Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA RÓSA ING VARSDÓTTIR + Helga Rósa Ing- varsdóttir var fædd í Ólafsvík 2. júní 1915. Hún lést í Sjúkrahúsi Stykk- ishólms 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lára f. 3.7. ÓlafsVÍk, u. 1958, og Ingvar Þorsteinsson, f. 26.5. 1882, frá Reylqum á Skeið- um, d. 26.11. 1918. Fósturfaðir hennar var Jón Thorberg Jóhannes- son, f. 30.11.1885, d. 30.8.1936. Systkini samfeðra eru Þor- steinn, f. 12.3. 1908, d. 11.3. 1974, og Jóhanna Norðfjörð, f. 10.6. 1911, búsett i Reykja- vík. Systkini sammæðra eru Jóhannes, f. 31.12. 1918, d. 9.8. 1936, Hallveig, f. 9.10. 1921, d. 12.10. 1977. Björg Lára, f. 13.3. 1935, búsett i Olafsvík. Helga giftist 12. apríl 1941 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Oli- ver Krisljánssyni, vörubíl- stjóra, og voru þau alla tíð búsett í Olafsvík. Börn þeirra: 1) Anna Elísabet, f. 28.10.1941, maki Karl Valur Karlsson, börn þeirra eru Júlíana, Oliver, Vífill og Helga. 2) Jóhanna Helga, f. 2.6. 1945, maki Magnús Steingrímsson, dóttir þeirra er Dagný Asta. 3) Hjördís, f. 6.9. 1947. 4) Jón Þor- bergur, f. 1.10. 1953, maki Kol- brún Þóra Björns- dóttir, dætur þeirra eru Gunn- vör Braga, Helga Björk, Guð- björg Birna og Kolbrún Ingi- björg. 5) Guðmunda, f. 15.10. 1955, maki Páll Ingólfsson, börn eru Fannar Baldursson, Hafrún og Hjörtur. Lang- ömmubörnin eru níu. Helga varð gagnfræðingur úr Ingimarsskóla, starfaði í Iðnó í nokkur ár, m.a. sem ráðskona. Stofnfélagi í Slysa- varnadeildinni Sumargjöf og Kvenfélagi Ólafsvíkur og heið- ursfélagi í kvenfélaginu. Útför Helgu fer fram frá Ólafsvíkurkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm ínótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. Það er aftur orðið bjart og dag- leg störf morgunsins að hefjast í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Ást- vinir þínir að gera sig reiðubúna til að takast á við daginn og ég að tygja mig til heimferðar. Þú virðist ætla að dvelja hjá okkur enn um stund og það er erfitt að þurfa að kveðja þig vitancli að stutt er í svefninn langa. í gegnum vitund þína virðistu hafa heyrt að veður er að versna og ég finn að þú ætl- ar ekki að senda mig eina til Ólafs- víkur. Það færist yfir þig sérkennileg ró og þú eins og opnar til hálf fal- legu brúnu augun og litlu síðar svo fallega ferðu frá okkur til annarra heima. Umvafin návist Olla og barnanna ykkar. Helga Rósa Ingvarsdóttir, tengdamóðir mín, var mjög- vel gerð kona, vakandi yfir velferð fjöl- skyldu sinnar og frændgarðs. Hún var víðlesin og fróð um alla skap- aða hluti. Ávallt reiðubúin til að hjálpar ef einhver þurfti á hlýju og ástúð að halda. Handavinna alls konar lék í höndun hennar og vettlingar og sokkar frá ömmu Helgu voru listavel pijónaðir og vel þegnir af stelpunum mínum. Það veit ég að fáar stelpur hafa átt útprjónaða hnésokka þegar þær voru litlar. Helga útskrifaðist úr Ingimars- skóla í Reykjavík þegar hún var 17 ára gömul, en það var á þessum árum ekki algengt að stúlkur tækju sig upp og færu í nám suður. Hún studdi Iíka dyggilega börn sín og barnabörn í hverslags námi og leik og hefur það verið hefð að fara til ömmu með einkunnabókina þegar skóla lýkur á vorin hjá stelpunum okkar Jóns og ekki hefur staðið á hvatningu og hrósi á þeim bæ. Helga vann um árabil í Iðnó og þaðan hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja og þar eign- aðist hún góða vini. Frændgarðinn ræktaði hún af alúð og öllum var nærvera hennar til gleði og gagns. Frásaganargleði Helgu var ein- stök og það var sérstaklega gaman að heyra hana segja frá ferðum með eldri borgurum héraðsins eftir árlegar ferðir þeirra Olivers með þeim. Helga var fyrst og fremst hús- móðir á gestkvæmu og til margra ára mannmörgu heimili sem ávallt stóð opið öllum sem litu inn til þeirra hjóna. Þar mátti alltaf fá eitthvað heimabakað og kaffisopa. Helga og Oliver voru mjög falleg hjón sem tekið var eftir hvar sem þau komu og hamingja þeirra var fólgin í að eyða saman ævinni, þau elskuðu og virtu hvort -annað. Að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir samverustundir og vel- gjörðir við mig og mína. Ástvinum öllum óska ég þess af alhug að minningin um góða konu megi lifa og algóður himnafaðir megi sefa sorgina sem nú er svo sár. Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að einhver ástvinur vor gengur þar inn, þá berst um leið til vor eitthvað þaðan af hinum himneska and- vara. (J.A. Bengel.) Kolbrún Þóra Björnsdóttir, Ólafsvík. í dag er komið að erfiðri kveðju- stund, þegar mamma, tengda- mamma og amma, Helga Rósa Ing- varsdóttir, eða Helga amma eins og hún var ævinlega kölluð á okkar heimili, verður kvödd í hinsta sinn frá Ólafsvíkurkirkju. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Helgu ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og allt sem hún var okkur. Umhyggju hennar fyrir okkur og öllum sem að henni stóðu er vart hægt að lýsa í fáum orðum, en hún var svo mikil að manni leið illa, ef af einhveijum ástæðum ekki var hægt að þiggja velgjörðir sem boðnar voru. Helgu ömmu var það svo mikilvægt að vita að hennar nánustu fjölskyldu liði alltaf sem best. Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir hversu góð amma þú varst okkur. Megi góður guð varðveita þig að eilífu. Góðvildin var greypt í hug og sál og geislaði frá hveijum andlitsdrætti. Glettni og kímni gæddi allt sitt mál, græskulaust, en létti skap og bætti. Sumum er slík hjálparhendi léð að hika aldrei nætur jafnt sem daga. Geta ekkert aumt né dapurt séð án þess helst að bæta um og laga. (Jakob Jónsson.) Elsku Olli afi og þið öll sem ömmu þótti svo vænt um, Guð styrki ykkur í þeirri miklu sorg og söknuði sem yfir okkur hvílir nú. Guðmunda, Páll, Fannar, Hafrún og Hjörtur. Þegar maður er barn veit maður næstum því bara það sem manni hefur verið sagt. Ef maður heyrir eitthvað sem maður hefur aldrei heyrt áður vill maður vita allt um það. Orð eins og dauði er eitt af þeim orðum sem svo erfitt er að útskýra fyrir barni. Fátt er um svör við spurningum eins og af hveiju dó amma? Því fullorðin manneskja veit lítið betur en börn um dauðann. Ég er reyndar bara hálffullorðin en er þó alveg jafn berskjölduð fyrir andáti ömmu Helgu og lítið barn. Amma var alltaf svo góð við alla. Þar sem ég var stödd erlendis þegar amma veiktist þurfti ég ekki að horfa á hana veika, eins og hún var undanfarnar vikur. Við kvöddumst svo fallega síðast- liðið haust í hinsta sinn. Ég man þegar ég var yngri og átti heima í Brautarholti 3, þá einu sinni klemmdi ég mig á útidyrahurðinni, mamma og pabbi voru ekki heima, svo ég hljóp bara til ömmu og afa í Vallholtið. Afi þurfti að taka nögl af mér og til þess að dreifa huga mínum meðan á því stóð sagði amma mér skemmtilegar sögur af pabba mín- um. Ég meiddi mig ekkert þegar nöglin fór. Margoft kom ég líka við í Vallholtinu á leiðinni heim úr skól- anum og fékk þá kleinur og hjóna- bandssælu sem amma var heims- meistari í að baka. Þar sem ég hef verið í Reykjavík undanfarna vetur við nám og nú í Ameríku voru samverustundirnar okkar ömmu mun færri en áður. Það breytti þó engu um það að við lögðum saman kápal, skoðuðum myndir og amma sagði mér fullt af gömlum góðum sögum þegar ég kom vestur. Amma vissi að ég er mjög hrifin af öllu gömlu og höfum við eytt heilu dögunum saman í að skoða gömul föt, skartgripi og allskonar hluti. Aldrei leiddist mér heima hjá ömmu, afa og Hjördísi í Vallholt- inu. Það var alltaf hægt að finna eitthvað að gera þar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu Helgu að, hún var alltaf til- búin að gefa mér góða stund af tíma sínum. Það er auðvitað sorglegt að elsku amma Helga er dáin en ég hugga mig við það að hún