Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bömin úti á hól EKKI er það gott með „börnin okkar, framtíð þessa lands“, eins og hátíðlegur tækifærisræðari orðar það gjarnan. Hvert áfallið af öðru dynur yfir okkur, sem höfum trúað því að íslensku börnin hafi það bara alveg ljóm- andi og sé býsna vel sinnt. Svo dembist hver fréttin af annarri yfír, þegar á nútímavísu er far- ið að kanna og bera saman við önnur lönd. Kemur þá ekki í ljós að: • Slys á börnum eru mun meiri en á jafnöldrum þeirra í ná- grannalöndunum. Þótt ung- barnadauði sé hér einn sá lægsti í heiminum, missum við það forskot þegar þau komast á legg vegna of margra slysa. • Samkvæmt skýrslum verður stærstur hluti vondra bílslysa á 17-20 ára ökumönnum eða jafnaldra farþegum þeirra. Þó er unglingum fengið fullgilt ökuleyfi um leið og þeir verða 17 ára, yngri en víðast annars staðar. Tekin meiri áhætta. • í þessu besta drykkjar- vatnslandi í heimi eru tennumar hreinlega að hverfa í sumum ungling- um af því þau þamba svo mikið af gosdrykkjum, djusi og sódavatni frá barnæsku. Þeir fá slitnar tennur eins og gamal- menni. Víða á barna- og unglingaheimilum stend- ur slíkt alltaf til boða í ísskápnum og mjög ung- um bömum strax komið á bragðið af foreldrum, og samfélaginu í fram- haldi af því. Um tennur heyrast forráðmenn bama einungis kvarta undan því að þurfa að borga upp í tannviðgerðir barnanna. • í könnunum reynist algengt að 13 ára böm drekki áfengi og sum komin í eiturlyf þá eða í framhaldi skömmu seinna. Niður í 13 ára koma börn í meðferð. Við umræður kemur fram að ótrúlega stórum hópi foreldra og annarra í samfélag- inu finnst það allt í lagi eða að minnsta kosti líða það. Sumir leyfa vinahópnum að drekka á heimilinu eða hjálpa við útveg- un áfengis. • Ótæpileg vinna barna á ís- landi vekur athygli erlendis og ráðherra verður að veija það á alþjóðavettvangi að engin lög banna óhóflega vinnu barna og unglinga eins og í öðmm lönd- um. Ekki er amast við að börn vinni eitthvað, en að sjálfsagt þyki að skólabörn vinni á kvöld- in með skóla og veiji sumarfr- íum inni í köldum frystihúsum við lengri dagvinnu en hæfilegt þykir fyrir fullorðna gerir um- heiminn alveg bit. Við virðumst ætla að láta draga okkur inn í hömlur á barnavinnu -nauðug. • Börn em fyrr látin fara að bera ábyrgð á sjálfum sér og ráða sér sjálf á íslandi en ann- ars staðar. Lögræðisaldur er hér 16 ára, en 18 ára í flestum öðram velferðarríkjum. Félags- málafólk telur það einn lið í fíkniefna- og áfengisvanda unglinga að við 16 ára aldur hafa foreldrar engan formlegan rétt eða ábyrgð á þeim og kem- ur ekkert við hvað þau gera samkvæmt því. Ætli frómt sómafólk sé ekki í „sjokki" við þessa röð af stað- festum illum tíðindum um ástand og líf barnanna og ungl- inganna? Blasir ekki sú óhugn- anlega staðreynd við að þau fái ekki þá umönnun, aðhlynningu Gárur eftir Elírtu Pálmadóttur og aðhald sem þau þurfa og sjálfsagt þykir í þeim lönd- um sem við viljum ’ bera okkur saman við? Ekki nema von að reynt sé að ýta svo válegri mynd frá sér með því að segja að ekki sé ástandið svona slæmt á öll- um bömum og mikið sé hér