Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKl Öldurnar aö lægja hjá Handsali/4 FJÁRJVIÁL Af áhættumati og útlánatöpum/6 í TÖLVUR átt til einfald- leikans/10 JHsvgunMattfc Verslunarráð Aðalfundur Verslunarráðs ís- lands verður haldinn í dag að Hótel Sögu frá kl. 11:15-15. Sér- efni fundarins verður tillaga stjórnar um nýja stefnuskrá ráðs- ins og varðar kjarni hennar starfsumhverfi íslensks atvinnu- og viðskiptalífs í alþjóðlegri sam- keppni. Er þar m.a. að finna áskorun til löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins um að auka möguleika Islendinga í alþjóð- legri samkeppni. Olís Olís áformar að hefja fram- kvæmdir við nýja bensínstöð við Sæbraut nú í mánuðinum. Bygg- ing afgreiðsluhúss hefur þegar verið boðin út og verið er að bjóða út jarðvinnu og fullnaðarfrágang lóðar að því er kemur fram í Dropanum, fréttabréfi OIís. Lánasýslan Ekkert útboð var hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Utboðið sem vera átti í gær verður haldið næstkom- andi föstudag vegna breytinga sem Lánasýslan hefur unnið að á fyrirkomulagi útboðanna. M.a. verður útboðsdögum og útboðið haldið kl. 11 að morgni í stað 14:00. SÖLUGENGI DOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 4.janúar 1995 (sölugengi) DOLLARI Kr r +1,73% breyting „0 1 frá áramótum 1995 1996 'j'f'm'a'm'j'j'á's'o'n'd 50 | Dönsk KRÓNA Kr. I; ^11.712 -0,51 % breyting frá áramótum 1 Q R 1 1995 1996 1 J F M A H J J A S O N D J F | Japanskt YEN Kr \ / -0.53% brevting 0627 3T* 0,6243 frá áramótum 1995 1996 'j'f'm'a'm'j'j'a's'ö^íT' 5 J Þýskt MARK 45,56 -0,53% breyting frá áramótum 1995 j Vm'am'j'j'á's'o'n'dTf Kr. 50 48 46 * 45,321 44 42 40 38 1996 +-36 Franskur FRANKI -1,48% breyting frá áramótum Kr. 15 14 1995 'j'f'm'a'm'j1j'a's'o’n'd'j'f 13,155 13 12 1996 11 Örtölvutækni-Tölvukaup hf. Kröfuhafar samþykkja nauðasamninga NAUÐASAMNINGUM Örtölvu- tækni-Tölvukaupa hf. lauk í gær og samþykktu 85% kröfuhafa samningana. Þessir kröfuhafar eiga um 93% af heildarkröfum í félagið en alls þurfti samþykki 80% kröfuhafa, hvað varðaði heildar- kröfur og fjölda kröfuhafa, til þess að samningarnir næðu fram að ganga. Samkvæmt nauðasamning- unum er gert ráð fyrir því að 20% heildarkrafna í fyrirtækið verði greiddar. Fjórðungur þeirrar fjár- hæðar verður greiddur 60 dögum eftir samþykkt nauðasamninga, en afgangurinn á þriggja ára tímabili, frá og með 1. júní 1996. Að sögn þeirra Ólafs Werners- sonar, stjórnarformanns og Júlíus- ar B. Kristinssonar, framkvæmda- stjóra Örtölvutækni ehf. þýðir þetta að framtíð fyrirtækisins sé nú tryggð, en það skilyrði hafði verið sett fyrir stofnun nýja fyrirtækisins að nauðasamningar forvera þess yrðu samþykktir. Hagnaður af rekstri Ortölvutækni ehf. í fyrra Örtölvutækni ehf. var stofnað þann 1. ágúst sl. og tók þá við Digital umboðinu af Örtölvutækni- Tölvukaupum hf., sem þá var kom- ið í þrot. Örtölvutækni hf. mátti þola mikið tap á árinu 1993 og hafði rekstur þess verið þungur allar götur síðan. Að sögn Ólafs hefur rekstur nýja fyrirtækisins gengið ágætlega eftir að tekist hafði að leysa fortíðarvanda þess. Velta fyrirtækisins á þeim 5 mán- uðum sem fyrirtækið var í rekstri á síðasta hafi verið um 150 milljón- ir króna og rekstrarhagnaður hafi numið 5 milljónum. Þetta verði að teljast viðunandi árangur, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið hafi starfað við mjög erfiðar aðstæður í skugga nauða- samninga Örtölvutækni-Tölvu- kaupa hf. Nú sé verið að leita að nýju húsnæði undir starfsemina m.a. þar sem núverandi húsnæði sé óhentugt að ýmsu leyti. Júlíus segist vera mjög bjart- sýnn á framhaldið. Mikil upp- sveifla hafi verið í rekstri Digital í heiminum, m.a. vegna velgengni hinnar nýju Alpha tölvu fyrirtæk- isins. Það hafi gjarnan sýnt sig að rekstur umboðsaðila sveiflist nokkuð í takt við sveiflur framleið- andans og því vænti hann þess að allar forsendur séu nú fyrir því að rekstur fyrirtækisins geti geng- ið vel. Hann bendir ennfremur á að mikil uppsveifla hafi verið í tölvugeiranum hér á landi að und- anförnu og það styrki rekstrar- grundvöllinn enn frekar. Hann segir að viðskiptavinir fyr- irtækisins hafi haldið tryggð við fyrirtækið þrátt fyrir mikla erfið- leika og svart útlit á köflum. Þá hafi starfsmenn búið við nokkra óvissu framan af sé komin í þau meiri festa og m.a. hafi verið geng- ið frá ráðningu nokkurra nýrra starfsmanna á undanförnum dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.