Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 B 3 VIÐSKIPTI Kvartað yfir útboðum varnarliðsins Minni gæðakröf- ur en útboðsgögn segja til um FRAMKVÆMDASTJORI Alnabæjar hf., Magni Sigurhansson, hefur sent Varnarmálanefnd bréf þar sem hann kvartar yfir vinnubrögðum við útboð á vegum varnarliðsins. Segir hann útboðsgögn gjarnan vera ónákvæm og þess séu dæmi að tekið sé tilboðum sem feli í sér minni gæðakröfur en gerðar séu í útboðsgögnum. í bréfinu vísar Magni til útboðs á gluggatjöldum og gardínubrautum á vegum Varnarliðsins, sem fyrirtæki hans tók þátt í síðastliðið haust. Seg- ir hann að í útboðsgögn hafí vantað ýmsar upplýsingar og skilgreiningar sem nauðsynlegar væru til þess að hægt væri að gera samanburðarhæf tilboð. Svör hafí fengist við hluta þeirra spurninga sem upp hafi kom- ið, en þó hafi aldrei fengist upplýs- ingar um hvers konar myrkvunarefni væri óskað eftir í útboðinu. „Ljóst er að hér var um allsendis ófullnægjandi útboðsgögn að ræða, þar sem ekki koma fram nægilegar upplýsingar til að bera saman verð og gæði á sama grundvelli, auk þess sem svo virðist sem ekki séu gerðar kröfur til lægstbjóðanda um að farið sé eftir þeim litlu kröfum sem settar voru fram í útboðslýsingu,“ segir í bréfi Magna. Magni segir ennfremur að honum hafí áskotnast sýnishorn af þeim gluggatjöldum sem sett hafi verið upp og við skoðun á þeim komi í ljós að frágangur sé með þeim hætti að umtalsverður efnissparnaður hljótist af, miðað við þær forsendur sem gefnar hafi verið í útboðslýsingu. Þá sé jafnframt um að ræða allt annað efni en óskað hafi verið eftir tilboði í. „í útboðsgögnum er beðið um myrkvunargluggatjöld sem fáanleg eru á markaðnum í dag. Við skoðun kemur í ljós að sett hefur verið upp myrkvunargluggatjaldafóður, sem notað er til þess að fóðra önnur gluggatjöld sem hleypa í gegnum sig ljósi. Við þessa breytingu er ljóst að lægstbjóðandi hefur sparað umtals- verðar upphæðir í efnisinnkaupum og viðskiptavinurinn hefur sætt sig við töluvert lægri gæði en útboðsgögn gáfu til kynna.“ Magni segir að fyrirtækið hafí áður orðið fyrir því að varnarliðið hafi samið við lægstbjóðanda sem hafi ekki boðið þá vöru sem um hafi verið rætt í útboðsgögnum. Með slík- um vinnubrögðum sé ekki um neitt jafnræði á milli þáttakenda í útboðum varnarliðsins að ræða. Hjá Varnarmálaskrifstofu Utan- ríkisráðuneytisins fengust þær upp- lýsingar að málið væri þar til skoð- unar, m.a. með tilliti til þess hvort draga megi einhvern lærdóm af því í framtíðinni. Alltaf væri lögð áhersla á að allir hlutaðeigandi aðilar fengju sömu upplýsingar í útboðum og verið væri að kanna málið í ljósi þess. Hins vegar væri ljóst að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á þeim samningum sem þegar hefðu verið gerðir. Fleiri útboð á hugbúnaði fyrir ríkisstofnanir FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra hefur markað þá stefnu að rík- isstofnanir bjóði út í auknum mæli gerð hugbúnaðar fyrir stofnanirnar í því skyni að lækka kostnað og styrkja innlendan hugbúnaðariðnað. Með þessu móti er gert ráð fyrir því að hið opinbera komi til með að verða virkari kaupandi á þessum markaði en verið hefur hingað til. Fjármálaráð- herra segir að nokkrar tilraunir hafí verið gerðar með slík útboð og hafí þau gefíð mjög góða raun, bæði hvað varðar gæði búnaðar sem og verð. Stærri þróunarverkefni á sviði hug- búnaðar sem unnin hafa verið fyrir ríkisstofnanir til þessa hafa að stærst- um hluta verið í höndum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr hf.) Fyrirtækið mun áfram sinna þeim verkefnum sem þegar hefur verið hafíst handa með. Ætlunin er hins vegar að bjóða ný verkefni út. Kostnaður við þessi þróunarverk- efni mun hafa verið nokkuð óskil- greindur vegna þess hve þau hafí náð yfir langan tíma. Með útboðun- um er gert ráð fyrir því að hægt verði að fá betri yfírsýn yfir kostnað einstakra verkefna. Meðal þeirra útboða sem munu vera í burðarliðnum nú er gerð hug- búnaðar vegna staðlaðs rekstrarfram- tals, sem taka á upp í skattkerfinu. TÆKNIBYLIING! Veees símlMw em þegar hafa verið tengdar samnetinu (ISDN) stofntengingu (PRI) á íslandi. HIIIséo l/em... Voice mail (talhólf). Fyrir allar stærðir fyrirtækja. Sjálfvirk svörun. Símaskrá (nafnaskrá) 2000 númer. Innbyggt skilaboðakerfi. Vídeó símafundur (conference) milli notenda mögulegur. Hægt að tengja við tölvunet o.fl., o.fl. Seldar um allan heim, yfir 500 Nitsuko Venus símstöðvar með samnettengingu (ISDN) í Noregi. Er bæði með grunn-(BRI) og stofntengingu (PRI) til tengingar við samnetið (ISDN). ... ÓBIIllaillBSÍF mÍÍSlllBllíSPl StNNIRKlNN Hátúni 6A, r-ff s*m' 561-4040, JimtCtfQ tlf. fax 561-4005. Samkeppnishæf kjör Langur lánstími Stuttur afgreiðslutími Vísitölubundin lán * Sveigjanieg endurgreiðsla Erlend mynt Virk þjónusta á lánstfma Milliliðalaus lánveiting IÐNLANASJOÐUR ÁRMÚLA 13a *155 REYKJAVÍK«SÍMI 588 6400 o i- i- o \ fcL I v'-T> v",''... S? ps Líj'Í.S Sfgr. cm vsk. - 99.575,- m/vsk Sanyo SPF lascr faxtœki | Notar venjulegan pappír PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 6670 • Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 og á póst-og símastöðvum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.