Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson SILFUR hafsins malaði Hornfirðingum gull á síldarvertíðinni i vetur. Borgey hf. afkastamest í síldarvinnslu á vertíðinni ^^^^^■■■■■^■■■^■■■■■B ALDREI hvorki fyrr né síðar hefur 5nnn fnnn nrr jafn mikið af síld verið unnið til .UUU ronn iyi og manneldis af síld á einni vertíð saltað í 39.000 tunnur af einu og sama fyrirtækinu og hjá Borgey hf. á Höfn í Horna- firði. Fryst voru 4.848 tonn af afurðum sem er nýtt met og saltað í 39.000 tunnur, en samanlagt gerir þetta 87.480 tunnuígildi sem er líka met. Innvegið hráefni til Borgeyjar á nýlokinni vertíð var nálægt því hæsta á landinu þó að bræðslurnar séu teknar með, en einungis vantaði 51 tonn á að innvegið hráefni væri til jafns við SR. á Seyðisfyrði sem voru hæstir yfir landið. Línuaflmn allur til aflamarks • Á GRUNDVELLI upplýsinga frá löndunarhöfnum hefur Fiskistofa áætlað að 34 þúsund lesta hámarkínu verði náð I lok vikunnar. Með hliðsjón af því hefur ráðuneytið ákveðið að allur iínuafli sem landað er eft- ir 15. febrúar nk. skuli að fuilu reiknast til aflamarks fiski- skipa. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða skal linuafli i mán- uðunum nóvember, desember, janúar og febrúar aðeins að hálfu taiinn til aflamarks þar til sameiginlegur línuafli í þorski og ýsu hefur náð 34 þús- und lestum miðað við óslægðan fisk. Sala á Sléttunúp gengur til baka • SLÉTTUNÚPURÞH, skip í eigu Jökuls hf. á Raufarhöfn, verður ekki seldur til Irlands eins og til stóð. Að sögn Jóhanns Magnúsar Ólafssonar, fram- kvæmdasljóra, hafði verið geng- ið frá munnlegu samkomulagi við írsku aðilana en það hafi gengið til baka einhverra hiuta vegna. Hann segir að skipið verði ennþá haft á sölu en fari væntan- lega á rækjuveiðar með vorinu ef ekkert gangi í þeim efnum. Skipið sé með veiðileyfi en veiði- heimildir þess hafi verið fluttar yfir á togara fyrirtækisins. Afurðirnar hafa farið mest til Þýska- lands, Póllands og Frakklands en franski kaupandinn veitti Borgey við- urkenningu fyrir vörugæði. Mest af því hráefni sem barst á land var af Húna- röst RE en allur afli þeirra fór til vinnslu hjá Borgey eða um 16.000 tonn. Sem kunnugt er festi Borgey kaup á helm- ings af hlut i Húnaröst ehf. sem var eignarhlutur Björgvins Jónsonar og verður skipið skráð á Hornafirði sem verður til mikilla bóta fyrir byggðarlag- ið og kvótastöðu þess. Samstarf þessara fyrirtækja er ekki nýtt af nálinni þar sem Húnaröst hefur landað nær ein- göngu hjá Borgey mörg undanfarin ár. Mlklar breytingar Miklar breytingar hafa staðið yfir á húsnæði frystihúss Borgeyjar sem felst í því að sameina flökunarsal millikæli og vinnslusal í eitt rými. Hluti af því verður notað undir nýja kolavinnslulínu sem verður tekin í notkun á vordögum og skapar á þryðja tug starfa. Einnig er verið að útbúa nýtt skrifstofuhús- næði en það var á þremur stöðum í húsinu. Síðastliðið sumar festi Borgey kaup á síldarsöltunarhúsnæði því sem þeir hafa haft til leigu undanfarin ár og voru í eigu Landsbanka íslands eftir gjaldþrot Fiskimjölsyerkssmiðju Horna- fjarðar en ’92 var Ósland ehf. stofnað úr bræðsluhluta fyrirtækisins og er 40% í eigu Borgeyjar og 40% í eigu Húna- rastar