Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 B 5 VIÐSKIPTI Set hf. á Selfossi stefnir að auknum útflutningi Morgunblaðið/Sig. Jóns. Á FAGSÝNINGUNNI í Malmö. Rolf Stalebrant framkvæmdastjóri sænska hitaveitusambandsins, Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Sets hf. og Mats Rosenberg framkvæmdastjóri norska hitaveitusambandsins. Seldi foreinangr- að lagnaefni Selfossi. Morgunblaðið. SET hf. á Selfossi tók nýlega þátt í fagsýningu í Malmö í Svíþjóð og fékk töluverða umfjöllun á meðan á henni stóð. í kjölfar þessarar sýn- ingar er unnið að því hjá fyrirtækinu að kanna nokkra möguleika á við- skiptum, en sala á hitaveituefni hefst með vorinu og stendur fram á haust. Hjá Seti hf. hafa að undanfömu verið gerðar tilraunir með útflutning á foreinangruðu lagnaefni fyrir fjar- varmaveitur og á síðastliðnu ári seldi fyrirtækið efni meðal annars til SIó- vakíu, Svíþjóðar og Kína. Fyrirtækið stefnir að því að auka útflutninginn og víkka þannig sóknarsvið þessarar iðngreinar hér á landi. Að sögn Berg- steins Einarssonar framkvæmda- stjóra hefur árangur í útflutningi hingað til helst orðið í samstarfí við erlenda samstarfsaðila íyrirtækisins og í kjölfar samvinnu við innlenda ráðgjafarverkfræðinga sem unnið hafa að markaðssetningu á íslenskri þekkingu á sviði fjarvarma erlendis. Rannsóknir hafa skilað árangri Bergsteinn segir að kostnaður við ýmiskonar rannsóknir, prófanir og vinnu við gæðamál hafí farið vax- andi undanfarin ár, en sá kostnaður hafi skilað fyrirtækinu sterkara og öruggara til að takast á við ný verk- efni. Eftir uppbyggingarskeið und- anfarinna ára er stefnt að því að auka áherslu á afurðaþróun og tækniverkefni samfara sókn í út- flutningsmálum. Hjá fyrirtækinu er framkvæmdum við fyrsta áfanga nýs skrifstofu- og lagerhúss að ljúka og verður það tekið í notkun á næstu vikum. Síðari áfanga hússins verður lokið á þessu og næsta ári. Þrátt fyrir viðvarandi samdrátt í byggingariðnaði og greinum tengd- um honum hefur Seti hf. tekist að auka umsvif sín á undanförnum árum. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á byggingamarkaðnum og í verklegum framkvæmdum sem valdið hafa mörgum fyrirtækjum erfiðleikum. Árangur Sets hf. má að nokkru rekja til aukinnar fjöl- breytni í framleiðslu og innflutningi á lagnavörum og ekki síður aðgerða í tækni- og gæðamálum. Þá hefur það sýnt sig að framleiðsla fyrirtæk- isins er orðin samkeppnisfær jafnt innanlands sem utan. Betra tækifæri til útflutnings „Samdráttarskeið undanfarin ár hefur orðið ýmsum fyrirtækjum erfítt og sumum ofviða, en kostir erfíðleik- anna eru uppskeran af varnarvið- brögðum þeirra, hagræðingu og end- urskipulagningu. Hliðarverkanir kreppunnar hafa því haft jákvæð áhrif og aðgerðir stjórnvalda þennan tíma hafa skapað íslenskum iðnfyrir- tækjum betra tækifæri til útflutnings en nokkru sinni áður. Hagstætt raun- gengi, afnám aðstöðugjalds, lækkun skatta á fyrirtæki, stöðugleiki á vinnumarkaði og fleira má nefna í því sambandi. Fyrirtækjunum ber að nýta þessar aðstæður til sólinar. Hins vegar breytist staðan strax til hins verra fyrir iðnaðinn ef stjórn- völd grípa ekki til aðgerða þegar og ef uppsveifla verður í hagkerfinu. Mikið vantar á að fjármálastjórn rík- issjóðs sé í lagi og að tiltæk séu tæki til sveiflujöfnunar í gengismál- um,“ sagði Bergsteinn. Kauputn íslenskt Bergsteinn sagði að verkefna- staða Sets hf. væri góð um þessar mundir og útlit fyrir áframhaldandi vöxt hjá fyrirtækinu. „íslenskur iðn- aður þarf mjög á því að halda að tryggja markaðshlutdeild sína á inn- lendum markaði, en mikilvæg for- senda sóknar á erlenda markaði getur staðið og fallið með stöðu þeirra á heimamarkaði. Einnig hefur verið sýnt fram á að ódýrasta leiðin til að ná niður atvinnuleysi er að kaupa íslenskar framleiðsluvörur," sagði Bergsteinn Einarsson. