Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Willíford með sýn- Grindvíkingar ingu gegn Keflavík höfðu Blika Gerði 39 stig, tók 25 fráköst, átti 4 stoðsendingar, náði boltanum 5 sinnum af mótherjunum og varði 2 skot Haukamir sýndu enn mátt sinn og megin þegar þeir lögðu Keflvíkinga, 98:75, í Hafnarfirði á _______ sunnudagskvöldið. Höröu^^ Haukamir sýndu Magnússon hremt frábæran leik skrifar í fyrri hálfleik og undirrituðum er það til efs að betri leikur hafi sést á þessari leiktíð. Keflvíkingar vom oft og tíðum sem statistar þrátt fýrir að hafa byrjað ágætlega og haldið í við Haukana fyrstu tíu mínúturnar. Eftir það var hálfleik- urinn eign Hauka. Maður er nefnd- ur Jason Williford, fór hann þvílík- um hamföram í leiknum, sérstak- lega þó í fyrri hálfleik, að menn hréinlega göptu af aðdáun. Willi- ford gerði 39 stig, tók 25 fráköst, átti fjórar stoðsendingar, stal knett- inum fimm sinnum og vár með tvö varin skot. Skotnýting hans var einnig glæsileg, 100% innan teigs, þijár þriggja stiga körfur úr fímm skotum og 10 skot af þrettán á vítalínunni. „Þetta var besti leikur minn í vetur. Ég var taugaóstyrkur í byrj- un því Keflvíkingar eru með hörku- lið, en liðsheildin hjá okkur gerði útslagið," sagði Jason Williford hæverskur eftir leikinn. Sigfús Gizurason og Pétur Ing- varsson léku einnig stórvel og það var enn og aftur frábær varnarleik- ur sem gerði Haúkum það kleift að ná svo góðu forskoti í fyrri hálf- leik. Síðan keyrðu þeir hraðaupp- hlaupin miskunnarlaust á Keflvík- ingana. Þar var títtnefndur Willi- ford fremstur í flokki, tók vam- arfráköstin og geystist fram í sókn- ina og afgreiddi knöttinn í körfuna, oft með miklum tilþrifum, tvívegis með troðslum. Einhvern herslumun virtist vanta hjá Keflvíkingum í þessum leik. Þeir léku á köflum ágætlega, sýndu góðan karakter í síðari hálfleik þeg- ar þeir minnkuðu forskot Haukana úr 61:39 í hálfleik niður í 65:57 um miðjan síðari hálfleik og það þrátt fyrir að hafa misst leikstjórnanda sinn, Fal Harðarson, útaf í byijun síðari hálfleiks með fímm villur. Það fer alltaf mikið þrek í vinna upp svo mikið forskot sem Haukamir vora komnir með og það var Kefl- víkingum hreinlega ofviða í þessum leik. Til þess vora bikarmeistararn- ir of sterkir og þeir ekki nógu sam- stíga. „Við spiluðum ekki sem lið, hengdum haus þegar ekkert gekk upp og tókum rangar ákvarðanir. Við sýndum þó góðan karakter í síðari hálfleik en Williford var hreinlega óstöðvandi á meðan Lene- ar Bums gerði lítið hjá okkur. Ég hef sjaldan séð annan eins leik hjá einstakling hér á Islandi eins og hjá Williford hér í kvöld," sagði Jón Kr Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Vissulega var þokkalega mætt á Strandgötuna á sunnudagskvöldið en þar af vora tæplega helmingur úr Keflavík. Stuðningsmenn Hauka studdu mjög vel við bakið á sínu mönnum en miklu fleiri áhorfendur úr Hafnarfirði ættu að láta sjá sig á heimaleikjunum. Eins og Hauk- - amir spiluðu lengst afí þessum leik er erfitt að ímynda sér skemmti- legri kvöldstund en að mæta á leiki hjá þeim. Morgunblaðið/Sverrir Frábær! JASON Wllllford, sem hér er á fleygiferft, átti hreint frábær- an lelk er Haukar sigruftu Keflvíkinga. skrifar frá Grindavik GRINDVIKINGAR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Islandsmeistara Breiðabliks í 1. deild kvenna í Grindavík á laugardaginn. Þær MBHi unnu 58:55 eftir að Frimann Blikastúlkur höfðu Úlafsson verið yfir í hálfleik en skoruðu síðan ekki nema 17 stig í seinni háifleik. „ Við erum að spila eins og asn- ar í dag og reyndar í undanföm- um leikjum. Við eigum kannski góðan kafla í 10 mínútur en til að vinna leik verðum við að spila í 40 minútur. Við verðum að reyna að laga þetta því við eigum