Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 B 7 BIKARURSLITIIM I HANDKNATTLEIK BIKARURSLITIN I HANDKNATTLEIK Víkingur lék skynsamlega og veitti bikarmeisturunum verðuga keppni í þrjá stundarfjórðunga en tókst ekki að halda einbeitingunni KA-menn komu og fóru fagnandi KA VARÐI bikarmeistaratitil karla f handknattleik en vörnin var erfiðari en flestir áttu von á. Efsta lið 1. deildar átti lengstum ekki svar við skyn- samlegum leik falibaráttuliðs- ins en Víkingar héldu ekki ein- beitingunni síðasta stundar- fjórðunginn. KA nýtti sér mis- tök mótherjanna og vann 21:18 eftir að Víkingur hafði verið tveimur mörkum yfir í hléi, 12:10, og náð mest þriggja marka forystu í seinni hálfleik. Gleðin hefur verið áberandi í herbúðum KA-manna undanfarin misseri og þeir mættu kátir til leiks vel studdir af miklum ■■■■■■ meiri hluta áhorf- Steinþór enda í Höllinni. Vík- Guðbjartsson ingum var stillt upp skrífar f Jjtla hlutverkið en þeir brugðust ekki stuðningsmönn- um sínum og sýndu að ekkert er sjálfgefið í bikarúrslitum. Árni Indiiðason er klókur þjálf- ari og hann vissi að möguleiki Vík- inga fólst fyrst og fremst í því að „klippa" Julian Duranona og Pat- rek Jóhannesson út úr sóknarleik KA og halda boltanum síðan sem lengst í sókninni. Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik og í fyrri hluta seinni hálfleiks en þegar fór að halla undan fæti féllu Víkingar á eigin bragði, urðu óþolinmóðir í sókninni, gerðu mistök og fengu mörk á sig í kjölfarið. Þeir skoruðu ekki í rúmar 13 mínútur en á þeim kafla breyttist staðan úr 15:13 fyrir Víking í 18:15 fyrir KA. Úr- slitin voru nánast ráðin og skömmu síðar var staðan 20:16 bikarmeist- urunum í vil en Björgvin Björgvins- son átti síðasta orðið og innsiglaði sigurinn í spennandi en ekki mjög góðum og skemmtilegum leik 30 sekúndum fyrir leikslok. KA-menn vissu að hverju þeir gengu en hvort sem það var van- mati eða öðru um að kenna gekk dæmið ekki upp hjá þeim í sókn- inni lengi vél. Julian Duranona hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik með frábærum sjö mörkum úr 10 tilraunum, flest eftir uppstökk í kjölfar aukakasta, og Guðmundur Arnar Jónsson varði vel en að öðru leyti var iiðið ekki eins samstíga og það á að sér. Víkingar nýttu sér óþétta 6-0 vöm mótheijanna, „svæfðu“ hana. Fjögur mörk eftir gegnumbrot og þijú af línu í fyrri hálfleik segja sína sögu og ekki síður hitt að KA gerði aðeins eitt mark eftir hraðaupphlaup - 18. markið sem kom rúmum sex mín- útum fyrir leikslok. Þegar liðlega tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik breyttu Víkingar stöðunni í 14:11 en þá kom Alfreð Gíslason, þjálfari KA, inn í vömina og batt hana saman með þeim árangri að Víkingar gerðu aðeins fjögur mörk það sem eftir lifði hálfleiksins. Alfreð lét líka til sín taka á línunni og fiskaði m.a. vítakastið sem Duranona skoraði úr og kom KA í 16:15 tæplega 12 mínútum fyrir leikslok. Vendipunkturinn var á þessum kafla. í stöðunni 14:11 fengu Vík- ingar dæmda á sig leiktöf, raðning skömmu síðar, línu og aftur ruðn- ing og allt í einu var staðan jöfn, 15:15. KA-menn fylgdu góðum kafla eftir en leikur Víkinga riðlað- ist og hvorki leikhlé né maður á mann vörn