Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 15 ÚR VERIIMU Loðnuveiðar erlendra skipa Ammassat verður að hætta veiðum næsta fimmtudag FRETTIR: EVROPA ÞESSI stæðilegi boli er af kyninu Belgian Blue. Nautakjöt á niðurleið Ahyggjur af hormónum draga úr neyslu Apple býst jafnvel við meira tapi Cupertino, Kaliforníu. APPLE tölvufyrirtækið hefur sagt að það eigi í engum viðræðum um sameiningu við önnur fyrirtæki og að rekstrarhalli á fyrsta fjórðungi þessa árs verði meiri en 69 milljóna dollara halli sá sem varð á rekstrinum á síðasta fjórðungi síðasta árs. Fyrirtækið kvaðst hafa látið af þeirri stefnu að svara ekki „sögu- sögnum og vangaveltum" um að það standi í viðræðum um samruna við önnur fyrirtæki. Apple segir að tal um samruna dragi úr stöðugleika fyrirtækisins. Apple kveðst einnig búast við meiri útgjöldum á öðrum ársíjórð- ungi vegna fækkunar starfsfólks og birgðaafskrifta. Hlutabréf í Apple lækkuðu um 50 sent í 37,75 dollara. Verð hlutabréf- anna hefur lækkað um 29% á tveim- ur mánuðum. Horfur á sameiningu við Sun Microsystems hafa dvínað síðan Gil- bert F. Amelio tók við stjórn fyrir- tækisins af Michael Spindler. Amelio starfaði áður hjá National Semi- conductors Corp. og búizt er við að hann einbeiti sér að því að rétta Apple við áður en hann reyni að komast að samningum. Amelio tók við starfi aðalfram- kvæmdastjóra af Spindler og starfi stjórnarformanns af A.C. „Mike“ Markkula. Markkula tók þátt í stofn- un fyrirtækisins fyrir 20 árum og er nú varastjórnarformaður. ------» ♦ ♦------ Kerkorian semur frið við Chrysler Detroit, 9. febrúar. Reuter. AUÐKÝFINGURINN Kirk Kerkor- ian hefur samið frið við Chrysier bif- reiðafyrirtækið með samningi til fimm ára gegn því að fá sæti í stjórn fyrirtækisins. Um leið hefur Chrysler samþykkt að kaupa aftur fleiri hlutabréf frá hluthöfum. Kerkorian hefur verið einn stærsti hluthafi Chryslers og reyndi að ná yfirráðum yfir fyrirtækinu í apnl í fyrra, en hætti við þá tilraun 31. maí þar sem honum tókst ekki að verða sér úti um nógu mikið fé. Áður en Kerkorian og Chrysler sömdu hafði Kerkorian orðið fyrir áfalli þegar forstjóri verðbréfasjóðs var skipaður í sæti í fyrirtækisstjórn- inni, sem hafði losnað. Chrysler skipaði John B. Neff, fv. forstjóra Windsor-sjóðs fyrirtækisins Wellington Management, í sæti sem losnað hafði í stjórninni í nóvember þegar Joseph Antonini, fv. aðalfram- kvæmdastjóri Kmart Co., sagði af sér. Antonini hætti vegna þrýstings frá fjárfestingarfyrirtæki Kerkor- ians, Tracinda Corp. ------♦ » » Ericsson eykurhagn- að um 27% Stokkhólmi. Reuter. LM ERICSSON í Svíþjóð hefur til- kynnt að nettóhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi aukizt um 27% vegna mikillar eftirspurnar eftir far- símakerfum og talsímum. Vöxtur fyrirtækisins var þó minni en búizt hafði verið við og hlutabréf þess lækkuðu um 3 sænskar krónur í 142,50 í Stokkhólmi. Nettóhagnaður á fjórðungnum jókst í 2.12 milljarða sænskra króna úr 1.67 milljörðum og sala jókst um 14% í 31.88 milljarða. Hagnaður fyr- ir skatta jókst um 32% í 2.8 millj- arða sænskra króna. Stjórn Ericssons lagði til að arður af hlutabréfum yrði hækkaður í 1,75 sænskar krónur úr 1,38 krónum. ÚTGERÐ grænlenzka loðnuskips- ins Ammassat, East Greenland Codfish A/S, hefur verið synjað um undanþágu frá reglum um loðnuveiðar. Samkvæmt því verður Ammassat óheimilt að stunda loðnuveiðar við íslands eftir 15. febrúar næstkomandi. Ammassat er eina grænlenzka skipið, sem gert er út á loðnu, en meira en 100.000 tonn eru óveidd af kvóta Grænlendinga. Hlutdeild Græn- lendinga úr heildarkvótanum er 11% ár hvert. Ammassat er í raun gerð út frá Eskifirði, þó hún sé í eigu Græn- lendinga. Flestir í áhöfn skipsins eru íslenzkir og hefur öllum afla skipsins verið landað til vinnslu hérlendis. Mega ekki veiða eftir 15. febrúar Samkvæmt samningi íslands, Noregs