átti mjög fal- lega og langa æfidaga. Eins veit ég að þegar sorgin smá saman hverfur úr hjarta mínu sitja þar eftir fallegar minningar um ömmu Helgu. Elsku afi Olli, Hjördís, pabbi, mamma og allir hinir. Ég get ekki frekar en nokkur annar útskýrt af hveiju fólk deyr en ég get sagt ykkur að ég trúi því að amma sé komin á enn betri stað en við. Kannski hefur hún nú þjóna og þernur til að dekra við sig eins og hún dekraði alltaf við okkur öll. Hugur minn er heima hjá ykkur þessa dagana. Ég bið góðan Guð að vera með ykkur öllum. Helga Björk Jónsdóttir, Ohio, Bandaríkjunum. Nú er amma dáin og mér finnst skrítið að núna á ég enga ömmu. Ég vona að Guð taki vel á móti henni uppi í himnaríki og að henni líði vel. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína og mér þykir vænt um allt sem hún hefur sagt mér frá og allt sem hún hefur sýnt og kennt mér. Hún kenndi mér t.d. að pijóna. Fyrst þurfti hún að byija og enda allar umferðirnar fyrir mig, en síðan var ég orðin alveg klár á að pijóna. Núna þegar amma er dáin þá ætla ég að nota vel allt sem hún hefur kennt mér. Ég er viss um að Helga amma fylgist vel með mér. Afi minn, ég veit að þú ert sorg- mæddur og saknar ömmu Helgu og ég finn svo til með þér og ykkur öllum hinum líka. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Kolbrún Ingibjörg Jónsdóttir. Að morgni laugardaginss 3. febrúar sl. andaðist móðursystir mín, Helga Rósa Ingvarsdóttir, í Sjúkrahúsi Stykkishólms umvafin ástúð og umhyggju eiginmanns og fjölskyldu. Þrátt fyrir að síðustu daga hafi mátt búast við andláti hennar erum við ekki tilbúin þegar að því kemur. Hjartað nístir, kökk- urinn í hálsinum ætlar aldrei að hverfa og tárin streyma niður kinn- arnar óháð tíma eða stað. Minningarnar sem við eigum hvert um sig ylja og fá okkur til að brosa í gegnum tárin. í huga minn koma fram minningar um hjartahlýju frænkuna og frændan sem komu okkur systkinunum í ömmu- og afastað. Faðm þeirra sem alltaf stóð opinn og umvafði okkur ástúð og kærleika, faðm sem var svo stór að alltaf var pláss fyrir fleiri. Aldrei stóð illa á að fá heim- sókn af ungu fólki, alltaf var tími til að setjast niður og spjalla, enda fannst mér ég ekki vera komin til Ólafsvíkurf fyrr en ég var búin að líta inn og ekki var farið til baka án þess að kveðja. Minningarbrotin eru ótal mörg. Ég minnist jólaboðanna þegar Helga stóð fyrir framan eldavélina með hvíta, stífaða svuntu og hitaði súkkulaði. Snyrtimennska og verk-' lagni einkenndu öll hennar verk og bar heimilið þess glöggt merki, dúkuð borð, kleinur og annað heimabakað meðlæti. Hjónaband þeirra Helgu og Olla einkenndist af kærleika, væntumþykju og virð- ingu hvort fyrir öðru, sem var svo sterk að dáðst var að. Elsku Olli, þið Helga áttuð fal- legt líf saman, eignuðust góð börn, tengdabörn og afkomendur, missir ykkar er mikill. Elsku mamma, missir þinn er einnig mikill. Þið Helga voruð svo nánar systur og báruð mikla umhyggju hvor fyrir annarri, samband ykkar var kær- leiksríkt og aldrei bar þar skugga á. Öll standið þið nú þétt saman og styðjið hvort annað. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur dýpstu samúð um leið og við þökkum þér, elsku Helga, fyrir öll notalegheitin í gegnum árin. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Olöf Sigurðard. frá Hlöðum.) Lára Kristjánsdóttir. í dag er borin til hinstu hvílu Helga Rósa Ingvarsdótir, elskuleg móðursystir mín. Andlát hennar hafði nokkurn aðdraganda, svo að fréttin kom manni ekki að óvörum. Þegar kallið kom var hún umvafin sínum nánustu, sem viku ekki frá henni síðustu dagana. Var mikill friður yfir henni og fékk hún fal- legt andlát. Helga var mér og systk- inum mínum meira en móðursystir, hún var okkur sem amma, enda 20 ára aldursmunur á henni og Björgu, móður okkar. Ég tel mig mjög lán- sama að hafa fengið að alast upp í návist Helgu. Hún