af fyrirmyndarunglingum, sem engin hætta sé á að fari sér að voða eða klári sig ekki til ágætis fólks þrátt fyrir taum- leysið. En samkvæmt þessum könnunum er sá hópur sem ekki gerir það samt svo stórt hlutfall að útkoman verður svona slæm miðað við ná- grannaþjóðir. Tæplega verður sagt að ís- lendingar vilji meðvitað t.d. leggja bæði ung börn og ungl- inga í meiri slysahættu en aðr- ir. Þó finnst sýnilega mörgum í lagi að beinlínis kenna þeim og ala þau upp í því frá barn- æsku að skemma í sér tennurn- ar. Og líða það, mæla upp í þeim eða líta fram hjá því að TÖKUM HÖNPUM ZAMAN börn niður í 12 ára drekki „dá- lítið“. Af hveiju ætli fólk telji að íslensk börn og unglingar geti klárað sig sjálf og stuðnings- laust í nútíma þjóðfélagi mun yngri en börn annars staðar? Ætli enn sé ríkjandi sú hugsun að börnin eigi bara að senda út á hól til að leika sér sjálf? Eða er þetta slappleiki, fólk hafi ekki nennu til að takast á við óþægindin af að ala upp börn? Hvað veit ég? En Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráð- gjafi á Tindum, segir m.a. að íslenskir foreldrar séu undar- lega hógværir, þeir tipli í kring um börnin, vilji ekki „klína“ einhveiju á þau. Hún segir líka að foreldrar verði að leiðbeina börnum sínum og beita for- eldravaldinu. íslenska þjóðin sé agalaus og börnin gangi meira og minna sjálfala. Fundarfólk um málin geti ekki einu sinni komið sér saman um útivistar- tíma, sem sé þó bundinn í lög- um. Oft ali þetta kerfi okkar af sér kröftuga og duglega ein- staklinga, en svo séu það þeir sem þola ekki aðhaldsleysið. Er þá bara allt í lagi að taka áhættuna með svona stóran hóp unglinga sem raun ber vitni, eða hvað? Varla fer á milli mála að börn Uafa ekki á undanförnum áratugum haft forgang í tilhög- un samfélagsins. Hagsmunir foreldra og annarra vegið þyngra. Nú er þó sem betur fer farið að votta fyrir stöku við- horfsbreytingu. Kominn sér- stakur Umboðsmaður barna þeim til varnar og galvaskur félagsskapur sem sérstaklega berst fyrir hag þeirra, Barna- heill (sjá mynd). MANNLÍFSSTRAUMAR TÆKNI /Menga borpallaleifar meira í sjó en á landi? BorpaUar heimsins eru okkur til vandræða FJÖGUR hundruð olíuborpallar Norðursjávar bíða niðurrifs. Yfirbygginguna er auðvelt að flytja í land, en vísindamenn olíu- félaganna telja að burðarvirkið neðan vatns megi að skaðlausu •egKÍa niður á botninn. EFTIR aðeins tuttugu ár getur olíuævintýrið í Norðursjónum verið liðin tíð. Fjöldi borpalla, sem eru einhver dýrustu mannvirki heims, stendur þá engum til gagns, og kostnaður við að rífa þá er í hlut- falli við kostnaðinn við að byggja þá. Norðursjávarpallarnir eru aðeins lítill hluti allra fjögur þúsund bor- palla heimsins, og í heild lýkur olíu- ævintýrinu um miðja næstu öld, er mannkynið þarf að vera búið að koma sér upp öðr- um orkulindum, og þeim bæði varan- legri og miður mengandi en nú er. Þá þarf á einhvern veg að vera búið að koma fyrir katt- arnef þeim borpöll- um er standa nú á sjávarbotni, og fleirum. Það fór hátt í fréttum á síðasta ári er olíufélagið Shell ætlaði að steypa pallinum Brent Star í Atlantshafið en varð að hætta við