og Grænlands mega skip frá Noregi og Grænlandi stunda loðnuveiðar innan landhelgi okkar til 15. febrúar á vetrarvertíð en þó ekki sunnar en á 64.30. gráðu, sem liggur um Hvalbak. Undan- þága frá þessari reglu hefur ekki fengizt áður, en nú hefur verið samið við Færeyinga um að þeim verði heimilt að veiða 10.000 tonn af loðnu í vetur. Engar hömlur verða á veiðum þeirra eins og veið- um skipa frá Noregi og Grænlandi. Einar Hallsson er starfsmaður East Greenland Codfish hér á landi. Hann segir að sér þyki mjög miður að Ammassat hafi ekki feng- ið undanþágu, því veiðar skipsins myndu fyrst og fremst koma ís- lendingum til góða. Myndu skapa um 850 dagsverk „Það má áætla að Ammassat gæti veitt allt að 10.000 tonnum IS semur um loðnu ÍSLENSKAR sjávarafurðir hafa gert samninga um sölu á frystri loðnu við hefðbundna kaupendur í Japan að sögn Víkings Gunnars- sonar, framleiðslustjóra ástíða- bundinna afurða hjá ÍS. Víkingur segir að samningar hafi náðst um mjög ásættanlegt verð og menn séu ánægðir með þá. Samningarn- ir hljóða upp á sölu á 13-14 þús- und tonnum, sem að sögn Víkings er það magn sem framleiðendur ÍS áætla að frysta á’þessari vertíð. -----» ♦ » ■ Lítið eftir í línutvöföld- unarpottinum SAMKVÆMT upplýsingum Fiski- stofu frá því á miðvikudag eru rúm 3.500 tonn eftir í línutvöföldunar- pottinum. Þá höfðu veiðst 26.130 lestir af þorski og 4.200 lestir af ýsu. Heimilt er að veiða 34.000 tonn samtals. í þessar tölur vantar það sem var um borð í veiðiskipunuin á þessum tíma og einnig þann afla sem Fiskistofa hafði ekki fengið upplýsingar um löndunarhöfnum. eftir 15. febrúar til loka vertíðar eða í um einn og hálfan mánuð. Aflaverðmæti næmi þá um 50 milljónum króna, en áhöfn skipsins er að mestu leyti íslenzk. Þá myndi þessi afli svara til vinnslu loðnu- verksmiðju í hálfan mánuð. Veið- arnar og vinnsla aflans myndu því skila um 850 dagsverkum á sjó og í landi. Loks má áætla að útflutnings- verðmæti afurðanna gæti numið um 200 milljónum króna. Okkur Islendinga munar líklega um minna og ég hélt að það væri ís- lenzkum sjómönnum, starfsmönn- um loðnubræðslna og þjóðarbús- ins í heild hagur að því að leyfa okkur að stunda þessar veiðar. Einkum þegar fyrirsjáanlegt er að leyfilegur afli næst ekki á vert- íðinni og við verðum því ekki að taka neitt frá neinum," segir Ein- ar. Fordæmið komið Einar bendir einnig á, að um- sóknum um undanþágu fyrir Ammassat hafi undanfarin misseri verið hafnað á þeim forsendum að þar væri verið að gefa vafasamt fordæmi. „Islenzk stjórnvöld hafa nú gefið slíkt fordæmi með samn- ingnum við Færeyinga. Það er þá bara spurningin hvort þau þora að mismuna aðildarþjóðunum að samningum um nýtingu loðnunnar. Hvort þau vilja leyfa grænlenzku skipi að veiða lengur og sunnar en norskum skipum. Þar er í það minnsta eitt atriði okkur í hag. Við erum aðeins að tala um eitt grænlenzk skip, en loðnufloti Norðmanna telur um 50 skip. Gænlenzka skipið er með íslenzka áhöfn að mestu og landar öllum sínum afla á íslandi. Hvorugt þetta atriði á við norsku skipin," segir Einar Hallsson. Fiskifélag íslands Fundað um þorskinn FISKIFÉLAG ísland boðar til fundar um stöðu þorskstofns- ins við ísland á Hótel Sögu klukkan 20.00 næstkomandi mánudagskvöld. Til fundarins er boðað í kjöl- far umræðna um mikla fiski- gegngd hér við land og sérs- taks leiðangurs Hafrann- sóknastofnunar á fiskimiðin á Halanum í janúar. Síðan þá hafa miklar umræður verið um það hvort þorskstofninn sé á uppleið, hvort óhætt sé að auka veiðar á þorski og ef svo, hvenær sú aukning ætti að koma. Frummælandi á fundinum verður Gunnar Stefánsson, formaður fiskveiðiráðgjafar- nefndar Hafrannsóknastofn- unar og einnig rhunu nokkrir fiskifræðingar stofnunarinnar mæta á fundinn. Að loknu erindi Gunnars verða almenn- ar umræður með þátttöku þeirra fundarmanna, sem þess óska. Þá er gert