ehf. og má segja að Borgey sé óbeint komin með meirihlutaeign í Ós- landi með helmings eignaraðild í Húna- röst. Afköst við loðnufrystingu aukln Unnið hefur verið að mikilli endurnýj- un á tækjabúnaði og hafa afköst henn- ar aukist um helming og er það for- senda þess að svo mikið er hægt að taka til vinnslu á uppsjávarfiski sem raun ber vitni. Svo sem við loðnufryst- ingu fyrir Japansmarkað fari alltaf um eða yfir helmingur til bræðslu eða allur hængurinn. Starfsmenn Borgeyjar hafa unnið markvisst að afkastaaukningu við loðnufrystingu og var tekin ný pökkun- arlína í notkun í fyrrá sem hönnuð var af Borgey og Samey en smíðuð af Landssmiðjunni. Einnig hefur verið aukin frystigeta í húsinu sjálfu frá síðustu vertíð fyrir utan að Dalborg EA, sem áður hét Ott- ar Birting, er nú bundin við bryggju á Hornafirði og er ætluð til loðnufrysting- ar og geymslu á frystum afurðum. Mik- il aukning hefur verið síðustu ár á fryst- ingu loðnu, en ’93 voru fryst 160 tonn '95 2750 tonn og stefnir í miklu meira í ár ef loðnan hagar sér skynsamlega fyrir okkur á þessu landshorni. Aðal málið í skipulagningu nú er að koma afurðunum frá sér en frysti- geymslan sem dugði í 20 daga miðað við frystigetu ’94 tekur nú einungis 6 daga vinnslu og er þetta sá flöskuháls sem vonandi verður ekki afköstunum til trafala. FÓLK Helgi viil breyta hlutaskiptum • HELGI Laxdal, formaður Vélstjórafélags Islands, segir í viðtali í janúarhefti sjómanna- blaðsins Ægis að helstu bar- áttumál og viðfangsefni vélstjóra um þessar mundir sé að breyta hlutaskiptum. Hann segir að í næstu kjarasamningum verði helsta viðfangsefni vélstjóra að beijast fyrir hækkun á hlut yfir- vélstjóra úr 1.5 hlutí 1.75 hlut á móti 1.5 hlut stýrimanns þar sem vélstjórar þurfí ríflega þre- falda menntun á við stýrimenn á stærri skipum. Helgi er fædd- ur 9.janúar 1941 á Syðri- Grund í Grýtubakkahreppi í Eyjafirði. Hann stundaði sjó á ýmsum bátum til 1973 og vann hjá tæknideild Fiskifélags ís- lands frá 1975 til 1983 en hef- ur starfað að félags- og rétt- indamálum vélstjóra sem for- maður VFSÍ frá 1982 og vara- formaður frá 1978. Helgi er kvæntur Guðrúnu E. Jóhanns- dóttur og eiga þau fjögur börn. Halldór maður mánaðarins í Ægi • HALLDÓR Jónsson er mað- ur mánaðarins í síðasta tölu- blaði sjávarútvegstímaritsins Ægis. Hann hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri rækjuverk- smiðjunnar Rits hf. á ísafirði. Hann var áður út- gerðarstjóri fyrirtækisins en þegar meiri- hluti þess komst í eigu heima- manna fyrir skemmstu, var hann gerður að framkvæmda- stjóra. Halldór hefur m.a. starf- að áður hjá Frosta í Súðavík, Meleyri á Hvammstanga. Halldór Jónsson er fæddur á ísafirði árið 1959. Hann varð stúdent frá Menntskólanum á ísafirði árið 1980 ogútgerðar- tæknir frá Tækniskóla Islands árið 1986. Hann er kvæntur Dagrúnu Dagbjartsdóttur og eiga þau þijú böm. Lokaverkefni í matvælafræði • SÓL VEIG Ingólfsdóttir er um þessar mundir að ljúka loka- verkefni til meistaraprófs í matvælafræði við Háskóla Islands. Vinn- an við loka- verkefnið hef- urveriðhjá dósent við HÍ sem hefur að- stöðu til rann- sókna á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, en vann áður í á