Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 39 MARTEINN HELGASON GUÐLAUG G UÐMUNDSDÓTTIR Marteinn Helgason, skip- stjóri, Keflavik, fæddist 26. janúar 1909. Hann lést 30. janúar siðastliðinn. Foreldrar Mar- teins voru Sigríður Guðnadóttir, ættuð frá Langagerði í Hvolhreppi, Rang- árvallasýslu, og Helgi Jensson sem ættaður var frá Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd. Börn þeirra hjóna urðu 15 talsins en 4 dóu í frumbernsku. Nú þegar Mar- teinn er allur eru þau öll látin. Eiginkona Marteins var Guð- laug Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1904 að Lokinhömrum í Arnar- firði, hún dó 20. janúar síðast- liðinn. Þau hjónin voru barn- laus. Guðlaug var jarðsett sl. föstudag, á afmælisdegi Mar- teins. Útför Marteins hefur farið fram í kyrrþey. SIGRÚN G UÐJÓNSDÓTTIR + Sigrún Guðjóns- dóttir fæddist að Laugarbökkum í Ölfusi 26. júní árið 1900. Hún lést á Dvalarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, 2. febr- úar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Magn- ússon, bóndi á Laugarbökkum, og kona hans Guðríður Sigurðardóttir frá Tannastöðum í Ölf- usi. Börn þeirra hjóna sem upp komust voru fimm og eru nú öll látin nema Ingibjörg sem er háöldruð og búsett í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Sigrún giftist Þórði Jónssyni frá Alviðru í Ölfusi 19. nóvem- ber 1922. Þau byrjuðu búskap í Reykjavík en bjuggu siðan stuttan tíma að Hvítanesi í Kjós. Keyptu svo jörðina Vatnsnes í Grímsnesi og fluttu þangað árið 1925 og bjuggu þar síðan alla tið til 1963 er elsta barn þeirra Vilborg tók við búi ásamt manni sínum Magnúsi Þorsteins- syni frá Húsafelli. Börn þeirra Sig- rúnar og Þórðar eru fjögur sem upp komust. Þau eru í aldursröð: 1) Vil- borg, f. 1924, giftist Magnúsi Þorsteins- syni, bónda. Þau eiga einn son, Þor- stein. 2) Guðríður, f. 1926, giftist Ein- ari Jónssyni, kenn- ara, sem var skóla- stjóri í Bessastaðahreppi á Alftanesi í mörg ár. Börn þeirra eru tvö, Hafdis og Viðar. Einar lést 1975. 3) Eygló, f. 1927, gift- ist Óskari Jónssyni starfsmanni og kennara við Héraðsskólann að Laugarvatni. Þau eiga tvo syni, Jón og Þórð. 4) Hjálmar, f. 1929, verkfræðingur í Reykja- vík. Þórður eiginmaður Sigrún- ar lést 26. október 1972. Útför Sigrúnar fer fram frá Kotstrandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ELSKU kæra amma mín, mig lang- ar að kveðja þig með nokkrum orð- um. Mínar fyrstu minningar frá barnæsku eru tengdar ömmu í Vatnsnesi, eins og ég nefndi Sig- rúnu ömmu mína ávallt. Amma var mér ávallt mjög náin og markast það eflaust af því að hún aðstoðaði við fæðingu mína í Vatnsnesi á sínum tíma. Amma gætti mín í nokkurn tíma þegar yngri bróðir minn fæddist en þá var ég á þriðja ári. Sagði hún mér nýlega að hún hefði saknað litla kútsins mikið er hann fór aftur í foreldrahús. Ávallt var gott að dvelja í sveitinni á sumr- in og var ég fram yfir fermingu í sveit yfir sumartímann hjá ömmu og afa í Vatnsnesi. Hún amma mín var einstaklega góð við mig alla tíð og eflaust var ég í miklu uppáhaldi hjá henni. Ymislegt var haft fyrir stafni í sveitinni og er mér minnisstætt hve snemma amma kenndi mér að hræra í jólaköku og baka hana í litla forminu mínu en kökuna átti ég og ráðstafaði sjálfur. Samverustundir okkar ömmu urðu færri eftir að ég hætti að vera í sveit á sumrin. Samveru- stundunum fjölgaði aftur þegar ég var kominn með fjölskyldu. Elsta stúlkan mín var nefnd í höfuð langömmu sinnar og skírð Sigrún og fann ég það oft seinna hvað ömmu þótti vænt um nöfnu sína. Amma fylgdist vel með afkom- endum sínum og samgladdist þeim er þeir luku hinum ýmsu áföngum á lífsleiðinni. Mér er þó minnisstæð- ast er við fjölskyldan heimsóttum ömmu á jóladag í fyrra. Sigrún dóttir okkar hafði þá nýlokið stúd- entsprófi og kom í upphlutnum sem Sigrún langamma hafði gefið henni. Amma ljómaði öll er hún sá nöfnu sína með stúdentshúfuna og sagði: „Og orðin stúdent.