Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ T MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 C 3 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Júgóslavía virðist vera með nýtt „gull-lið“ í handknattleik en Veselin Vujovic, annar þjálfari landsliðsins, er ekki sáttur við stjórnmálaástandið AUSTURRIKI UNCVERjALAND Lubljana lOOkm ... en býr nú í Sabac í Serbíu . Zagreb K R Ó A T í A BOSNIA HERZEGÓVÍNA Sarajevo* VOjVODINA | í ■ i Sábac O' Belgrad Dubrovnik * SVART- FJALLA LAND f * 6 ' * s V -Ý 4» /' v KOSOVO -Ý CetinjeT Vujovic fæddist í Cetinje í Svart- fjallatandi 2 " Skopje B MAKEDÓNÍA A ; N T A G* Bíðumenn eftir solinni Júgóslavía á um þessar mundir eitt besta handknattleikslandslið heims en samskipta- bann Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins á Balkanskaga gerði það að verkum að Júgó- slavía var ekki með í alþjóðakeppni í tæp- lega þrjú ár. Steinþór Guðbjartsson hitti Veselin Vujovic, annan þjálfara liðsins, með- an Lottó-keppnin fór fram í Noregi fyrir skömmu, og ræddi við hann um stöðu mála. Júgóslavía var stórveldi í hand- knattleik um árabil og nú virð- ist nýtt „gull-lið“ vera á ferðinni. Veselin Vujovic, sem m.a. var ólympíu- og heimsmeistari sem leik- maður á liðnum áratug, á sér þá ósk að endurtaka leikinn sem þjálf- ari. Hann segir samt að þó efnivið- ur sé fyrir hendi og liðið gott séu margar hindranir í vegi, ekki síst vegna stríðsins. „Vera má að stríð- inu sé lokið á pappírnum en margt er enn óleyst,“ sagði hann við Morg- unblaðið. „Allir biðu eftir að sam- skiptabanninu yrði aflétt en þótt sú stund sé runnin upp er ekki sem sólin sé á lofti.“ Fyrir Evrópuleik Vals og Barcel- ona í desember 1991 sagði Vujovic við Morgunblaðið að miðað við óbreytt ástand í þáverandi Júgó- slavíu yrði landsliðið án sjö eða átta manna frá Króatíu og Slóveníu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. „Með öðrum orðum verðum við ekki með neitt landslið í Barcelona held- ur frekar landshlutalið að öllu óbreyttu. Þetta eru erfiðir tímar og svo sannarlega ekki það sem við viljum. Við viljum frið en ekki stríð.“ Mikil breyting Vegna samskiptabanns Samein- uðu þjóðanna fór svo að Júgóslavía fékk ekki að vera með í Barcelona. Handboltalandsliðið var heldur ekki með í Heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993, Evrópukeppninni í Portúgal og í HM á íslandi. En uppbyggingunni hefur verið haldið við við erfiðar aðstæður og ráðning Vujovics er liður í því að koma Júgó- slavíu á hæsta stall á ný. Vujovic, sem er 35 ára, kvæntur og tveggja barna faðir, var af mörg- um talinn besti handknattleiksmað- ur sögunnar. Hann fæddist í Cet- inje 18. janúar 1961 og hóf þar ferilinn með Lovcen sem hann lék með 1973 til 1978. Þaðan lá leiðin til Metaloplastika í Sabac þar sem hann var 1978 til 1988 en síðan fór hann til Barcelona á Spáni. Þar var hann 1988 til 1993 en skipti þá yfir í Granollers og lauk þar ferlinum í fyrra með því að tryggja Granollers spænska bikarmeistaratitilinn. „Þetta var fyrsti titill Granollers og mér fannst tímasetningin rétt til að kveðja og leggja skóna á hiil- una,“ sagði Vujovic við Morgun- blaðið. Hann meiddist illa á hné í fyrrnefndum leik á íslandi og sögðu margir sérfræðingar að hanp ætti ekki eftir að leika framar. „Ég var ekki tilbúinn að gefast upp, var ákveðinn í að koma aftur og gerði það eftir sex mánuði.