Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR10. FEBRÚAR1996 D 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ísland - Rússland 0:3 Vináttulandsleikur i knattspyrnu, Ta’Qali leikvangurinn á Mötlu, föstudaginn 9. febr- úar 1996. Aðstæður: Völlurinn blautur eftir miklar rigningar, stinningsgola eða flögur vindstig. Mörk Rússa: Kanchelskis (12.), Karpine (62., 64.). Gult spjald: Eyjólfur Sverrisson (30.), Arn- ór Guðjohnsen (41.), Mostovoi (28.), Karp- ine (35.), allir fyrir bort. Rautt spjaid: Enginn. Dómari: N. Alfred frá Möltu. Línuverðir: Z. Emanuel og S. Mark. Áhorfendur: 430. Ísland: Birkir Kristinsson - Ágúst Gylfa- son, Þorsteinn Guðjónsson, Ólafur Adolfs- son, Sigursteinn Gíslason - Ólafur Þórðar- son (Helgi Kolviðasson 63.), Amar Grétars- son (Rútur Snorrason 76.), Sigurður Jóns- son, Eyjólfur Sverrisson, Bjarki Gunnlaugs- son (Þórður Guðjónsson 63.) - Arnór Guðjo- hnsen (Guðmundur Benediktsson 82.). Rússland: D. Kharine - V. Radimov, I. Nikifov (A. Tikhonov 80.), O. Tetradze, 1. Kovtoun (Kanchelskis 9.) - V. Karpine, V. Onopko (E. Boushmamov 80.), V. Bestcha- snikh, A. Mostovoi (I. Simontenkov 75.) - I. Dobsovlski (I. Tchougainov 75.), D. Radc- henko. ÍBV - Selfoss 20:21 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, ís- landsmótið í handknattleik, 1. deild karla, frestaður leikur úr 14. umferð. Gangur leiksins: 2:2, 5:5, 8:8, 12:12, 12:13, 13:16, 16:19, 19:20, 20:20, 20:21. Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 5/1, Gunnar Berg Viktorsson 5/2, Ingólfur Jóhannesson 4, Davíð Þór Hallgn'msson 3, Arnar Ric- hardsson 2, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 13 (þaraf 6 til móthetja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson 7, Valdimar Grímsson 3/1, Einar Guð- mundsson 2, Björgvin Rúnarsson 2, Pinnur Jóhannsson 2, Erlingur Richardsson 1, Sig- uijón Bjamason 1, Sigurður Þórðarson 1, Hallgrímur Jónasson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 11 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Egill Már og Öm Markússynir. Áhorfendur: 250. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 16 13 2 1 438: 359 28 KA 15 14 0 1 431: 377 28 HAUKAR 16 9 3 4 416: 385 21 STJARNAN 16 9 2 5 417: 391 20 FH 16 7 3 6 431: 400 17 UMFA 15 7 1 7 363: 357 15 GROTTA 15 6 2 7 352: 360 14 SELFOSS 16 7 0 9 400: 425 14 IR 16 6 1 9 353: 377 13 IBV 15 4 1 10 348: 382 9 VÍKINGUR 16 4 0 12 351: 378 8 KR 16 0 1 15 378: 487 1 UMFN-ÍA 107:86 Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik 27. umferð föstud. 9. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 11:12, 27:19, 40:24, 52:35, 62:48, 78:50, 88:64, 100:75, 107:86. Stig UMFN: Rondey Robinson 32, Teitur Örlygsson 21, Páll Kristinsson 15, Gunnar Örlygsson 14, Rúnar Ámason 10, Sverrir Þór Sverrisson 7, Jóhannes Kristbjömsson 3, Jón Júlíus Árnason 3, Friðrik Ragnarsson 2. Fráköst: 13 í sókn - 24 í vöm. Stig ÍA: Milton Bell 34, Bjarni Magnússon 23, Dagur Þórisson 9, Jón Þór Þórisson 9, Sigurður Elvar Þórólfsson 6, Sigurður T Kjartansson 2, Guðmundur Siguijónsson 2. Fráköst: 13 i sókn - 23 í vöm. Dómarar: Jón Bender og Bergur Stein- grímsson. Villur: UMFN 18 - ÍA 23. Áhorfendur: Um 200. NBA-deildin Atlanta - Washington.........98:92 Charlotte - Sacramento.....116:105 Dallas - Utah..............136:133 ■Tvíframlengt. Denver - LA Lakers..........115:95 Phoenix - New Jersey.......107:102 Knattspyrna Konungsmótið Bangkok: Rúmenfa - Danmörk..............2:2 Ion Vladoiu (20. vsp.), Daniel Prodan (45.) - Jacob Laursen (36.), Erik Bo Andersen (74.). FELAGSLIF Árshátíð Breiðabliks Breiðablik hedur árshátíð sína í Smáranum í kvöld og er miðasala í íþróttahúsinu. Heið- ursgestir verða Sigurður Geirdal bæjar- stjóri og Gunnar Birgisson formaður bæjar- ráðs. Islandsmótið í blaki ABM deild karla LaugardagurlD. lebrúar í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 14: IS og Þróttur. HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT Bikarinn bíður DURANONA, stórskytta KA-manna, mun að líkindum reynast Víkingunum erfiður en hér til hægri er hann kominn í gegnum vörn Selfyssinga og notar vinstri höndina. Víkingarnir eru hins vegar til alls líklegir þrátt fyrir að teljast minni máttar að þessu sinni. Hér fyrlr ofan er Guðmundur Pálsson lengst til vinstri og bræðurnir Árni og Friðleifur Friðleifssynir. Víkingar hafa oftast orðið bikarmeistarar VÍKINGAR hafa oftast orðið bikarmeistarar, sex sinnum, FH-ingar fimm sinnum og Valsmenn fjórum sinnum. Lið Stjörnunnar hefur tvisv- ar orðið bikarmeistari og KR-ingar, Haukar, Þróttarar, Vestmannaey- ingar og KA-menn einu sinni. í dag verður leikið í 23. skipti til úrslita um bikarinn. Einu sinni hefur þurft tvo úrslitaleiki. 1980 skildu KR og Haukar jöfn, 18:18, ekki var framlengt í þá daga heldur fór fram aukaleikur, þar sem Haukar sigruðú,_ 22:20. Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, spáir í bikarúrslitin Víkingur gæti haldið ívið KAframan af KA-LIÐIÐ á að komast nokkuð létt í gegnum þennan leik gegn Víkingi. Spurningin er helst sú hvort Víkningsliðið geti haldið í við KA f upphafi og sloppið þannig þokkalega frá leiknum," sagði Jón Krist- jánsson, þjálfari og leikmaður Islandsmeistara Vals, er hann var beðinn að spá í bikarúr- slitaleik KA og Víkings og meta möguleika liðanna. Jón lék einmitt með Valsliðinu gegn KA f fyrra í einhverjum æsilegasta bikarúrslitaleik sem fram hefur farið. Þar knúðu KA menn fram sigur í annarri framlengingu. Telur Jón að svo verði nú? Munurinn á liðinu er einfald- lega of mikill til þess að ég hafi trú á að Víkingar geri eitt- hvað óvænt. Munurinn liggur ekki bara í reynslunni heldur líka í lík- amlegum styrk og hæð, þar hefur KA algjöra yfirburði. Auðvitað getur ýmsilegt gerst í bikarleikjum en ég tel getumun liðanna vera einfaldlega of mikinn til að eitt- hvað stórkostlegt gerist. Þá á ég við að Víkingur vinni eða haldi spennu í leiknum." Eiga Víkingar þá enga mögu- leika að þínu mati? „Með skynsamlegum leik gætu þeir haldið í við leikmenn KA fram í miðjan síðari hálfleik en ég hef enga trú á að þeir vinni eða að það verði spenna í lokin eins og í fyrra. Ég skýt á að leikurinn endi tuttugu og átta tuttugu fyrir KA. Nú er munurinn mikill á liðun- um og Víkingar hafa engu að tapa. Ef þú værir í sporum Alfreðs Gíslasonar hvernig myndirþú und- irbúa liðið til þess að koma í veg fyrir vanmat? „Það er nauðsynlegt að ýta undir að allir leikmenn séu vel ein- beittir í verkefninu og þannig rétt stemmndir. Ef eitthvað vanmat verður