Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Ólafsson og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Bar par. Fyrirlestur í Norræna húsinu „Enduróm- un í þögn“ Anna Sigríður Gerrit Helgadóttir Schuil Söngtón- leikar á ísafirði AÐRIR áskriftartónleikar Tónlist- arfélags ísafjarðar á þessu starfs- ári verða haldnir í Frímúrarasalnum á ísafirði sunnudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Þá flytja Anna Sigríður Helgadóttri mezzósópran og Gerrit Schuil píanóleikari fjölbreytta efnis- skrá sönglaga frá þessari og síð- ustu öld. Flutt verða verk eftir Britten, Dvorák, Gunnar Reyni Sveinsson og bandaríska sönglaga- höfunda. Anna Sigríður stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins og Söng- skólann í Reykjavík. Árið 1989 hélt hún til Ítalíu þar sem hún var nem- andi Rinu Malatrasi í þijú ár. Jafn- framt því að syngja með kórum og sönghópum hefur hún víða komið fram sem einsöngvari og flutt bæði sígilda tónlist og djass. Gerrit Schuil er hollenskur píanó- leikari, hljómsveitar- og óperustjóri sem hefur búið á íslandi undanfarin ár. Hefur hann tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífí og meðal annars stjómað Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk þess að taka þátt í leikhúsupp- færslum og koma fram með ýmsum íslenskum tónlistarmönnum. Tónleikarnir á sunnudagskvöldið eru 2. áskriftartónleikar Tónlistar- félagsins á þessu starfsári og gilda því áskriftarkort á tónleikana, en einnig eru seldir stakir miðar við innganginn. Aðgangur er ókeypis fyrir alla nemendur Tónlistarskóla Ísaíjarðar sem eru 20 ára og yngri. * Islensk heim- speki og listasaga 18. og 19. aldar Á VEGUM Endurmenntunarstofn- unar Háskólans heíjast í næstu viku tvö kvöldnámskeið ætluð almenningi. Hið fyrra stendur átta miðvikudags- kvöld og fjallar um íslenska heim- speki, sögu hennar og helstu við- fangsefni. Skoðuð verða viðhorf til íslenskrar heimspeki, saga hennar og staða innan íslenskrar menningar, heimspekiástundun á miðöldum, sið- fræði íslendingasagna, heimspeki- kennsla í latínuskólum og íslensk heimspeki á fyrri hluta 20. aldar. Fyrirlesarar verða heimspekingarnir Gunnar Harðarson, Vilhjálmur Áma- son, Páll Skúlason og Skúli Pálsson. Listasögunámskeið sem haldið verður sjö fimmtudagskvöld nefnist Rökhygga og rómantík: Nokkrar lykilhugmyndir í listasögu 18. og 19. aldar skoðaðar í ljósi sam- tímans. Þar verða skoðuð hugtökin klassík, nýklassík og rómantík í ljósi samtímans, vitnað í texta og myndir frá 18. og 19. öld og úr samtímanum. Fjallað um hugmyndaleg tengsl á milli myndlistar, heimspeki og stjórnmálasögu og hugmyndalegar rætur módernismans í myndlist.- Fyrirlesari verður Ólafur Gíslason blaðamaður. -----» ♦ 4----- Gerðarsafn „Við Slag- hörpuna“ TÓNLEIKARÖÐIN „Við Slaghörp- una“ verður haldin í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, mánudag- inn 12. febrúar kl. 20.30. Gestur Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara við slaghörpuna verður Gunnar Kvaran sellóleikari. Þeir fé- lagar munu flytja fjölþætta efnisskrá ólíkrar tónlistar frá ýmsum tímum. „Vegna fjölda áskorana eru tón- ieikar þessir endurteknir, en þeir voru fluttir í desember síðastiiðinn og virðast þá margir hafa misst af þeim“, segir í kynningu. 30 sýning- ar fyrir fullu húsi LEIKRITIÐ Bar par eftir Jim Cartwright var frumsýnt þann 21. október síðastliðinn og hefur ver- ið sýnt fyrir fullu húsi síðan. Höf- undurinn er Islendingum að góðu kunnur en hann skrifaði meðai annars leikritin Stræti og Taktu lagið Lóa, sem sýnd voru i Þjóð- leikhúsinu. Bar par er sýnt í veitingastof- unni i Borgarleikhúsinu sem kall- ast Leynibarinn, fólk situr við borð og getur notið veitinga á meðan á sýningunni stendur. „Leikritið gerist á bar og segir frá hjónunum sem eiga og reka barinn og viðskiptavinum þeirra sem líta inn, sem eru skrautlegar persónur," segir í kynningu. Tveir leikarar fara með öll hlutverkin 14, þau Saga Jónsdótt- ir og Guðmundur Ólafsson. Leik- stjóri er Helga E. Jónsdóttir, leik- mynd og búninga gerði Jón Þóris- son og lýsingu Lárus Björnsson. 