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi hluti heilans gegnir lykil- hlutverki í sambandi við kynhegð- un karla og að ef hann verður fyr- ir skaða verður kynhegðunin síður karlleg. Við höfum einnig orðið vör við að hann rýrnar í stúlkum eftir fimm ára aldur,“ segir dr. Swaap. Það lítur sem sé út fyrir að meðaljónar okkar tíma eigi sér vís- indalega stoð: Karlar hafa tilhneig- ingu til að dragast að fótbolta og tölvuleikjum en konur að fagur- fræðilegum hugðarefnum og nán- um samræðum vegna þess að heil- inn í þeim býður þeim að gera svo. Kynhormónar hafa líka áhrif á námshæfileika Vísindamenn töldu lengi að kyn- hormónar hefðu einungis áhrif á undirstúkuna. Nú er það hins veg- ar vitað að þessi kröftugu efni geta einnig haft áhrif á þroska annarra hluta heilans. Testósterón, sem er í miklu meira mæli í körlum en í konum, hefur áhrif á tilfinningu fyrir rúmi. Það gæti útskýrt hvers vegna körium gengur að jafnaði betur í þeim þáttum greindarprófa sem lúta að lögun hluta og hornum og hvers vegna þeir vilja heldur skoða vegakortið en spyrja til veg- ar. Rannsóknir á heila og hormón- um, sem Elmuth Nyborg gerði við háskólann í Arósum í Danmörku, leiddu í ljós að stúlkur sem hafa óeðlilega mikið af testósteróni hafa betri tilfinningu fyrir rúmi en aðr- ar stúlkur. Drengir með lágan styrk testósteróns hafa meiri hæfi- leika til að læra tungumál en aðrir drengir, en telpur hafa að jafnaði betri tungu- málahæfi- leika en drengir. Voguð og herská áhugamál karla Að því er breski sál- fræðingurinn dr. John Arc- her segir eru áhugamál karla gjarnan Iíkamlega erfið og vog- uð, svo sem knattspyrna og fjallaklif- ur. „Karlmenn allra heimshorna laðast að iðju sem er herská, orku- mikil og felur í sér samkeppni," segir dr. Archer. Hann telur að þetta megi meðal annars rekja til þróunar mannsins þar sem karlar hafi frekar en konur þurft að eiga í samkeppni við kynbræður sína um að ná sér í maka. „En karl- hormónar, sem hafa áhrif á heil- ann þegar í móðurkviði, verða að taka þátt í leiknum.“ Stúlkur sem hafa of mikið af karlhormónum hafa einnig áhuga á herskáum og voguðum málum eins og drengir. Stúlkur með eðli- lega hormónastarfsemi hafa aftur á móti lítinn áhuga á strákaleikj- um, og kjósa heldur leiki sem leggja áherslu á samræður og hlutdeild. Og dr. Archer segir: „Ef félagslegar aðstæður hefðu úrslitaáhrif á uppeldi stúlkna og drengja myndi mun- urinn á fólki eftir því við hvaða menn- ingu það elst upp vera miklu meiri en hann í rauninni er. Við sjáum hins vegar þessa sömu tilhneigingu alls staðar. Stelpur frá Svíþjóð og ít- alíu gætu í rauninni haft líkari hugsanagang en stelpa og strákur frá sama landi.“ Mismikll tenging milli heílahvela Dr. Swaab hefur fært sönnur á að mynstur heilans { samkyn- hneigðu og gagnkynhneigðu fólki er mismunandi. Nyborg hefur sýnt fram á að hæfni kvenna til að skynja rúm sem og til að tjá sig með orðum breytist með hormóna- sveiflum tíðahringsins. Þetta þykir benda til þess að heili kvenna geti betur aðlagast tímabundnum breytingum á starfsemi hans en heili karla vegna þess að tengsl milli heilahvela séu meiri. Vinstra heilahvelið hefur með staðreyndir, reglu og tungumál að gera en það hægra með hið sjónræna, tilfinn- ingalega og óhlutbundna. Þetta getur útskýrt hvers vegna heila- blóðfall í vinstra heilahveli hjá kon- um hefur minni áhrif á hæfileika þeirra til máls en hjá körlum, þær einfaldlega bæta sér skaðann upp með hægra heilahvelinu. Þessi eig- inleiki kvenheilans gæti einnig ver- ið skýringin á því hvers vegna konum gengur betur en körlum að tjá tilfinningar sínar og hafa betra innsæi. Karlheilinn hefur þó sína kosti. Þegar karlmenn leysa til dæmis þrautir er lúta að rúmi, en þær er hægt að leysa með báðum heila- hvelum, nota þeir yfirleitt það hægra eingöngu. Það þýðir að þeir geta einbeitt sér að verkefninu án þess að boð frá vinstra hvelinu trufli þá nokkuð. Þá segir dr. Swaab: „Tauga- frumur í heilanum eru næmar fyr- ir erfðafræðilegum þáttum, hormónum og umhverfisþáttum svo það er erfitt að segja nákvæm- lega til um hvað er af líffræðilegum orsökum. Nú er hins vegar ljósara en nokkurn tíma áður að það ligg- ur líffræðileg ástæða að baki því að konur og karlar hugsa og hegða sér ekki eins.“ ■ Snarað yfir á íslensku úr The European Magazine.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.