Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 41 LEÓ JÓNSSON + Leó Jónsson, trésmiður, fæddist 9. septem- ber 1909 á Höfða á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Hann lést í sjúkra- húsi Siglufjarðar 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Arnórs- son, bóndi og hreppstjóri í Grunnavíkur- hreppi, og Kristín Jensdóttir. Alsystk- ini hans voru þau Valgeir, f. 3.4. 1899, Kristín, f. 20.6. 1901, Karl, f. 10.1. 1903, Indriði, f. 9.8. 1905 og Sigríð- ur, f. 17.2. 1911. Áður hafði faðir hans verið giftur Kristinu Kristjánsdóttur og átti með henni Árna, f. 22.2. 1880, Elisa- bet Rósinkar, f. 1881, Valgerði, f. 1885, Kristján, f. 13.7. 1888, og Ólafíu, f. 1890. Eftirlifandi systir er Sigríður sem búsett er á Isafirði. Fyrstu ár æfi sinnar var Leó á Höfðaströnd en flutti með foreldr- um sínum til Hnífs- dals 1915 og bjó hann þar með for- eldrum sínum þar til hann fór til sjós og var á bátum fá ýmsum stöðum allt þar hann gifti sig Sóleyju Gunnlaugs- dóttur að þau stofn- uðu heimili á Siglu- firði. Þar stundaði afi smíðar og fékk svokallað ráðherra- bréf uppá smíða- réttindi. Sóley lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 31. desember 1994. Þau áttu eina dóttur, Minný, sem býr á Sauðárkróki. Áður hafði Leó eignast son með Soffíu Bæringsdóttur, Gunnar Guðfinn Jón, sem lést af slys- förum árið 1994. Þá ólu þau hjón upp son Minnýjar, Leó, eins og eigin son. Utför Leós verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00 ÞEGAR ég frétti af andláti afa 31. janúar síðastliðinn kom mér það ekki verulega á óvart, þar sem hann hafði verið mjög veikur undanfarið, hugurinn og líkamlegur styrkur hafði yfirgefið hann fyrir nokkrum árum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu á Siglufjörð, þar var maður ofdekr- aður og eftir að ég eignaðist fjöl- skyldu var ekki látið minna með börnin en ég minnist að hafi verið látið með mig. Það var varla búinn matur þegar afi fór í frystikistuna til að ná í ís sem skóflað var í sig af bestu lyst. Afi var mikill sögu- maður, hann mundi allt og var óspar á að segja manni frá hinu og þessu, hann labbaði með okkur systkinin upp í Hvanneyrarskál og sagði okk- ur hvað öll fjöll hétu sem sást í, allir dalir, skálar og ár. Þegar hann labbaði með okkur um bæinn sagði hann manni frá síldarárunum og því fjöri sem hafði verið þá, sögu síldarplananna sem voru uppistandandi, þeim mönnum sem hann vissi að maður kannaðist við. Þegar ég fermdist kom hann vestur til Bolungarvíkur til að vera við ferminguna mína, þar lék hann á als oddi, hann smurði allar snitt- urnar sem bornar voru fram í veisl- unni og þóttu ekki verri en eftir einhverja smurbrauðsdömu. Þá kom hann einu sinni vestur til að fara með okkur á Flæðareyrarhátíð sem var mjög skemmtilegt, því þar var hann kominn á æskustöðvarnar. Þó hann hafi verið ungur þegar foreldr- ar hans fluttu til Hnífsdals taldi hann sig muna hvernig hafði verið búið þar og þar sagði hann okkur mikið af skemmtilegum sögum frá lífinu í sveitinni. Það sem einkenndi afa var lífsgleði og að lifa lífinu lif- andi, hann var mjög glaðlyndur, ég sá hann aldrei breyta skapi þó eflaust hafi það gerst. Það var ekki ósk hans að leggjast inná spítala fyrir mörgum árum axlarbrotinn og útskrifast aldrei aftur, nei, ég man að hann sagði mér að hann