Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N tMAUGL YSINGAR Læknir í Flórída Óskað er eftir lækni til starfa á stofu í Flórída sem sérhæfir sig í minniháttar útlitsaðgerð- um. Mjög góð laun ásamt starfsþjálfun svo og aðstoð við flutninga er í boði. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Árna í síma 00-1-407-995-5282 eða fax 00-1-407-995-5272 eða senda í E-mail: ÁrniJ@nsn.com Kerfisfræðingur í notendaþjónustu Eimskip óskar eftir starfsmanni í notenda- þjónustu fyrirtækisins. Notendaþjónustan svarar fyrirspurnum um hug- og vélbúnað, greinir vandamál og af- greiðir þjónustubeiðnir. Þjónustan er fyrir alla tölvunotendur Eimskips innanlands sem utan. Tölvuumhverfið er byggt á IBM AS/400 tölvum og umfangsmiklu neti einkatölva. Alls eru útstöðvar um 350. Óskað er eftir starfsmanni með: • Háskólamenntun á tövlusviði. • Þekkingu á AS/400 tölvuumhverfi. • Reynslu í notkun almennra hugbúnaðar- pakka t.d. Word, Excel. • Góða enskukunnáttu. • Skipulagshæfileika. • Eiga auðvelt með mannleg samskipti. Þjónustulipurð er nauðsynleg. Umsóknir um starfið leggist inn á starfs- þróunardeild Eimskips, Pósthússtræti 2, í síðasta lagi 16. febrúar 1996. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. EIMSKIP Veiðarfæra í vöruhús íslenskra sjávarafurða viljum við ráóa sölu- stjóra veiðarfæra. Sölustjóri ber ábyrgó á gerð sölu- og innkaupaáætlana veiðafæra í samráði við innkaupa- stjóra. Annast sölu veiðarfæra, móttöku pantana, verð- tagningu bg hefur umsjón með gerð kynningarefnis. Við leitum að starfsmanni með: ► Góða þekkingu á veiðarfærum. ► Reynslu af sölumennsku ► Góða enskukunnáttu ► Tölvuþekkingu Viðkomandi þarf að hafa til að bera frumkvæði og metnað, reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamín Axel Árnasyni ráðningastjóra Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál Vinsamlegasl sækið um sem fyrsl, en I síðasla lagi fyrir hádegi 20. febrúar á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Á r^j>í A B E N D I Sérsmíði Trésmiður vanur sérsmíði óskast á verkstæði. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl. í síð- asta lagi 15. febrúar, merktar: „Sérsmíði - 4003“. Baader-maður óskast Vanan Baader-mann vantar á frystitogara af minni gerðinni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf seinni hluta þessa mánaðar. Nánari upplýsingar í símum 853-8080 og 481-1610. Skeljungurhf. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi Vaktstjóri (kassamaður) Skeljungur hf. er fyrirtæki sem leggur metn- að sinn í að uppfylla þarfir og væntingar við- skiptavinarins. Ef þér finnst það hljóma spennandi gæti vaktstjórastarf á einni af bensínstöðvum félagsins í Reykjavík verið starf fyrir þig. Eitt af markmiðum okkar er að halda í heiðri jafnrétti milli kynja þar sem hæfni ræður vali. Við viljum því gjarnan fá umsóknir frá fólki af báðum kynjum, sem hefur reynslu af verslunar- og/eða þjónustustörfum, er til- búið til að takast á við krefjandi verkefni ög getur unnið vaktavinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfs- mannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar á staðnum. ISAL Tölvunarfræðingur - verkfræðingur íslenska álfélagið hf. óskar að ráða tölvunar- fræðing eða verkfræðing með reynslu í tölvu- málum til framtíðarstarfa. Starfið Starfið felst í umsjón með tölvukerfum í steypuskála, forritun og þróun framleiðslu- forskrifta í samvinnu við tæknimenn. Tölvukerfið í steypuskála samanstendur af Intel tölvum á RMX rauntímakerfi, Allen Bradley iðntölvum á Data Highway neti og Control View skjáupplýsingakerfi, Oracle gagnagrunni ásamt Windows umhverfi. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem snertir bæði tölvur og framleiðslu. Mikil uppbygging er framundan bæði vegna stækkunar álversins og annarra verkefna. Góð laun í boði. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „ISAL“ fyrir 17. febrúar nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK 533 1800 Golfkennsla Golfskóli Sigurðar Péturssonar auglýsir eftir tveimur aðstoðarkennurum fyrir sumarið '96. Starfið felur í sér golfkennslu, afgreiðslu í verslun, viðgerðum á kylfum o.fl. Umsækjandi þarf að hafa 7 í forgjöf eða lægra og eiga gott með mannleg samskipti. Áhugasamir hafi samband í síma 587 2221 fyrir 20. febrúar. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Pétursson í sama síma. Laun, samkomulag. Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram- leiðni i islensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjón- usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfs- fólk til að trygja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Efnaverkfræðingur efnafræðingur Umhverfis- og efnatæknideild Iðntæknistofn- unar óskar að ráða starfsmann til starfa við rannsókna- og þróunarverkefni tengd iðnaði og umhverfismálum. Starfið fer fram í nánum tengslum við iðnfyrirtæki og sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar. Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Umsækjendur þurfa að vera efnaverkfræð- ingar, efnafræðingar eða hafa sambærilega menntun. Reynsla úr atvinnulífinu eða fram- haldsmenntun er æskileg. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhanns- son, deildarstjóri, í síma 587 7000. Umsóknir berist til umhverfis- og efnatækni- deildar fyrir 28. febrúar. Iðntæknistof nun 11 IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS Keldnaholti, 112 Reykjavík Simi 587 7000 habitat SÖLUSTJÓRI Óskum eftir að ráða sölustjóra til starfa hjá versluninni Habitat. Starfssvið: Dagleg verslunarstjórn, almenn afgreiöslustörf, uppgjör o.fl. Sölustjórinn tekur þátt í og aðstoðar rekstrarstjóra við áætlanir, innkaup o.fl. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf og eftirfarandi eiginleikar eru nauðsynlegir. • Getur starfað sjálfstætt og skipulagt störf annarra. • Góð framkoma, þjónustulund, frumkvæði, og söluhæfileikar. • Metnaður til að standa sig vel í krefjandi starfi. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráöningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Sölustjóri 094” fyrir 17. febrúar n.k. Hasva nsurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.