Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF UMFERÐ ökutækja er helsti sökudólgur hávaðamengunar í borgum. Morgunblaðið/Sverrir V erður hljóðlátt umhverfi eitt helsta táknið um velmegun fólks í náinni framtíð? ALLAR líkur eru á því að eitt helsta baráttumál umhverfíssinna á næstu öld verði réttur einstaklingsins á friði og ró. Eftir einhverja áratugi í viðbót, kannski svona 25 ár, verða íbúar hins vestræna heims búnir að fá nóg. Nóg af hávaða og látum. Krafan verður þögn og þögnin verður stöðutákn. Eftir eina öld eða svo verða allar hávaðaupp- sprettur hljóðeinangraðar og borgir Evrópu verða ............. hljóðar. „Þögn er mann- réttindi“ og „Við segjum nei við hávaða" verða heitin á helstu um- hverfísverndarsamtökunum. Svona er framtíðarsýn vísinda- mannsins Rolf Jensen, forstjóra dönsku framtíðarrannsóknarstofn- unarinnar, Institut for fremtids- forskning. Jensen er framtíðin mjög hugleikin og hann hefur skrifað margar greinar um Danmörk árið 2002. Nútímafólk er þjakaö af hóvaða „I ljósi þess að í náinni framtíð munu allir búa í borgum og að þá mun allt verða tækni- og vélvætt og þarmeð hávaðasamt, jafnvel skóflur, verður krafan um þögn sífellt háværari," segir Jensen. „Við sjáum merki þess þegar. Það _______ koma sífellt upp fleiri og fleiri kærur vegna há- vaða, menn byggja veggi til að varna hávaða frá umferð og hús eru sér- staklega hljóðeínangruð. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði maður sagt að þessar aðgerðir væru vott um taugaveikl- un. Nú er það hins vegar fullkom- lega viðurkennt að nútímafólk er þjakað af þeim hávaða sem því er gert að búa við.“ Dæmigert grasrótarmál Þróunin næstu áratugina verð- ur dæmigerð fyrir það sem gerist þegar grasrótarhreyfing fer af stað og berst fyrir ákveðnu mál- efni að mati Jensens. „Alveg eins og í þessum stóru umhverfis- verndarmálum, mengun lofts og vatns, mun baráttan fyrir þessu málfefni breiðast út eins og eldur í sinu. Hávaði er nokkuð sem all- ir þekkja og það verður erfitt fyr- ir stjórnmálamenn að horfa fram hjá þessum kröfum grasrótarinn- ar, þó þeir muni að sjálfsögðu reyna að beita því fyrir sig hvað það yrði dýrt að leysa vandamál- ið.“ Margir framleiðendur hafa þegar áttað sig á þeirri líklegu framtíðarsýn að kaupendur muni í ört vaxandi mæli frekar vilja vörur sem gefa ekki frá sér hljóð. Rolf Jensen nefndir sem dæmi hljóðlausu ryksuguna Silence sem þýskur framleiðandi setti nýlega á markað. Allt bendir til þess að í framtíð- “—Hávaði-------------- Desíbel (dB) er mælieining fyrir mögnun og hljóðstyrk. 10 dB samsvara tvöföldun á hljóðstyrk. 50 dB er þannig tvöfalt hærra en 40 dB. Vinnuverndarlög gera ráð fyrir að fólk hafi heyrnarhlíf til umráða þegar hávaði í vinnuumhverfi nær 80 dB. Það þykir sannað að 90 dB hávaði geti leitt til heyrnarskaða, en margir halda því fram að mörkin séu lægri. inni verði það skoðað sem stöðu- tákn að vera laus við hávaða. Torben Poulsen, lektor við Tækni- háskóla Danmerkur, er sammála því að krafa 'fólks um þögn eigi eftir að aukast verulega á næstu árum. „Fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir því hvað þögnin er góð,“ segir hann. „Það er ekki bara af því að hávaðinn er alltaf að verða meiri. Ég held jafnvel að það sé að draga úr honum að vissu leyti, til dæmis er hávaði í bílum og öðrum farartækjum líklega að minnka með aukinni tækni. Fólk er hins vegar hreinlega búið að fá nóg.“ Kvörtunum fjölgar Hjá borgarskrifstofum Kaup- mannahafnar, þeirri deild sem sér um hávaðamengun, hefur kvörtun- um vegna hávaða hjá fyrirtækjum, fjölgað verulega undanfarið. Kvartanirnar eru ýmiskonar, allt frá kvörtun vegna hávaða í kæli hjá kaupmanninum á horninu, til kvörtunar vegna hávaða frá dans- eða veitingastöðum í íbúðahverfi. Fjölgun kvartana er rakin til auk- innar vitundar fólks, en annað er líka nefnt til. Þannig gæti kvörtun- um vegna kaupmannsins á horninu hafa fjölgað vegna þess að hann er nú með opið lengur á kvöldin eða opnar fyrr á morgnana. Miðað við eðli kvartana er bíla- umferðin helsti sökudólgurinn í borgum. Fyrir nokkrum árum reiknaði sérstök nefnd, sem skipuð var á vegum danska umhverfis- ráðuneytsins, út að um þriðja hvert danskt heimili yrði fyrir hávaða- mengun vegna umferðar sem væri yfir hávaðamörkum. Síðan hefur verið reiknað út að það kosti um 3,5 milljarða danskra króna, um 35 milljarða íslenskar, að dempa hávaðann við þessi hús niður í ásættanlegt form. A eftir bílaumferð á kvörtunar- listanum koma krár, skemmtistað- ir og veitingahús og þar á eftir loftræstikerfi og