Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sérhvert andlit er fagurt að einhverju leyti fuocjyjzjtr Cottg&an/tí- jg 2. o/ir&rr&jí jý g_ fi /Irfi-Ou) fknai. »K ( TVISVAR á ári, vor og haust, koma nýjar áherslur, línur og litir á mark- aðinn frá snyrtivöruframleiðendum. Þeir stærstu hafa förðunarmeistara og snyrtifræðinga á sínum snærum, sem ferðast heimshoma á milli til að kynna framleiðslúna. Michel Col- as er einn þeirra, en hann starfar hjá franska fyrirtækinu Guerlain. Hingað hefur hann komið árlega síðastliðin þijú ár og kennt konum listina að farða sig eftir kúnstarinn- ar reglum með nýjustu framleiðsl- unni. Hann hefur nú dvalið hér í tæpa viku og haft ærinn starfa, enda virðast íslenskar konur fróð- leiksfúsar um allt er lýtur að snyrt- ingu og umhirðu húðarinnar. geti vandkvæðalaust farðað sig sjálf. Förðunin, sem þarf að endast frá morgni til kvölds, á að endurspegla persónuleikann. Falleg stúlka kann að vera fögur án farða, en förðuð á réttan hátt verður hún gullfalleg. Fullkomin fegurð getur verið bæði fráhrindandi og óaðlaðandi, en raun- vemleg fegurð er samansett af smá- vægilegum misfellum og heilmiklum sjarma. Með farða má undirstrika það sem er fagurt og áhugavert í andlitinu og einnig kemur hann að gagni til að hylja það sem er miður frítt,“ segir Colas og bætir við að sérhvert andlit sé fagurt að einhveiju leyti. Þegar Colas hafði hreinsað húð &pnraun,rJ6 mn <|p &OM nrvtUHC° S’veJtfMit>M ® 2> <§> Svf&icuJt # 3 fbtos/mz. SwsH&i & n £TTKe>«?íi TSJ ueiiAieuz. fr 0 Srn/Lo fooeÁniftuS atS a/friZ ,4v/f W/í Mt/r tf Snúlð á Elli kerllngu Sigríður Ólafs- dóttir er ein þeirra sem notaði tækifærið og nýtti sér þjónustu Colas, er hann var staddur í Snyrtivömversl- uninni Oculus. Sigríður sagðist í seinni tíð vera farin að huga að hveiju því sem í boði væri og bæta mætti útlit- ið, enda rétt að reyna að beita ýmsum brögðum til að snúa á Elli kerlingu eins og framast væri kostur. Michel Colas hefur þijátíu ára starfsreynslu og þar af hefur hann unnið í tvo ára- tugi hjá Guarlain, sem hann segir eitt elsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum, stofnað árið 1828 og enn í eigu sömu fjolskyidunnar. Eins og nærri má geta sagði hann að framleiðslan hefði tekið miklum stakkaskiptum síðan þá, en þó væri enn framleidd sama tegund af ilm- vatni. Annars sagði Colas að gæði og úrval í framleiðslu húðsnyrti- og förðunarvara hafi aukist mest um 1980. FörAun á að endurspegla persónuleikann „Förðun á að vera ósýnilegur hluti af fegurð konunnar og þannig að hún ur y/// /fi " />*t*-A/crf Jh SIGRÍÐUR fékk nákvæmar leiðbeiningar í veganestí. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FÖRÐUNARMEISTARINN og snyrtifræðingurinn Michel Colas spáir og spekúlerar. Sigríðar, borið á hana rakakrem og sérstakt krem kringum augun, tók hann til óspilltra málanna við förð- unina. Sigríður er ljóshærð og björt yfírlitum en aðspurður sagðist Colas alls ekki farða allar ljóshærðar konur með sömu litunum. Taka þyrfti tillit til augnlitar, klæðnaðar og síðast en ekki síst persónuleika konunnar. „Nauðsynlegt er að spjalla við kon- umar til að