komu liðinu á rétt spor á ný. Meðan Víkingar léku skynsam- lega gekk þeim nær allt í haginn, en það að sækja og það hratt var þeim um megn. Reynir Reynisson varði vel, m.a. tvö vítaköst, og ágætlega gekk að stöðva Julian og Patrek en Julian var illviðráðan- legur þegar stillt var upp fyrir hann í aukaköstum. „Þetta er eins og vítaskot," sagði Árni Indriðason við Morgunblaðið og era það orð að sönnu. Árni Friðleifsson var mjög ógnandi í sókninni í fyrri hálfleik en naut sín ekki eins eftir hlé. Friðleifur Friðleifsson skilaði vamarhlutverkinu með prýði og Birgir Sigurðsson var sterkur sem fyrr á línunni, einkum í fyrri hálf- leik. KA-menn virtust værukærir framan af og féllu í þá gryiju að spila mjög stuttar sóknir sem end- uðu gjarnan með ótímabæru skoti. Þeir voru óþolinmóðir en létu gang leiksins ekki fara í taugarnar á sér og sneru leiknum sér í hag áður en í óefni var komið. Áður er minnst á frammistöðu Alfreðs, Guðmund- ar Arnars og Julians. Patrekur og Erlingur Kristjánsson, fyrirliði, voru traustir í vörninni og mikið mæddi á Leó Erni Þorleifssyni. Hornamennirnir Björgvin og Jó- hann létu lítið að sér kveða til að byija með en sóttu í sig veðrið og voru öflugir í lokin. Þá lék liðið líka eins og sá sem valdið hefur ög það voru glaðir KA-menn sem fóru fagnandi úr Höilinni. Björgvin Björgvinsson KA-maður „Ólýsanlegt" BJÖRGVIN Björgvinsson hefur blómstrað i vetur og innsiglaði sigur KA, skoraði eftir gegnumbrot. „Þetta er ólýsanlegt,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Mér fannst þetta að vísu öruggt í stöð- unni, 20:16, en það var gaman að tryggja þetta endanlega." Björgvin sagði að leikur Víkings hefði ekki komið á óvart en samt hefði tekið tíma að ná áttum. „Við vorum taugaóstyrkir og skutum of fljótt. Löngu sóknir þeirra gerðu okkur óþolinmóða og við fórum að hlaupa út úr vöminni en þá opnaðist fyrir Birgi á línunni. Þetta var líka of þröngt hjá okkur í sókninni en það var gott að fá Alfreð inn — þá fórum við að spila skynsamlega. Hann gerir ekki mistök og hin mikla reynsla hans nýttist okkur vel.“ Gulir og gladir meistarar Morgunblaðið/Kristinn GIFURLEG gleði braust út á meðal KA-manna í Laugardalshöll þegar flautað var til leiksloka og Ijóst að KA hafði varið titflinn í bikarkeppni karla. Anægja meistaranna leynir sér ekki en fremst eru varnarmennirnir sterku og skytturnar Patrekur Jóhannesson og Julian Duranona. „Aldrei upplifað aðra eins stemmningu" „LEIKURINN þróaðist eins og ég hafði óttast. Þeir stjórnuðu hraðanum ffjörutíu mínútur, léku hægt og við félium í þá gryfju að fylgja þeim eftir f stað þess að leika okkar bolta,“ sagði glaðbeittur Alfreð Gísla- son, þjálfari KA, sem stjórnaði sfnum mönnum f þriðja bikar- úrslitaleiknum á jafnmörgum árum. Auk þess lék hann drjúga stund f vörninni og tók þátt f nokkrum sóknum. „Ég kom inn til að blokkera fyrir Julian." Þegar á leið síðari hálfleik fór vörnin að smella saman hjá okkur og Guðmundur varði mjög vel. Sóknarleikurinn gekk betur og um leið sigum við fram úr og náðum þægilegri stöðu.