á ferðinni þá tel ég að áhorfendur og umgjörðin um leikin muni kveikja í mönnum. Hins veg- ar eru bikarúrslitaleikir þannig að það er allt eða ekkert undir og mistök geta verið dýrkeypt og þess vegna verður að tryggja að leikmenn geri sem fæst mistök og séu vel einbeittir. Ef einbeitingin er ekki í lagi þá er verið að bjóða hættunni heim, það er ljóst. KA- liðið er mikið stemmningslið og ég tel að þeir muni njóta sín í dag. Ekki skemmir heldur að þeir hafa breiðan og góðan stuðnings- mannahóp." Hver er munurinn að leika úr- slitaleik í bikar eða venjulegan deildarleik? „Þarna blandast dagsformið, stemmningin og spennan og eins og ég sagði áðan má ékkert bera út af. Svo er það auðvitað heiður- inn og það er einnig mikið í húfi. Þessi leikur er krydd í tilveruna." Hefðir þú ekki viljað vera með VaIsliðið í sporum annars hvors aðilans? „Jú, að sjálfsögðu það hefði verið gaman að leika þarna í dag,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari Vals. Verða bikarúrslitin leikir kattarins að músinni? „Þarf að spila leik- ina til að fá úrslit“ ÚRSLITALEIKIR bikarkeppni Handknattleikssambandsins verða í Laugardaishöil í dag. Leikur Fram og Stjörnunnar í kvennaflokki hefst kl. 13.30 og karlaleikurinn hefst kl. 17 og þar mætast KA og Víkingur. Flestir eru á því að miðað við stöðu liðanna eigi þetta að vera leikir kattarins að mús- inni, en benda jafnframt á að í bikarleikjum, sérstaklega bik- arúrslitaleikjum, sé ekkert ör- uggt og því megi búast við spennandi leikjum. Víkingar hafa oftast allra orðið bikarmeistarar, eða sex sinn- um síðan fyrst var keppt í bikar- keppninni árið 1974, og hafa fullan hug að bæta árangur sinn enn frek- ar á því sviði. KA hefur hins vegar titil að verja, en liðið sigraði Val í spennandi úrslitaleik í fyrra og lék árið áður við FH og tapaði. Þetta er sem sagt þriðja árið í röð sem KA leikur til úrslita. KA-menn lögðu á það áherslu á blaðamannafundi í vikunni að þeir væru mjög hjátrúafullir og reyndu að gera allt eins og í fyrra. „Þar sem við erum hjátrúafullir í meira lagi vildum við ekki láta leikmenn og þjálfara koma á þennan fund,“ sagði Sigfús Karlsson, annar full- trúi KA á fundinum. „Þetta er eins og í fyrra en árið þar á undan mættu þjálfari og leikmenn á fund- inn,“ bætti hann við. Undirbúningur liðsins er hefðbundinn og sagði Sig- fús alla leikmenn fjallbratta og hressa. Árni Indriðason, þjálfari Víkings, sagði að allir væru heilir í hans herbúðum. „Svona eins og hægt er. Við höfum uppáskrifað frá lækni að það eru tvenn liðamót á Birgi [Sigurðssyni línumanni og fyrirliða Víkings] í lagi. Ein kjúkan á baug- fingri vinstri handar og önnur öxlin — hin eru öll teygð og bólgin," sagði Árni. Hann sagðist átta sig á því að staða í deildinni segði eitthvað til um styrkleika liðanna. „KA þarf ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni í deildinni en við verðum að fletta saman bikarkeppninni og erfiðri stöðu í deildinni,“ sagði Arni. Aðspurðir sögðu forráðamenn félaganna að ekki væri hægt að segja fyrir um úrslit leiksins. „Handbolti og rökfræði er ekki það sama og það þarf að spila leikina til að fá úrslit,“ sagði Árni og Sig- fús sagði KA-menn ekki sigurvissa. „Leikur Víkings og KA í Víkinni fyrir áramótin var æsispennandi