“ Hugarfarið, sem var einkennandi fyrir hann og marga aðra frábæra handknattleiksmenn í sigursælu landsliði Júgóslavíu, hafði ekki breyst og hugsunin um að vera áfram í fremstu röð varð til þess að hann tók boði um að taka þátt í að koma landsliðinu í breyttri Júgóslavíu í hóp þeirra bestu. Hann var ráðinn sem aðstoðarlandsliðs- þjálfari Zorans Zivkovic fyrir sex mánuðum en sagði að aðstæður væru allt aðrar og verri en þær voru áður en stríðið skall á. „Ég fór frá einni Júgóslavíu og kom í aðra. Heimkoman var langt frá því að vera ánægjuleg vegna ástandsins og ég skil ekki þetta stríð frekar en nokkur annar íþróttamaður. Við vorum ein stór þjóð þar sem velja mátti landslið úr fjölda leikmanna víðs vegar að en nú hefur þessu verið skipt upp í marga hluta og breiddin því allt önnur og minni en áður var. Ég gat farið um allt landið að vild en nú get ég hvorki farið til Split né Sarajevo svo dæmi séu tekin. Stjórnmálamennirnir ráða alfarið ferðinni enda er svo komið að marg- ir, sem höfðu lítil sem engin völd áður, eru orðnir mikilvægir menn hjá hinum og þessum þjóðum. íþróttafólkið vildi keppa en það tek- ur aldrei ákvarðanirnar heldur stjórnmálamennirnir. Það er óskilj- anlegt að hafa ekki fengið að vera með á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hvers á íþróttafólkið eigin- lega að gjalda?“ Honum hitnar í hamsi þegar ástand liðinna ára er rifjað upp og finnst betra að tjá sig á móðurmál- inu en þá kemur til kasta Zoran Avramovics, sem sinnir markaðs- málum fyrir Handknattleikssam- band Júgóslavíu, og Björns Skofteby, norsks fararstjóra júgó- slavneska hópsins í Noregi en hann sér jafnframt um erlend samskipti hjá Handknattleikssambandi Nor- egs. Fram kom í þýðingu þeirra að slæmt hefði verið fyrir júgóslav- neskan handknattleik að vera eins lengi í einangrun og raun ber vitni, „en sem betur fer fóru margir leik- menn til annarra landa fyrir 1991 og öðluðust mikilvæga reynslu,“ sagði Vujovic. „En ástandið hefur riðlað öllu skipulagi og allri upp- byggingu. Júgóslavía mátti ekki leika landsleiki og skiptingin veikti deildina. Henni var samt viðhaldið allan tímann og handknattleikssam- bandinu tókst að halda 14 liða deild áfram á háu plani en landsliðið lék í sérstökum mótum sem var komið á og leikmennirnir voru í æfinga- búðum á sumrin. Fjölmiðlar hafa líka sinnt handboltanum sem fyrr og tveir leikir hafa verið sýndir beint í sjónvarpinu vikúlega." Lofar góðu Júgóslavar fengu grænt ljós á alþjóðakeppni fyrir rúmu ári og sigruðu með glæsibrag á Spánar- mótinu í janúar í fyrra en þá máttu Frakkar, Slóvenar og Spánveijar sætta sig við tap gegn „útlögun- Hef mikla trú á Vujovic sem þjálfara EKKI er hægt að segja neitt nema jákvætt um Vujovic enda full- yrði ég að liann sé einn af 10 bestu leikmönnum sögunnar. Þrátt fyrir að hafa leikið með stjörnum var hann maðurinn sem stjórn- aði öllu allsstaðar, hvort sem það var með félagsliði eða lands- liði. Júgóslavía er mesta boltaþjóð í heimi, hvort sem um er að ræða körfubolta, fótbolta eða handbolta, og þar stendur Vujovic fremstur. Hann er rosaiega heilsteyptur, ber mikla virðingu fyr- ir íþróttinni, lætur mótlæti ekki fara í taugarnar á sér og beitir aldrei ólöglegum brögðum. Hann fylgir júgóslavneska skólanum og ég hef mikla trú á honum sem þjálfara. Júgóslavía verður væntanlega í verðlaunasæti á EM og einnig á Ólympluleikunum. Kristfán Arason um Vujovic Vujovic m m m i nyju hlutverki VESELIIM Vujovic var um árabii einn besti hand- knattleiksmaður heims og sá besti í sögunni að margra mati. Glæstum ferli sem leikmaður iauk í fyrra og fyrir sex mánuðum var hann ráðinn aðstoðar- landsliðsþjálfari Júgó- slavíu. Fyrsta verkefni hans tengdist riðlakeppni Evrópumótsins á liðnu hausti og hann stjórnaði liði sínu í Lottó-keppninni en landsliðsþjálfarinn Zor- an Zivkovic starfar um þessar mundir fyrir Hand- knattleikssamband Kúveits. Tveirá toppnum MILE Isakovic lék með Vujovic hjá Metaloplastika og þeir voru samherjar í sigursælu landsllði Júgóslavíu. Isakovic þótti einn besti vinstri hornamaður heims og samvinna tví- menninganna var þekkt og rómuð í heimi handknattleiksins. