Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13. FEBRÚAR1996 B 11 STJÖRNULEIKUR NBA Miðherjar kljást MIÐHERJARNIR Shaquille O’Neal og Hakeem Olajuwon eigast hér við í stjörnuleik helgarinn- ar. O’Neal og félagar í liðl austurstrandarinnar höfðu betur og O’Neal var talinn besti maður leiksins af mörgum, þó svo það væri Michael Jordan sem hlyti heiðurinn. Jordan valinn maður leiksins ÚRVALSLIÐ Austurdeildarinnar sigraði úrvalslið Vesturdeildarinnar, 129:118, íhinumárlega stjörnuleik í körfuknattleik í Bandarfkjunum. Mich- ael Jordan var útnefndur besti leikmaður leiksins, sem fram fór í Alamodome i San Antonio. Með sigrinum lagaði austrið heldur árangur síðustu ára því fyrir leikinn hafði vestrið sigrað í þremur af síðustu fjórum leikjum. Jordan gerði 20 stig í leiknum og valið stóð á milli hans og Shaquille O’Neal, risans frá Orlando, sem gerði 25 stig í leiknum og lék talsvert meira en Jordan. En Jordan varð fyrir valinu í sínum fyrsta stjörnuleik í þrjú ár. „Mér krossbrá þegar úrslitin voru tilkynnt," sagði Jordan eftir leikinn. „Það hefði hæglega getað orðið Shaq,“ bætti hann við. Shaq, sem tók 10 fráköst í leiknum, tók þessu með jafnaðargeði. „Mig langaði bara til að hafa gaman af þessum leik og reyna að leika vel, og ég held að mér hafí tekist það. Nú tekur alvaran við á ný,“ sagði O’Neal. Þetta er í annað sinn sem Jordan er valinn maður leiks- ins, varð einnig fyrir valinu árið 1988. Hann hitti úr 8 af 11 skotum utan af velli, hitti í öllum fjórum vítaskotum sínum og tók fjögúr fráköst í þær 22 mínútur sem hann lék. „Eg vildi ekki skyggja á neinn og var í rauninni aðeins að reyna að passa inní liðsheildina," sagði Jordan. „Það kom mér verulega á óvart að Jordan skyldi verða fyrir valinu," sagði Phil Jackson, þjálfari Austurstrandar- innar og Chicago Bulls. „Hann lék mjög vel í þriðja leik- hluta og Shaquille var yfirburðamaður undir lokin,“ bætti hann við. Fyrir leikinn hafði Jordan gert 21,9 stig að meðaltali í stjörnuleikj- unum og eftir leikinn hafði hann gert 197 stig í stjörnuleik og er í sjötta sæti á lista yfir stigahæstu menn þessara leikja, sex stigum á undan Wilt Chamberlain, en þetta var í 46. sinn sem leikurinn fer fram. Anfernee Hardaway gerði 18 stig fyrir Austurdeildarliðið en hjá vestr- inu var Gary Payton stigahæstur með 19 stig, David Robinson gerði 18 og Shawn Kemp 13. Heimamað- urinn, David Robinson, tók auk þess 11 fráköst og Jason Kidd átti mjög góðan leik, gerði sjö stig og átti 10 stoðsendingar í sínum lyrsta stjörnuleik. „Þetta var sérstakur dagur fyrir mig og það var eins og ég gengi í móðu allan daginn. Leikurinn sjálf- Reuter MICHAEL Jordan meö verðlaunagripinn sem fylgir viðurkenningunni bestl leikmað- ur stjörnuleiksins. ur var skemmtilegur og það er ekki amalegt að vera með menn eins og Hakeem Olajuwon og Shawn Kemp til að gefa á - það gerir málið allt miklu einfaldara," sagði Kidd. David Robinson er ekki óvanur að vera í sviðsljósinu, en þetta var einnig sérstakur dagur fyrir hann. „Það er frábært að fá þennan leik hingað og leyfa fólkinu hér í San Antonio að skemmta sér. Ég er eig- inlega búinn að vera á nálum alla vikuna af spenningi og fyrir leikinn var ég mjög spenntur. Ég gæti best trúað að ég hafi ekki verið svona spenntur síðan á fyrsta ári mínu í deildinni," sagði Robinson. Austrið var með 51% skotnýtingu utan af velli, O’Neal hitti úr 10 af 16 skotum og Hardaway í 6 af átta. Hittnin hjá vestrinu var hins vegar 47% og í þriggja stiga skotunum hittu þeir aðeins úr fjórum af 25 skotum. Vestrið tók 57 fráköst en austrið 44. Nýliðamir komu á óvart Daginn áður en leikurinn fór fram var keppt í þriggja stiga skot- um og í að troða. Tim Legler, ný- liði frá Washington, fagnaði sigri í þriggja stiga keppninni, hafði betur gegn Dennis Scott úr Orlando í úrslitum. Þess má geta að Legler sigraði í þriggja stiga keppni CBA deildarinnar í fyrra. Annar nýliði, Brant Berry hjá LA Ciippers, kom einnig á óvart með þvi að sigra í troðslukeppn- inni. Síðasta troðslan þótti einkar glæsileg hjá Berry og minnti um margt á Michael Jordan. Berry sveif frá vítateigslínu og tróð glæsilega. URSLIT Chaves-Braga... 