Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1
0ttmiSA$ítíh Skuggi fortíöaryfir söngstjörnu/2 Á milli tveggja heima/4 Bragi „allur" á Sjónþingi og á Sjónarhól/8 MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1996 BLAÐ •ÞREMUR listaverkum að andvirði 15 milljarða dollara (um 990 milljóna íslenskra króna) var rænt á John F. Kennedy-flugvellinum í New York fyrr í þessari viku. Um var að ræða málverk, sem nefnist „Sil jandi kona með höfuðkúpu í hendi", frá 1927 og teikningu af konu tileink- aða Jacqueline frá 1956 eftir spænska listamanninn Pablo Picasso og málverk, sem nefn- ist „Gata í París", frá 1896 eftir franska málarann Cam- ille Pissarro. Avelino Esp- inoza Gohzales, kaupsýslu- maður frá Mexikó, hugðist fara með myndirnar til Bandaríkjanna til að láta meta þær hjá uppboðshald- ara. Honum var sagt að mynd- irnar væru það verðmætar að hann yrði að skilja þær eftir til þess að hægt yrði að tollaf- greiða þær. Þegar hann sneri aftur næsta dag voru mynd- irnar horfnar. •SIR COLIN Davis hefur ver- ið ráðinn helsti gestastjórn- andi fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar og mun taka til starfa 1998. Kurt Masur, tónlistarstjórnandi f íl- harmóníunnar, sagði að ráðn- ing Davis væri til frambúðar. •BALLETTSKÓR, sem hinir annáluðu dansf élagar Rúdolf Nurejev og Margot Fonteyn komu fram í, voru seldir á uppboði í London nýlega fyrir rúmar 130 þúsund krónur. •RÚSSNESKA ljóðskáldið Jevgeníj Jevtúsjenkó er kom- inn í kennaralið Queens Col- lege í New York og fyrsta misserið mun hann kenna á móðurmálinu. Jevtúsjenkó verður með tvö námskeið, annað um 20. aldar Ijóðlist og hitt um skáldið Alexander Púshkin. Hann er hins vegar sagður ólmur vilja kenna á ensku. Josef Brodskí kenndi við Queens Coliege og Isaac Bashevis Singer telst enn til kennara þar. Hvorir tveggju fengu bókmenntaverðlaun Nóbels á sínum tíma. GUNNAR Guðbjörnsson, Momo Kodama og Hervé Joulain eftir tónleika franska útvarpsins í París. ÞAKKA þér fyrir, þú söngst yndislega. Þetta var upplifun, óviðjafnan- legt. Þú hefur rödd sem nýtur sín jafnt á tónleikum og í fíngerðustu tækjuni, hér er nafn- spjaldið mitt, ég er hljómsveitar- stjóri. Máég segja takk fyrir þessa fallegu túlkun. Tónleikagestir af ýmsum stærð- um og gerðum, heppnir að vera seinastir út úr salnum, hittu tenór- inn Gunnar Guðbjörnsson sem sjálfur var að tygja sig til brottfar- ar. Gömul kona og yngri, menn sem starfa við tónlist eða hafa hana að áhugamáli. Gunnar kom frá Lyon til Parísar í lok síðustu viku til að syngja Schubert og Britten í Salle Gaveau, gylltum og fallegum, í tónleikaröð franska útvarpsins helgaðri hæfileikafólki af yngri kynslóð. Tónleikarnir, sem haldnir voru að morgni sunnudagsins 4. febr- úar, verða í útvarpi France Musique nú á sunnudaginn (klukk- an 10 f.h. að íslenskum tíma). Ekki er þó frekar en venjulega útvarpað hádegisumræðum sem Næmi ljóðs og drama óperunnar Gunnar Guðbjörnsson tenór hlaut hlýjar við- tökur á einsöngstónleikum í París. Kannski kom þessi bjarthærði Islendingur kröfuhörð- um áheyrendum á óvart. Heillaði þá upp úr skónum. Þórunn Þórsdóttir sótti tónleik- ana og spjallaði við Gunnar á eftir. Laxness á metið í Nóbelnum HALLDÓR Laxness hefur verið handhafi Nóbels- verðlauna í