vonaði að hann þyrfti aldrei að leggjast inná spítala og láta aðra hugsa um sig hvað þá að eyða mörgum árum þar. Hann vildi geta séð um sig sjálfur. Kartöflurnar skiptu miklu í lífi afa, hann var með stóran garð uppi í hlíð og ég man þegar maður var að borða og hann var að segja manni frá upp- skerunni, þá fannst manni að smælkið væri borið á borð því upp- skeran hafði verið slík, stórar kart- öflur. Ég kveð afa og ég mun alltaf minnast hans sem þessa fjöruga og gefandi manns sem mátti ekki vamm sitt vita. Hafþór Gunnarsson. í dag verður borin til hinstu hvílu minn elskulegi afi, Leó Jónsson, er lést 31. janúar í sjúkrahúsinu á Siglufirði. SmÓ ouglýsingar KRISTIÐ SAMFÉI.AG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14 í umsjá unglinga. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Skíðagöngunámskeið fyrir almenning Laugard. 10. og sunnud. 11. febr. standa Skíðasamband Is- lands í samvinnu viö Ferðafélag- ið og fleiri aðila fyrir ókeypis skíðagöngukennslu í Laugar- dalnum. Mæting kl. 10, kl. 12, kl. 14 eða kl. 16 báða dagana. Komið með eigin skíði en einnig verður eitthvað af skíðum til láns. Kennslan verður á Val- bjarnarvellinum, mæting við stúkuna. Þelamerkurnámskeið á skíðum er fyrirhugað sunnu- daginn 25. febrúar. Fjölbreyttar sunnu- dagsferðir 11. febrúar Kl. 10.30 Bláfjöll - Heiðin há - Grindaskörð. Skemmtileg skíða- ganga fyrir vant skíðagöngufólk. Fararstj. Jóhannes I. Jónsson. Kl. 13 Skíðaganga með Löngu- hlfð. Tilvalin skíðaganga fyrir þá, sem vilja auðveldari göngu. Fararstj. Sigurður Kristjánsson. Kl. 13 Helgafell - Dauðadalir. Brottför í ferðirnar frá BSÍ aust- anmegin og Mörkinni 6. Munið næsta myndakvöld F.f. miðvikudagskvöldið 14. febrú- ar kl. 20.30 i Mörkinni 6. Mynd- ir úr ferðum á Lónsöræfi í Aust- urdal og víðar. Ný, fjölbreytt ferðaáætlun er komin út. Ferðafélag íslands. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu Sóleyjar og til hans pabba, ég veit að nú eru fagnaðarfundir hjá ykkur, ég hugsa til ykkar með hlýhug og alveg sátt við lífið, þar sem þið eruð nú öll saman og gleðj- ist. Elsku afi, ég man eins og það gerst hafi í gær þegar ég, litla stelp- an þín úr Bolungarvík, kom í mán- aðardvöl með ms. Esju til ykkar. Þú stóðst á bryggjunni til að taka á móti mér, þú varst alltaf svo sæll og ánægður. Við fórum nú ófáar ferðirnar upp í hlíð til að at- i huga kartöflurnar og ég hljóp á eftir þér, svo stolt af honum afa mínum. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar þegar við geystumst inn á verk'stæði hjá Húseiningum eða um íbúðina. Elsku afi, ég man þegar ég var svona 4-5 ára þegar við komurn öll keyrandi að vestan, við systkin- in, pabbi og mamma. Þetta var á laugardegi og ég, íjörkálfurinn, týndi skónum á leiðinni norður. Þú varst nú ekki lengi að redda því, þú fórst strax daginn eftir heim til Gests Fanndals og hann kom með okkur í búðina til að kaupa nýja skó. Það var alveg yndislegt að geta komist til þín í sumar og geta knús- að þig rækilega. Elsku afi, hér kemur textinn sem þér fannst svo fallegur, sem pabbi orti. Er ég fyrst heyri vorfugla kvaka þá vil ég flýja í sveitina heim. Ég hugsa ekkert um ferðir til baka því ég vil hlusta og syngja með þeim. Hann er dýrlegur lóunnar söngur, viltu hlusta á þrastanna hjal. Innst í bijósti þér blíðröma strengur hann berst