Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varað við hruni í fiskveiðunum RÁÐAMÖNNUM í Evrópusambandinu og stjórnvöldum í Bretlandi hefur ekki enn skilist þvílíkt neyðarástand ríkir í sjávarútvegsmálunum og vinna þess vegna að því í raun að eyðileggja miðin á stórum svæðum og þar með afkomu fólks í fiskveiðibæjunum. Einn fulltrúa breska íhaldsflokksins í lávarðadeildinni lýsti þessu yfir í síðustu vikif. „Það er skelfilegt að sjá hvað við höfum gert. Við höfum stundað rá- nyrkju á auðlind, sem er sérstaklega mikilvæg þriðjaheimsríkjum þar sem fiskur er oft meginuppspretta eggja- hvítuneyslunnar, eyðilagt fiskstofna þeirra og okkar eigin stofna vegna :pólitísks hugleysis," sagði Selbome lávarður og formaður vísinda- og tækninefndar lávarðadeildarinnar. Á morgun, fimmtudag, mun nefndin kynna viðamikla skýrslu um fiskveið- ar og ástand fiskstofna víða um heim. I viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, sagði Selborne lávarður, að innan Evrópusambandsins, ESB, væru sjávarútvegsmálin falin lágt settum ráðherrum. Þessi mál væru heldur ekki ofarlega á baugi hjá John Major, forsætisráðherra Bret- lands, þegar hann færi til fundar við ráðamenn annarra ríkja og hann fór hörðum orðum um kvótakerfið. „Það er kvóti á hverri tegund og fái menn ekki rétta fiskinn, þá er honum bara kastað aftur í sjóinn og þannig gengur það þar til kvótanum í réttu tegundinni hefur verið náð. Það eru allir sammála um, að þetta sé bijálæði." Selborne lávarður sagði, að mikil hætta væri á, að eins færi fyrir fisk- inum við Bretland og þorskinum við Nýfundnaland. „Heilu greinunum verður lokað og fótunum kippt undan afkomu fólks í fjöldamörgum bæjum við sjávarsíðuna." Ekki sammála Ekki eru sammála Selborne lá- varði og Tony Baldry, sjávarútvegs- ráðherra Bretlands, segir gagnrýni hans lítt rökstudda. Þótt kvótakerfið sé ekki algott, þá hafi það þó gefist betur en aðrar aðferðir, til dæmis sóknarstýringin, og auk þess sé miklu fé veitt til úreldingar árlega. David Scott, formaður sjómanna- samtakanna, segist líka telja, að Selborne lávarður hafi tekið fulldjúpt í árinni. Nauðsynlegt að fækka fiskiskipum um 30% SKERA verður niður fiskiveiðiflotann um 30% tii að komast hjá hruni fisk- stofna víða um heim. Kemur þetta fram í skýrsiu vísinda- og tækni- nefndar bresku lávarðadeildarinnar en þar segir einnig, að fækka verði skipum með úreldingu og taka hana miklu fastari tökum en hingað til. í Bretlandi hefur verið staðið þannig að úreldingunni, að eigendum skipanna hafa verið greiddar bætur fyrir þau og bætur fyrir að hætta sjómennsku en Perry lávarður, for- maður undimefndar, sem kannaði ástand fiskstofna víða um heim, seg- ir, að þetta kerfí hafi misst marks að sumu leyti. Stórum skipum fækkað Perry segir, að úreldingin hafí til þessa byggst á samþykki allra og reyndin verið sú, að lítil og gömul skip hafi fyrst og fremst verið úrelt. Það sé ekki nóg. Fækka verði stóru skipunum líka og beita við það laga- boði ef ekki dugi annað. Líklegt þykir, að breskir sjómenn séu sammála nefndinni í því að standa verði vörð um fískstofnana en ekki er jafn sennilegt, að þeir fallist á róttækar aðgerðir til að fækka í stéttinni. Selborne lávarður, formaður vís- inda- og tækninefndarinnar, segir, að vandinn sé sá, að stjórnmálamenn hafí ekki tekið nægilega mikið mark á viðvörunum vísindamanna. Hvetur hann til, að sett verði á fót alþjóðleg nefnd, sem fjalli um ástand físk- stofna og vari þær ríkisstjórnir við, sem fara ekki að ráðum vísinda- manna um skynsamlega nýtingu. Aðrar tillögur Vísinda- og tækninefndin leggur meðal annars til, að kvótar innan lögsögu Evrópusambandsríkjanna verði skornir niður en tekur skýrt fram, að hún telji kvótakerfið óhag- kvæmt og besta lausnin sé að fækka skipunum verulega. Leggur hún einnig til, að möskvar verði stækk- aðir og skiljur notaðar í trolli og hún vill banna, að físki sé kastað í sjó- inn. Nú er talið, að til jafnaðar sé 25% aflans hent. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson STRAX og komið var til hafnar á laugardag var hafist handa við að landa úr Aroni ÞH en eins og sést á myndinni er rækja um allt dekk. Aron ÞH með 18 tonn af rækju eftir daginn Veiðin að undanförnu verið ævintýri líkust RÆKJUBATURINN Aron ÞH kom til hafnar á Húsavík á laugardag með um 18 tonn af rækju eftir daginn. Þetta er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einum dagróðri. Aron er einn þriggja húsvískra báta sem hefur leyfi til rækjuveiða á Skjálfandaflóa. Stefán Guðmundsson, skipstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rækjuveiðin að undanförnu hafi verið ævintýri líkust og síðasti laugardagur væri langbesti dagurinn 4 vertíðinni. „Þegar komið er fram yfir ára- mót þéttir rækjan sig og við hittum á hana á laugardaginn með þessum árangri. Svona dagar koma nú yfir- leitt ekki nema einu sinni á vertíð og jafnvel ekki nema einu sinni á ævinni. Trollið var í botni í örfáa klukkutíma og þetta var árangur- inn,“ sagði Stefán. Aron fékk um helming aflans í einu holi og hinn hluta aflans í nokkrum holum til viðbótar. Stefán sagði það hafa bjargað miklu þegar hann fékk stóra holið hversu veðrið var gott.' '-„Þetta var vel á tíunda tonn og hefði verið um tveimur vindstigum meira á miðunum er ég hræddur um að við hefðum þurft að sjá á eftir aflanum í hafið aftur,“ sagði Stefán og bætti við að miklu máli.skipti að hafa góða og samhenta áhöfn. Byrjunarkvótlnn um 700 tonn Ræjkuveiðin í Skjálfandaflóa hófst í október og stendur fram til L maí en hún hefst þó ekki fyrr en Hafrannsóknarstofnun hefur kannað veiðisvæðið á haustin að sögn Stefáns. Nú um miðjan febrú- ar gerir Hafrannsóknarstofnun aðra könnun á veiðisvæðinu og í framhaldi af því endurmetur stofn- unin útgefinn kvóta og bætir þá við hann ef mönnum sýnist ástand stofnsins gefa tilefni til þess. Byij- unarkvótinn í Skjálfandaflóa var um 700 tonn, sem skiptist jafnt á milli Arons ÞH, Fanneyjar ÞH og Guðrúnar Bjargar ÞH. „Það er yfirleitt róið sex daga vikunnar og okkur er fijálst að klára kvótann hvenær sem er á tímabilinu. Veðráttan á vertíðinni hefur verið alveg einstök og verið hægt að róa hvern einasta dag frá því í desemberbyrjun. Þetta hefur ekki gerst í mörg ár og er mjög sérstakt. Um leið gengur hraðar á aflaheimildir bátanna," segir Stef- án. Aron hefur veitt um 200 tonn á vertíðinni, þrátt fyrir 20 daga stopp í janúar vegna bilunar. Rækja um allan flóa Stefán segist aldrei hafa orðið var við eins mikla rækju í Skálf- andaflóa og einmitt nú. „Það er rækja um allan flóa og í raun sama hvar borið er niður — hún er bara mismunandi þétt. Þetta er allt sam- an úrvalsrækja og við höfum orðið varir við sterka árganga. Það virð- ist því vera góð nýliðun á miðunum og þetta er allt eins og best verður á kosið. Það er feiknalegt líf hérna og meira að segja hnúfubakurinn er farinn að láta sjá sig aftur,“ sagði Stefán. Miklir möguleikar taldir felast í löndun erlendra fiskiskipa hér Stuðla þarf að auknum fiskískípakomum hingað ÞÓRÐUR H. Hilmarsson viðskipta- fræðingur sendi nýlega frá sér skýrslu um komur erlendra físki- skipa til íslands og er skýrslan áam- starfsverkefni Aflvaka hf., Hafnar- íjarðarhafnar og Reykjavíkurhafn- ar. Þórður segir að sínar niðurstöð- ur séu þær að sértækra og afmark- aðra aðgerða sem skili tiltölulega hröðum árangri sé þörf. Hann seg- ir þær aðgerðir sem grípa þurfi til tvíþættar. Miklu