Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Braggi hrnndi vegna snjóþyngsla HLUTI gamals bragga við Sævarhöfða hrundi síðdegis í gær vegna snjóþunga og ryðs, að því að talið er. Bragginn, sem var í eigu Steypustöðvar- innar, var með steyptum veggj- um, um 430 fermetrar að stærð, og stóð til að rífa hann. Slökkviliðsmenn voru fengnir til að leita í rústunum með að- stoð leitarhunds en samkvæmt upplýsingum lögreglu höfðu útigangsmenn vanið komur sín- ar í braggann. Hundurinn gaf ekki til kynna að nokkur væri í rústunum en til öryggis var fenginn krani til að lyfta upp veggnum sem hrundi og gengið var úr skugga um að enginn væri undir honum. Kraninn felldi síðan það sem eftir stóð af bragganum. Frumvarp til lögreglulaga samþykkt í ríkisstjórn RLR hættir og embætti Rflás- lögreglustjóra sett á stofn RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins verður lögð niður, embætti Ríkislögreglustjóra verður stofnað og sérstakar rannsóknardeildir stofnaðar við tíu lögregluembætti í landinu verði frumvarp til lög- reglulaga, sem ríkisstjómin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi, að lögum. Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, er formaður nefndar þeirr- ar sem samið hefur fmmvarp það sem ríkisstjóm- in samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að frumvarpið gerði ráð fyrir því að Rannsóknarlög- regla ríkisins yrði lögð niður en þess í stað yrðu stofnaðar sérstakar rannsóknardeildir á tíu stöðum á landinu, sem verði stoðdeildir annarra lögreglu- embætta og kallaðar til að aðstoða við eða taka yfir rannsóknir þeirra brotamála sem RLR hefur til þessa farið með. Ríkislögreglustjóra yrði ekki ætlað að sinna rannsókn annarra mála en skatta- og efnahags- brota en hins vegar falið yfirstjómarhlutverk auk heimilda til að annast yfirstjórn einstakra lögreglu- verkefna, svo sem opinberra hátíðarhalda og lög- regluaðgerða vegna hermdarverka, svo og að ákveða hvar einstök mál verði rannsökuð. Sérstakar rannsóknardeildir verða samkvæmt frumvarpinu stofnaðar við tíu lögregluembætti; í Reykjavlk, Hafnarfirði, Akranesi, ísafirði, Sauðár- króki, Akureyri, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Keflavík, til að annast eða aðstoða önnur lögregluembætti í umdæmi þeirra við rann- sókn þeirra mála sem til þessa hafa verið á verk- sviði RLR en rannsókn verður stjórnað af lögreglu- stjóra þess umdæmis þar sem afbrot er framið. Þá er í frumvarpinu m.a. að fmna ákvæði um handtökuheimildir íögreglu og einnig um sérstaka þagnarskyldu lögreglumanna og takmarkanir við því að lögreglumenn ráði sig til aukastarfa. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að frumvarpið í þeim búningi sem það liggur nú fyr- ir muni mæta andstöðu samtaka lögreglumanna, ekki síst hvað varðar síðasttöldu ákvæðin tvö. Einnig er í ráði að leggja fram sérstakt frum- varp sem gerir ráð fyrir að ákæruvald verði í aukn- um mæli falið lögreglustjórum en að embætti ríkis- saksóknara sinni fyrst og fremst alvarlegustu og sjaldgæfustu tegundum afbrotamála í héraði auk þess að flytja öll opinber mál fyrir Hæstarétti. Ríkisstjómin samþykkti frumvarpið á fundi sín- um í gær og verður það kynnt þingflokkum fljót- lega eftir helgi. Vonast er til, að sögn Sigurðar T. Magnússonar, að um frumvarpið verði ljallað á vorþingi og að sú skipan sem það gerir ráð fyrir taki gildi 1. júlí 1997. Vinnuslys í Njarðvík Lenti undir skurðgröfu- skóflu VINNUSLYS varð á vélaverkstæði í Njarðvík um hálftíuieytið í gærmorg- un. Skurðgröfuskófla, á annað tonn að þyngd, féll niður þegar festing gaf sig og lenti ofan á manni, sem var að sjóða í hana. Skóflan hafði verið hífð upp en maðurinn var að logsjóða neðan í hana. Suða á keng, sem skóflunni var haldið uppi á, gaf sig og skóflan féll niður. Hún lenti á öxl og baki manns- ins og hann festist undir skóflunni en tókst að losa sig af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík. Að sögn læknis þar brotn- aði maðurinn á hrygg og rifjum en þarf ekki að gangast undir aðgerð. Höfuð og háls sluppu án meiðsla. Maðurinn verður væntanlega í nokkra daga á sjúkrahúsinu. ----------» ♦ ♦--- Framtals- frestur til mánudags ÞAR SEM lokaskilafrest skattfram- tals ber upp á frídag eða laugardag- inn 10. febrúar lengist fresturinn fram tii miðnættis mánudaginn 12. febrúar. Skattstofur verða opnar miili kl. 13 og 16 í dag. Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, sagði að stjórnsýslulög segðu til.um að ef frestur rynni út á frídegi framlengdist hann til næsta virks dags á eftir. Gestur bjóst við að mikið bærist af framtölum um helgina. Hann sagði að heimild væri fyrir viðurlögum ef skattskýrsla bærist ekki fyrir tilskilinn lokafrest. Ef senda þarf skattskýrslu í pósti gildir póststimpillinn. -----»—4—4---- Búnaðarbankaránið Laus úr haldi MANNI sem verið hefur í gæsluvarð- yfKna gruns um aðild að ráninu I útibúi Búnaðarbankans við Vestur- götu var sleppt í gær. Maðurinn var einn þriggja sem setið hafa í haldi vegna rannsóknar málsins og er síðastur þeirra til að losna úr gæsluvarðhaldi. Við rannsókn málsins fundust hjá mönnunum gögn sem þóttu bera með sér að þeir hefðu skipulagt bankarán. Engmn þeirra hefur játað aðiid að rámnu í Búnaðarbankanum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið ólíklegt að menn- imir verði ákærðir í málinu á grund- velli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. Morgunblaðið/Júlíus Stjórnendur Mjólkursamlags Norðfirðinga gagnrýna úthlutun verðmiðlunarfjár Mjólkursamlögum mismunað með rekstrarstyrkjum FORRAÐAMENN Mjólkursam- lags Norðfirðinga telja að jafnræð- isregla hafi verið brotin á þeim með úthlutun rekstrarstyrkja úr verðmiðlunarsjóði mjólkur til ann- arra samlaga, meðal annars mjólk- ursamlagsins á Egilsstöðum. Þeir segjast ekki hafa átt þess kost að sækja um styrk og ekki fengið nein rök fyrir því af hverju aðrir fái hann frekar. Hafa þeir ákveðið að leita réttar síns í málinu og íhuga að leita álits umboðsmanns Alþingis. Innheimtir eru 65 aurar af hverj- um innvegnum mjólkurlítra í svo- kallaðan verðmiðlunarsjóð mjólk- ur. Mjólkursamlagið á Norðfirði greiðir 300-400 þúsund kr. á ári í sjóðinn. Peningunum á að ráð- stafa í rekstrarstyrki tii mjólkur- samlaga, til að styrkja flutninga milli mjólkursamlaga og jafna flutningskostnað frá bændum til Framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs segir að mjólkurbúum þurfi að fækka afurðastöðva. Kveðið er á um að afurðastöðvar, sem nauðsynlegt er talið að starfrækja vegna land- fræðilegrar einangrunar eða hag- kvæmt þykir að starfrækja vegna fjarlægðar frá næstu afurðastöð, geti notið rekstrarstyrkjanna. Styrkir til þriggja Á síðasta ári fengu þrjú mjólk- ursamlög rekstrarstyrki, mjólkur- samlögin á ísafirði og Egilsstöðum liðiega 16 milljónir hvort og mjólk- ursamlagið á Vopnafirði tæpar 7 milljónir. Gísli Karlsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs Iandbúnaðarins sem gerir tillögur um ráðstöfun þessa ijár til land- búnaðairáðherra segir að mjólkur- búin á ísafirði og Vopnafirði hafi fengið styrk vegna einangrunar á vetrum en Egilsstaðabúið vegna mikillar fjarlægðar frá næsta mjólkurbúi en hagkvæmara væri talið að veita búinu styrk en flytja mjólkina annað. Gísli segir ekki ólíklegt að hætt verði að styrkja samlagið á Egilsstöðum þegar kominn verður nýr vegur yfir Möðrudalsöræfin. Fimm mjólkursamlög nutu rekstrarstyrkja árið 1994, mjólkur- búin á Höfn og Norðfirði, auk þeirra þriggja sem einnig voru styrkt á síðasta ári. Gísli segir að þessi tvö bú hafí fengið framlög á árinu 1994 vegna þess hvað reglugerð um út- hlutun peninganna hafí legið seint fyrir. Þá hafí forráðamönnum þeirra jafnframt verið tilkynnt að ekki yrði um frekari styrkveitingar að ræða. Segir hann að mjólkur- samlögin í landinu séu allt of mörg og aðeins ætti að veita þeim búum rekstrarstyrki sem bráðnauðsynlegt væri að starfrækja. Snorri Styrkársson, fram- kvæmdastjóri Mjólkursamlags Norðfirðinga hf., segir að samlagið fái ekkert til baka af verðjöfnunar- gjaidinu. Hann segir að fyrirtækið hafí ekki áhuga á að gera út á styrki úr sjóðum mjólkuriðnaðar- ins. Hins vegar skekki það sam- keppnisstöðu samlaganna á Aust- urlandi þegar sum fái styrki en önnur ekki án þess að fyrir því séu færð rök. Forráðamenn mjólkursamlags- ins eru ákveðnir að kanna réttar- stöðu sína og 'íhuga að leita álits umboðsmanns Alþingis. ■ Við þurfum líka/13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.