“ Amma var eins lengi og kostur var í Vatnsnesi og naut þar ein- stakrar umönnunar elstu dóttur sinnar, Boggu. Það óhapp henti ömmu fyrir um tveimur árum að hún féll úr rúmi og lærbrotnaði. Því var nauðsynlegt að hún fengi stöðuga umönnun og eftirlit. Eftir dvöl á Sjúkrahúsinu á Selfossi flutti hún að Kumbaravogi á Stokkseyri og dvaldi þar til hinsta dags. Nokkru eftir að hún kom að Kumb- aravogi ræddi hún um dvölina þar EITT mesta vandaverk hverrar kyn- slóðar er að skila af sér til þeirrar næstu - koma henni til þess þroska er gagnist í síbreytilegum og oft viðsjárverðum heimi. Það skiptir jafnan meginmáli, hvernig menn standa að þessu uppeldishlutverki. Marteinn frændi minn var alla sína starfsömu ævi að skila sér til síðari kynslóða með kærleikann í stafni og kunnáttuna í skut. Með slíkum mönnum er ungu fólki gott og hollt að vera. Fyrst koma mér í hug æskuárin í Keflavík - fjaran, bryggjurnar, Stokkavörin, fiskhúsin, beitinga- skúrarnir, fiskreitirnir, túnin og mannlífið í þessu umhverfi áratugina 1940-1960. Marteinn ólst upp hjá foreldrum sínum Sigríði Guðnadóttur og Helga Jenssyni sjómanni og byijaði ungur sjómennsku. Hann var formaður um alllangt skeið og aflakóngur öll mín æskuár, enda var ég stoltur strákur í þá daga af Matta frænda og alla tíð síðan. Marteinn var á þessum tíma for- maður á Svaninum, 29 tonna bát, sem þá var einn stærsti hér um slóð- ir, Svanur GK 530 smíðaður í Dröfn í Hafnarfirði fyrir Ólaf Lárusson, útgerðarmann í Keflavík. Kostaði hann með vél kr. 260.000. Var hann afburða sjóskip og jafnframt lipurt og gott fiskiskip. Með Svaninn var Marteinn í 5 ár. Hann taldi þessi ár sín eftirminnilegustu og sagði mér oft frá þessum tíma. og sagði: „Ég er ánægð hér, því ég veit það er ógerlegt fyrir Boggu að sjá um mig lengur með allri þeirri vinnu sem hún vinnur." Auð- skilið var þó að Vatnsnesið átti hug hennar allan og ávallt vildi hún fylgjast með búskapnum. Um margt var spjallað er hún var heim- sótt á Kumbaravog og var minni hennar einstakt bæði á gamalt og nýtt. Mér er minnisstæðast er hún sagði frá föðurmissi sínum er hún var 12 ára og þeim breytingum sem því fylgdu, vígslu brúar yfir Sogið við Alviðru, Konungskomunni 1907 og heimsókn Símonar Dalaskálds að Laugarbökkum, æskuheimili hennar. Karlinn var skuggalegur í augum 6 ára barns og beygði hún af er hún sá hann. Símon orti þá til hennar þessa vísu: Sigrún mærin siðprúða sex er núna ára elst er sinna systkina sólin Freyju tára. Eitt sinn spurði ég ömmu hvað hún hefði valið að starfa við í dag ef hún væri ung. Ekki stóð á svar- inu „fatahönnuður". Amma hafði einstakt vald á öllu sem viðvék saumaskap og heimilis- og bústörf- um yfirleitt. Sem ung stúlka vann hún hjá Guðsteini Eyjólfssyni klæð- skera og hefur eflaust notið þess eitthvað en tilfinning fyrir efni og útfærslu var henni eðlislæg. Amma mat það alltaf mikils er rafmagnið kom í Vatnsnes og jafn- framt taldi hún að líkur væru fyrir heitu vatni á jörðinni og vildi bora. Borað var eftir heitu vatni á jörð- inni og fékkst nægilegt vatn til upphitunar þannig að hún naut heita vatnsins sín síðustu ár í Vatnsnesi. Oft minnist amma á hvað hún væri ánægð með börnin sín og af- komendur. Frá því amma var 90 ára hafa afkomendur hennar komið í Vatnsnes á afmælisdegi hennar 26. júní og gert sér glaðan dag. Amma lagði áherslu á að við héld- um þessum sið þó hún væri flutt á Kumbaravog. Amma mín, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir það ánægjulega og innilega samband sem var alla tíð hjá okkur. Guð blessi minningu Sigrúnar Guðjónsdóttur frá Vatnsnesi. Jón Óskarsson. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 Á þessum árum í kringum 1940 voru í Keflavík 47 fiskiskip yfir 12 smálestir og 18 aðkomuskip. Skip- verjar voru 529. Á þessum tíma snérist allt mannlíf í Keflavík um afla og sjómennsku. Markmið allra unglinga var að komast í gott skips- pláss. Allt líf fólksins mótaðist af lífsbaráttunni við sjóinn - allir for- feður þess höfðu áður stundað sjó- mennsku. Afkoman fór eftir dugnaði hvers og eins. Duglegir menn réru upp á hlut, sem varð allra keppi- kefli, því aðrir réru upp á fast kaup. Flestir bjuggu við lítil efni á ver- aldlega vísu hér um slóðir, svo mun og víða hafa verið, en sjórinn sá fyrir því að fólk svalt ekki. Þegar Marteinn kom í land gerðist hann vörubílstjóri og síðustu starfsárin var hánn lagerstjóri hjá Isl. aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli. Marteinn Helgason var eins og áður getur innfæddur Keflvíkingur, og sá bæinn vaxa frá því að vera smáþorp. Hann er einn af þeim, sem með ævistarfi sínu hafa stuðlað að vexti hans og einn af þeim sem jafn- an hafa sett svip á bæinn. Þeim, sem farið hafa höndum um hijóstrin hér úti við hafið til þess að gera þau byggileg, þeim sem hafa þreytt fangbrögð við úthafsölduna í leit að auðæfum hafsins, ber að þakka. Einn af þeim var Marteinn Helga- son. Náin vináttu- og frændsemis- bönd hafa jafnan tengt okkur Matta. Mestan hluta hjúskapar síns bjuggu Marteinn og Guðlaug á Aust- urgötu 21, í Keflavík, þar sem þau höfðu búið um sig af mikilli smek- kvísi og myndarskap. Þau voru alla tíð einstaklega samhent og hjóna- band þeirra ástsælt svo af bar, og athyglisverð sú staðreynd að Mar- teinn skyldi deyja 10 dögum á eftir Guðlaugu sinni. Síðustu árin dvöldu þau í Víðihlíð í Grindavík þar sem hann vakti yfir velferð hennar og var umhyggja hans annáluð, hann var andlega hress og ók bíl sínum fram á síðasta dag. Marteini var tíðrætt um hversu frábært starfsfólkið er í Víðihlíð og alúð þess við vistmenn mikil. Með þessum fáu og fátæklegu minningarorðum vil ég kveðja minn góða vin. Minningin um góðan mann mun lýsa ástvinum Marteins Helgasonar um ókomin ár og birtu stafar af nafni hans langt út fyrir raðir fjöl- skyldu hans. Páll Jónsson. Það liggur í hlutarins eðli að vist- menn á stað sem öldrunarheimilinu í Víðihlíð tengjast starfsfólkinu mismikið. Það er eins og annars staðar í lífinu að við höfum mismik- ið að gefa. Sumir eru stöðugir gef- endur aðrir þiggjendur. Þeirra sem ætíð hafa gefið verður sárt saknað er þeir hverfa yfir móðuna miklu. Við sem höfum nú horft á eftir Matta og Guðlaugu erum dálítið tóm inni í okkur þótt við hefðum það óneitanlega á tilfinningunni að þau myndu fara saman. Hvernig gat Matti svo sem verið hér þegar Guð- laug hafði kvatt jafnvel þótt hann virtist sá hressasti í bænum. Þvílík ást og tryggð sem úr augum hans skein þegar hann sat við hlið konu sinnar, sem var í hjólastól, strauk henni, mataði og hann talaði við hana á þann hátt sem við hin ekki skildum. Þeirra trúnaður og tryggð var úr meira dýpi en við gátum skynjað. Orðræðurnar ekki margar enda vissi Matti allt um sína kæru konu þótt hann ekkert segði. Fyrir okkur hin sem lifum þau skildu þau hjón eftir neista sem við vonandi öll varðveitum með okkur. Þetta var neisti trúnaðar og tryggðar við okk- ur sjálf og þá sem næst okkur standa, hvort sem er við spörfugl- ana, sem gefa þarf á köldum vetrar- dögum, eða þá sem við elskum mest. Römm var sú taug sem tengdi þau hjón. Við starfsfólkið þökkum þeim samverustundirnar og þá kennslu í mannlegum samskiptum sem þau veittu okkur. Konráð Lúðvíksson læknir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR, Meistaravöllum 31, Reykjavik, lést í Landspítalanum þann 7. febrúar. Hildur Jónsdóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson, Eyrún Jónsdóttir, Sigrún H. Jónsdóttir, Þorsteinn Svanur Jónsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN H.M. ÓLAFSSON, fyrrv. brunavörður, Bústaðavegi 75, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. febrúar. Theodóra Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson Hálfdanarson, Ásta Hulda Kristinsdóttir, Ögmundur Kristinsson, Áslaug Adda Sigurðardóttir, Smári Jónsson, Helga Hanna Sigurðardóttir, Ægir Steinn Sveinþórsson, og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYGLÓ KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Grétar Vilhelmsson, Guðmunda Ingvarsdóttir, Kristján Vilhelm Grétarsson, Emma Geirsdóttir, Jón Halldór Grétarsson, Katrín Lilia Ævarsdóttir, Arnþór Ólafur Grétarsson, Guðrún Ósk Sigurðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.