Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Fiskifræðingar spá í spilin fyrir komandi vertíð Morgunblaðið/gg. MENN geta átt von á góðu á bökkum vatnanna á komandi sumri, eins og þessir veiðimenn við Norðurá sgm eru í þann mund að „plasta" morgunveiðina. Engin föst verkefni fyrir þyrlu á Vestfjörðum Kostnaður dreifist á marga aðila Víða horfur á allgóðu laxveiði- sumri HORFUR virðast vera allgóðar fyrir komandi laxveiðivertíð mið- að við niðurstöður athugana sem fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar hafa staðið að frá síðasta sumri. Skilyrði í hafi voru góð fyrir Vesturlandi og batnandi fyrir Norður- og Austurlandi og alls staðar virtust sterkir hópar gönguseiða vera á leið til sjávar. Sums staðar var umferðin með líflegasta móti, þannig sagði Sig- urður Már Einarsson í Borgar- nesi að hann hefði aldrei séð jafn- mikið af gönguseiðum á ferð og í Norðurá síðasta sumar. Þeir sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við vildu þó allir fara var- lega i spádóma, sögðu að þótt horfur hlytu að teljast góðar mætti ekkert út af bregða í nátt- úrunni. Sigurður Már hefur rafveitt seiði í laxveiðiánum á hverju hausti síðustu árin. Rannsóknar- svæði hans er Vesturland til Vestfjarða og segir hann útlit með seiðagöngur síðasta sumars góðar og sums staðar, t.d. í Norð- urá, afar góðar. Þar hafi hann aldrei séð meira af seiðum. A móti þessum góða seiðabúskap ánna kæmi að í fyrra voru vor- kuldar sem seinkuðu göngum seiða úr ánum. Aftur á móti hefði ástand sjávar verið þokkalegt samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hafrannsóknastofn- un og því væri ekki að neita að vertíðin gæti orðið góð þótt alltaf gæti eitthvað ófyrirséð komið upp. Við þetta má bæta að fiski- fræðingar mátu svo að smálaxa- göngur á þessu svæði hafi verið í meðallagi í fyrra, en samkvæmt kenningum þeirra má því búast við talsverðu af stórum tveggja ára fiski úr sjó í sumar. Stórlaxasumar? Sigurður Guðjónsson, deildar- sljóri hjá Veiðimálastofnun, hef- ur lengi verið með „annan fót- inn“ í Vopnafirði og fylgst náið með seiðaathugunum fyrir Norð- urlandi. Hann sagði, að alls stað- ar hefði gott magn seiða verið á ferð og í bland seiði sem „frosið hefðu inni“ i kuldunum síðustu árin. „Gallinn er sá,“ segir Sigurð- ur, „að á þessum landsvæðum var kalt fram eftir vori og fram á sumar og það seinkaði seiða- göngunni. Á þeim tíma var ástandið í sjónum afleitt, hreint vetrarríki. Til bóta var, að um- skipti til hins betra voru í hafinu um líkt leyti og seiðin fóru að tínast út. Við ættum að sjá tals- vert af stórlaxi miðað við að það var góð smálaxagengd í fyrra og vandamál gönguseiða í fyrra snerta ekki laxa sem fyrir voru í uppvexti í hafinu.“ Margir stangaveiðimenn, sem Morgunblaðið hefur rætt við síð- ustu daga, hafa lýst yfir bjart- sýni með sumarið, en hafa þó upp til hópa áhyggjur af því að árnar gætu orðið óþægilega vatnslitlar er líður á sumarið. Stafar sá ótti af snjóleysi það sem af er vetri. AÆTLAÐUR kostnaður við rekstur og staðsetningu Bell-þyrlu á Pat- reksfirði, sem stefnt er að að verði þar næstu þrjá mánuði, nemur um 3 milljónum króna samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins en sá kostn- aður dreifist á ýmsa aðila. Meðal annars hefur verið leitað til landssamtaka, stórfyrirtækja og aðila á Vestfjörðum sem hugsan- lega geta nýtt sér þjónustu hennar, auk þess sem eigandi þyrlunnar, Þyrluþjónustan hf., tekur hluta af áhættunni á sig. Hjá bæði sveitarfé- laginu og fyrirtækinu er um til- raunaverkefni að ræða. Oryggistæki fyrst og fremst Þyrlan hefur verið á Grænlandi upp á síðkastið, en áður annaðist hún m.a. ýmsa þjónustu í Reykjavík og annars staðar á Suðurlandi. Gísli Ólafsson bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að