Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Sveit Antons Haraldssonar hefur nú þegar tryggt sér Akureyrarmeistara- titilinn í Sveitakeppni þótt tveimur umferðum sé ólokið, en þeir hafa 65 'istiga forskot á næstu sveit, og staðan er nú þessi: Sv. Antons Haraldssonar 261 Sv.ÆvarsÁrmannssonár 196 Sv. Ormars Snæbjömssonar 193 Sv. Hauks Harðarsonar 186 Baráttan um annað sætið er því mjög hörð, en síðustu tvær umferðirn- ar verða spilaðar þriðjudaginn 13. febrúar. Úrslit í sunnudagsbrids 4. febrúar: Kristján Guðjónsson - Una Sveinsd. 148 Hróðmar Sigurbjömss. - Stefán Stefánss. 146 Hjalti Bergmann - Hörður Steinbergss. 144 Pétur Guðjónss. - Sigfús Hreiðarss. 143 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 5. febrúar var spilað 3. kvöldið af 4 í Kauphallartvímenningi félagsins. 20 pör hafa spilað 14 um- ferðir af 19 og bestum árangri 3. kvöldið (umferðir 10-14) náðu eftir- farandi pör: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 430 Hulda Hjálmarsdóttir - Erla Sigurjónsdóttir 386 Haildór Einarsson - Gunnlaugur Oskarsson 271 Ólafur Gíslason — Kristján Ólafsson 222 Efstu pör eftir 14 umferðir eru: Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömsson 1148 Friðþjófur Einarss. - GuðbrandurSigurbergss. 623 Ólafur Ingimundarson - Sverrir Jónsson 623 Ólafur Gíslason - Kristján Ólafsson 541 Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 341 Síðasta kvöldið í Kauphallartví- menningnum verður spilað mánudag- inn 12. febrúar og síðan er frí frá spilamennsku 19. febrúar vegna Bridshátíðar. 26. febrúar er síðan 1. kvöldið af 3 eins kvölds tvímenningum í röð hjá félaginu. Gefin verða sér verðlaun fyrir besta árangur úr 2 af þessum 3'kvöldum. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í félagsálmu Haukahússins, með innkeyrslu frá Flatahrauni. Spilamennska byrjar kl. 19.30 og eru allir spilarar velkomnir. Svala K. leiðir á Suðurnesjum Sveit Svölu K. Pálsdóttur hefir unnið alla sína leiki með yfirburðum í Spari- sjóðsmótinu og hefir hlotið 73 stig af 75 mögulegum eftir 3 umferðir af 13. Næstu sveitir: Jóhannes Sigurðsson 66 GuðfinnurKE 61 Gretheíversen 52 GunnarGuðbjömsson 52 Næstu tvær umferðir verða spilaðar í nýja húsinu kl. 19.45 nk. mánudags- kvöld og eru spilarar hvattir til að mæta snemma þó ekki sé nema til að kjafta saman. Auglýsing Rannsóknarráð íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Bygginga- og tækjasjóði og er umsóknarfrestur til 1. mars nk. Veittir eru styrkir til nýbygginga og nýinnréttinga eldra húsnæðis fyrir vísinda- og rannsóknastarfsemi. Þá eru veittir styrkir til kaupa á dýrum tækjum og búnaði. Umsækjendur um styrki úr Bygginga- og tækjasjóði geta aðeins verið opinberar vísinda- og rannsóknastofnanir og er æskilegt að uni samvinnuverkefni þeirra í milli sé að ræða. Einkaaðilar, fyrirtæki eða samtök geta þó verið aðilar að slíku samstarfi. Umsóknum skulu fylgja greinargerðir um hlutverk viðkomandi framkvæmdar eða tækjakaupa og samhengi við áform umsækjendanna um uppbyggingu rannsóknaaðstöðu. Koma þarf fram hvaða aðilar standa að fjárfestingum og hvemig heildarfjármögnun verður háttað. RANNÍS RANNSÓKNARRÁÐ ÍSLANDS LAUGAVEGI 13 • SÍMI 562 1320 • BRÉFSÍMI 552 9814 EURO INFO CENTRI. jCELAND Evrópudagur á Isafírði Kynningarfundur um þjónustu, styrkjakerfi, rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem standa íslendingum til boða vegna sam- starfssamninga við Evrópusambandið, verður haldinn á Hótel ísafirði, mánudaginn 12. febrúarkl. 