kælikerfi ásamt hávaða frá öskubílum í morgun- sárið. Uppgjöf? Menn virðast á einu máli um að hávaðavandamálið eigi eftir að verða sífellt meira í umræð- unni og fólk muni á næstunni krefjast réttarins til þagnar í rík- ari mæli. Annað sjónarmið er hins vegar að auknar kvartanir vegna hávaða sýni ekki annað en það að fólk er að verða sífellt meira pirrað á umhverfi sínu. Nútíma- manneskjan stríði við ofsóknar- brjálæði á háu stigi. Almennt sé fólk búið að gefast upp og viður- kenni vanmátt sinn varðandi virkilega mik- ilvæg umhverfismál, svo sem gróðurhúsaáhrif og mengun lofts og vatns. Fólki þyki sem það geti ekki gert neitt í þeim málum og því snúi það kröftum sínum að öðrum minni háttar umhverfis- verndarmálum þar sem það geti mögulega breytt einhverju; háv- aðamengun. „Þetta er öfugsnúið," segja þessar raddir. „Við getum vanist hávaða og sterku ljósi, en ekki útfjólubláum geislum eða menguðu vatni.“ ■ Þýtt og endursagt úr Politiken. Bílaumferð er helsti sökudólgurinn NÆST þegar þú átt leið á diskótek í þínu fínasta pússi er ekki vitlaust að hafa eyrna- tappa með í farteskinu. Reynd- ar vonast heyrnarsérfræðingar eftir því að slíkir eyrnartappar verði fyrr en síðar órjúfanleg- ur hluti diskóbúningsins, en þeir eiga þó síður von á því að verða að þeirri ósk sinni. Tæknistofnunin danska Delta Akustik og Vibration sér- hæfir sig meðal annars í rann- sóknum á áhrifum tónlistar á heyrn fólks. „Hávaðamörkin fara sífellt hækkandi á diskó- tekunum. Það er misjafnt frá einum einstaklingi til annars hvar sársaukamörkin við há- vaða liggja, en það er alveg klárt að fólki sem verður fyrir heyrnarskaða fjölgar hratt,“ segir Jan Voetmann, deildar- stjóri hjá Delta Akustik og Vi- bration. „Oft má rekja ástæð- una til rokktónleika og diskó- tek þar sem hávaðinn á dans- gólfinu er stærsti skaðvaldur- inn.“ Rokktónlistarmenn meö tappa í eyrum Voetmann segist vonast til þess að það komist í tísku með- al þeirra sem sækja þessa staði að nota eyrnatappa, en hann á þó síður von á að svo verði. „Það er nú reyndar algengt hjá rokktónlistarmönnum að nota svona tappa á æfingum og á Eyrnatappar - vonandi en þó varla tískufyrirbæri innan tíðar Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ getur farið illa með heyrnina að dvelja langdvölum á dansgólfum diskóteka. tónleikum,“ segir hann. „Sér- staklega meðal þeirra þekkt- ustu. Annað er líka hreinlega heimskulegt. Það má því vonast til að þeir sem mætiá þessa tónleika taki við sér, en varla fólkið sem sækir diskótekin." Fólki er misjafnlega mikil hætta búin Algengustu heyrnarskaðarn- ír, eða öllu heldur þeir sem greinilega sækja mest á nú- tímafólk, eru annars vegar heyrnarskerðing og hinsvegar viðvarandi, stöðugur hjjómur í eyra viðkomandi. Þetta getur líkst hjartslætti, suði í fiski- flugu eða krana sem lekur eða einhverju allt öðru. Rannsóknir hafa sýnt að fólki er misjafnlega mikil hætta búin af hávaðamengun. Sumir þola hávaðann betur en aðrir. „Við vitum ekki hvort rauð- hærðu, græneygðu eða stór- fættu fólki er hættara en öðr- um við heyrnarskaða," segir Jan Voetmann. „Við getum ekki metið líkurnar á skaða hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og því er það það besta sem við getum gert að hrópa hátt og vara alla við.“ Það þarf ekki endilega lang- an aðdraganda. Voetmann tek- ur dæmi af manni sem starfaði sem hljóðmaður. Hann stóð fyr- ir framan hátalara sem skyndi- lega gaf sig og í kjölfarið fylgdi ógnarhávaði. Hljóðmaðurinn fékk gat á hljóðhimnuna og er nú með mjög skerta heyrn á öðru eyra. „En aðdragandinn er langur hjá mörgum," segir Voetmann. „Þar má til dæmis nefna dæmi um fólk sem hefur farið á diskótek á hverju laugardagskvöldi í nokkur ár.“ Undanfarin ár hefur nokkuð borið á því að þekktir rokktón- listarmenn, sem sestir eru í helgan stein, hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir hafi skemmt heyrnina vegna starf- ans. Nýjar kannanir sýna að þetta er líka þekkt úr klass- ískri tónlist, til dæmis meðal tónlistarfólks synfóníuhljóm- sveita. Meö hljóðmæli á dansgólflð? Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær hávaði er yfir skynsamlegum mörkum. Það er í raun tilfinning hvers og eins og tilfinningin getur svikið þar. Þá er ekki raunhæft að gera sér vonir um að diskó- tekin fyllist af fólki með eyrna- tappa eða hljóðmæla. Kannski er það raunhæfasta í stöðunni að ganga út frá því að heyrnar- skertu fólki eigi eftir að fjölga töluvert í náinni framtíð. ■ Þýtt og endursagt úr Politiken.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.