Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 D SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 Opel Tigra íhnotskurn Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 90 hestöfl. Framdrifinn - fjögurra manna. Vökvastýri. Leðurklætt stýrishjól. Samlæsingar með þjófavörn. Líknarbelgur. Rafdrifnar rúður. Rafknúnar speglastillingar. Útvarp og segulband með sex hátölurum. Stiilanleg hæð framsæta. Sóliúga. Kastarar að framan. Lengd: 3,92 m.Breidd: 1,6 m. Hæð: 1,34 m. Hjólhaf: 2,44 m. Þyngd: 980 kg. Staðgreiðsiuverð kr.: 1.850.000. Umboð: Bíiheimar hf., Reykja- vík. M. BENZ 200 árg. 1990. nýr utan sem innan. Verð kr. 2.150.000,- Sem XÐALBílasaim * STOFNUÐ 1955 •&> v/ Miklatorg, s. 551 7171. FORD BRONCO árg. 1985. Óbreyttur, snyrtilegur bíll. Verð kr. 650.000.- SUZUKIVITARA JLXI árg. 1992. Vel með farinn bfll. Einn eigandi. Verðkr. 1.390.000.-. JEEP CHEROKEE LAREDO árg. 1985. Bíll í sérflokki. Verð kr. 850.000,- M. BENZ190E árg. 1991. Fallegur bífl með miklum auka- búnaði. Verð kr. 2.150.000.- SUZUKI FOX árg. 1985. Mikið endursmíðaður bíll. Verð kr. 980.000.- M. BENZ 350SDL TURBO árg. 1991, ek. 140 þús. km. Verð kr. 3.500.000,- M. BENZ 300TE árg. 1987, ek. 149 þús. km. Verð kr. 2.150.000.- M. BENZ 300E 4 MATIC ST. árg. 1988, ek. 200 þús. km. Verð kr. 2.900.000.- M. BENZ 300D árg. 1986, ek. 653 þús. km. Verð kr. 850.000. M. BENZ 300D árg. 1986, ek. 415 þús. km. Verð kr. 1.250.000,- M. BENZ 280SE árg. 1986, ek. 100 þús. km. Verð kr. 1.800.000. M. BENZ 260E árg. 1992, ek. 78 þús. km. Verð kr. 3.580.000.- ÚTVE6UM BÍIAIÁN. TIGRA sportbíllinn frá Opel hefur laglegar línur. Morgunblaðið/jt Ánægja fyrir ökuglaða í Opel Tigra SPORTBILLINN Opel Tigra var sýndur hjá umboðinu, Bílheimum, nú fýrir nokkru en þetta er sprækur og skemmtilegur bíll með falleg- um línum og ágætlega búinn. Þetta leikfang sem svo mætti kalla kostar kringum 1.850 þúsund krónur og er því ___ kannski nokkuð mikið verð fyrir þá sérstöku notkun og Ui að nokkru takmörkuðu sem ÍXm sportbíll hefur. Tigra er vart nema tveggja manna bfll þótt stutt- ir farþegar geti vel unað sér í aftur- sætinu stuttar vegalengdir. Tigra er búinn 90 hestafla vél sem er vel rösk fyrir þennan bíl og meðal helsta búnaðar er sóllúga, rafmagn í rúðum, rafknúnar speglastillingar og hiti í speglum og þannig mætti áfram telja. Við skoðum þennan smáa og knáa bíl betur hér á eftir. Opel Tigra er lítill og skemmti- lega rennilegur og straumlínulag- aður bfll. Hann er allur sléttur og felldur, hvergi skörp brot eða hvassar línur, heldur er allt yfir- bragð hans bogmyndað og mjúk- legt. Framendanum hallar niður á við þar sem eru fínlegar luktir og nánast enginn stuðari. Þak- ið er einnig bogadregið og hallar afturrúðan einnig mikið niður að afturendabrún þar sem eru smekk- leg ljós og sömu ávölu línumar. Fram- og hliðarrúð- ur em stórar og góðar og útsýni ág- ætt en minna útsýni er um hina mikið hal- landi afturrúðu. Tigra er það frum- legur í útliti að hann sker sig úr og er auðþekkjanlegur hvar sem er jafnvel fyrir þá sem telja að all- ir bílar séu nánast eins. Skemmtilegur í meðförum Að innan er Tigra einnig ágæt- lega úr garði gerður þótt útlit mælaborðs sé ekki eins frumlegt og ætla mætti af ytri ásýnd bíls- ins. Þar skiptast þó á líflega boga- dregnar og kúptar línur og þar er að fínna alla nauðsynlega mæla, m.a. snúningshraðamæli, auk upp- lýsinga um útihita og ýmislegt fleira. Sætin eru mjög góð og veita framstólar mjög góðan stuðning en aftursætið dugar vart nema fyrir þá sem em í styttra lagi, 1,63 cm er hámarkið, sögðu sölumenn- irnir. Nokkra lipurð þarf að viðhafa til að setjast inn og komast út úr bílnum, menn sitja lágt og