fjórða ár hjá Víking bruggi á Akureyri. Hún er með B.S gráðu frá Háskóla íslands í matvæla- fræði. Hún lauk stúdentsprófu frá Menntaskólanum á Akur- eyri, en hún Siglfirðingur. Sólveig er 34 ára og er gift Gunnari Gunnarssyni og á eina dóttur. Sólveig flytur fyr- irlestur um lokaverkefni sitt í húsakynnum VR. Leiðbeinend- ur hennar við verkefnið eru dr. Kristberg Kristbergsson, dr. Guðmundur Stefánsson og Sigurjón Arason efnaverk- fræðingur. Markmið verkefnis- ins var að skoða breytingar nokkurra áferðar- og efnaeigin- leika í þorskholdi eftir árstíðum. Prótein, fíta og vatn í þorsk- holdi ganga í gegnum árstíða- breytingar, en þekking á slíkum sveiflum í þorski við íslands- strendur er mjög takmörkuð. Þekkt er það vandamál að á ákveðnum árstíma eykst los í þorskholdi, en slíkt getur valdið örðugleikum við vinnslu. Við skipulagningu vinnsluferla og til að hámarka nýtingu er nauð- synlegt að þekkja eiginleika hráefnisins. Niðurstöður til- raunarinnar voru þær að árs- tíðabundnar breytingar eiga sér stað bæði í áferðar- og efnaeig- inleikum þorskholdsins og eru þær mestar kringum hrygning- una eða frá mars fram í júní. Mældir voru efnaeiginleikar sem eru mikilvægir fyrir vinnslueiginleika þorskholdsins og benda niðurstöður þeirra til þess að árstíðabreytingar geti haft áhrif á þá þætti. Niðurstöð- urnar gefa til kynna að nauð- synlegt er að taka tillit til þess við uppsetningu vinnsluferla og útreikninga á hámarks nýtingu að um ólíkt hráefni getur verið að ræða frá einum árstíma til annars. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar 1996 kl. 16.15 istofu 157, VRII, við Hjarðarhaga. Helgi Laxdal Halldór Jónsson Pönnusteikt bleikja ÍSLENZKA bleikjan er herramannsmatur, en bleikjan nýtur vaxandi vinsælda víða um heim, meðal annars í rWMMM| Norður-Ameríku. íslendingar eru með- m'AlilHHllliW al mcstu bleikjufrainleiðenda heims, en bleikjueldi fer nú ört vaxandi í Kanada. Landssam- band Fiskeldis- og hafbeitarstöðva gaf á sfnum tfma út bækling með uppskriftum að laxi og bleikju og Ieitar Verið nú fanga þar. Höfundur uppskriftanna er Sigurð- ur L. Hall, matreiðslumeistari. I þennan rétt, sem er pönnusteikt bleikja og er fyrir 6, þarf: 1.200 til 1.500 gr bleikjuflök 600 gr ferskt pasta (tagiatelli) 4 til 6 hvítlauksrif 250 gr sveppi 1 dvergbít (zucchini) 1 rauða paprfku 1 dl hvítvín 2 dl rjóma Ferskt baslikum Ólífuolíu Gróft hafsalt Pipar úr hvörn Beinhreinsið og snyrtið flökin en hafið roðið á. Sjóðið pastað í léttsöltuðu vatni í nokkrar mfnútur. Hellið vatn- inu af og skohð undir köldu vatni. Saxið hvítlaukinn og baslikum smátt og léttsteikið upp úr ólífuolíu. Hellið hvítyininu yfir og sjóðið niður. Bætið ijómanum í og sjóðið saman. Saltið og gefið nokkra hríngi úr pipar- kvörninni eftir smekk. Seljið pastað í og sjóðið aðeins saman. Bætið sjóma í ef þess er þörf. Skerið sveppina í 2 til 4 bita eftir stærð. Skerið einnig dvergbítinn og papríkuna f svipaðar stærðir. Snöggsteikið á velheitri pönnu upp úr ólífuolíu. Saltið og piprið. Steikið bleikj- una á pönnu upp úr ólífuolíu, fyrst aðeins á þeirri hlið, sem snýr að beinunum, síðan lengur á roðhliðinni. Roð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.