fá ipnsýn í manngerðina og nokkra hugmynd um hvemig þær vilja líta út. Sigríður er með græn augu og ætti því alls ekki að nota grænan eða bláan augnskugga, brún- ir og fjólubláir fara henni mun bet- ur. Eins og margar íslenskar konur notar Sigríður of dökkan farða. Slíkt er ekki ráðlegt því þá verður andlitið eins og gríma og skörp skil við hálsinn. Annars hef ég tekið eft- ir því á ferðum mínum um heiminn að kon- ur virðast aldrei ánægðar með hörundslitinn. Konum með dökkan eða gullleitan hörundslit hættir til að farða sig með allt of Ijósum farða.“ Undarleg tröllatrú á vatni og sápu Annað sem Colas fannst helst athugavert var tröllatrú íslenskra FÖRÐUN á að endur- spegla persónuleika konunnar. kvenna á vatni og sápu. Slíkt sagði hann alls ekki eiga að nota til andlits- hreinsunar heldur hrein- simjólk eða hreinsigel og andlitsvatn á eftir. Colas farðaði Sigríði í anda vorlínunnar í ár, sem nefnist Pacific line og er í öllu mildari litum en vetrarlínan. Svört lína á augnlokin er enn ríkj- andi og sem kvöldförðun er oft höfð gyllt lína fyr- ir ofan þá svörtu. Að lokinni förðun afhenti Colas Sigríði teikningu af andliti, sem hann hafði málað í þeim litum, sem hann hafði ráðlagt henni að nota. Á teikn- inguna skrifaði hann jafnframt nöfn á snyrti- vörutegundum, sem hann taldi henta henni best. Sigríður var hin ánægðasta með handbragðið, jafn- vel örlítið grobbin, því hún hafði á orði hversu mjög hún líktist dóttur sinni. . . ■ vþj Streita - ekki eins afleit og af hefur verið látið FYRIRBÆRIÐ, sem nefnt hefur verið streita eða stress, hefur í seinni tíð fer.gið fremur neikvæða merkingu. Menn eru í stöðugu kapphlaupi við tímann og mörg- um reynist ómögulegt að afkasta því sem þeir ætluðu eða ættu að vera búnir að í gær eða fyrradag. Sagt er að sumir séu útbrunnir langt um aldur fram og er þá streitunni kennt um. Oft vilja menn líka rekja alls kyns mein eins og hjartasjúkdóma og tauga- spennu til streitu. í flugtímariti Air-India, Nam- askaar, fjallaði Davinder Mohan prófessor og yfirmaður geð- og hegðunardeildar Læknavísinda- stofnunar Indlands, nýverið um fyrirbærið, sem hann telur ekki eins afleitt og af er látið. Streit- una segir Mohan hafa verið drif- kraftinn í að færa mannkynið í átt til siðmenningar nútímans - eða eins og hann segir: „. . .til þeirra tíma þegar þeir sem ekki eru stressaðir verða stressaðir af því einu að vera ekki stressaðir." Forfeður og framkvæmdastjórar í skugga baráttunnar við nátt- úruöflin, snerist líf forfeðranna um að afla sér matar, kveikja eld og finna sér samastað. Þótt líf dæmigerðs framkvæmdastjóra nútímans snúist um margt annað en frumþarfirnar, telur Mohan að löngu liðnir forfeður hafí ekki síður verið stressaðir. Mohan segir að vakandi og sofandi sé hugur og líkami á verði gagnvart nánasta umhverfi. Mað- urinn sé næmur fyrir yfirvofandi hættu og honum ásköpuð eðlis- læg hvöt til að reyna að komast lífs af eða þrauka við erfíðar að- stæður enda sé honum baráttu- þrekið í blóð borið. Við bráða hættu fari líffærakerfið í hæsta gír. Hjartað slái hraðar og dæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.