og vannst.með einu marki. Hins vegar þekkja leikmenn KA hvað það er að verða bikarmeistari og þeir eru fullir sjálfstrausts eftir gott gengi í vetur. Stákarnir hafa gaman af því sem þeir eru að gera og það er aðeins ein stefna hjá liðinu þessa dagana — að sigra,“ sagði Sigfús. Leikið gegn eiturtyfjum •ÚRSLITALEIKIRNIR eru að þessu sinni tileinkaðir baráttunni gegn eiturlyfjum og nefnast For- varnarleikir af því tilefni. Handbolti gegn eiturlyfjum er átak sem er ekki einskorðað við úrslitaleikina heldur hafa fleiri íþróttafélög komið í kjölfarið með vinnuhópa sem ætla að fylgja þessu málefni úr hlaði. •HEFÐIN er sterk hjá félögunum og eins og í fyrra hittust Framstelp- urnar í gærkvöldi og tóku létta æf- ingu en fóru síðan á veitingastaðinn Þrjá Frakka til staðgóðs kvöldverðar. í dag kemur hópurinn saman heima hjá Guðríði og borðar saman morgun- mat. Eftir það fer hver til síns heima. •ÞRÍR leikmenn, sem léku stórt hlutverk í Framliðinu í úrslitaleikn- u.m í fyrra, leika ekki með í vetur. Það eru þær Díana Guðjónsdóttir sem nú leikur með FH, Hanna Katr- ín Friðriksen sem er hætt og Zelka Tosic sem snúið hefur heim til Pól- lands. •VÍKINGAR hafa sex sinnum orðið bikarmeistarar í karlaflokki, oftast allra. Fyrst sigruðu þeir 1978, höfðu þá betur gegn FH í úrslitaleik, 25:20 og árið eftir sigruðu þeir ÍR 20:13 í úrslitum. Næst þegar þeir nældu í bikarinn sigruðu þeir í keppninni fjögur ár í röð; unnu KR fyrst í úr- slitaleik 1983, 28:18, síðan Stjörn- una 24:21 árið 1984, FH 25:22 árið eftir og 1986 sigruðu þeir í keppn- inni fjórða árið í röð með því að leggja Stjörnuna að velli, 19:17. •RUNAR Alexandersson mun sýna fimi sína á bogahesti í leikhléi og þá mun Anna Sigurðardóttir þolfimi- meistari einnig sýna keppnisatriði sitt sem hún er að æfa fyrir keppni í febrúar. Hljómsveitin Sælgætis- gerðin mun leika í Höllinni fyrir leik og í leikhléi. •FRAM hefur oftast unnið bikar kvenna, eða 11 sinnum alls. Valur og Víkingur hafa sigrað tvisvar hvort félag og Ármann, KR, FH, ÍR og Stjaman einu sinni hvert. Víkingar hafa leikið flesta í röð án taps VÍKINGAR hafa leikið flesta bikarleiki í röð án taps. Á árunum 1983 til 1987 léku þeir 19 án þess að tapa og urðu þá fjórum sinnum bikarmeistarar í röð — 1983,84,85 og 86. Gamla metið átti FH, sem lék 16 bikarleiki í röð án þess að tapa á árunum 1975-78, en vorið 1978 töpuðu FH-ingar einmitt bikarúr- siitaleik gegn Víkingum, 25:26, sem þá urðu bikarmeistarar í fyrsta skipti. FH-ingar höfðu áður sigrað í bikar- keppninni þrisvar í röð, 1974,75 og 76 en Valsmenn sigruðu í fyrsta skipti sem keppnin var haldin, 1973. Þriðji urslita- leikur KA í röð KA-MENN leika nú til úrslita í bikar- keppninni þriðja árið í röð. Þeir töpuðu fyrir FH, 30:23, vorið 1994 en sigruðu síðan Valsmenn, 27:26, eftir tvífram- lengdan og æsispennandi leik í fyrra- vor. Þrjú töp í úr- slitaleik VÍKING AR hafa tapað þremur bikar- úrslitaleihjum; 1981 gegn Þrótti, 20:21 og svo tveimur síðustu úrslitaleikjunum sem þeir hafa tekið þátt í:gegn Val 1990,21:25 og 1991 gcgn IBV, 22:26. Met sett í dag LIÐ FH og Víkings hafa til þessa bæði tekið þátt í niu bikarúrslitaleikjum, fleiri en nokkurt annað lið. Víkingar slá því met í dag er þeir spila 10. bikar- úrslitaleikinn. Valur