vegna ofurtaps á við- skiptum. Hinn almenni Evrópubúi brást við mótmælum Green Peace með því að hætta að skipta við Shell. Sú varð niðurstaða deilna sem eru of flóknar til að mynda sér skoðun á, enda eftir að varpa ljósi á málið: Menga borpallaleifar á hafsbotni meira en ef pallarnir em dregnar á land, eða eru þeir kannski kjörið landslag til verndar sjávarlífi og hrygnandi fiski? Eru þungmálmar sem þeim fylgja ekki nema brot af „mengun" sjálfrar náttúrunnar á hafsbotni, þar sem er vitað að jarð- hitasvæði ausa ósköpunum öllum af þungmálmum upp á hafsbotninn, og vissar gerðir lífs ekki aðeins aðíag- aðar, heldur einnig háðar þeirri „náttúmlegu mengun"? Munurinn er aðeins sá að þeir hlutir gerast á allt öðrum stöðum, á miklu sjávardýpi, en slík efni á gmnnsævi menga líf sem er ekki vant þeim né aðlagað, auk þess sem pallaleifunum fylgir nokkur mengun þrávirkra efna. Deilan um Brent Star snerist í reynd um mál sem enginn þekkir svar við: Stafar meira óhagræði og jafnvel mengun af því að draga alla palla heimsins á þurrt og endurnýta þá þar en steypa þeim í sjóinn eftir viðhlítandi hreinsun? Er hættandi á að láta pallana menga frá sér á grunnsævi sem í Norðursjó með verulegt magn blýs, kadmíns, kvikasilfurs og fleiri þungmálma sem bærust út í sjóinn umhverfis? Gera þeir e.t.v. gagn með því að vera skjól og uppeldisstöðvar fisks og annars sjávarlífs? Shell hélt uppi rökum studdum af reynslu sokkinna palla í Mexíkóflóa, þar sem er talið að þeir veiti skjól margfalt ríkulegra sjávarlífí en var fyrir. Þar sem Brent Star var annars vegar, átti að sökkva honum niður á mikið dýpi, þar sem er talið að umhverfið sé síður viðkvæmt fyrir óhjákvæmilegri röskun sem á grunn- sævi líkt og Norðursjó. Baráttan um Brent Star stóð 1 reynd um alla palla sem þarf að losna við framvegis. Niðurrif palls sem vegur allt að milljón tonna og flutn- ingur hans að landi er enginn hægð- arleikur. Það þarf meira en eitt staf- gólf til að athafna sig með slíkan óskapnað þegar að landi er komið. Green Peace-menn hafa ekki getað fært sönnur á að leifar pallsins sjálfs mengi sem slíkar, en meginrök þeirra em þau sömu og áður: Enga mengun, sjávarbotninn á ekki að vera ruslahaugur. Sem stendur er málið óútkljáð og engar vísindalegar sannanir til hjálpar við að leysa úr deilunum. Enda fara úrslit þess varla eftir vísindarökum, heldur því hvort green Peace getur áfram eins og í Brent Star-málinu beitt fyrir sig al- menningi og beitt olíurisana óbein- um viðskiptaþvingunum. eftir Egil Egilsson ÞIÓDLÍFSÞANKAR /Eru hlutföllin ekki orbin svolítid skekkt? Hver skautþau? Á VETURNA fínnst mörgum gott að geta lokað úti myrkrið og kuldann, dregið gardínurnar fyrir stofugluggann, fæturna undir sig í sófann og horft á sjónvarpið. En því miður er hið síðastnefnda orðið eilítið vafasamt. A föstu- dags- og laugardagskvöldum dugir stundum skammt að loka myrkrið úti bak við gardínurnar, það er nefnilega engu líkara en myrkravöldin hafí tek- ið sér bólfestu í sjálfu sjónvarpinu. Ein af annarri birtast kvikmyndir kvölds- ins frá hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum á skjánum þegar