bókmenntum lengst allra, eða í 40 ár og tvo mánuði. Sá sem hefur verið handhafi þeirra næst lengst er belgíska skáldið, Maurice Maeterl- inck (1862-1949), eða í 37 ár, 4 mánuði og 27 daga. Maeterlinck, sem hlaut verðlaunin árið 1911, var einkum kunnur fyrir leikrit sín og Vjóð. Hann skrif- aði á frönsku og var á meðal fremstu höfunda tákn- sæisstefnunnar. Frægasta verk hans í anda hennar er leikritið La Princesse Maleine (1899) en einnig er hann kunnur fyrir leikritið Pelléas ert Mélisande (1892) sem varð tíu árum seinna efniviðurinn í samnefnda óperu franska tónskáldsins, Claude Debussy. Halldór Laxness Maurice Maeterlinck Langt er í næsta mann á eftir þeim Halldóri og Maeterlinck en næstur þeim mun komast rússneski rithöfundurinn Aleksandr Solzhenítsyn sem hlaut verðlaunin árið 1970 og er nú á 78. aldursári. fylgdu á eftir tónleikunum fyrir svanga óg forvitna tónlistarunn- endur. Gunnar er hálffeginn, hann talar frönsku en fínnst hún ekki leika í munni enn, að minnsta kosti ekki talað orð. Óperan og ljóðin eru honum eiginlegri en mælt mál á enn einni erlendri tungu. En tungumál lærist líka í söng, þótt daglegur erindrekstur krefjist annars orðalags en dramatískir textar ljóðana. Ó, herra, veittu vegfaranda brauð . . . Hvað ætli bakarinn segði við þessu? Ef Gunnar myndi syngja fengi hann ábyggilega allt það brauð sem hann gæti borið og rúsínusnúð að auki. Hann vill raunar enga snúða, passar sig á feitu og sætu og fæst með herkjum eftir tónleikana til að smakka ostrur, sem nú fástj á hverju horni í París, áður en- hann hleypur upp í lestina heim! til konu sinnar og sonar í Lyon.: Hann er ánægður með tónleika, morgunsins, bæði áheyrendur og árangur sem var öllum til gleðL „Þótt ég væri að syngja eitt Schu-; bert-ljóð í fyrsta sinn á sviði og sömuleiðis Britten," segir hann. „Við flytjum þetta aftur á stóra sviði Lyon-óperunnar annað kvöld, það er alltaf öðru vísi að syngja að kvöldi til og svo kemur visst öryggi með því að hafa einu sinni látið á reyna." Flytjendurnir með Gunnari voruj píanóleikarinn Momo Komdama, 24 ára japönsk stúlka, og franski hornleikarinn Hervé Joulain, sem stendur á þrítugu. Hann varð! fyrsti hornleikari Fílharmoníu franska útvarpsins 21 árs að aldri, hefur ferðast víða með sitt snigil- laga hljóðfæri og hlotið viðurkenn- ingar. Fyrir tveimur árum tyllti hann niður tá í París og stendur á henni áfram vegna kennslu við; tónlistarháskólann. Joulain blés listilega á tónleikunum Elegíu fyr-, ir horn og píanó eftir Poulanc og; hefur enda fengist mikið við verk þess tónskálds auk Saint-Saens og Mahlers. Kodoma sló flygilinn svo hún hélst varla á stólnum og lék á milli undur mjúkt eins og hún seg ir að sér sé eiginlegra. En hornið sé frekt og lifandi hljóðfæri serrt þurfi að þenja sig dálítið með. Húnj mótaðist fj'arri ættlandinu, í Evr- ópu, undir handleiðslu móður sinnar frá þriggja ára aldri og í samkeppni við systur sína og svo á unglingsárum í þekktum tónlist- arskólum í París. Schumann (No-| velette, f. píanó nr. 8 op. 21) var glæsinúmer Kodoma á tónleikun- um. Gunnar þekkti hljóðfæraleikar- ana ekki fyrir og æfingar þeirra saman voru einungis tvær þótt ár hafí liðið frá ákvörðun um tónleik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.