30. sýning á verkinu verður laugardagskvöldið 10. febrúar kl. 23. PRÓFESSOR Juhani Pallasmaa, forstöðumaður arkitektadeildar Tækniháskólans í Helsinki, mun flytja fyrirlesturinn „Endurómun í þögn“ í Norræna húsinu mánu- daginn 12. febrúar kl. 20. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku. Mun hann fjalla um. verk sín m.a. á sviði byggingarlistar og grafískrar hönnunar. Juhani Pallesmaa er fæddur 1936, útskrifaðist árið 1966 sem arkitekt, en hefur starfað við byggingarlist, grafíska hönnun og borgarskipulag frá árinu 1963. Frá 1991 hefur hann starfað við arkitektadeild Tækniháskólans í Helsinki. Á árunum 1968-1972 og 1974-1983 var hann sýningar- stjóri Finnska byggingalistasafns- ins og á árunum 1978-1983 var hann forstöðumaður bygginga- listasafnsins. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, hlotið marg- vísleg verðlaun og viðurkenningar, innlend sem erlend fyrir störf sín. Á annan tug ritverka um bygging- arlist hafa verið gefin út eftir hann, auk fjölda greina og fyrir- lestra. Um sama leyti verður opnuð sýning á verkum Pallasmaa í and- dyri Norræna hússins, teikningar, ljósmyndir og texti. Fyrirlesturinn er hluti af fyrir- lestraröðinni 8 tilbrigði við húsa- gerð. Arkitektaféiag íslands, Byggingalistadeild Listasafns Reykjavíkur og Norræna húsið standa saman að skipulagningu þessarar dagskrár. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Dulúð og duttlungar TÓNPST Sígildir diskar MOZART W.A. Mozart: Haydn-kvartettamir (K387,421,428,458,464 & 465). Esterhazy stengj ak vartettinn: Jaap Schröder, Alda Stuurop, Linda Ash- worth & Wouter Möller. L’Oiseau- lyre 433 048-2. Upptaka: ADD, 1982. Lengd (3 diskar): 180:22. Verð: 3.490 kr. ÞAÐ er undarleg upplifun að heyra kammertónlist, sem tilheyr- ir sjálfum meginkjarna klassísism- ans, leikna allt að þvi eins og barokktónlist, s.s. með fremur dempaðri dýnamík og litlu sem engu víbratói, jafnvel þótt maður láti segja sér af tónsagnfræðing- um, að allt fram á efri ár Paganin- is hafi víbrató verið sérstakur tón- iitur eða effekt og ekki til dagfars- nota. En mikil ósköp fer íhugull hljómur þeirra Esterhazy-inga þessum meistaraverkum vel! Að sjálfsögðu spillir ekki, að hljóðfæri fereykisins eru smíðuð af 18. ald- ar meisturum og anga í eyrum eins og gamalt eðalvín. Það skrýtna er, að þegar kvartettarnir losna undan þykkum, hefðbundn- um rómantískum hérna-kem-sko- ég.'-spilamennskuhjúpnum, verða þeir ferskari, allt að því nútímaleg- ir. Það er engin spurning; gásk- inn, angurværðin og ekki sízt dul- úðin koma betur fram, að maður tali ekki um pólýfóníuna og inn- raddirnar. Munar hér miklu, þegar borið er saman við rómantískari túlkendur eins og Melos-kvartett- inn í DG-upptökunni frá 1977. Og þó að erfitt virðist að kalla barokk-leita túlkun „óhefð- bundna," þá er hún það vissulega - a.m.k. enn sem komið er - þegar Vínarklassískar tónmenntir eiga í hlut. Strengjakvartettarnir sex sem Mozart tileinkaði föður greinar- innar, Joseph Haydn, voru samdir á árunum 1782-84. Aldrei þessu vant þurfti Mozart, sem hafði þó samið 16 kvartetta áður, flesta 16-17 ára unglingur (1772-73), að hafa fyrir smíðinni, enda stend- ur í tileinkuninni, að verkin séu „ávöxtur af langvinnu og lýjandi striti". En ástríðuiðja hefur það verið. Verkin voru ekki samin eftir pönt- un eða fyrir tónleikahald, heldur af innri þörf - og kannski líka af ytri. Op. 33 kvartettar Haydns voru nefnilega nýkomnir út á prenti, og Wolfgang var þannig gerður, að hann þurfti, hvað sem það kostaði, að gera betur! Honum tókst það. Mörg stefin virðast Haydn-skotin, en hug- myndimar eru snarpari, úrvinnsl- an fágaðri og kontrapunkturinn sléttar kveðinn en hjá sjálfum frum- kvöðlinum, sem þá hafði náð