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Bækurnar bornar saman BENGT Johansson, landsllðsþjálfari Svía, á von á að Júgó- slavía verði í toppbaráttunni á EM á Spáni en hann fylgdist með Júgóslövum í Lottó-keppninni og hér ræðir hann við Vujovic eftir tap Júgóslavíu gegn Danmörku í Haugasundi. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson um“. Þeir fóru létt í gegnum riðla- keppni Evrópumótsins í haust en án sjö lykilmanna, að sögn Vujovic, urðu þeir í þriðja sæti í Lottó-keppn- inni. „Ég vildi alltaf sigra sem leik- maður og sigurviljinn fylgir mér sem þjálfara en æfingamót eru hluti af uppbyggingunni og vegna fjar- veru lykilmanna hef ég gefið öðrum tækifæri, mönnum sem annars eru ekki í landsliðshópnum.“ Júgóslavía var stórveldi í alþjóða handbolta og að margra mati er sagan að endurtaka sig en finnst Vujovic þetta lið betra en það sem hann gerði 790 mörk fyrir í 180 landsleikjum 1980 til 1990? „Júgóslavía hefur ávallt náð ár- angri í handbolta og það jafnast ekkert á við árangur. Hefðin er rík og það er mikill áhugi á handbolta í Júgóslavíu en það er ómögulegt að bera lið frá einum tíma saman við lið frá öðru tímabili. Mercedes Benz var besti bíllinn fyrir hálfri öld og er enn sá besti en það er ekki hægt að bera 50 ára bílinn saman við þann nýja. Ég væri hrokafullur ef ég segði að Júgóslav- ía ætti besta landslið heims en að margra mati eru Júgóslavía og Króatía sigurstranglegust í Evrópu- keppninni á Spáni og ég hika ekki við að segja að ef aldrei hefði kom- Fjölhæf skytta og mjög erfiður markmönnum ÞEGAR ég var í landsliðinu var Vujovic einn af helstu leikmönnum heims. Það var mjög erfitt að leika í marki gegn honum því hann var sérstak- lega fjölhæf skytta sem átti sér ekki uppáhaldshorn heldur gat sett bolt- ann þar sem hann vildi. Hann var í aðalhlutverki í júgóslavneska landslið- inu sem var frábært lið, skipað góðum mönnum í hverri stöðu, en svo undarlegt sem það er þá gekk okkur yfirleitt vel gegn því þegar það var upp á sitt besta. Vujovic gerðist atvinnumaöur á Spáni, var keyptur þang- að fyrir metupphæð og var dýrasti leikmaðurinn í deildinni eitt árið. Vujovic var mjög teknískur eins og er einkennandi fyrir júgóslavneska lcikmenn og auk þess var hann örugglega mjög sterkur karakter í hópn- um sem hlýtur að gagnast honum sem þjálfara. Einar Þorvarðarsou um Vujovic Zoran Zivkovic ið til þessa fáránlega stríðs og skiptingar landsins værum við með sterkasta lið heims.“ Breyting nauðsynleg Vujovic sagði að efna- hagsástandið væri slæmt í Júgóslavíu og kæmi það niður á íþróttum eins og öðru. „Hins vegar hefur handboltinn í Evrópu ver- ið í lægð og áhuginn því minnkað en við erum að reyna að koma með eitt- hvað nýtt, eitthvað til að efla áhugann á ný,“ sagði hann. Sérstök markaðs- setning er í höndum ákveðins fyrirtækis og lofar starfið góðu. „Eins og ég hef áður sagt er mikill áhugi á handboltanum í Júgóslavíu. Landsliðið hefur líka átt velgengni að fagna og horfurnar eru góðar í Evrópukeppninni á Spáni. Þetta hefur gert það að verk- um að mörg stórfyrirtæki eru tilbú- in að gera samninga við okkur og eins er landsliðið eftirsótt í mót og einstaka landsleiki. Við höfum til dæmis fengið boð um að leika gegn Svíum og Dönum fyrir EM og auk okkar móts í maí verðum við með á móti í Rúmeníu. Það virðist því vera bjart framundan hvað hand- boltann varðar.