eftir erfiða leiki gegn Keflavík og KR. Við ætlum okkur að halda fyrsta sæti i deildinni. í dag spiluðum við einfaldlega illa og þær [Grindavík] áttu virkilega skilið að vinna leikinn," sagði Hanna Kjartansdóttir fyrirliði Breiða- bliks eftir leikinn. Þetta vora sannarlega orð að sönnu því eftir ágætlega leikinn fyrri hálfleik af báðum liðum hrundi hann í þeim seinni. Blika- stúlkur, sem höfðu haft frum- kvæði, gáfu eftir og misstu foryst- una þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn. í stað þess að leika af yfirvegun reyndu þær ótíma- bær skot og misstu boltann til Grindavíkur. Grindavíkurstúlkur gáfust ekki upp þótt þær væru allan seinni hálfleikinn að vinna upp forskot Blikanna og uppskáru kærkominn sigur gegn gestunum. Penny Peppas var atkvæðamest í jöfnu liði Grindavíkur í fyrri hálfleiknum og var dijúg á loka- sprettinum. Júlía Jörgensen kom sterk af bekknum í fyrri hálfleik. Inga Dóra Magnúsdóttir var best Blikastúlkna og hitti mjög vel í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt reyna meira upp á eigin spýt- ur. Betsy Harris var drjúg í fyrri hálfleik en skoraði ekki nema eitt stig í þeim seinni, nokkuð sem er óvenjulegt hjá henni. „Þetta var mjög mikilvægur sigur hjá okkur í baráttunni um annað sætið í deildinni. Leikurinn var ágætur þjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem okkur tókst að slá þær út af laginu. Við stefnum að því að vera í fyrsta sætinu en mér finnst líklegra að við beijumst um annað sætið,“ sagði Stefania Jónsdóttir fyrirliði Grindavíkur i leikslok. Lítið skorað ÍR komst upp að hlið Tindastóls í A-riðli með 65:58 sigri á Tinda- stóli og því er ljóst að enn harðnar keppni þessara liða. Eins og sést á úrslit- Benediktsson unum var hittni leik' skrifar manna . ekki sem best, einkum í síðari hálfleik, en þá voru aðeins skoruð 49 stig. Þar kom tvennt til, sterkar varnir og slök' nýting í langskotum. Leikmenn ÍR leiddu nær allan leikinn en Tindastólsmenn voru þó aldrei langt undan. Síðari hálfleikur var hraður og skemmtilegur þrátt fyrir að ekki væri mikið skorað. Hvorugt liðið vildi taka neina áhættu í leik sínum enda stigin nauðsynleg báðum. John Rhodes fór fyrir sínum mönnum, skoraði 25 stig og tók 26 fráköst og dró þá yfir erfiðasta hjallann. Ef undan er skilinn Egg- ert Garðarsson hafa flestir ÍR-ingar leikið betur en að þessu sinni. Tindastólsliðið var jafnt, þar var Torrey John mest áberandi. Gríndvíkingar eru á uppleið Grindvíkingar sigruðu KR 82:75 í hörkuleik í Grindvík sem var skemmtilegur og spennandi fram á síðustu mínútu. Þeir Frímann halda því áfram að Ólafsson beij ast við nágranna skrifar frá S1'na Keflavík um Gnndavik 3 sæti úrvalsdeild- arinnar. „Það hefur verið mikið skrið á þeim undanfarið þannig að við vissum að þetta yrði erfiður leik- ur. Við náðum að halda dampi allan leikinn og það ásamt því að Dobard er að falla æ betur í liðið sýnir að þetta er á uppleið eftir öldudal sem við lentum í eftir að skipta um út- lendan leikmann og ég er bjartsýnn á framhaldið. Við stefnum á 3. sætið og að vera á toppnum á rétt- um tíma,“ sagði Guðmundur Braga- sorn fyrirliði Grindvíkinga. Osvaldur Knudsen og Jonathan Bow voru dijúgir í byijun og KR komst í 27:19. Grindvíkingar bitu frá sér með sterkum varnarleik þar sem Rodney Dobard varði 3 skot á stuttum tíma og þeir náðu yfirhönd- inni fyrir leikhlé. Undir lok leiksins var síðan mikil spenna þegar KR reyndi án afláts að jafna. Þeir vora nálægt því þegar Ósvaldur Knudsen skoraði þriggja stiga körfu á síð- ustu mínútunni og staðan 77:73 heimamönnum í vil og svo 78:75. KR freistaði síðan að bijóta á Grind- víkingum sem höfðu skotrétt en það gekk ekki. Dobard átti stórleik og gerði marga fallega hluti sem