Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 19 ATVINNUA UGL YSINGAR & ® Forstöðumaður Fjölskylduráðgjafar Fjölskylduráðgjöf Mosfellsbæjar og Reykja- víkurborgar auglýsir lausa stöðu forstöðu- manns Fjölskylduráðgjafar. Fjölskylduráðgjöfin er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum sveitarfélaganna. Um er að ræða þjónustu við barnafjölskyld- ur, þar sem lögð verður áhersla á ráðgjöf og fjölskyldumeðferð. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 6 stöðugildum á stofnuninni. Forstöðumaður fjölskylduráðgjafar sér um á eigin ábyrgð daglegan rekstur, ræður starfs- fólk og annast stefnumótun í samráði við verkefnisstjórn sem er skipuð fulltrúum sveit- arfélaganna. Krafist er háskólamenntunar og framhalds- náms í fjölskyldumeðferð og víðtækrar reynslu á því sviði. Ennfremur þarf umsækj- andi að hafa reynslu af stjórnunarstörfum, þar með talda reynslu af fjármálaumsýslu. Umsóknum, þar sem getið er menntunar og reynslu, skal skilað til undirritaðra, sem veita frekari upplýsingar í síma 588 8500 og 566 8666. Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík s. 588 8500. Unnur Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri í Mosfellsbæ, s. 566 8666. !SEKHEEBK!!BI IIIIEIIIÍlll LIMIIUIIU Frá Háskóla íslands Prófessorsembætti í kennilegri eðlisfræði Prófessorsembætti í kennilegri eðlisfræði við eðlisfraeðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Miðað er við að nýr prófessor hefji störf 1. janúar 1997. Prófessornum er ætlað að stunda rannsóknir í kennilegri eðlisfræði, gjarnan í tengslum við þær rannsóknir sem fyrir eru á því sviði og öðrum skyldum fræða- sviðum við Raunvísindastofnun Háskólans. Þá er prófessornum ætlað, ásamt öðrum, að hafa yfirumsjón með námskeiðum eðlis- fræðiskorar í kennilegri eðlisfræði. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Æskilegt er að umsóknargögn séu á ensku eftir því sem við getur átt. Æskilegt er að umsækjandi tilgreini hvernig hann hugsar sér að rannsóknum hans verði fyrir komið. Sömuleiðis er þess óskað að hann nefni 2-3 aðila sem eru reiðubúnir að veita umsagnir um störf hans fyrr og nú. Laun skv. kjara- samningi Félags háskólakennara og fjármála- ráðherra. Auk dagvinnulauna getur prófessor- inn átt kost á yfirvinnu vegna kennslu og rann- sókna sbr. t.d. reglur um vinnumatssjóð. Umsóknarfrestur er til 14. mars 1996. Nánari upplýsingar veita Hafliði P. Gíslason, haflidi @ raunvis.hi.is, og Þorsteinn Vil- hjálmsson, thv @ raunvis.hi.is, báðir í síma 525 4800. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskólans, aðalbyggingu Háskólans við Suð- urgötu, 101 Reykjavík. Norræna ráðherranefndin Umsjónarmaður með rannsóknaráætluninni „Norðurlönd og Evrópa“ Rannsóknaráætlunin Norðurlönd og Evrópa er starf- rækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar (menn- ta- og vísindaráðherranna). Auglýst er eftir um- sjónarmanni með áætluninni og taki hann til starfa sem allra fyrst. Rannsóknaráætlunin Norðurlönd og Evrópa nær yfir tímabilið 1996-2000 og nemur Qárveiting til hennar samtals 35 milljónum danskra króna. Markmið áætlunarinnar er að efla rannsóknir í félags- og hugvísindum á Norðurlöndum. Rannsóknunum er ætlað að skapa ný sjónarhorn í vísindagreinunum og milli greina og að verða innlegg í almennri umræðu á Norðurlöndum um sjálfsmynd Norðurlandabúa og samrunann í Evrópu. Rannsóknaráætlunin skiptist í fjóra megin þætti: -Norrænt málsamfélag. -Trúrækni og gildismat á Norðurlöndum. -Pólitískt