máli skipti að há- marka afrakstur af löndunum þeirra skipa sem á annað borð koma hingað til lands. Hinsvegar þurfi að koma til aukning á skipakomum hingað. Ef svo fari að Smugudeilan leysist, þá þurfí að fara í viðameiri aðgerðir sem að miðist að því að stjórnvöld breyti reglugerðum og lögum til að auðvelda aðgerðirnar. Þórður segir að þegar að Smugu- deilan leysist verði sjálfkrafa aukn- ing á þessum viðskiptum.">„í öðru lagi er mjög brýnt að fiskmarkað- imir komi sterkar inn í miðlun á fiski með þeim hætti að þeir kaupi og selji fisk í eigin nafni og afli birgða sem að þeir síðan selji með jöfnum hætti á hveijum degi. Með þessum hætti verður það auðveld- ara fyrir smáa og meðalstóra verk- endur, sérstaklega verkendur hér á höfuðborgarsvæðinu, að skipu- leggja sín verkefni og gera sölu- samninga lengra fram í tímann í krafti stöðugs hráefnisframboðs. í þriðja lagi má segja að með því að yfirvöld heimiluðu að síld og loðna væri seld yfír borðstokk í skiptum fyrir þorsk, þá væri kominn mjög þýðingarmikill þáttur í aukningu þessara viðskipta. Þetta er ein aðal- aðferðin sem Norðmenn nota í við- skiptum sínum við Rússa. Þeir kaupa um 120 þúsund tonn á ári af rússafiski og að verulegu leyti með þessum hætti. Rússar eru að leita að ódýru próteini í skiptum fyrir verðmætari afurðir og síld og loðna eru mjög eftirsótt og ódýrt prótein," segir Þórður. Þórður segir að einnig þurfi að athuga hvernig hámarka megi af- raksturinn af hverri löndun. Þar séu vannýttir möguleikar bæði hvað varði sölu rekstrarvöru og matvæla og líka hvað varði viðgerðir og við- hald því það hafi komið í ljós að það sé aðeins lítið brot af heildar- þörf hverrar áhafnar og hvers skips sem er verslað hér á Islandi. „Það virðist vera hægt að auka þessa þjónustu en til þess þarf að átta sig á hveijar ástæðurnar eru fyrir því að menn versla lítið hér. í sam- bandi við til dæmis matvælaþörf kom í ljós eru einungis 5-10% af heildarkosti skipanna er hér á ís- landi. Ef skip fer í tveggja mánaða úthald þá aflar það vista fyrir 2-3 milljónir en kaupir hér fyrir aðeins 150 þúsund þegar það kemur hing- að til að landa. Þetta kom í ljós í könnun sem ég gerði úr 60 löndun- um og fékk upplýsingar um hvernig skipin keyptu þjónustu í hverri lönd- un,“ segir Þórður. ísland með ranga verðlagsímynd Ástæður fyrir þessari takmörk- uðu þjónustu segir Þórður vera ein af þeim spurningum sem hann læt- ur ósvarað í skýrslu sinni. Hins vegar megi geta sér til um ýmsar ástæður. „Ein ástæðan gæti verið sú að ísland hefur ranga ímynd varðandi verðlag. í Ijósi þess sem hefur verið að gerast hér áíðustu fimm árin í verðlagsþróum, saman- borið við nágrannaþjóðirnar, virðist það vera að við séum mun sam- keppnishæfari en þessar tölur gefa til kynna. Ástæðan fyrir þessari röngu ímynd er kannski sú að við gerum ekkert í því að leiðrétta hana og líka vegna þess að þessi erlendu skip eru að koma hingað einu sinni til tvisvar á ári, stoppa stutt við og það ,er hreinlega ekki hugað að þessum möguleika. En landið situr uppi með þá ímynd að fyrst land- búnaðarvörur séu mjög dýrar hljóti allt annað að vera það líka. Varðandi viðgerðar- og viðhalds- þjónustu hefur, að ég best veit, lít- ið verið gert til að markaðssetja hana í beinum tengslum við skipa- komurnar sjálfar. Það er einnig umhugsunarvert hvort málmiðnað- urinn hefur á því áhuga í Ijósi bættr- ar verkefnastöðu þér innanlands. Ofan á það bætist að lítil endurnýj- un hefur orðið í þessari iðngrein og nú er svo komið að það vantar fólk í greinina. Hins vegar ber að geta þess að íslenskur skipaiðnaður hefur í auknum mæli sótt verkefni til útlanda,“ segir Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.