1:0 Porto - Felgueiras Staða: 6:2 Porto .22 19 3 0 61:7 60 Boavista .22 14 5 3 40:16 47 Sporting .22 14 4 4 47:17 46 Benfica .22 14 4 4 37:22 46 Maritimo .22 11 3 8 32:29 36 Belenenses .22 10 6 6 33:20 36 Guimaraes .22 10 4 8 34:25 34 Salgueiros .22 6 11 5 25:25 29 Uniao Leiria .22 9 2 11 27:40 29 Braga .22 7 7 8 24:28 28 Felgueiras .22 6 7 9 24:30 25 Gil Vicente .22 5 8 9 21:30 23 Leca .22' 6 4 12 18:33 22 Amadora .22 5 7 10 23:36 22 Chaves .22 4 6 12 24:39 18 Tirsense .22 4 6 12 17:36 18 Farense .22 4 3 15 15:35 15 Campomaior .22 4 2 16 16:50 14 BADMINTON íslandsmót eldri spilara íslandsmót eldri spilara fór fram um helg- ina og var þar keppt í þremur flokkum, öðlingaflokki (40-49 ára), æðsta flokki (50-59 ára) og heiðursflokki (60 ára og eldri). í yngsta flokknum urðu þau Harald- ur Kornelíusson og Sigíður M. Jónsdóttir þrefeldir meistarar. Hér á eftir fylgja úrslit úr lokaviðureignum í flokkunum. Öðlingaflokkur: Enliðaleikur karla: Haraldur Korneliusson, TBR, vann Gunnar Bollason, TBR, 15:0 og 15:3. Einliðaleikur kvenna: Sigriður M. Jónsdóttir, TBR, sigraði Helgu Björnsdóttur, TBR, 12:10 og 11:1. Tvíliðaleikur karla: Haraldur og Steinar Petersen úr TBR unnu þá Sigfús Æ. Árnason og Gunnar Bollason úr TBR 15:3 og 15:6. Tvíliðaleikur kvenna: Sigríður, úr TBR, og Stella Matthíasdóttir úr BH, unnu þær Helgu Björnsdóttur og Hönnu L. Köhler úr TBR 15:3 og 15:8. Tvenndarleikur: Haraldur og Sigríður unnu Sigús og Hönnu 15:9, 12:15 og 18:15. Æðsti flokkur: Einliðaleikur karla: Eysteinn Björnsson, TBR, vann Sigurð Þor- láksson, KR, 15:8 og 15:3. Tvíliðaleikur karla: Eysteinn og Þorsteinn Þórðarson úr TBR unnu Hæng Þorsteinsson, TBR og Sigurð Þorláksson, KR, 15:10 og 15:7. Heiðursflokkur: Einliðaleikur karla: Friðlefur Steánsson, KR vann Daniel Stef- ánsson úr TBR 15:11 og 15:10. Tvíliðaleikur karla: Friðleifur og Óskar Guðmundsson úr KR unnu Daníel Stefánsson og Garðar Alfons- son úr TBR 15:13 og 15:9. NHL-deildin Leikir föstudagsins: Colorado - Hartford................2:3 Edmonton - Vancouver...............2:3 ■Framlengja þurfti báða leikina. Leikir laugardagsins: NY Islanders - Anaheim.............4:3 Boston - Philadelphia..............2:6 Dallas- St Louis...................3:6 Los Angeles - San Jose.............1:6 New Jersey - NY Rangers............3:0 Pittsburgh - Chicago...............6:3 Tampa Bay - Detroit................2:3 Montreal - Ottawa..................3:5 Totonto - Buffalo..................2:2 Calbary - Winnipeg...:.............2:3 Vancouver - W ashington............4:4 Leikir sunnudagsins: _______ BORÐTENNIS Opið mót Haldið á sunnudaginn: Meistaraflokkur karla: Vikingarnir Guðmundur E. Stephensen og Markús Árnason léku til úrslita og sigraði Guðmundur 2:0 og hefur pilturinn verið ósigrandi f meistaraflokki í tvö ár. í þriðja sæti urðu Emil Pálsson og Ólafur Rafns- son, báðir úr Víking. Meistaraflokkur kvenna: Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi vann stöllu sína Önnu B. Þorgrímsdóttur í úrslit- um, en hún er einnig í Víkingi. 