Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR11. FEBRÚAR1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Eru konumar ab taka völdin? Kvennabyltingin EKKI færri en fimm myndir frá Hollywood eru sýndar í kvik- myndahúsunum í Reykjavík þegar þetta er skrifað sem fjalla á einhvern hátt um konur og veröld kvenna og miklu fleiri eru á leiðinni. Konur hafa orðið áhrifamiklar í kvikmyndaborginni hin síðari ár og þess er mjög farið að gæta í bíómyndaúrval- inu um allan heim. Kvennamyndir eru komnar í tísku. Við getum séð anga af Letter", „The First Wives þeim í myndunum „Wa- Club“ með Diane Keaton, iting to Exhale“ í Regnbogan- Goldie Hawn og Bette Midler um með Whitney Houston og og síðast en ekki síst „Sense Eitthvað til að tala um í Saga- and Sensibility". bíói með Eins og sjá má er af nógu Julie _Ro- að taka. I nýlegri úttekt berts. Áður bandaríska vikuritsins Time á höfum við breyttri stöðu konunnar í séð myndir Hollywood-kerfinu er haft eins og eftir leikkonunni Susan Sar- Glórulaus andon þegar hún talar um með Alicia karlaveldið { kvikmyndaiðn- Silverstone, aðinum: „Bíómynd verður til Á meðan þú annaðhvort vegna þess að ein- svafst og Tölvunetið með hveijir karlmenn vilja fara Söndru Bullock, „Dangerous með aðalhlutverkið í henni Minds" með Michelle Pfieffer, eða þeir vilja vera með leik- sem enn er sýnd í Bíóhöllinni, konunni í myndinni. Oftast og Disney-teiknimyndina vilja þeir þó vera í stjörnuhlut- Pocahontas, sem er ekta verkinu. Þeir vilja vera Kevin kvennamynd. Á leiðinni eru Costner. Þeir telja sér trú um svo myndir eins og „How to að allir vilji vera,Costner og Make an American Quilt“, þess vegna halda þeir að „Now and Then“, „Home for myndin muni skila gróða.“ the Holidays", „The Scarlet En nú eru aðrir og betri eftir Arnold Indrióoson tímar fyrir konur og nokkrar ástæður eru nefndar. Fleiri konur hafa komist til valda innan kvikmyndafyrirtækj- anna og eiga þátt í ákvarð- anatöku þegar rætt er um hvaða myndir skuli gerðar. Kvenleikstjórum hefur fjölgað og myndir þeirra orðið áber- andi (Jodie Foster, Penny Marshall, Gillian Armstrong). Kvenstjömur eins og Demi Moore, Sharon Stone og Mic- helle Pfeiffer hafa farið út í framleiðslu mynda. Fleiri kon- ur sækja bíó vestra en áður og loks það sem mestu máli skiptir; kvennamyndimar em vinsælar. Níu af 22 bíómynd- um sem skiluðu inn meira en 50 milljónun dollara á síðasta ári vom myndir um konur. Konur em líka ákafar í að gera myndir og gera þær ódýrt. Demi Moore fær 12 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni „Striptease", en sem framleiðandi tókst henni að gera myndina „Now and Then“ fyrir þessar -sömu 12 milljónir. Meðalbíómynd í Hollywood kostar rétt undir 40 milljónum dollara í dag. GAMLIR sjónvarpsþættir; Cruise í „Mission Impossible". Cruise í hættu- legri sendiför EITTHVER kunnasta sjónvarpsþáttatónlist sögunnar er stefið við spennuþættina „Mission Impossible", sem hvað vin- sælastir voru í bandarísku sjónvarpi í kringum 1970. Nú hefur Brian De Palma gert bíómynd byggða á þáttunum með Tom Cruise í aðalhlutverki og verður myndin tilbúin fyrir sumar- myndaslaginn. Með önnur hlutverk fara franska leikkonan Em- manuelle Béart, Jon Voight, Emilio Estevez, Ving Rhames og Kristin Scott- Thomas. Ekkert hefur feng- ist gefíð upp um hvað mynd- in fjallar, en þeir sem þekkja til sjónvarpsþáttanna vita að hverju þeir ganga. De Palma gerði síðast kvik- mynd úr sjónvarpsþáttum þegar hann leikstýrði Hin- um vammlausu og er veðjað á að útkoman verði ekki síðri. Cruise er enn eftirsótt- asti leikarinn í Hollywood, en þarf á metsölumynd að halda nú ef hann ætlar að halda sæti sínu. E(m i\\\ MFyrsta mynd Dream- Work-fyrirtækisins í eigu Stevens Spielbergs, Jef- freys Katzenbergs og Davids Geffens, gæti orð- ið „The Peacemaker" sem fjallar um möguleika á kjamorkustyijöld. Talað er um að sjónvarpsþátta- leikarinn George Clooney taki að sér aðalhlutverkið, en hann