hefur sjö sinnum leikið til úrslita, Stjarnan fjórum sinn- um, Fram og KRþrisvar, Þróttur tvisv- ar og eftirtalin lið einu sinni: Haukar, ÍBV, ÍR, Breiðablik og Selfoss. Fram og Stjarnan mætast í úrslitum bikarkeppni kvenna í Laugardalshöll í dag Sigrar Fram í tólfta sinn? í DAG klukkan 13.30 mætast Fram og Stjarnan í úrslitum bikarkeppni kvenna ihand- knattleik. Þetta eru sömu tið og áttust við í úrslitum ífyrra og þá sigraði Fram ítvífram- lengdum leik, 22:21. Um margt þykja aðstæður liðanna vera svipaðar og þá. Á þeim tíma leiddi Stjarnan deildarkeppn- ina og voru eina taplausa liðið. Fram var þá í öðru sæti og svo er einnig nú. En ekki nóg með það heldur var Guðrfður Guð- jónsdóttir, þjálfari Fram, meidd í fyrra og gat ekki tekið þátt í leiknum sem leikmaður og svo ereinnig nú. Engum vafa er undirorpið að þessi tvö lið sem mætast í dag eru ásamt Haukum þau sterk- ustu í íslenskum kvennahand- knattleik í dag og j þau eru ekki óvön Benediktsson að leika tíl úrslita. skrífar Fram er að leika í tólfta skipti í úrslit- um og Stjarnan í sjöunda sinn. Fram hefur sigrað í öllum ellefu leikjum sínum en Stjarnan hefur aðeins sigrað einu sinni, árið 1989. Síðan hefur félagið leikið til úr- slita öll árin að árinu 1994 undan- skildu er Víkingur og ÍBV léku. En hvaða áhrif telur Hafdís Guð- jónsdóttir, fyrirliði Fram, að það hafi á Framliðið að Guðríður leiki ekki með? „Ekki er nokkur vafi að við erum sterkari með henni en án. Áfallið sem við urðum fyrir um sl. helgi hefur hins vegar orðið til þess að þjappa hópnum enn betur saman. I fyrra höfðum við reynd- ari leikmenn í hópnum en nú. Ég hef hins vegar fulla trú á þeim sem komið hafa inn í staðinn og ég veit að þær hafa trú á sjálfum sér til að sigra í dag. Þær hafa getuna og ætla að sýna hana. Bikarúrslitaleikir spilast alltaf öðruvísi en deildarleikir og um- ARNA Steinsen í baráttunni í leik gegn Víkingum. Mikið mun mæða á Örnu í lelknum í dag enda er Guðríður Guðjónsdóttir fjarri góðu gamni að þessu sinní, eins og í fyrra. gjörðin er allt önnur. Út um bæinn er talið fyrir fram að við eigum minni möguleika en við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar svipað var uppi á teningnum. Það er engin pressa á okkur, hún er öll á þeim sem ætla að ná fram hefndum frá bikarúrslitunum í fyrra. Laugardalshöllin er okkar gamli heimavöllur, þar er alltaf gaman að leika o g það verður vonandi gaman á eftir.“ Staðráðnar í að sigra Eins og fyrr greinir er þetta sjöundi úrslitaleikur Stjörnunnar á átta árum og aðeins hefur félagið hampað bikarnum einu sinni að leikslokum. Þrisvar hefur Stjarnan tapað fyrir Fram, í tvígang gegn Val og einu sinni fyrir FH. Hvern- ig leggst leikurinn í Guðnýju Gunnsteinsdóttur, fyrirliða Stjörn- unnar, eru hún og félagar hennar ekkert hræddar við að erfitt sé að snúa lukku- hjólinu sér í vil? „Það var hræðsla í hópnum í fyrra en ég held að hún sé ekki til staðar núna. Við höfum sýnt góða leiki í undankeppn- inni og sigrað þar bæði Haukar og Eyjastúlkur á erfíðum heimavelli þeirra í Eyjum svo ég hef fulla trú á að nú tökum við af skarið. Við ætlum okkur ekki að hörfa nú eins og fyrir ári. Ég hlakka sjálf mjög til leiksins og víst er að allt getur gerst. Sum- ir tala um að þetta eigi að vera létt, en það var líka sagt í fyrra og þá fór sem fór. I bikarúrslita- leikjum getur allt gerst og staða í deild skiptir þar engu máli og telur ekkert. Úndirbúningurinn hjá okk- ur hefur verið góður, stemmningin í hópnum er góð og við erum stað- ráðnar í að ljúka leiknum með sigri að þessu sinni,“ sagði Guðný Gunn- steinsdóttir, fýrirliði Stjörnunnar. 