Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um köllun presta til embættis ENN á ný er komin upp um- ræða um „ráðningarform“ til prestsembættanna, að þessu sinni undir eindregnum áhrifum af deil- um í söfnuði í kirkjunni í Reykja- vík. Vekur nokkra furðu, hversu lítinn keim umræðan ber af kirkjulegum sjónarmiðum. Því leyfi ég mjer að fara fáeinum orðum um þann hátt, sem hafður hefur verið á í þessu efni og vona, að einhverjir geti haft gagn af því. Forðum var það svo, að biskup- ar veittu prestsembættin, en fóru í því efni mjög eftir tillögum safn- aða og presta. Með þroska ijens- veldisins varð það algengt, að höfðingjar reistu kirkjur á höfuð- bólum sínum og kostuðu presta til að þjóna þeim. Allar kirkjur hjerlendis, sem stofnað var til í öndverðri kristni, eru með þessum hætti til komnar. Höfðu kirkjueig- endur sjálfir vald á þessum emb- ættum (ius patronatus) sbr. ákvæði Grágásar: „Þat er manne rétt, at lata læra prestling, til kirkju sinnar, hann scal gera maldaga við svein- inn sjálfan ef hann er xvi vetra, enn ef hann er yngri þa scal hann gera við lograþanda hans. Sa maldagi a at haldaz allr, er þeir gera meþ ser.“ Með tímanum þróaðist þessi háttur til þess vegar, að verndar- maðurinn, i.e. sá, er veitingarij- ettinn hafði haft með þessu móti, gerði tillögur til biskups um nokkra menn, er hæfir þóktu og valdi biskup þann úr, er embættið hlaut. Væri einn til nefndur, var biskup við hann bundinn, væri hann hæfur. Verndarmannsijett- urinn gekk stundum í erfðir. Er nágrannar höfðingja, er einka- kirkju hjelt, tóku að kaupa prests- þjónustu hjá heimilispresti hans mynduðust oft kirkjusóknir, sem enn haldast. Þannig var um flest- ar bændakirkjur á íslandi. Til gamans má geta þess, að auka- verkagreiðslurnar til presta fyrir prestsverk, sem prestastjettin dragnast enn með hjer, eru leifar frá lögkjörum prestanna frá þess- ari tíð. Þó einkakirkjan yrði með tímanum sóknarkirkja, er sóknar- menn svöruðu til öllum skyldum, hjelzt verndarmannsijetturinn oft í ætt höfðingjans, er í öndverðu stofnaði til kirkju. Með Ögvalds- nessáttmála eða Túnsbergssam- komulagi herra Árna og Eiríks prestahatara 1297 náðu biskupar veitingavaldinu yfir ljensbrauðun- um. Þó veittu erkibiskupar í Niðarósi oft hin beztu þeirra. Hitt hjelzt óbreytt, að bændur skyldu sjálfir fá presta að kirkjum sínum. Siðbótamennirnir gerðu ráð fyrir því, að söfnuðirnir kölluðu sjer presta sína sjálfir. í samræmi við aldarhátt þeirrar tíðar var ráð fyrir því gert, að „beztu menn“ safnaðarins veldu prestinn eða prestsefnið. Þessu má alls ekki rugla saman við kosningu í nú- tímamerkingu þess orðs. Þannig er það til dæmis alveg Ijóst, að lýðræðishugmyndir nútímans eru víðs fjarri hugmyndum þeirra í þessu efni: Lýðræðislegt val um þá, sem til greina komu að emb- ætti, var óhugsandi. Enginn efað- ist um að kirkjuleg viðhorf ijeðu fyrir hjá þeim. Reyndar lögðu sið- bótamennirnir allt upp úr því, að prestsefni væri prófað að kunn- áttu og siðferði. Stæðist viðkom- Próf og vígsla eru og hafa ávallt verið, segir Geir Waage, forsenda embættisgengis í kirkju vorri. andi slíkt próf kom að vígslu til hins almenna prests- og predik- unarembættis. Próf og vígsla eru og hafa ávallt verið forsenda embættis- gengis í kirkju vorri. Þó prestar sjeu kallaðir til þjónustu í land- fræðilega afmörkuðum sóknum og prestaköllum þá nær köllun þeirra til prestsembættisins til kirkjunnar allrar, enda eru prest- ar ekki vígðir aftur, þótt þeir skipti um prestakall. Maður, sem hefur verið prófaður og vígður er fullgildur til hvaða prestsemb- ættis eða prestakalls, sem er. Þeir geta því gert vart við sig við hvaða söfnuð, sem er, og boðið fram þjónustu sína. Biskuparnir hafa ávallt verið aðilar að köllun presta hjer. Þeim ber að prófa prestsefni að kunn- áttu og siðferði og vígja síðan. Biskupinn afhendir prestinum prests- og