gildismat og samfélagsstofnanir á Norðurlöndum. -Norrænar bókmenntir og lífsviðhorf. Miðað er að því að tengja þættina saman með þráðum sem liggja milli þeirra. Þar má telja almenna sam- vinnu á Norðurlöndum, jafnréttis- og kynjasjónarmið auk fjölþjóðlegs menningarumhverfis. Yfir áætlun- inni er stjórn og gefur hún skýrslu til Norrænu ráðherranefndarinnar, Norræna vísindaráðsins og til norrænu rannsóknarráðanna sem varða félags- og hugvísindi og aðilar eru að áætluninni. Umsjónarmaðurinn þarf að hafa rannsóknarhæfni sem krafist er til prófessorsembættis og skal hann stunda rannsóknir á einhverju meginsviði áætlunar- innar. Starf hans felst einkum í þessu: -Að bera ábyrgð á faglegu starfi og vera faglegur talsmaður gagnvart stjórninni. -Að efla rannsóknarstarfið á vegum áætlunarinnar og hafa umsjón með ferli hennar; að gæta sérstaklega að tengslum milli einstakra þátta, samhæfa verkefnin i áætluninni og stuðla að því að hún myndi eina heild. -Að hafa jafnan á reiðum höndum yfirlit yfir megin þætti áætlunarinnar og sjá til þess að niðurstöður rannsókna séu kynntar á breiðum vettvangi. Ráðningin er timabundin og er gerður starfs- samningur til tveggja ára, en til greina kemur að framlengja hann þar til áætunin rennur út. Gert er ráð fyrir að umsjónarmaðurinn hafi eða geti haft starfs- aðstöðu við háskóla eða rannsóknarstofnun. Samið er við Norrænu ráðherranefndina um laun og ráðningar- kjör með tilliti til launakjara í heimalandi um- sækjandans. Við þetta bætist norrænn kaupauki. Gert er ráð fyrir að umsækjandinn geti tjáð sig munnlega og skriflega á dönsku, norsku eða sænsku og hafi vald á ensku í ræðu og riti. Umsókn með ævilýsingu (curriculum vitae), vottorðum og ritaskrá þarf að berast Norrænu ráðherra- nefndinni, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K, í síðasta lagi fostudaginn 22. mars 1996. Frekari upplýsingar fást hjá stjórnarformanni áætlunarinnar, Gustav Björkstrand prófessor, Ábo Akademi, s. 00 358 21 654289, eða Steffen R. Sondergaard ráðgjafa, s. 00 45 33960280. Lýsing á áætluninni Norðurlönd og Evrópa í TemaNord 1995: 599 er hægt að fá með því að snúa sér til Salvarar Aradóttur hjá Norrænu ráðherranefndinni, s. 00 45 33960283 eða faxnr. 00 45 33933572. Förðunarmeistari Djöflaeyjan íslenska kvikmyndasamsteypan auglýsir eftir förðunarmeistara. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Förðun - 508“, fyrir 14. febrúar. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Bí| SAUÐÁRKRÓKSBÆR Frá Gagnfræða- skóla Sauðárkróks Vegna barnsburðarleyfis vantar kennara í sérdeild skólans, um er að ræða 100% stöðu. Viðkomandi þarf að byrja 1. mars. Upplýsingar gefa: Björn Sigurbjörnsson skólastjóri í h.s. 453 6622 eða í skólanum s. 453 5382 og Óskar Björnsson aðst.skóla- stjóri, h.s. 453 5745 eða í skólanum 453 5385. Lyst ehf. McDonald’s á íslandi auglýsir eftir þjónustufuiltrúa í sal Starfssvið er m.a. eftirfarandi: 1. Hefur yfirumsjón með sal og móttöku gesta. 2. Sér um kynningu á veitingastað í sam- vinnu við rekstrarstjóra. 3. Hefur umsjón með barnaafmælum og kynningu á þeim. Þjónustufulltrúi mun hljóta starfsþjálfun á veitingastaðnum. Óskað er eftir kraftmiklum, líflegum einstakl- ingi með frumkvæði, sem á auðvelt með og hefur gaman af að umgangast fólk. Æskilegur aldur er 25-60 ár. Um er að ræða vaktavinnu en vinnutími get- ur verið sveigjanlegur. Umsóknir sendist Lyst ehf., pósthólf 52, 121 Reykjavík, fyrir 17. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.