1. flokkur karla: Hjalti Halldórsson............Víkingi Axel Sæland..................... HSK Sigurður Herlufsen............Víkingi Árni Ehmann................Stjörnunni 2. flokkur karla: Ivar Hróðmarsson...................KR Haukur Gröndal................Víkingi Hólmsteinn Flosason.........Stj-rnunni Ámi Gunanrsson.....................KR Eldri flokkur: Emil Pálsson...................Víkingi Sigurður Herlufsen.............Víkingi Pétur Ó. Stephensen............Vikingi ÍSHOKKÍ Alþjóðlegt mót Mót haldið í Svíþjóð: Svíþjóð - Tékkland...............3:2 Jonas Bergqvist (56,28), Jan Larsson (57,54), Andréas Dackell (59,50) - Jiri Kucera (00,21), Martin Prochazka (39,04) Rússland - Kanada................7:3 Sergei Berezin (06,24, 10,43, 55,26), Ser- gei Sorokin (18,41), Denis Afinogenov (43,14, 56,35), Igor Alexandrov 45,26) - Jeff MacLeod (36,34), Terran Sandwith (51,46), Ryan Johnson (57,45) Lokastaðan: Svfþjóð................3 3 0 12:3 6 Tékkland...............3 2 1 14:6 4 Rússland...............3 12 9:11 2 Kanada.................3 0 3 5:20 0 3:5 2:fí Florida - St Louis 2:2 2*4 Edmonton - Calgary 4:2 3:5 Staðan: AU STURDEILDIN Norðausturriðill: Pittsburgh ...33 17 4 251:180 70 Montreal ...27 22 6 175:169 60 ...23 25 6 157:171 52 Boston....: ...22 23 7 183:191 51 ...22 : 28 4 156:173 48 Ottawa ...10 42 2 124:214 22 Atlantshaf sriðill: NY Rangers .33 13 10 205:155 76 Florida .33 15 7 189:149 73 Philadelphia .27 16 11 189:143 65 Washington .26 21 7 155:143 59 New Jersey .24 23 7 139:131 55 Tampa Bay .22 23 8 159:178 52 NY Islanders .15 30 8 156:205 38 VESTURDEILDIN Miðriðill: Detroit .38 10 4 192:113 80 Chicago .30 16 11 198:152 71 Toronto .23 22 10 163:164 56 StLouis .22 23 10 149:159 54 Winnipeg .23 26 4 187:193 50 Dallas .15 29 11 153:194 41 Kyrrahafsriðill: Colorado .30 16 10 218:157 70 Vancouver .20 21 14 199:186 54 Calgary .20 25 11 161:171 51 Los Angeles .18 26 12 185:201 48 Edmonton .19 28 6 142:197 44 Anaheim .19 31 5 153:183 43 SanJose .13 36 5 172:238 31 SKIÐI Heimsmeistaramótið Risasvig kvenna: Sierra Nevada: 1. Isolde Kostner, ítalfu..........1.21,00 2. Heidi Ziirbriggen, Sviss........1.21,66 3. Picabo Street, Bandaríkjunum ..1.21,71 4. Barbara Merlin, Italíu..l.21,80 5. Hilary Lindh, Bandaríkjunum.1.21,82 6. Ingeborg Marken (Noregi)....1.22,22 7. Katharina Gutensohn (Þýskalandi) 1.22,28 8. Martina Ertl (Þýskalandi).......1.22,37 9. Pernilla Wiberg (Svíþjóð).......1.22,39 10. Corinne Rey Bellet (Sviss)........1.22,43 Skíðaflug: Bad Mitterndorf, Austurríki: Laugardagur. 1. Janne Ahonen (Finnlandi)..........357.0 179/191 2. Andreas Goldberger (Austurr.)....352,2 (183/183) 3. Ari-Pekka Nikkola (Finnlandi).344,7 (178/183) 4. Urban Franc (Slóveníu)............335,9 (171/186) 5. Jens Weissfiog (Þýskalandi).......334,6 (177/176) 6. Eirik Halvorsen (Noregi)..........332,5 (168/182) 7. Espen Bredesen (Noregi)...........331,0 (160/190) 8. Adam Malysz (Póllandi)............320,6 (175/168) 9. Jinya Nishikata (Japan)...........313,2 (163/173) 10. Frantisek Jez (Tékklandi).......312,5 (155/180) Sunnudagur: 1. Andreas Goldberger (Austurr.) ....385,9 (194/198) 2. Christof Duffner (Þýskalandi).379,4 (198/199) 3. Janne Ahonen (Finnlandi)..........377,2 (192/194) 4. Urban Franc (Slóveníu)............364,8 (189/190) 5. Jens Weissflog (Þýskalandi)......361,2 (188/188) 6. Andreas Widhoelzl (Austurriki) ...360,3 (188/186) 7. Jaroslav Sakala (Tékklandi)......350,7 (180/186) 8. Jakub Suchacek (Tékklandi).349,0 (181/184) 9. Nicolas Jean-Prost (Frakklandi) ..344,9 (184/178) 10. km ganga kvenna: 1. Manuela Di Centa (Ítalíu)......29.02,1 2. Larisa Lazutina (Rússlandi)....29.12,0 3. Marit Mikkelsplass (Noregi)....29.18,2 4. Bente Martinsen (Noregi).......29.26,8 5. Yelena Vaelbe (Rússlandi)......29.35,2 6. Anita Moen-Guidon (Noregi) ....29.59,6 7. Tuulikki Pyykkonen (Finnl.)....30.09,8 8. Nir a Gavrilyuk (Rússlandi)....30.11,9 9. Natalya Masolkiha (Rússl.).....30.15,6 10. Anita Olsen (Noregi)..........30.17,2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.