er bamalæknirinn í Bráðavaktinni. UStöðugt er verið að gera bíómyndir úr gömlum amerískum sjónvarpsþátt- um. Sú nýjasta heitir „The Green Hornet“ og byggist á þáttunum sem gerðu Bruce Lee frægan á sjöunda áratugnum. Ja- son Scott Lee mun fara með hlutverk Bruce en hann lék áður karatekapp- ann í „Dragon". UBreski kvikmyndaleik- stjórinn Richard Atten- borough mun stýra Söndru Bullock í nýrri stórmynd sem heitir I ást og stríði eða „In Love and War“. Bullock fær litlar 11 milljónir dollara fyrir en hún mun leika hjúkrun- arkonuna sem varð Emest Hemingway að söguefni í fyrri heimsstyijöldinni, en Chris O’Donnell mun að líkindum fara með hlutverk rithöfundarins. ULengi hefurverið áform- að að kvikmynda söguna um risaeðluna Godzilla, en undirbúningur gengið brösuglega. Jan de Bont átti að leikstýra en er hættur við og nú er Ro- land Emmerich (Stjörnuhlið) líklegur arf- taki. Ef allt fer samkvæmt áætlun mun myndin verða tilbúin sumarið 1997 þeg- ar önnur risaeðlumynd á eftir að éta upp miðasöl- umar, Júragarðurinn 2: Týndi heimurinn. TVÆR á leiðinni; konurnar taka völdin í myndunum- „How to Make an American Quilt“ og „Now and Then“. Litlar konur með Susan Sar- andon og Winona Ryder, sem sýnd var hér í Stjömubíói við góðar undirtektir, skilaði 50 milljónum dollara ágóða, en kostaði aðeins 18 milljónir. Kvennamyndimar eru góð tilbreyting frá hinum enda- lausu hasarmyndum og sum- arsmellum frá Hollywood og nauðsynlegt mótvægi og eru í dag þær myndir frá kvik- myndaborginni sem helst vekja athygli. ÍBÍÓ ERU kvikmyndahúsin hætt að leggja áherslu á að þýða erlend heiti bfó- mynda? Hvað heitir t.d. myndin „Virtuosity" á íslensku? Eða „To Wong Foo, Thanks for Every- thing, Julie Newmar"; eða „Waiting to Ex- hale“; eða „Braveheart"; eða „Mortal Kombat“; eða „Dangerous Minds“? Dæmin eru mýmörg um að ekki fylgi íslenskt heiti mynda í auglýsjjng- um og það er bagalegt. Reyndar hefur slík þýð- ing ekki alltaf verið til fyrirmyndar en því meiri áherslu verður að leggja á að færa hana til betri vegar. Ekki dugir að gefast hreinlega upp fyr- ir enskunni og hætta að þýða erlendu heitin. Oft getur verið um erfíðar þýðingar að ræða en þegar vel tekst til getur góð þýðing tekið við af erlenda heitinu í málinu. Gaukshreiðrið er gott dæmi um það. Tveir vinir og 12 apar EIN athyglisverðasta og best sótta bíómyndin í Bandaríkjunum undanfarn- ar vikur er 12 apar eftir breska leikstjórann og sjón- hverfingamanninn Terry Gilliam. Með aðalhlutverk fara Bruce Willis, Brad Pitt, sem unnið hefur til verð- launa fyrir leik sinn og gæti jafnvel hreppti Oskar- inn, og Madeleine Stowe. Sagt er að myndin blandi saman þáttum úr Tortím- andanum og „Outbreak“, en hún á það sameiginlegt með þeim að maður er send- ur úr framtíðinni, frá 2035, til samtímans að koma í veg fyrir að banvænn vírus nái að breiðast út. Willis er bjargvættur þessi og tekinn fyrir algeran vitleysing, en Pitt leikur geðsjúkan vin hans. Lykillinn að lausninni APASPIL; Pitt og Willis í mynd Terrys Gilliams. tengist félagsskapnum Her- sveit hinna 12 apa, en Gill- iam, sem áður vann með Monty Python, sér sjálfsagt til þess að útlitið komi á óvart. Hann er kunnur höf- undur mynda eins og „Time Bandits“ og Brazil. 22.000 höfðu séð IMíu mánuði ALLS höfðu 22.000 manns séð gaman- myndin Níu mánuði í Regn- boganum eftir síðustu helgi. Þá sáu um 2.500 manns „Waiting to Exhale" á for- sýningum og fyrstu sýning- arhelgina, 1.500 höfðu séð Sváðilför á Djöflatind, 25.000 Frelsishetjuna, 9.000 Krakka og 3.000 Borg hinna týndu barna. Næstu myndir Regnbog- ans eru „A Walk in the Clo- uds“ með Keanu Reeves, „The Scarlett Letter“ með Demi Moore og „From Dusk Till Dawn“ með George Clo- oney og Quentin Tarantino, en Tarantino skrifar einnig handritið. Einnig er von á myndun- um „Broken Arrow“ með John Travolta jafnvel um páskana og „The Crossing Guard“ með Jack Nichol- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.