Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA : G'/ ií 6 mgrailftifeife 1996 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR BLAÐ D Eydís setti met í 100 m flugsundi EYDÍS Konráðsd ótíi r setti í gærk völdi íslands- met í 100 metra baksundi á móti í Sindelfingen í Þýskalandi. Eydís synti á 1.03,76 en hún átti gamla metið sjálf, 1.03,87. Eydís náði þessum tíma á fyrsta spretti í 400 metra fjórsundi enda var hún að reyna við Ólympíulágmarkið og fær annað tækifæri í dag til að ná því og síðan á sunn udug takist það ekki í dag. Lágmarkið 1.03,15. Sigursteinn tæk- laði línuvörðinn IVIun betra gegn Rússum Barátta íslenska liðsins í lagi en það dugði samt ekki. Rússar gerðu tvö mörk á tveim- ur mínútum í upphafi síðari hálfleiks Sigmundur Ó. Sleinarsson skrífar frá Möltu LOGI Olafsson var ánægður með sína menn eftir leikinn gegn Rússum, þrátt fyrir tap 0:3. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins - það var óþekkjanlegt frá leiknum gegn Slóveníu á miðvikudaginn. Mörkin þrjú sem Rússar skoruðu voru frá „ódýra markaðnum". Islendingar mættu ákveðnir til leiks, ákveðnir að gefa ekki tommu eftir. Eftir aðeins 9 mínútur varð einn Rússinn að fara af leikvelli eftir samstuð og kom þá Andrei Kanchelskis, leikmaður hjá Ever- ton, inn á. Hann hafði ekki verið inni á vellinum nema í 2,45 mínútur þegar hann var búinn að skora með föstu skoti utan vítateigs, eftir horn- spyrnu og Birkir Kristinsson, mark- vörður, hafði slegið knöttinn frá. Fljótlega eftir það fékk Arnór Guðjohnsen gullið tækifæri til að skora, sem ekki nýttist. Knötturinn barst frá Eyjólfi Sverrissyni inn í víta- teig, þar sem Arnór var á auðum sjó - skallaði að marki, en Dmitri Khar- ine varði. Upp úr þessu átti Mostovoi, sem leikur með Strassburg 5 Frakk- landi, tvær aukaspyrnur - knötturinn hafnaði í bæði skiptin á þverslánni. Sýnd veiðien ekki gefin MALTA og Slóvenía gerðu markalaust jafntefli í siðari leik gærdagsins. Saso Udovic, sá er gerði fimm mör k gegn íslendingum á miðvikudag- inn, lék ekki með Slóvcniu. Logi Óiafsson og Kristinn Björnsson, aðstoðarmaður bans, sáu leikinn og sögðn að Mölttunenn væru sýnd veiði en ekki gefin. Logi sagði þá með tvo hættulega miðherja, tvo mjög göða leikmenn á miðjunni o"g útsjónarsaraati aftasta varnarmann, en liðið leikur 5-3-2 leikaðferð. Rússar gerðu út um leikinn á tveggja mínúitna kafla í byrjun seinni hálfleiks, á 62. og 64. mínútu. Bæði mörkin skoraði Valeri Karpine, sem leikur með Real Sociedad á Spáni. Fyrst skoraði hann af stuttu færi, er hann skaust fram hjá Sigursteini Gíslasyni. Þarna sofnaði íslenska vörnin á verðinum og síðara markið skoraði Karpine með skoti af 20 metra færi, eftir að Rússar náðu að sækja hratt eftir misheppnaða send- ingu íslendinga í sókn. Undir lok leiksins fékk Eyjólfur Sverrisson góð tækifæri til að skora - fyrst sneri hann baki í mark Rússa, tók knöttinn niður á brjóstið, sneri sér snöggt við og skaut - en Khar- ine, markvörður Chelsea, varði. Síð- an varði Kharine skalla frá Eyjólfi af stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Benediktssyni. íslenska liðið lék meiri varnarieik en gegn Slóveníu, enda ekki annað hægt gegn sterku liði Rússlands, sem pressaði oft grimmt að marki íslendinga án þess að skapa sér veruleg marktækifæri. Rússar reyndu mikið að leika með knöttinn inn að markteig til að skora. Nokkuð sem ekki mun duga þeim í Evrópu- keppni landsliða í Englandi í sumar. Allir leikmenn íslands stóðu sig vel, en við ofurefli var að etja. Bjami EYJOLFUR