Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GROÐUR OG GARÐAR • HYBYLI • FRETTIR • fn$temM$ðtíb Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 9. febrúar 1996 Blað D Greiðslumat breytist ekki BREYTINGAR verða ekki á greiðslumatinu vegna hús- bréfalána til 40 ára, segir Grétar J. Guðmundsson í þætt- inum Markaðurinn. Stjórnvöld hafa ákveðið, að greiðslumatið miðist enn sem fyrr við 25 ára lánstíma. / 2 ? Viðhald húsa að utan UNDIRBÚNINGUR vegua meiri háttar viðhaldsverkefna þarf að fara fram að vetrar- lagi, segir Magnús Sædal Svav- arsson, byggingafulltrúi í Reykjavík. Seinni hluta vetrar á að nýta til útboða, verksamn- inga og efnisaðdrátta. / 26 ? Heimavörn gegn inn- brotsþjófum INNBROTUM í íbúðarhús hefur fjölgað. Heimilin eru oft mannlaus hluta úr degi og stundum eru þau skilin eftir mannlaus vikum eða mánuðum saman t.d. vegna orlofs eða veikinda. Af þessum sökuui er gæzla íbúðarhúsa orðin enn þýðing- armeiri en áður. Nú eru á fjórða hundrað heimili tengd stjórnstöð gæzhifyrirtækisins Securitas hf. Þar er nú hægt að fá lánað án stofnkostnaðar öryggiskerfi, sem nefnist "Heimavörn Securitas" og er samsett af stjórnstöð, tveimur hreyfiskynjurum, einum reyk- skynjara og sfrenu. Það felur því bæði í sér innbrots- og brunaviðvörunarkerfi. Viðkomandi greiðir ekki fyrir uppsetningu kerfisins, en borgar visst gjald á mán- uði sem tengigjald við stjórn- stðð fyrirtækisins, sem trygg- ir vðktun allan sólarhringinn. Einnig er hægt að kaupa eða leigja þetta öryggiskerfi tíma- bundið á viðráðanlegra verði en áður hefur tíðkazt. — Með þessu teljum við, að öryggiskerfi geti orðið al- menningseign, en áður voru þau aðeins á færí efnameirí heimila, segja þeir Guðmund- ur Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Securítas og Arni Guðmundsson, deild- arstjóri gæzludeildar fyrir- tækisíns, í viðtali hér í blað- inu í dag. — Þetta er nánast alsjáandi auga, sem hleypir engum óboðnum gesti inn. / 16 ? Ávöxtunarkrafan lægst af hús- bréfum til 40 ára ÞVÍ hafði verið spáð, að ávöxtunar- krafan af nýju húsbréfaflokkunum til 15 ára og 40 ára yrðu önnur á eft- irmarkaði en af húsbréfum til 25 ára. Einkum var þess beðið með eftir- væntingu, hver ávöxtunarkrafan yrði af 40 ára húsbréfunum. Vegna lengri lánstíma hefði mátt búast við því, að ávöxtunarkrafan yrði eitthvað hærri á þessum hús- bréfum en hinum flokkunum. Raun- in er önnur. Þvert á móti hefur ávöxtunarkrafan verið aðeins minni af húsbréfum til 40 ára. Hinn 15. janúar var ávöxtunar- krafan af 15 ára og 25 ára bréfum 5,85%, hinn 16. janúar hækkaði hún upp í 5,88% og hélzt þannig til 31. jan., en þá lækkaði hún í 5,87% og hefur haldizt þannig. Á 40 ára hús- bréfunum hefur hún alltaf verið 3 punktum lægri og að undanfórnu hefur hún því verið 5,84%. Þetta á sér sínar skýringar. Ástandið á markaðnum fyrir ríkis- tryggð verðbréf hefur að undan- förnu verið nokkuð óvenjulegt og stórir fjárfestingaraðilar hafa eink- um sótzt eftir verðtryggðum bréf- um til langs tíma. Þess vegna þarf ávöxtunarkrafan á verðbréfum til skemmri tíma að vera hærri til þess að jafnvægi skapist. Engu að síður eru afföllin af þess- um þreniur flokkum mjög mismun- andi. Öll hafa þessi húsbréf sömu nafnvexti. Ávöxtunarkrafan er hærri en nafnvextirnir og þ ví mynd- ast meiri afföll, eftir því sem bindi- tíminn er lengri. Ávöxtunarkrafan skiptir miklu máli. Hækki ávöxtunarkrafan um aðeins einn punkt eins og kallað er eða 0,01%, hefur það t. d. í fór með sér 1.000 kr. meiri afföll af hverri milljón króna í húsbréfum til 25 ára. Avöxtunarkrafa húsbréfa frá15.janúar1996 5,90 5,88 5,86 5,84 5,82 5,80 1 15og25árabréf ^213 5,87 3= 40 ára bréf 2. vika 3. vika 4. vika 5. vika 6. vika Afföll við sölu húsbréfa Eftir stendur Kaup- Nafnverð Lánstími krafa kr. 1.000.000 15 ár 5,87 93,60 kr. 936.000 kr. 64.000 1.000.000 25 ár 5,87 90,29 902.900 97.100 1.000.000 40 ár 5,84 87,12 871.200 128.800 Skandia býðurþér sveigjanleg lánshjör efþúþarft að skuld- breyta eða stœkka viðþig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórt r eigrtir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga litið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* Msrtirpy.) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað er við jafngreiðslulan. *Auk vcrðbóta Sendu inn umsókn eðafáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉLAGID SKANDIA HF., L.AUGAVEGI 1 70 1Q5 REYKJAVlK, SÍMI SO 19 700 , FAX 55 £6 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.