15:00-17:00 Dagskrá: Kl. 15:00 Andrés Pétursson Útflutningsráði: Euro-Info á Islandi. Kl. 15:30 Sigurður Tómas Björgvinsson Kynninganniðsiöð Evrópurannsókna: Fjórða ramniaáætlun ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar. Kl. 16:00 Karl Friðriksson Iðntæknistofnun: Evrópumiðstöð fyrir lítil og meðalstór lýrirtæki. KI. 16:30 Umræður. Fundarstjóri: Elsa Guðmundsdóttir: Atvinnuráðgjafi Vestfjarða. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar á Skrifstofu Atvinnuráðgjafa Vestfjarða í síma: 456 4780. Kynningarmiöstöö Evrópurannsókna - Euro-Info á íslandi. KYNNINGARMroSTÖÐ EVRÓPURANN SÓKN A ÍDAG SKÁK Umsjön Marfieir Pctursson HVÍTUR mátar í þriðja leik STAÐAN kom upp í tékk- nesku deildakeppninni í vet- ur. Josef Kohout hafði hvítt og átti leik gegn Michal Cvikl. 25. Dxh6+! og svartur gaf án þess að bíða eftir 25. — Dxh6 26. Rg5+ - Kh8 27. Hxh6 mát. Einstaklingskeppni í skólaskák á Norðurlöndum stendur yfir um helgina. Fulltrúar íslands eru Magn- ús Örn Úlfarsson og Arnar E. Gunnarsson í flokki fæddra 1975-78, Jórí Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson í flokki 1979-80, Bragi Þorfinnsson og Berg- steinn Einarsson í fl. 1981-82, Sigurður Páll Steindórsson og Hjalti Rúnar Ómarsson í fl. 1983-84 og þeir Guðjón H. Valgarðsson og Hlyn- ur Hafliðason. Far- arstjórar eru þeir Sigurður Daði Sigfússon og Hlíðar Þór Hreinsson. Mikið einvalalið en þó ekki okkar allra sterkasta. Helgi Ass Grétarsson, stórmeist- ari, hefði getað verið með í efsta flokki, en taldi sig skiij- anlega hafa lítið að sanna á þessum vettvangi. Með morgunkaffinu Ást er ... TM H*g. U.S. P«L Off. — al rtgbts mssrved (c) 1995 Los Angelas Tlme* Syndícate NEI, mér hefur ekki þótt leiðinlegt að bíða alla ævi eftir hinni einu réttu. Ég hef haft það svo ósköp gott með öllum hinum. KOMDU endilega inn, hver sem þú ert. NEI, Sigurður minn. O eins og oxídering, L eins og latexolygensyroxin, S eins og spetaxlatanoexkl- óríd, E eins og eploxyd- amoniaxpolyethyl... VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Armband tapaðist Breið gullarmband- skeðja tapaðist líklega fimmtudaginn 1. eða föstudaginn 2. febrúar sl., sennilega í Mætti í Skipholti, í Hagkaupum á Seltjarnarnesi eða í Nóatúni vestur í bæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-5790 eða 561-9435. Fundar- laun. Skíðasleði tapaðist SVARTUR Stiga- stýrissleði hvarf frá Háaleitisbraut 41 sl. þriðjudag, þar sem hann stóð fyrir utan húsið. Sex ára drengur er eigandi sleðans og saknar hans sárt. Viti einhver hvað hefur orð- ið af sleðanum er hann beðinn að láta vita í síma 553-4640. Ur tapaðist GULLÚR með með svartri sporöskulagaðri skífu og 4 umgjörðinni eru steinar tapaðist á bílaplani við IKEA laugardaginn 28. jan- úar sl. Hafi einhver fundið úrið er hann beð- inn að hringja í síma 