alþjóðlegri frægð, meðan Moz- art var í mesta lagi staðkunnur í Salz- burg og varla það í Vín (þetta var 3 árum fyrir Brúðkaup Fígarós). „Haydn-kvartett- arnir“ 6 eru í nú- tímaeyrum sérstak- lega heillandi fyrir að standa á mörkum hreinnar afþreying- artónlistar (fyrri kvartettar voru gjarnan nefndir „Divertimenti") og þeirrar stórbrotnu en innhverfu tónhugsunar sem nær hámarki í síðustu kvartettum Beethovens 40 árum seinna. Nægir að nefna gæsahúðarvaka á við Finale-þátt K387, fúgu-sónötubræðing sem veit á hinn kunnari lokaþátt úr „Júpíter“-sinfóníunni. Eða þá hin- ar mystísku, nærri því wagnersku, sköruðu ómstreitur í inngangi “Dissónans“-kvartettsins (K465). Það voru þessir 6 kvartettar sem komu meistara Haydn til að trúa Leopold gamla fyrir því, og mælti þá af heilum hug, að Moz- art yngri væri að sínu mati tví- mælalaust mesta tónskáld sem hann þekkti, persónulega eða af afspurn. Þar með var vinsamlegt gæða-vígbúnaðarkapphlaup tveggja tónlistarrisa hafið, sem festi hugtakið sígild tónlist í sessi, því eftir þetta þurfti Papa Haydn auðvitað að taka á hinum stóra sínum með Op. 50... Nú kynnu menn að álykta af upphafí þessa pistils, að flutningur sé fulllitaður af bókstafstrú sumra upphafshyggjusinna síðustu áratuga, eða með öðrum orðum nánast litlaus. Svo er ekki. Meðlimir Ester- hazy-kvartettsins spanna mikið tilfinn- ingasvið og blandast aðdáunarlega vel, um leið og allt heyrist skýrt og skorinort, líka í 2. fiðlu og víólu. Jaap Schröder, prím- aríusinn, sem er að góðu kunnur frá Skál- holtshátíðum, leiðir sina menn af mikilli natni, og sjaldan hefur maður heyrt hina mozörzku dulúð sveip- aða jafngirnilegum galdraljóma og hér. Ef hljóðöldur væru ætar, væri þetta hreinasta lostæti. Upptakan hefur að smekk und- irritaðs mátulegan enduróm (upp- tökustaður er því miður ekki til- greindur); í senn nálægð boga- stroksins og fjarlægð góðrar sam- blöndunar. Galli flestra ADD- hijóðritana á miklum styrk, tölu- vert rum (h.k.; = e. ,,rumble“), jafnast verulega af tónmýkt hlið- ræna upphafshlekksins í hljóð- vinnsluferlinu. Diskarnir eru þannig lausir við harðan kant (að sumum finnst) alstafræna DDD- geislatónsins, án þess að glata nauðsynlegri nálægð á móti. Summa summarum: créme de la créme! SATIE Erik Satie: Píanóverk. Jean-Pierre Armengaud, píanó. Mandala MAN 4823 S. Upptaka: DDD, 1984/1988. Lengd: 68:22. Verð: 1.899 kr. UM ERIK Satie, Voltaire slag- hörpunnar í vasabókarbroti, á annaðhvort að segja mikið eða lít- ið. Diskurinn hefur hvorki meira né minna en 28 rásir, svo rúmsins vegna verður að velja seinni kost- inn. Úr því að hér í dálkinum var nýlega klínt á Mozart, að píanó- sónötur hans væru (í jákvæðum skilningi) fínasta svefnmeðal, sak- ar ekki að geta þess líka, að söngv- ari nokkur hér í borg sagði mér eitt sinn, að Satie hefði svipuð hagstæð áhrif á tvo unga drengi sína fyrir háttinn, og átti þar lík- lega við „klassískustu” stykki franska sérvitringsins, Gnossíenn- urnar og Gymnopedíurnar. Þær er reyndar ekki að finna hér, þó að undirtitill disksins hljóði svo: „Súrrealísk og barnaleg stykki“. Og það eru orð að sönnu. Smá slembiúrtak af heitum smá- verka og lagaflokka: Gildra Med- úsu, Sjálfvirkar lýsingar, Eitraðir farartálmar, Lítill forleikur að nýjum degi, Truflandi lítilræði, Afbrýði út af stórum haus á fé- laga manns, Ný köld stykki, íþróttir og tómstundir, Þrír fram- úrskarandi valsar tilgerðarlegs spjátrungs... Etc., etc. Þrátt fyrir skringilegar nafn- giftir eru örverk Saties hin áheyri- Iegustu, fislétt og oft hnitmiðuð, nánast eins og servíetturiss Pic- assos. Andagift og útúrsnúningar vega salt; maður veit aldrei alveg hvort er hvort. Spilamennskan er þroskuð og þýð í höndum Armen- gauds, og upptakan í góðu meðai- lagi. Þetta er plata sem hentar hvenær sém er, svona eins og nokkurs konar úrval fordrykkja að næsta máli á dagskrá. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.