ráð fyrir því, að frummælandi og fiskifræð- ingar af Hafrannsóknastofn- un svari fyrirspurnum. NEYSLA á nautakjöti í Evrópu hefur farið stöðugt minnkandi á síðustu árum, ekki síst vegna ótta neytenda við hormónanotkun við nautgriparækt. Mestur hefur sam- drátturinn orðið í Þýskalandi, Hol- landi og Belgíu. Sem dæmi um neyslusamdráttinn má nefna að árið 1985 borðaði meðalbelginn 26 kíló af nautakjöti en einungis 16 kíló á síðasta ári. í Evrópusam- bandinu í heild er samdrátturinn ögn minni. Hormónanotkun er talin vera nokkuð útbreidd í einstaka ríkjum þrátt fyrir að hún eigi að vera bönnuð. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins telur að ef bann- inu verði aflétt sé líklegt að neyslan á nautgripakjöti muni dragast saman um allt að 20% til viðbótar. Eigið eftirlit í þeim ríkjum þar sem neytend- ur hafa mestar áhyggjur af gæð- um kjötsins er orðið nokkuð al- gengt að stórar verslunarkeðjur hafi eigið heilbrigðiseftirlit þar sem hinu opinbera heilbrigðiseftir- liti er ekki treyst. Belgíska versl- unarkeðja Maxi-GB er ein þeirra og segir ástæðuna vera að við- skiptavinirnir séu hættir að treysta á hollustugildi kjöts. Maxi gerir kröfur um hvernig fara eigi með nautgripina og hafa margir bænd- ur verið útilokaðir frá samstarfi við keðjuna þar sem vaxtarhorm- ónar hafa fundist við sýnatökur í nautgripum. Stjórnmálamenn hafa verið sak- aðir um dugleysi í baráttunni gegn hormónanotkun en margir benda á að um öflugan andstæðing sé að ræða. Marc Timbermann, ríkis- JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, segir í viðtali við dag- blaðið Tages-Anzeiger að verði áformum Evrópusambandsins um efnahagslegan og peningalegan samruna Evrópuríkja (EMU) fre- stað fram yfir 1999 þýði það í raun að verið sé gefa áforminn upp á bátinn. Santer sagði nauðsynlegt að standa við þá tímaáætlun er ákveðin var í Maastricht í desem- ber 1991 og minnti á að áform Evrópuríkja um vestur-evrópskt varnarsamband á sjötta áratugn- um hefðu farið í súginn vegna þess hve hikandi ríkisstjórnir Evr- ópuríkja voru. lögmaður Belgíu, segir að sýnt hafi verið fram á tengsl milli „hormónamafíunnar“ og eitur- lyfjahringa. Talið er að hormóna- hagkerfið velti tugum milljarða á ári og bændur eru sagðir beittir miklum þrýstingi og jafnvel hótun- um ef þeir reyna að hætta horm- ónanotkun. Á ráðstefnu sem framkvæmda- stjórnin efndi til í nóvember á síð- asta ári kom fram að notkun fimm algengustu hormónategundanna er ekki hættuleg heilsu manna ef rétt er að staðið. í kjölfarið jókst þrýstingur frá Bandaríkjunum að leyfa hormónanotkun en hormóna- bannið útilokar í raun bandarískt nautakjöt frá Evrópumarkaði. Hefur Bandaríkjastjórn nýlega kært málið til Álþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. Mest á Spáni Regnhlífarsamtök landbúnaðar- samtaka í Evrópu (CPE) vara hins vegar við því að látið verði undan þrýstingi Bandaríkjamanna og vilja þvert á móti að reglur um hormónanotkun verði hertar. Hvorki neytendur né bændur vilji hormónana. Kjötið batni heldur ekki með hormónanotkun og álit neytenda á nautgripakjöti fari sí- fellt þverrandi. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikil hormónanotkunin er í Evrópu en samkvæmt nýlegri könnun er hún mest á Spáni. Þar fundust hormónar í þriðja hverju sýni. Næst á eftir komu Belgía, Frakkland, Ítalía, Holland og Þýskaland. Einungis á Norður- löndunum reyndist ekki vera hægt að sýna fram á neina honnóna- notkun. „Þetta dæmi sýnir okkur að með því að fresta samruna gjaldmiðlana værum við í raun að hætta við samrun- ann,“ segir Santer. Hann segir einnig að ef EMU verði að engu gæti það ógnað trúverðugleika Evrópu- sambandsins í heild sinni. „Ég get ekki útilokað að menn fari að spyrja spurninga um atriði er þegar hafa náðst fram,“ segir hann. Santer svartsýnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.