áhorfendur fögnuðu mjög. Hjörtur og Marel áttu einnig góðan leik ásamt Helga Jónasi. Osvaldur spil- aði skínandi vel í liði KR og er að springa út á besta tíma fyrir liðið. Jonathan Bow gerði margt gott en lét mótlæti fara í skapið á sér og missti einbeitninguna í seinni hálf- leik. Þá átti Hermann ágætis leik en lenti í villuvandræðum í seinni hálfleik. Jafnt í Borgamesi „ÞETTA var mjög erfiður leikur, eins og allir aðrir leikir á móti Þór,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir nau- man sigur heima- Theodór manna 78:75 gegn Þórðarson gestunum frá Akur- skrifar frá gyú. Borgamesi „Eins og marg oft í vetur, náðum við ekki að klára þetta í lokin,“ sagði Jón Guðmunds- son þjálfari Þórs. „Við eram búnir að tapa mörgum leikjum svona í vetur, vera nokkrum stigum yfír og missa þetta síðan frá okkur al- veg í restina. En nú er það botnbar- áttan sem er eftir og þá er bara að taka einn leik fyrir í einu.“ Gestirnir náðu 11 stiga forskoti upp úr miðjum fyrri hálfleiknum er boltinn vildi alls ekki ofaní hjá heimamönnum sem skoraðu aðeins tvö stig á 5 mínútum. Dæmið snér- ist síðan við, Þór hitti ekkert og heimamenn náðu forystu. Þórsarar byijuðu síðan betur eftir leikhlé en liðsmenn Skallagríms sóttu í sig veðrið og náðu að jafna og síðan var jafnt á flestum tölum. Þegar ein mínúta var eftir var jafnt, 75:75. Heimamenn léku af yfirvegun og öryggi síðustu sekúnd- urnar og Tómas Holton náði að skora þegar 12 sekúndur voru eft- ir, 77:75. Þórsarar misstu boltann í hendurnar á heimamönnum og Tómas skoraði úr vítaskoti og áhorfendur, sem höfðu staðið á öndinni, gátu andað léttar. Sýning hjá útlendingunum SKAGAMENN töpuðu enn einum leiknum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, og nú var það neðsta lið deildarinnar, Valur, sem hrósaði Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi sigri, 105:87, á Skipaskaga. Skaga- menn virðast ekki hafa áttað sig á því að þeir era enn í fallhættu og komu með hangandi haus í leikinn gegn sprækum og léttleikandi Valsmönnum. Milton Bell átti frábæran leik og ekki var Ronalds Bayless hjá Val siðri, gerði m.a. 19 af síðustu 21 stigi liðsins fyrir hlé. Þegar leikstjórnandi Vals, Ragn- ar Þór Jónsson, fékk sína 5. villu, er 13 mínútur voru eftir, var Valur 65:57 yfir. Þá vöknuðu heimamenn og náðu forystu 70:69. En Vals- menn voru viljasterkari og með góðum kafla komust þeir í 93:75 og þá var sigur þeirra í höfn. Erlendir leikmenn liðanna fóru á kostum. Milton Bell gerði 51 stig og tók ógrynni frákasta, en samt var eins og hægt hefði verið að nýta krafta hans betur. Ronald Bayless lék einnig stórkostlega fyr- ir Val og gerði 47 stig og stal bolt- anum oft og lék frábæra vörn. Blikar rótburstaðir í Ljóna- gryfjunni „ÉG átti svo sem ekki von á sigri, en þetta fannst mér fullmikið. Við eram með brothætt lið og það kom glögglega í ljós í þessum leik,“ sagði Birgir Guðbjörnsson Björn þjálfari Blika eftir Blöndal að lið hans hafði skrifar frá verið rótburstað í Mjarövik Ljónagryfjunni í Njarðvík, 103:64. Njarðvíkingar léku vel og það henti þá ekki að þessu sinni að falla niður á sama plan og andstæðing- arnir eftir að hafa verið komnir með afgerandi forskot. Kópavogs- menn áttu ekkert svar. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur og við náðum okkar mark- miðum sem voru að halda þeim undir 70 stigum og síðast en ekki síst að missa leik okkar ekki niður þó að við værum komnir með vinn- ingsstöðu," sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga. Rondey Robinson, Teitur Örlygs- son og Jóhannes Kristbjörnsson voru bestu menn Njarðvíkinga en hjá Blikum var Michael Thoele eini maðurinn sem eitthvað kvað að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.