111.sinn RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma bikarúrslitaleik karla í dag og er þetta ellefti bikar- úrslitaleikurinn sem þeir félagar dæma enda hafa þeir verið lengi að. Lengri túr SJÓMENN eru ekki vanir því að biðja um að túramir hjá þeim séu lengri en áætlað er, en skipveijarn- ir á Akureynni vildu endilega sjá úrslitaleik KA og Víkings og báðu um að fá að vera lengur úti. Þann- ig var að togarinn átti að koma inn um síðustu helgi og þá hefði áhöfn- in ekki náð leiknum. Útgerðin sam- þykkti beiðni skipveija og kom Akureyrin í höfn á Akureyri á fimmtudaginn þannig að lögbundið frí dugar skipveijum til að fljúga til Reykjavíkur og sjá leikinn. Guðný Gunnstelns- dóttlr Stjarnan verður í bláu DRAGA þurfti um hvort liðið fengi að leika í bláum búningum í úrslitaleiknum, en sem kunnugt er leika bæði Fram og Sljarnan í bláum treyjum. Dregið var úr spilastokki og Guðríður Guðjóns- dóttir, þjálfari Fram, dró tígul- tvist en Októ Einarsson, formað- ur handknattleiksdeildar Stjörn- unnar dró laufafimmu. Hann valdi bláu búningana og verða því Framstúlkur í hvítum búning- um eins og í fyrra. Allt eins og í fyrra SIGURÐURI. Tómasson, for- maður meistaraflokksráð kvenna hjá Fram, var hamingju- samur með niðurstöðuna og sagði: „Þetta er fínt, við ætlum nefnilega að hafa allt eins og í fyrra." Tólfti leikur Guðríðar GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hefur tekið þátt í öllum úrslitaleikjum Fram, tólf að tölu. Sjálf hefur hún verið leikmaður í tíu skipti en þjálfari og meidd utan vallar tvö síðastliðin ár. Guðný alltaf verið með GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir fyrir- liðið Stjörnunnar hefur tekið þátt í öllum sjö úrslitaleikjum félagsins. Ragnheiður Stephen- sen hefur misst einn leik úr og Herdís Sigurbergsdóttir er að leika sinn fimmta úrslitaleik. Þá er Margrét Theódórsdóttir að leika sinn fimmta úrslitaleik, þar af hefur hún leikið þijá úrslita- leiki með Stjörnunni. Heim að ryksuga NOKKUR leynd hefur hvílt yfir undirbúningi Stjörnunnar fyrir úrsiitaleikinn en hins vegar hef- ur verið upplýst að þær æfðu ekkert í gærkvöldi en ætluðu að koma saman til sameiginlegs morgunverðar í morgun. „Síðan er fijáls tíma fyrir leik þvi sum- ar stelpurnar hafa sína sérvisku, til dæmis vill Magga [Margrét Theódórsdóttir] fara heim og ryksuga," sagði Guðný Gunn- steinsdóttir. Erla og Ólaf- ía hættar Tveir leikmennn Stjörnunnar sem voru með í úrslitaleiknum i fyrra hafa lagt skóna á hilluna. Það eru þær Erla Rafnsdóttir og Ólafía Bragadóttir. Þá er óvíst hvort Laufey Sigvaldadóttir geti leikið með þvi hún er að jafna sig eftir erfið meiðsli í olnboga. Skagamenn dæma í dag SIGURGEIR Sveinsson og Gunn- ar Viðarsson, dómarar frá Akra- nesi, verða dómarar á kvenna- leiknum í dag sem hefst klukkan 13.30. Eftirlitsdómari er Björn Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.