“ Leið þér ekkert illa framan af fyrri hálfleik er þið voruð þremur mörkum undir? „Nei, ég var tiltölulega rólegur á þessum tíma. Ég vissi alltaf að leik- ur okkar myndi smeila saman og það gekk eftir. Lengi framan af vorum við að Ijúka sóknum okkar mjög snemma, jafnvel eftir tvær til þijár sekúndur og þannig skutum við Reyni markvörð í stuð.“ Það virtist koma ykkur í opna skjöldu þegar Víkingar tóku tvo leikmenn þína úr umferð, voru þið ekki viðbúnir að þessi staða kæmi upp? „Jú, jú, við vorum viðbúnir því að þeir tækju tvo menn úr umferð. Okkur tókst hins vegar ekki að leysa þá stöðu sem skyldi framan af, en við voram viðbúnir þessu. Ævintýralandið Akureyri „Um leið og vörnin fór að standa sína plikt þá kom ég með og fór að taka þau skot sem ég hefði átt að ná í fyrri hálfleik. Framan af vorum við ekki að spila okkar leik en um leið og við tókum okkur sam- an í andlitinu náðum við kverkataki á þeim,“ sagði Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA, en hann lokaði markinu í tæpar fjórtán mín- útur í síðari hálfleik og varði alls 20 skot. „Fyrir leikinn var mikil umræða í kringum okkur að það væri bara formsatriði fyrir okkur að ljúka leiknum, svo öryggir ættum við að vera um sigur. Sú umræða tel ég hafa haft slævandi áhrif og þess vegna vorum við ekki að leika vel framan af. Þessi vetur með KA hefur verið eitt ævintýri fyrir mig. Eftir að hafa leikið með slakari lið- um hingað til þá er mér boðið að leika með liði á sigurbraut með jafn- sterka vörn og raun ber vitni. Ég kalla Akureyri því ævintýralandið." Því má bæta við að Guðmundur hefur einu sinni leikið úrslitaleik í bikarkeppninni áður, það var árið 1989 er hann lék með Fram. Þeim leik tapaði Fram. „Ég átti ekki mikið af leikjum með Víkingi til að fara yfir þá fyrir- fram svo ég varð bara að fara eftir minni um það hvernig þeir skjóta á markið og með góðri hjálp frá vörninni þegar á leikinn leið tókst vel til. Ég er í sjöunda himni.“ Umgjörðin frábær „Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemmningu og umgjörð í kringum handboltaleik fyrr. Þetta var allt frábært og síðast en ekki síst það að vinna leikinn. Frábært, alveg einstakt og ég er mjög hamingju- samur,“ sagði Julian Duranona, stjarna úrslitaleiksins, en hann gerði ellefu mörk úr átján tilraun- um. t Morgunblaðið/Sverrir STUÐNINGSMENN KA voru ekki lengi inn á völlinn, þegar flautan gall, til að fagna meisturun- um elns og sjá má. Á innfelldu myndlnnl til yinstrl lyftlr Erllngur Kristjánsson, fyrirllöi KA, bikarnum hátt á loft, en tll hliðar fær Leó Örn Þorleifsson blíðar hamingjuóskir frá kær- ustunni Drífu Björk Sturludóttur. Telma, systir hans, horfir á. Áttum ekkert svar þegar þrekiðbrást Framan af náum við að halda leiknum niðri og gera fá mis- tök, en þegar á síðari hálfleikinn leið skorti okkur úthald og kraft til að fylgja þeim eftir,“ sagði Árni Indriða- son, þjálfari Víkings, eftir að bikar- leikurinn var flautaður af. „Það tók á úthaldið hjá okkur að leika þess vörn sem við lékum og þegar þrekleysið fór að segja til sín fjölgaði mistökunum og við skoruð- um ekki í dijúga stund. KA liðið tók sig saman í vörninni og fór að loka glufunum, þá áttum við ekkert svar. Eg var ánægður með það hvernig leikurinn þróaðist, það var eins og við höfðum lagt upp með fyrirfram. Leika langar sóknir og sýna þolin- mæði. Við stóðum þetta í