“ En.hann er samt ekki sáttur við gang mála í alþjóðahandboltanum. „Nokkur atriði hafa gert það að verkum að handboltinn hefur verið á niðurleið. í fyrsta lagi, og það er mjög mikilvægt, hefur ekkert verið gert í því að bæta reglurnar með það í huga að auka vinsældir leiks- ins og fá fleiri áhorfendur. Alþjóða körfuknattleikssambandið breytii- alltaf einhveiju lítillega á liveiju ári, sem hefur gefið góða raun, og Meistaradeild Evrópu í knattspymu hefur slegið í gegn. Það er þetta sem við þurfum í handboltanum.“ Hveiju viltu breyta? „Tilfellið er að það þarf að gera leikinn áhugaverðari fyrir áhorf- endur. Ég vil til dæmis að mark gert utan níu metra gildi tvöfalt og að sama gildi um sérstök mörk eins og „sirkusmörk". Eins vil ég eiga möguleika á tveimur leikhléum í hvorum hálf- leik því þjálfari verður að fá að tala við leikmenn. Það þarf að selja leikinn rétt eins og Alþjóða körfuknattleikssamband- ið og NBA selja körfuna og UEFA knattspyrnuna en IHF sýnir engin við- brögð, gerir ekki neitt.“ Tæknin mikilvægust Eins og fram hefur komið er handbolti mjög vinsæl íþróttagrein í Júgóslavíu og sagði Vujovic að hefðin hefði mikið að segja. „Ungir menn vilja vera í handbolta, því þar er hægt að komast í snertingu við mótheijana og það er mikilvægt í huga fólks. Metnaðurinn að standa sig er mikill og hjá landsliðsmönn- um skiptir líka miklu máli að ná betri árangri en menn í öðrum greinum. Eins hefur mikið að segja að aðstæður fyrir handknattleiks- menn eru miklu betri en til dæmis hjá knattspyrnumönnum.“ Hann sagði að því miður hefðu margir einblínt um of á líkamlega þáttinn og það hefði komið niður á leiknum. „Það er alltaf hægt að styrkja sig en þæknin verður að vera til staðar til að ná árangri og því byggist þetta allt á tækninni.“ Vujovic er samningsbundinn Handknattleikssambandi Júgóslav- íu fram yfir Ólympíuleikana í Atl- anta. Hann sagðist vera ungur þjálfari sem þyrfti að sanna sig en vel gæti komið til greina að þjálfa annars staðar. Engin ákvörðun í því efni yrði samt tekin fyrr en að loknum Ólympíuleikunum. „Fyrsta skrefið er að ná árangri með lands- liðið. Ég get ekki haft áhrif á al- mennt ástand og lífið í Júgóslavíu en ég get gert það sem ég get til að gera handboltann í landinu enn betri. Ég var einn af bestu leik- mönnum heims og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að kynslóðin sem er að taka við haldi merkinu á lofti, að Júgóslavía verði í hópi bestu landsliða heims í handbolta.“ Vujovic var heil- steyptasti leikmaður heims AÐ mínu mati var Vujovic heilsteyptasti handknatt- leiksmaður heims, jafnt í vörn sem sókn. Hann hafði mjög mikla tækni og yfirsýn hans var geysilega mikil. Vujovic var ótrúlega fjölhæf skytta og frábær gegnum- brotsmaður. Hann var mikill leiðtogi í Júgóslaviu á sínum tíma, mikill liðsmaður, greindur leikmaður sem opn- aði vel fyrir aðra. Hann var ótrúlegur keppnismaður en sanngjarn og heiðarlegur og það var alltaf mjög gaman að spila á móti honum. Það þurfti að gæta hans mjög vel, vera vakandi og ganga eins langt og dóraararnir leyfðu. Eg spilaði tvisvar með honum i heimsliðinu og einu sinni í úrvalsliði er- lendra leikmanna á Spáni og það var skemmtilegt. Utan vallar er hann mjög skemmtilegur og alþýðlegur náungi, laus við mont en með mikið sjálfstraust. Hann hef- ur lifað fyrir þetta öll þessi ár, haft frábæra þjálfara hjá félagsliðum og landsliði, kann þetta allt og ég held að þessi mikla reynsla hans eigi eftir að nýtast honum vel sem þjálfara og ég hef trú á að hann verði þjálfari í fremstu röð. Alfreð Gíslnson um Vujovic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.