ýtt er á takka fjar- stýringarinnar, æði oft eiga allar þessar myndir það sammerkt að fólkið í þeim er hundelt af glæpamönnum eða geðsjúklingum, nema hvort tveggja sé. Astundum þýðir varla að laga til á sér hárið áður en kvik- myndamessa helgarinnar hefst, aft- ur og aftur koma atriði sem eru svo hræðileg að stí- fasta hárlakk dugir ekki til að halda hárinu niðri, svo ákaft rís það í hita kvikmyndagláps- ins. Fyrir hefur jafnvel komið að skothríðin í mynd- unum er svo stór- n eftir Guórúnu Guðlougsdóttur kostleg og raunveruleg að maður þorir varla á klósettið meðan hún dynur yfir, nema þá að skríða eftir gólfínu. Þegar svo lokastafímir í lokamynd kvöldsins renna yfír skjá- inn er rétt svo að maður hafi þrek til að dragast inn í rúm, svo yfir- kominn er hægt að verða eftir and- legt erfiði svona kvikmyndakvölda. Eitt laugardagskvöld fyrir skömmu keyrði þó um þvert bak. Meiri hluta kvöldsins hélt ég fyrir augun meðan hver geðsjúki glæpa- maðurinn á fætur öðmm lék listir sínar á skjánum.Ég hef ekki ná- kvæma tölu á hversu margir féllu í valinn þetta laugardagskvöld á skjánum, en þeir skiptu öragglega tugum. Mér varð á að hugsa þegar ég fór út í búð daginn eftir „Merki- legt að allt þetta fólk skuli vera á lífi,“ svona var veruleikaskyn mitt orðið. Ég var þó ekki alveg eins illa haldin og lítil frænka mín, sem eitt sinn fór með pabba sínum út í kirkjugarð. Eftir nokkra leit fundu þau feðgin leiðið sem þau leituðu að. Alvarlegur í bragði sagði faðir telpunnar: „Hér hvíla nú afi þinn og amma, elskan mín.“ Barnið leit stórum, bláum augum á pabba sinn og sagði: „Hver skaut þau?“ Það er ljóst að það er mikið vanda- verk að velja kvikmyndir fyrir mik- inn fjölda manna. Hins vegar er jafn ljóst að fólk hefur ánægju af ýmsu öðm en harðsvíruðum glæpamynd- um, þótt þær kryddi óneitanlega hina kvikmyndalegu tilveru manna. Sjónvarpið er miðillinn sem kvöld- vökur nútímans byggjast á. Áður fyrr hlustaði hin íslenska þjóð sem bergnumin á íslendingasögurnar, þjóðararfmn sem mærður er að verð- leikum á tyllidögum í þjóðlífínu, satt best að segja er þó ekki allt fallegt í þeim bókum. Það kann að vera að sumar af þeim kvikmyndum sem fólk nagar neglurnar yfír núna kunni að verða mærðar af svipuðum ákafa er fram líða stundir, en hitt er ann- að mál að þar em margar myndir kallaðar en fáar útvaldar. Gæti ekki verið farsælla að fækka sýningum á glæpamyndum í sjónvarpi og gera meiri kröfur til gæða þeirra? Ef flæði þeirra er eins mikið og raun ber vitni á stundum em þær sannanlega hættar að krydda hina kvikmynda- Iegu tilvem landsmanna og orðnar þess í stað sjálf undirstaðan. Með tilliti til innrætis manna og hegðun- ar almennt finnst mér eðlilegra að glæpamyndinar verði kryddið en myndir um annað efni í mannlegri tilvem verði hið kvikmyndalega und- irstöðuefni. Það verður líka harla tilbreytingarlaust til Iangframa að horfa stöðugt á samskonar efni, þótt það eigi að heita spennuefni. Kvikmyndir þurfa helst að spanna allt lifróf mannlegs lífs í sæmilega réttum hlutföllum, þannig má ætla að mest sé á þeim að græða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.