var mjög traust og góð kona, barst aldrei á, var meyr að eðlisfari og vildi öllum vel. Helga var húsmóðir gamla tímans, alla tíð einkenndist heimili hennar af miklum myndarskap og ótrúlegri gestrisni. Varla var maður kominn inn úr dyrunum hjá henni, að kaffibollinn var kominn á borðið og bakkelsi með. Skipti ekki máli á hvaða tíma sólarhrings maður leit inn og hún var ekki í rónni fyrr en maður þáði kaffidreitil eða annað góðgæti. Helga var mjög handlagin kona og alltaf með eitt- hvað á prjónunum og eru óteljandi vettlingarnir og sokkapörin sem hafa yljað okkur ættingjum hennar. Maður getur eiginlega ekki minnst Helgu án þess að nefna Olla í sömu andrá, því að samrýndari hjón er varla hægt að hugsa sér. Það var gaman að sjá hve mikla virðingu þau báru fyrir hvort öðru alla tíð og tillitssemin og hlýleikinn skein úr augum þeirra. Olli er búinn að standa við hlið Helgu sinnar í veik- indum hennar og heimsótti hana nær hvern einasta dag til Akraness og svo síðar til Stykkishólms. Á þessari kveðjustund birtast í huga mínum myndir margra liðinna ára. Margar tengjast þær fjárbúskap Olla. Ég sé konurnar í fjölskyldunni í þvottahúsinu hjá Helgu að sauma vambir, ég sé heyskapinn á sumrin þar sem allir mættu sem einn mað- ur, ýmist á Kliftúninu eða inni í Dal. Alltaf mætti Helga með kaffi- brúsa og meðlæti. Ég minnist laufa- brauðabakstursins í eldhúsinu hjá Helgu, þar sem Helga flatti út deig- ið og steikti kökurnar, en við börn- in fengum að skera út. Alltaf feng- um við börnin að vera þátttakendur í amstri hversdagsins. Frændrækni var Helgu mikilvæg og gleður það okkur ættingjana að fyrir rúmum tveimur árum var komið á ættar- móti í Munaðarnesi, þar sem hittust afkomendur systranna Láru (móður Helgu) og Kristjönu Helgadætra. Þótti Helgu, sem og okkur hinum, gaman að fá kærkomið tækifæri til að eiga góða helgi með ættingj- unum og ekki síst að við yngra fólkið kynntumst betur. Helga var elst þessa frændfólks og var hún búin að taka saman æviágrip for- feðra okkar og er það ánægjulegt fyrir okkur hin að eiga þessa grein skrifaða af Helgu. Nú á rúmum mánuði hafa tvær systradætranna kvatt þennan heim. Á gamlársdag lést Svanhildur Guðbjörg, dóttir Kristjönu, langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm og núna hefur Helga mín feng- ið hvíldina löngu. Helga var rólynd kona að eðlisfari en hún var félags- vera og hafi gaman af að tala við fólk og vita um ætt þess og upp- runa. Hafa þau Olli verið virkir þátttakendur á samverustundum eldri borgara hér í Ólafsvík og einn- ig hafa þau farið í ferðalög með eldri borgurum á Snæfellsnesi. Veit ég að þau hafa notið þessara sam- verustunda mjög vel og var gaman að koma í heimsókn til þeirra eftir svona ferðir og fá að fletta mynda- albúminu og fá lýsingar á öllu sem gerðist. Nú verða þær ekki fleiri ferðirnar sem hún Helga mín fer. Við sem eftir lifum eigum fallegar minningar um góða og greinda konu sem öllum vildi vei og mátti ekki vita af neinu aumu. Elsku mamma mín, nú sérð þú á eftir systur þinni sem var þér sem móð- ir alla tíð og samband ykkar var svo einlægt og gott og elsku Olli minn, orð mega sín lítils á svona sorgarstundu, en þú stóðst sem klettur við hlið Helgu þinnar. Miss- ir þinn er mikill en minningar um meira en hálfrar aldar samveru ylja þér. Anna, Jóhanna, Hjördís, Jón og Guðmunda, þið voruð lánsöm, því að fá að alast upp hjá slíkum perlum sem foreldrum ykkar er náðargjöf sem ekki verður frá ykk- ur tekin. Við vitum öll að núna líð- ur Helgu ömmu vel og minning um yndislega konu lifir. Kallíð er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Olga Kristjánsdóttir. Mig langar til að minnast frænku minnar, Helgu Rósu Ingvarsdóttur frá Ólafsvík, sem lést 3. febrúar í sjúkrahúsi Stykkishólms á 81. ald- ursári. Við vorum systradætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.