Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 49
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 49 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAGNHEIÐUR Thorsteinsson, Ragna Fossberg JÓNAS Stefánsson, Atli Már Hafsteinsson og og Friðrik Þór Friðriksson. Sigurður Sigþórsson. HÁSKÓLABÍÓ var troðfullt affólki. Sígild tónlist við þögla mynd ÓVENJULEG uppákoma var í Háskólabíói á fímmtudaginn var. Þá lék Sinfóníuhljómsveit íslands undir þöglu myndinni „Sýning doktors Caligari“. Myndin var gerð árið 1919 í Þýskalandi og er ein af allra frægustu þýsku expressjónísku kvikmyndum frá tímabilinu kringum fyrri heims- styijöld. Tónlistin við myndina er eftir tónskáldið Guiseppe Becce, en hann var oft nefndur „Toscanini kvikmyndatónlistar". Einungis tókst að finna lítið brot af uppruna- legri tónlist hans við myndina, en það sem upp á vantar er fengið úr öðrum tónsmíðum Becces. Bryndís Schram, formaður Kvikmyndasjóðs íslands, ávarpaði tónleikagesti. Að tónleikunum stóðu Goethestofnun, Þýska sendiráðið, Norræna húsið, Há- skólabíó, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Kvikmyndasafn íslands. Kann Collins að skamm- ast sín? ►LEIKKONAN Joan Collins var leidd í vitnastúkuna sl. fimmtu- dag, en hún stendur I málaferlum við útgáfurisann Random House. Þar varð hún að þola stranga yfirheyrslu og var hreint ekki ánægð þegar hún ræddi við fréttamenn fyrir utan réttarsal- inn á eftir. „Eg var í miklu ójafnvægi vegna þess að ég er ekki vön móðgunum af þessu tagi,“ sagði hún. „Ég hef fylgst með mörgum réttarhöldum, en ekki horft upp á svona framkomu þótt morðingi væri í vitnastúkunni." Málaferlin standa um það hvort Collins hafi staðið við samning sem hún gerði við Random House um að semja skáldsögu í tveimur bindum. Hún fékk rúmar 70 millj- ónir fyrirfram fyrir samninginn. Að sögn forsvarsmanna Ran- dom House er handritið sem Coll- ins skilaði svo af sér óklárað og óbirtingarhæft. Það krefst því þess að fá fyrirframborgunina endurgreidda. Collins heldur því aftur á móti fram að handritið sé fullklárað og samkvæmt samningnum sé ekki meira af henni krafist. Það þurfi ekki að vera „viðunandi" að mati forráðamanna Random House. Hún krefur því Random House um þær rúmu 220 milljón- ir sem hún átti að fá greiddar þegar hún skilaði handritinu. Einnig ber hún því við að henni hafi verið svo brugðið yfir opin- JOAN Collins á ekki sjö dag- ana sæla í réttarsalnum. skáum myndum sem The Golden Globe birti af henni að hún hafi ekki verið fær um að ljúka við skáldsöguna sem hún átti að klára samkvæmt samningnum. Þetta greip lögfræðingur Ran- dom House á lofti. Hann spurði þeirrar spurningar hvernig hún hefði getað farið í mál við The Golden Globe, fengið skaðabætur vegna þess að hún hafi verið ófær um að einbeita sér að skriftum, en á sama tíma haldið því fram að hún hafi skilað fullkláruðu handriti til Random House. Lögfræðingur Random House klykkti að Iokum út með setning- unni: „Að þú skulir ekki skamm- ast þín!“ Collins þurrkaði hins- vegar af sér tárin þegar hún stóð upp. Skömmu síðar gekk hún út úr réttarsalnum og virtist alveg mið- ur sín. Á eftir henni fylgdi réttar- vörður með kassa af bréfklútum. HÓTEL ÍSLAND bítlaArin 1960-1970 ARATUGUR ÆSKUNNAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON PÁLML BJARNI, FLYTJA BESTU LÖG BlTLANNA OG MÖRG VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ 1960-70 Hljómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit SÖNGSYSTRUM OG BLÓMABÖRNUM Matseðill Forréttun Kóngasveppasúpa Aðalréttun EldsteUítur JambavÖðvi með gljáðu granmeti, ofosteiktum jarðeplum og sólberjasósu. Eftirréttur: Ferskjuis i brauðkörfu með heitri karamellusósu. Verð kr. 4.800 tiom íMB Sýninganerð kr. 2.200 Borðapantanir í síma 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999. Ath. enginn aðgangseyrir á dansleik. KYNNIR: PORGEIR ASTVALDSSON DANSHÖFUNDUR: JÓHANNES BACHMANN HANDRIT, ÚTI.IT OC I.EIKSTJÓRN: BJÖRN G. BJÖRNSSON Næstu sýningar: 10. og 24. feb.. 2., 9., 15., 23. og 30. mars. Hi jómsveitin Hunang í Aðalsai. ÁsBYRGI: SÖNGVARINN OG HI.JOMBORDS- . LEIKARINN GaBRIF.L GARCIA SAN SaLVADOR.. Tamlasveitin í kvöld Snyrfilegur klæðnaður Munið leikhúsmatseðilinn Aldurstakmark 25 ára. FOLK SHEPHERD og Martin eiga enn eftir að ákveða brúð- kaupsdaginn. Verðlaun og trúlofun ►LEIKKONAN Cybill Shepherd trúlofaðist tónlistarmanninum Ro- bert Martin nýverið, en þau hafa búið saman um nokkra hríð. Byrj- Unin á árinu lofar góðu fyrir Shep- herd þvi skömmu áður fékk hún Golden Globe-verðlaunin sem besta leikkona í gamanþáttum í sjón- varpi. ÐorQQrkÍQllorinn. oður Ammo Lú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.