predikunarembættið í umboði allsherjarkirkjunnar og lítur til með honum síðan, hvar sem hann er i sóknum, eins og hann lítur til með kirkjunni allri í biskupsdæmi sínu og er leiðtogi hennar fyrst og fremst með því, að hann er henni ráðgefandi og nærverandi í tilsjón sinni. Samkvæmt fyrirmælum kirkju- ordinantíu Kristjáns III, sem gilt hefur í Skálholtsstipti frá 1541, skyldi það vera grundvallarregla, að biskupar hefðu ekki veitingarvald (ius patronatus) prests- embætta, svo sem verið hafði á undan- genginni tíð. Þegar prest vantaði til kirkju áttu helztu menn safnaðar með ráði prófasts að velja mann, sem þeir teldu hæfan til prestsemb- ættisins, og rita með honum til biskups, en biskup skyldi reyna hann í lærdómi. Fjell- ist biskup á tilnefninguna skyldi konungsins ljensmaður fá honum veitingarbijef. Undan voru skilin embætti við kirkjur undir forræði verndarmanna, sem höfðu fornan ijett til að velja prest sjálfir að kirkju sinni. Þrátt fyrir þetta hjeldu biskup- ar áfram að velja presta og ljet konungur það afskiptalaust allt til 1563, er hann krafðist þess að farið væri að kirkjuskipaninni. Síðan var yfirleitt eftir henni far- ið, en föst skipan kemst á í Skál- holtsstipti -með prestastefnusam- þykkt þeirri er herra Brynjólfur Sveinsson fjekk viðtekna 1639. Presta skyldi velja samkvæmt forskrift Kirkjuordinantiu Krist- jáns IV hinni norsku, er lögtekin var hjer með tilskipun 29da nóv- ember 1622. Söfnuður skyldi samkvæmt henni velja sjö menn, sem síðan áttu að kjósa sóknar- prest og senda fyrir biskup. Að öðru leyti eru svipuð fyrirmæli og í Kirkjuskipan Kristjáns III, en nokkuð fyllri. Jón Halldórsson segir, að þessi háttur hafi lagzt niður í Skálholtsstipti eftir að Múller amtmaður kom hingað út árið 1688. Föst regla komst á aftur með konungsbijefum frá lOda maí 1737 og 29da janúar 1740. Sam- kvæmt síðara bijefinu voru prestaköll þrenns konar: Brauð er gáfu 100 dala tekjur og þaðan af meira á ári veitti konungur. Amt- maður veitti brauð er gáfu milli 40 og 100 dali að fenginni til- lögu biskups, en kon- ungur staðfesti. Ekki þurfti konungs stað- festingu á veitingu lökustu brauðanna. Með tilskipun kon- ungs 15da dec. 1865 var ákveðið, að aðal- brauðin, er hefðu 700 rd. tekjur og þar yfir burtgæfi konungur sjálfur. Betri meðalbrauð með 500 til 700 rd. tekjur og lakari meðalbrauð með 300 til 500 rd. tekjur veittu stipts- yfirvöldin upp á væntanlegt sam- þykki konungs, en fátækustu brauðin veittu stiptsyfirvöldin án konunglegrar staðfestingar. Eftir auglýsingu konungs 3ja oct. 1884, átti landshöfðingi að veita öll þau brauð, sem eftir brauðamati því, er við veitinguna væri í gildi, hefðu tekjur, er minnu næmi en 1800 kr. Lög frá 8da janúar 1886 veittu söfnuðinum ijett til þess, að taka þátt í veitingu brauðs. Eftir §2 laganna skyldi landshöfðingi að lokinni auglýsingu og umsóknar- fresti, velja með ráði biskups 3 af umsækjendum, væru þeir fleiri, svo sem söfnuðurinn kaus um. Sæktu einungis þrír, valdi lands- höfðingi tvo handa söfnuðinum að kjósa á milli. Lög 32 frá 3ja nóvember 1915 leystu þessi ákvæði af hólmi með almennum prestskosningum. Sú löggjöf grundvallaðist á almenn- um lýðræðis- og fjelagsviðhorfum þeirrar tíðar og á því fátt eitt skylt við sjónarmið siðbótarmann- anna, sem um er getið hjer í önd- verðu. Höfundur er formaður Prestafé- lags Islands Geir Waage Hvers vegna er mikilvægt fyrir hjartasjúklinga að hreyfa sig reglulega? Ingveld- ur Ingvarsdóttir og Arna Karlsdóttir úr faghópi um endurhæfingu hjartasjúkl- inga skrifa um þjálfun fyrir hjartasjúklinga. Sjúkra- þjálfarinn segir... Má bjóða þér eitthvað hjarta- styrkjandi? EINS og komið hefur fram í fyrri greinum er hreyfing mikilvægur þáttur í forvörnum gegn hjartasjúk- dómum. En hreyfíng er einnig stór þáttur í endurhæfingu hjartasjúklinga. Af hverju er hreyfing mikilvæg fyrir hjartasjúklinga? Hjartasjúklingar eru oft hræddir við að hreyfa sig. Þeir eru óöruggir og vita ekki hvort eða hvað þeir mega reyna mikið á sig. Hreyfingarleysi veldur minnkuðu þreki sem aftur orsakar aukna þreytu við dagleg störf. Margir reyna að hvíla úr sér þreyt- una, en það leiðir til enn meira hreyfingar- leysis, minnkaðrar afkastagetu o.s.frv. Þarna er kominn vítahringur sem þarf að bijóta upp. Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir hjarta- sjúklinga. Með því að hreyfa sig reglulega eykst afkastageta. Hjartavöðvinn þolir bet- ur álagið við dagleg störf. Hið daglega amstur reynir ekki eins mikið á einstakling- inn og hann fær síður bijóstverki og önnur einkenni frá hjarta. Með aukinni afkasta- getu er maður ekki eins þreyttur eftir vinnu- daginn og á afgangs orku fyrir frítíma og tómstundir, t.d. þjálfun. Reglubundin hreyfing hefur jákvæð áhrif á ýmsa áhættuþætti hjartasjúkdóma. Þeir sem hreyfa sig reglulega eru einnig líklegri til að endurskoða lífsstíl sinn og taka upp heilbrigðara líferni, t.d. að breyta matar- æðinu og hætta að reykja. Hvernig er best fyrir hjartasjúklinga að þjálfa sig? Sem dæmi um heppilega þjálfun fyrir hjartasjúklinga má nefna göngu. Við göngu- ferðir þarf hvorki mikinn eða dýran útbún- að. Það sem við þurfum er skjólgóður fatn- aður og góðir gönguskór. Ekki þarf heldur mikinn undirbúning fyrir gönguferðir, að- eins að fara í skóna, klæða sig eftir veðri og drífa sig af stað!!!! í flestum tilfellum er betra fyrir hjarta- sjúklinga að ganga en að skokka eða hlaupa, og er þar aðallega átt við eldri einstakling- ana. Við göngu eru mun minni líkur á álags- meiðslum og óæskilegum einkennum frá hjarta. Með röskri göngu ná flestir upp nægjanlega háum hjartslætti til að árangur verði af þjálfun. Þegar þjálfað er, er best að ganga rólega í nokkrar mínútur til að leyfa líkamanum að hitna og liðkast. Síðan er heppilegast að ganga á þægilega röskum gönguhraða þannig að við hitnum, finnum fyrir léttri mæði og léttum svita. Álagið á að vera þægilegt, okkur á að líða vel á meðan við erum að. í lok þjálfunar skal ganga hægar í nokkrar mínútur til að hjart- sláttur og blóðþrýstingur nái að lækka ró- lega. Hafa skal í huga að ekki á að þjálfa ef einhver lasleiki er til staðar. Ef óæskileg einkenni eins og bijóstverkur, óreglulegur hjartsláttur eða óeðlileg mæði koma fram við þjálfunina er best að stoppa og jafnvel leita til Iæknis ef einkennin ganga ekki fljótt yfir. Ef fólk er óvant að hreyfa sig er gott að byija með stuttar göngur (10 mínútur) og ganga frekar oftar, jafnvel 2-3 sinnum á dag. Siðan má lengja gönguna smám sam- an og takmarkið getur verið 30 - 40 mín- útna löng ganga 3 - 4 sinnum í viku. Við viljum leggja áherslu á að áreynslan í þjálfuninni á að vera þægileg. Það er alls ekki æskilegt að hjartasjúklingurinn reyni það mikið á sig að hann sé dauðuppgefinn eftir þjálfunina. Mjög kröftug þjálfun getur gert meira ógagn en gagn og líkur á óæski- legum einkennum frá hjarta aukast. Þó svo að hér sé talað um göngu sem þjálfun eru margar fleiri leiðir til. Ekki er síður mikilvægt að koma hreyfingu inn í daglega lífið t.d. með því að ganga stigana í stað þess að nota lyftuna, leyfa bílnum stundum að hvíla sig heima o.s.frv. Mikil- vægast er að hver og einn finni sér hreyf- ingu sem hann hefur ánægju af að stunda. Sem dæmi má nefna; dans, sund, leikfimi, hjólreiðar og skíðagöngu. Sýnt hefur verið fram á að þeir einstaklingar sem hreyfa sig reglulega eru í minni áhættu fyrir einkenn- um frá hjarta en þeir sem eru kyrrsetu- menn. Það er því allt til að vinna, STATTU UPP ÚR STÓLNUM!!!!!!!! Ingveldur Ingvarsdðttir er sjúkraþjálfari á Landspítala og lektor við HI. Arna Karls- dóttir er sjúkraþjálfari á Reykjalundi og HL-stöð. Teikningar eru eftir Kristbjörgu Helgadóttur sjúkraþjdlfara á Rcykjalundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.