Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1996, Side 1
t B L A Ð A L L R A LANDSMANNA L Hreinn var rekinn frá ÍA HREINN Þorkelsson, fyrrum þjálfari úrvalsdeildar- liðs ÍA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði ekki verið neitt samkomulag milli hans og stjórnar körfuknattleiksdeildar ÍA um að hann léti af störfun, eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. „Rétt skal vera rétt. Ég var einfaldlega rek- inn,“ sagði Hreinn. Sara úr leik I |Uio rjjmiMaitíí' 1996 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR BLAÐ C SKIÐI / HM I ALPAGREINUM I SIERRA NEVADA hjá IBV SARA Guðjónsdóttir, ein af máttarstólpum kvennaliðs ÍBV í handknattleik, meiddist illa á hné á æfingu fyrir heigina og mim ekki leika með liði Vestmannaeyja það sem eftir er tíma- bilsins. Sara fingurbrotnaði fyrr í vetur og var rétt búin að fá sig góða af þeim meiðslum þann- ig að hún hefur verið óheppin í vetur. Nýverið hætti Stefanía Guðjónsdóttir hjá ÍBV þannig að liðið hefur misst tvo lykilmenn á skömmum tíma. Reuter Riley í bann? SAMANTHA Riley frá Ástralíu, heimsmethafi í 100 metra bringusundi, gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann, en hún er grun- uð um að hafa neytt lyfja sem eru á bannlista. i < Talsmaðnr ástralska sundsambandins sagði í j gær að Riley hefði tekið töflur við höfuðverk >i eftir setningarathöfnina á HM í sprettsundi, sem •?. fram fór í Brasilíu í desember. Hún var tekin í ! lyfjapróf og á dögunum kom í ljós að í töflunum var lyfið dextropropoxyphen sem er á bannlista. Forráðamenn sundsambandsins segja lyfið ekki hvetjandi tíl afreka og vonast tíl að Riley verði ekki sett í bann, en hún tók töflurnar tveimur dögum áður en hún hóf keppni á mótinu þar sem hún sigraði í 100 og 200 metra bringusundi og setti heimsmet í báðum greinum. Trapattoni hættur hjá Cagliari GIOV ANNI Trapattoni, einn þekktasti þjálfari Itala, hætti störfum hjá Cagliari í gær. Liðinu hefur gengið illa og 4:0 tapið gegn Juventus um siðustu helgi var það sem fyllti mælinn því liðið hefur tapað þremur síðustu útíleikjum 4:0. Þetta er í fyrsta sinn sem Trapattoni hættir hjá félagi á miðju keppnistímabili. Hann vann sex meistar- atitla sem þjálfari Juventus og einn með Inter Milan. Trapattoni gerðist þjálfari Cagliari siðasta sumar eftir frekar slakt gengi tímabilið á undan með Bayern Miinchen. Skárdal KORFUKNATTLEIKUR / OL I ATLANTA Bandaríkin í sama riðli og Króatía og Utháen vann fyrsta HM-gull Norðmanna í risasvigi ATLE Skárdal varð í gær fyrstur Norðmanna tíl að sigra í risasvigi á heimsmeist- aramóti. Norðurlandabúar voru í sérflokki í Snæfjöllum í gær og skipuðu fimm af efstu sex sætunum. Skárdal, sem verður þrí- tugur á laugardaginn og er elstur í norska landsliðinu, hefur aldrei áður sigrað á stórmóti og var því að vonum ánægður með gullverðlaunin í risasviginu. Hann hefur ávallt staðið í skugga þeirra Kjus, Ámodts, Furuseth og Jagge, en í gær varð breyting áþví. ■ Nánar/ C4 Bandaríska Ólympíulandsliðið í körfuknattleik verður í sama riðli og tvær sterkustu þjóðir Evr- ópu; Króatia og Litháen, á Ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar. Dregið var í riðla i Atlanta í gær. Þau lið sem leika í A-riðli, auk þeirra fyrr- nefndu eru Argentína, Kína og Angóla. í B-riðli .leika Brasilía, Júgóslavía, Grikkland, Pueto Rico, Ástralía og Kórea. Á siðustu ólympíuleikum í Barc- elona var atvinnumönnum í körfu- knattleik leyft að vera með í fyrsta sinn. Bandaríska liðið „Draumalið- ið“ hafði þar mikla yfirburði og er reiknað með að svo verði einnig á leikunum i Atlanta í sumar. Þegar hafa tiu leikmenn af tólf verið valdir í bandaríska Ólympíul- iðið. Þeir eru: Nígeríumaðurinn Hakeem Olajuwon, Houston Roc- kets, sem varð bandarískur ríkis- borgari á síðasta ári, Shaquille O’Neal, Orlando Magic, David Rob- inson, San Antonio Spurs, Penny Hardaway, Orlando Magic, Reggie Miller, Indiana, John Stockton, Utah Jazz, Grant Hill, Detroit, Karl Malone, Utah Jazz, Scottie Pippen, Chicago Bulls og Glenn Robinson, Milwaukee Bucks. Michael Jordan hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér í ólympíuliðið, en Magic Johnson hef- ur hins vegar sagst vera tilbúinn ef hann verður valinn. „Ég var í Evrópu síðasta sumar og sá bæði Litháen og Króatíu leika. Þau eru bæði með sterk lið,“ sagði Lenny Wilkins, þjálfari bandaríska ólympíuliðsins. „Það er ekkert sjálf- gefið í þessu.“ í liði Króata eru tveir leikmenn sem spila í NBA-deildinni; Toni Kukoc hjá Chicago Bulls og Dino Radja hjá Boston Celtics. Sömu sögu er að segja um lið Litháa, en þar eru Sarunas Marciulionis, sem leikur með Sacramento og Arvydas Sabonis hjá Portland Trail Blazers. Júgóslavar verða að teljast sigurstranglegir í B-riðli. í liði þeirra eru rti.a. Vlade Divac hjá Lakers og Sasha Danilovic hjá Miami Heat. Divac sagði að auðvit- að væri stefnt að sigri. „Bandarík- in munu koma með annað „Draumalið“ svo það er lið sem við þurfum að vinna. Við yrðum þó mjög ánægðir með að hafna í öðru sæti,“ sagði Divac. Einnig var dregið í riðla hjá konunum. í A-riðli leika Rússland, Kanada; Japan, Brasilía, Kína og Ítalía. 1 B-riðli leika Bandaríkin, Úkraína, Kúba, Zaire, Ástralía og Kórea. HANDKNATTLEIKUR: VESELIN VUJOVIC TJÁIR SIG UM STÖDU MÁLA / C2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.