553-3339. Gæludýr Kettlingar TVEIR tíu vikna fress- kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 557-5918. Farsi Víkveiji skrifar... AÐ verður aldrei of oft brýnt fyrir fólki hversu mikilvægt er að nota endurskinsmerki að ekki sé minnst á ljósabúnað í skammdeginu. Nær daglega sér Víkverji dæmi þar sem þessum líf- snauðsynlegu öryggisreglum er ekki sinnt sem skyldi. Notkun endurskinsmerkja virðist sem bet- ur fer vera almenn og útbreidd en ennþá eru alltof margir, ekki síst unglingar, sem ganga um ekki bara endurskinsmerkjalausir heldur einnig dökkklæddir. Þegar fólk virðir að auki ekki almennar umgengnisreglur í umferðinni er stutt í slysin. Það er alls ekki óal- gengt að sjá dökkklædda unglinga hlaupa yfir götur. xxx VÍKVERJI reiddist þó fyrst er hann sá unga stúlku hjóla á götu þar umferð er greið og hröð. Þó að hjólastígur væri við hliðina hjólaði hún á götunni og þó að tekið væri að rökkva var slökkt á ljósabúnaði reiðhjólsins. Því miður getur það ekki komið manni á óvart að slys eigi sér stað eftir að hafa sér svona hegðun. VÍKVERJI hefur áður gert að umtalsefni símainnritunar- þjónustu Flugleiða. Það á að geta sparað ferðalöngum tíma að inn- rita sig í gegnum síma, tiltaka fjölda hluta í farangri og þar fram eftir götunum, til þess að brottf- ararspjald þeirra bíði tilbúið í Leifsstöð áður en lagt er í hann. Því miður virðast Flugleiðir ekki hafa útskýrt nægilega vel fyrir viðskiptavinum sínum — og starfs- fólki — hvað átt sé við með síma- innritun. Víkveiji var á leið til útlanda fyrr í vikunni og hringdi í Flugleiðir kvöldið áður og síma- innritaði sig. Þegar til Keflavíkur kom, var Víkveija hins vegar nokkuð brugðið þegar biðröðin við afgreiðsluborðið, sem merkt var „símainnritun“ reyndist sú lengsta í brottfararsalnum. Á undan Vík- veija voru um 30 manns á leið í sólarlandaferð, flestir með mjög mikinn farangur. Víkveiji varð svo enn meira hissa þegar röðin þokaðist varla áfram — einn af kostum símainnritunar er að hver farþegi á að vera mun fljótaf- greiddari við brottför. Víkveiji og fáeinir aðrir biðraðarmeðlimir, sem höfðu innritað sig í gegnum síma, tóku að gerast nokkuð þung- brýnir þegar biðin eftir innritun var orðin meira en hálftími. Þegar Víkveiji hafði beðið í fjörutíu mín- útur og úr röðinni voru teknar að heyrast reiðilegar raddir um að fólk væri að missa af flugvélum, var honum öllum lokið er af- greiðslustúlka Flugleiða hrópaði yfir biðröðina: „Er einhver hér með símainnritun?“ xxx ILJÓS kom að sólarlandafar- arnir höfðu alls ekki símainnrit- að sig, heldur voru þeir með „sæta- frátekningu" á vegum ferðaskrif- stofu sinnar, sem er allt annar hlutur. Engu að síður var þeim ekki vísað kurteislega í aðra bið- röð, eins og hefði verið eðlilegt, heldur voru Víkveiji og aðrir þeir, sem höfðu ætlað að notfæra sér símainnritunarþjónustuna til að spara tíma, látnir bíða á meðan allir hinir voru afgreiddir með til- heyrandi umstangi. Þeim, sem ferðast mikið og vilja reyna að gera sér ferðalögin sem auðveld- ust, finnst svona þjónusta einkar sveitaleg og lítt til þess fallin að kæta viðskiptavininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.