fímmtíu mínútur en þá sigu þeir fram úr. Fyrrí hálfleikurinn sá besti í vetur „í fyrri hálfleik lékum við okkar besta leik í vetur, sóknarleikurinn var góður og vörnin sterk. Þegar líða tók á síðari hálfleik sagði skortur á úthaldi og reynslu til sín,“ sagði Reynir Þór Reynisson, markvörður Víkings, en hann var einn besti mað- ur liðsins, varði sextán skot, þar af tvö vítaköst. Meðal annars varði hann eitt vítakast frá Julian Duran- ona. „Hann er erfiður og mér gekk illa að ráða við skot hans utan af vellinum. Handleggirnir á honum eru rosalegir og skotin hans mjög erfíð. Mér gekk betur með skotin frá Pat- reki.“ Hafðir þú skoðað skyttur KA-liðs- ins fyrir leikinn á myndbandi? Nei, ég hafði ekki gert það. Ég ákvað bara að mæta heitur í leikinn með höfuðið kalt og vera ekkert að stressa mig fyrirfram og ég held að mér hafi tekist vel upp. Ég er viss um að ef við værum reyndari hefðum við sigrað. Leik- reynsla þeirra og sú staðreynd að þeir skelltu í lás í vörninni gerði út- slagið. Ég óska KA-mönnum til ham- ingju með sigurinn.“ Guðjón gaf KAtóninn GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari slandsmeistara í AI knatt- spyrnu, er signrsælasti þjálfari landsins undanfarin ár. IA varð bikarmeistari 1993 undir hans stjórn og KR1994 og 1995 en KA varð íslandsmcist- ari með Guðjón sem þjálfara 1989. Guðjón varð við ósk Al- freðs Gíslasonar um að „peppa“ strákana upp fyrir bikarúrslitaleikiim, mætti á Hótel Örk í Hveragerði um hádegisbil fyrir leik og mælti nokkur vel valin orð. „Hann var helv... góður,“ sagði Al- freð. Ávísunin tilbúin OLÍS er einn helsti styrktar- aðili handknattleiksdeildar KA. Eftir sigurhróp strákanna inni í klefa sagði Einar Bene- diktsson, forstjóri OLÍS, að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu aldrei efast um úrslitin og því hefði verið búið að út- fylla 200.000 kr. ávísun sem væri bónus fyrir titilinn. Eftir að hann hafði afhent ávísun- ina var haft á orði að þetta væri ekki sú síðasta sinnar tegundar í vetur. Duranona vel merktur Jl'LlAN Duranona er vinsæl- asti handknattleiksmaður landsins og vakti athygli í úr- slitaleiknum sem fyrr. Hann gerði ekki aðeins mörg og mikilvæg mörk heldur mætti til leiks með nýja hárgreiðslu til að undirstrika félagið enn betur. í undanúrslitunum gegn Selfossi var KA rakað í hárið en nú var hann krúnu- rakaður að öðru leyti en því að KA stóð eftir öðrum megin og 13 hinum megin. Alþingi á leikinn FYRIR leikinn var fundur í Laugardalshöll þar sem Þor- björn Jensson, landsliðsþjálf- ari, fór yfir styrkleika og veik- leika liðanna og spáði fyrir um hvemig þjálfararnir ætl- uðu að spila. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, spurði landsliðsþjálfarann hvort hann myndi velja Julian Duranona í landsliðið og Þor- björn svaraði að bragði: „Já. Ef þið komið þessu í gegnum þingið [að Kúbumaðurinn fái islenska ríkisborgararétt] þá vel ég hann í landsliðið.“ SOKNARNYTING í bikarúrslitaleik karla 1996 KA Mörk Sóknir Víkingur Mörk Sóknir % 10 19 11 21 52,6 F.h 12 19 52,4 S.h 6 22 63,1 27,3 21 40 52,5 Alls 18 41 43,9 8 Langskot 6 4 Gegnumbrot 5 1 Hraðaupphlaup 2 3 Horn 1 3 Lína 3 2 Víti 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.