sveitarfélagið muni leggja 70-100 þúsund krónur í fyrirtækið, auk þess að útvega húsnæði fyrir þyrluna og flugmann hennar. Gísli segir að ekki sé komið svar frá öllum þeim sem fengu bréf með beiðni um að styrkja veru þyrlunnar á Vestfjörðum, en hann viti til að Þyrluþjónustan hf. hafi verið í samningaviðræðum við stórfyrir- tæki í Reykjavík. Málið sé hins veg- ar á viðkvæmu stigi og því ótíma- bært að nefna nöfn í því sambandi. Engin föst verkefni eru fyrir þyrluna og á hún að sinna því sem til fellur. „Þyrlan er fyrst og fremst hugs- uð sem öryggistæki, bæði til lands og sjávar, ef slys verða sem hafa verið tíð á Vestfjarðasvæðinu. Hún gæti t.d. annast sjúkraflutninga innan héraðsins og í næsta ná- grenni, þar sem ekki er hægt að beita venjulegum flugvélum. Hún gæti líka þjónað fyrirtækjum eins og Orkubúi Vestfjarða, Pósti og síma eða Vegagerðinni, svo eitthvað sé nefnt, auk almennings sem þarf að sinna brýnum erindum. Þeir sem standa að þyrlunni, eins og sveitarfélagið, kaupa hvern flug- tíma á 17 þúsund krónur ef við þurfum á henni að halda, en aðrir greiða uppsett gjald sem ég held að sé 65 þúsund krónur á tímann að öllu jöfnu, en það hlýtur vita- skuld að vera samningsatriði við eiganda vélarinnar," segir Gísli. Fjárhagsgrundvöllur óljós Gísli kveðst ekki vilja dæma um hvort fjárhagsgrundvöllur þyrlunn- ar á Vestfjörðum sé traustur og verði næstu mánuðir að leiða það í ljós. Mannslíf verði þó ekki metin til fjár og komi upp aðstæður, þar sem ekki er hægt að beita öðrum tækjum en þyrlu, hafi hún sannað gildi sitt. „Það má hugsa dæmið út frá þeim forsendum að þyrlan sé verk- efnalaus, en Þyrluþjónustan hf. á tvær þyrlur, og hún getur alveg eins verið verkefnalaus á Patreks- firði eins og í Reykjavík, út frá sjón- arhóli eiganda,“ segir hann. Segulómsjá LM í Domus Medica Á annað hundrað manns á biðlista Á ANNAÐ hundrað manns bíður eftir að komast í nýja segulómsjá Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. í Domus Medica. Þorkell Bjarna- son, læknir hjá LM, segir að rann- sóknir i segulómsjánni hafi hafist í byijun janúar. „Aðsóknin hefur ver- ið mjög mikil enda hafa langir bið- listar verið eftir því að komast í tækið á Landspítalanum frá upp- hafi. Hér bíða á annað hundrað eft- ir að komast að. Á hveijum degi eru gerðar 7 til 10 rannsóknir.“ Þorkell sagði að afleiðingar röntg- enverkfallsins hefðu komið fram í almennt meiri eftirspurn eftir mynd- greiningu í janúar. Hins vegar hefði verið jöfn og mikil eftirspurn eftir að komast í segulómsjána. Hann sagði að LM liti svo á að í gildi væri samningur við Trygginga- stofnun. „Þótt þeir hafi litið á samn- inginn öðrum augum höfum við ekki rukkað fólk nema um sjúklingshlut- ann. Nú borga sjúklingar 1.000 kr. fyrir rannsóknina. Samkvæmt samningnum við Tryggingastofnun hefur hver rannsókn kostað 23.000 til 24.000 kr,“ sagði Þorkell. Hann sagði að samningurinn hefði tekið gildi í janúar árið 1995 og væri til þriggja ára. „Honum hefur verið sagt upp með árs fyrirvara og gildir þvi a.m.k. út árið í ár,“ sagði hann og tók fram að þörfin fyrir tækið væri greinileg. Hann sagðist vona að hægt yrði að leysa deiluna með samningi sér- fræðinga og Tryggingastofnunar. Ef ekki hefði Tryggingastofnun íað að því að fara með deiluna fyrir gerðardóm. 30% afsláttur af amerískum handklæöum. 30-50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. 10-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 533-3500 10-30% afsláttur af svefnsófum. 10-25% afsláttur af hvíldarstólum. 50% afsláttur af amerískum eldhús- boröum og stólum. 25% afsláttur af barnarúmum. Litir: Hvítur og rauöur Sófarúm meö dýru og rúmteppasetti kr. 39.920.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.