þar er ekki hátt til lofts eða vítt til veggja. Þröngt er að komast að sætastill- ingum niður með hlið sætis og höfuðrými er ekki of mikið á bíl með sóllúgu. Má telja þessi þrengsli eina ókost bílsins. Góður kostur er hins vegar að hægt er að breyta hæð beggja framstólanna. En þeg- ar ökumaður hefur komið sér end- anlega fyrir undir stýri, hefur áttað sig á öllum mælum og stjómtækj- um hefst gamanið og þá vill hann helst ekkert hætta að keyra þennan knáa bíi. Meðhöndlun bílsins sjálfs er nefnilega það sem máli skiptir í svona bíl og hún er skemmtileg. Rösk og hljóðlát vél Vélin er sem fyrr segir 90 hest- öfl, 1.400 rúmsentimetrar, með tveimur yfirliggjandi knastásum, fjögurra strokka og með fjölinn- sprautun. Þá er fáanleg 1,6 lítra og 107 hestafla vél en það þýðir hærri gjaldaflokk og nokkru hærra verð. Minni vélin á ekki í vandræð- um með að knýja Tigra vel úr spor- unum og er hann bæði snöggur vel í viðbragði og heldur góðri vinnslu nánast á hvaða snúningi sem vera skal. Hún er merkilega hljóðlát þótt henni sé komið á háan snúning. Meðaleyðsla er sögð " kringum 6,8 lítra á hund- raðið og viðbragðið úr kyrr- ;öðu í 100 km tekur 11,5 sekúndur og hámarks- hraðinn er 190 km/klst. Akst- AFTURENDINN er með hlað- bakslagi og skottið er ekki ann- að en geymsla fyrir smáhluti. GÓÐUR aðbúnaður er að öllu leyti hið innra og framstólar góð- HÆGT er að opna afturhler- ir. Menn sitja þó fremur lágt og ekki geta stórir farþegar látið ann upp á gátt. fara vel um sig í aftursætinu. Vinnsla Rásfastur Útlit Þröngur urseiginleikarnir eru það sem Tigra státar af og þeir eru ekki af verri endanum. Fjöðrunin tekur vel ýmsu því sem boðið er uppá og heldur bílnum vel við efnið á góðum veg- um og hefur bíllinn reyndar líka ágætt fjöðrunarsvið þegar malar- vegir eru annars vegar. Hann verð- ur hins vegar skemmtilegastur þegar hægt er að láta hann spretta úr spori á góðum vegi. Tigra krefst þess hins vegar eins og stundum hefur verið nefnt hér um hrað- skreiða bíla að vera fremur með- höndlaður erlendis þar sem hraða- mörk eru hærri, til dæmis í heima- landi hans. En í öllu falli er allur akstur skemmtilegur og ökumaður finnur sig vel heima og hefur góð tök á stýri og gírstöng og allt leik- ur þetta vel í höndum hans - en hér ber enn og aftur að athuga að Tigra er bíll fyrir þá sem hafa gaman af akstri - þessi bíll er hann- aður til að hafa gaman af honum. Leikfang Verðið er trúlega það sem er minnst spennandi við Tigra - hann kostar um 1.850 þúsund sem er í hærri kantinum jafnvel þótt leikfangið sé skemmtilegt á alla lund. Það getur rokk- að örlítið upp eða niður eftir því hvaða búnaður er tekinn. Helsti búnaður er vökvastýri, samlæs- ingar með hreyfiltengdri þjófavörn, rafdrifnir hlið- arspeglar, útvarp með segul- bandi og 6 hátölurum, útihita- mælir, dagatal, klukka, líknarbelg- ur í stýri, sóllúga, leðurklætt stýris- hjól, kastarar að framan, rafdrifnar rúður og 15 þumlunga álfelgur en nokkuð af síðasttalda búnaðinum er viðbótarbúnaður í bílnum sem var prófaður. Þá má nefna að Tigra er fáanlegur með sjálfskiptingu og er verðið þá 1.945 þúsund krónur. Ábending Furða má sig á þeim bjartsýnis- mönnum sem halda út í umferðina á bílum sem gleymst hefur að moka af snjóinn. Sumir hafa annað hvort ekki tekið eftir honum eða gleymt því að betur sést út um bílana ef snjór og hrím er skafið burt og að þeir sjást betur sjálfir ef skafið er af luktum. Veðurfarið í vikunni sem leið hér á suðvestur- horninu krafðist þessa viðbúnaðar nánast hvenær sem lagt var í nýja ferð á bíl sem staðið hafði um stund kyrrstæður en þetta á vart að þurfa að segja mönnum. g Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.