með blænum í fjallanna sal. (Gunnar Leósson.) Elín Gunnarsdóttir. Þegar ég frétti að Leó afi hefði lærbrotnað í desember síðastliðn- um datt mér í hug að það yrði þá kannski ekki langt í endalokin. Hann var búinn að vera í sjúkra- húsinu á Siglufirði í nokkur ár, síðustu 2-3 árin var minnið orðið svo lélegt að hann þekkti okkur ekki og heilsan smám saman að versna. Fyrstu minningar míirar um afa eru frá því að ég lærði að skrifa en við skrifuðumst reglulega á. Það var svo gaman að fá frá hon- um bréf, ekki síst vegna þess hvað hann hafði sérstaklega fallega rit- hönd og ég gerði margar tilraunir til að líkja eftir skriftinni hans. Hann kom vestur í fyrsta skiptið þegar ég var 12 ára, í fermingar- veislu hjá Hafþóri. Það var mikil eftirvænting hjá okkur systkinun- um og urðum við sannarlega ekkif fyrir vonbrigðum. Hann lét sig ekki muna um að skreyta allar snitturn- ar sem voru í veislunni og var gam- an að sjá hann sitja heilan dag við eldhúsborðið og dunda við þetta. Ári síðar fórum við okkar fyrstu ferð öll fjölskyldan norður og áttum við þar mjög góðar stundir saman. Ég fór tvær ferðir ein norður eftir það og á ég margar hlýjar og góðar minningar frá þeim ferðum. Afi og Sóley amma komu einu sinni vestur saman til að fara með okkur á átthagamót í Flæðareyri. Það var mjög skemmtilegt, alltaf nóg að gera og entist varla sólar- hringinn. Þó að ég kveðji elsku afa með söknuði er ég viss um að hon- um líður nú vel að hitta aftur sína ástkæru eiginkonu og son, sem hafa. tekið fagnandi á móti honum. Við eigum minninguna um þenn- an góða og káta mann sem var alltaf brosandi. „Guð geymi þig elsku afi.“ Þín Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, GUÐFRÍÐUR KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu, áöur Blesugróf 5, lést 8. febrúar. Sigurður Jóhannesson. t Faðir okkar, SKÚLI ÞÓRÐARSON skipasmíðameistari, lést í Sjúkrahúsi (safjarðar 8. febrúar. Ágústa Skúladóttir, Svandís Skúladóttir, Skúli Þ. Skúlason, Árni Skúlason, tengdabörn og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Jón Guðbjartsson, Siguriaug Jónsdóttir, Benedikt E. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Davíð Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR LIUU JÓNSDÓTTUR, Hæðargarði 35, áður Breiðagerði 21. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á deild B-4, Borgarspítla, fyrir hlýhug og sérstaka umhyggju. Einar Eirfksson, Eiríkur Páll Einarsson, Björg Magnúsdóttir, Valgarður Sigurður Einarsson, Björn Ingi, Þórdis Lilja, Eydís Valgerður, Sirrey María. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS SIGURÐSSONAR múrarameistara frá Ertu, Hringbraut 35, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir, Jón Rafn Einarsson, Kristrún Viggósdóttir, Húnbjörg Einarsdóttir, Garðar Gfslason, Hrefna Einarsdóttir, Þorleifur Guðmundsson, Kristín Ása Einarsdóttir, Sverrir Eðvaldsson, Guðrún Einarsdóttir, Pétur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Suðurgötu 32, Keflavfk, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja 7. febrúar, verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 14.00. Högni Oddsson, Örn Högnason, Sesselja Jóhannsdóttir, Már Grétar Arnarson, Vilhelmína Oddný Arnardóttir, Örn Haukur Arnarson, Högni Arnarson, Dagrún Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.