Sverrlsson átti ágœtan lelk í gær elns og reyndar allir f landsliðinu, en það dugði skammt gegn Rússum. Allt of ódýr mörk Það var allt annað að sjá til liðs- ins gegn Rússum en Slóvenum. Leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu og áttu svo sannarlega skilið betri úrslit, við fengum þrjú of ódýr mörk á okkur, en náðum ekki að nýta fjögur góð tækifæri sjálfir," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. Logi sagði að það hefði verið allt annað tempó á leik liðsins - strák- arnir léku vel undir pressu gegn geysilega sterku rússnesku liði. Því miður fengum við mark of fljótt á okkur - Kanchelskis hafði heppnina með sér, þegar hann skoraði mark eftir aðeins 12 mínútur - knötturinn sigldi fram hjá mörgum leikmönn- um. Tvö seinni mörkin voru einnig ódýr. „Strákarnir náðu að bæta fyrir það sem gerðist í leiknum gegn Sló- veníu'og það er ég mjög ánægður með. Nú stefnum við á sigur gegn Möltu í síðasta leik okkar," sagði Logi. SigurðurJónsson „ Við getum verið sáttir við þennan leik, gegn einu besta liði Evrópu sem er skipað leikmönnum sení eru í góðri leikæfingu, en við höfum aftur á móti ekki leikið i fimm mánuði. Það var erfitt að ráða við fyrsta markið, en ég- kenni þreytu og ein- beitingarleysi um tvö seinni mörkin. Við vorum orðnir nokkuð þungir í seinni hálfleik." Eyjólfur Sverrfsson „Kharine veðjaði á réttan hest, kastaði sér niðurþegar ég skallaði og náði að verja. Ég náði ekki nægi- lega föstum skalla - hefði átt að skora. Heppnin var heldur ekki með mér rétt áðut - þegar ég átti skot á markið, en knötturinn fór beint á Kharine." ' Þorsteinn Guðjónsson „Það var miklu meiri yfirvegun í leik okkar nú og við náðum að vinna vel saman. Því miður fengum við tvö mjög ódýr mörk á okkur á stuttum kafla í seinni hálfleik, sem gerði út um leikinn." Arnór Guðjohnsen „Ég hélt að það væri maður fyrir aftan mig, ef ég hefði vitað það hefði ég ekki skallað að marki held- ur tekið knöttinn niður - markið var opið. Strákarnir áttu að kalla á mig - og segja mér að ég væri einn." SIGURSTEINN Gíslason tæklaði annan línuvörðinn strax á 14. minútu með þeim afleiðingum að stöðva þurfti leikinn. Sigursteinn kom á fleygiferð út að hornfananum þar sem hann náði að spyrna knettínum út af en sólinn ienti síðan í línuverðinum. Læknir rúss- neska liðsins kom honum til hjálpar. Möjtumerín til fslands KSf hefur boðið Knatt- spy r nusambandi Möltu að koma tíl í slands i sumar og hafa Möltumenn þegið boð- ið. Möltumenu koma hingað til lands með A-lið sitt og 21 árs landslið og verða leik- irnir 14. águst. McCarthy græddi lítið MICK McCarthy, þjálfari íra, græddi litið á að koma til Moltu því hann sá aðeius afspyrnu lélegan leik ís- lands gegn Slóveniu og fór síðan til síns heima. Hann var þvi ekki meðal áhorf- endá í gær er islenska liði lék mun betur en á miðviku- daginn. Helgi fékk nýliðamerkið HELGI Kolviðsson, sem leik- ur með Pfullendorf í Þýska- landi, lék sinn fyrsta lands- leik í gær, en hann kom inn á sem varamaður fyrir Ólaf Þórðarson á 63. mínútu. Halldór B. Jónsson, varafor- maðurKSÍogaðalfarar- stj óri, afhenti honum nýliða- merki KSÍ við kvöldverðar- borðið eftír leildnn og landsiiðsmenn buðu hann vclkomi n n í hópinn með lófaklappi. Guðmundur dæmdi GUÖMUNDURStefán Mariasson dæmdi siiin fyrsta A-landsleik í gær- k völdi er hann sá um dóm- gæsluua á leik MBltu og Slóvena. Guðmundur skilaði hlutverki sínu mjðg vel. HAIVIDKNATTLEIKUR: ALLT UM BIKARÚRSLITALEIKINA í HÖLLINNI / D2,D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.