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Magnús Guðberg Ramírez er einn af mörgum sem nýtir sér tölvur Eldsmiðsins í Sýslusafninu á Höfn og er dagurinn yfir- leitt fullbókaður. Eldsmiðurinn býður aðgang að alnetinu Hornafirði. Morgunblaðið. NÝTT fyrirtæki, Eldsmiðurinn, gefur nú Austfirðingum kost á ódýrari aðgangi að alnetinu en áður hefur verið í boði. Notendur með 47 í byrjun símanúmers geta tengst Eldsmiðnum og þar með alnetinu á innanbæjarsímgjaldi i stað utanbæjargjalds. Sigurpáll Ingibergsson tölvu- fræðingur sinnir viðskiptavinum og leiðbeinir þeim um tengingar og uppsetningar. Notandinn þarf að hafa tölvu, mótald og venju- lega símalínu til að geta nýtt sér þessa þjónustu. Ekki er um að ræða stofngjald en mánaðargjald er 1.790 kr. Eldsmiðurinn er til húsa i Sýslusafni Austur-Skafta- fellssýslu á Höfn og er mögulegt að nýta sér þar þjónustu fyrir- tækisins án kostnaðar. Fyrirtækið dregur nafn sitt af þúsundþjalasmiðnum Sigurði Filippussyni frá Hólabrekku á Mýrum en nafn hans gerði Frið- rik Þór Friðriksson ódauðlegt í kvikmyndinni „Eldsmiðurinn". Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson EIGENDUR verkfræðistofunnar og nuddstofunnar þau Jón Guð- mundsson verkfræðingur og Elín Guðmundardóttir nuddmeistari. Ný fyrirtæki á Hornafirði Hornafirði. Morgunblaðið HJÓNIN Jón Guðmundsson og Elín Guðmundardóttir hafa sett á fót Verkfræðistofu og nuddstofu á Hornafirði, auk þess hafa þau til leigu eitt herbergi fyrir aðra starf- semi. Jón er borinn og barnfæddur Hornfírðingur og er húsasmíða- meistari, tæknifræðingur og bygg- ingarverkfærðingur (MSc) að mennt. Síðastliðin 5 ár hefur hann unnið sem bæjarverkfræðingur á Höfn. Auk þess að vera með sína eigin verkfræðistofu sinnir hann starfi heilbrigðisfulltrúar A-Skafta- fellssýslu. Nóg vinna er fyrir verk- fræðistofuna, en Jón hefur yfirum- sjón með verki Vita- og hafnamála- stofnunar við gerð leiðigarðs á Aust- urfjörum Hornaíjarðar svo eitthvað sé nefnt. Netfang Verkfræðistonun- ar er Jongudm Eldhorn.is Á sama stað og verkfræðistofan er til húsa er Elín Guðmundardóttir með nuddstofu sína, en Elín er með meistarapróf í nuddi frá Bandaríkj- unum og hefur starfað sem slíkur um nokkurt skeið. Dagvörukaupmenn óhressir með viðskiptahætti verslunarkeðjanna Hagkaups og Bónuss Vilja banna „undir- verðlagningu “ MIKIL ólga er meðal dag- vörukaupmanna vegna svokallaðrar undirverð- lagningar verslunarkeðjanna Hag- kaups og Bónuss. Á morgunverðar- fundi Kaupmannasamtakanna um samkeppni í verslun síðastliðinn fímmtudag komu fram kröfur um að Samkeppnisstofnun eða löggjaf- inn gripu til aðgerða gagnvart slík- um viðskiptaháttum. Samkeppnis- stofnun telur ekki sannað að undir- verðlagning hafi skaðað samkeppni á matvörumarkaði en segir að öðru máli kunni að gegna um bókamark- aðinn. Á fundinum var mikið rætt um svokallaða undirverðlagningu og hélt Friðrik Friðriksson kaupmaður því fram að Bónus og Hagkaup stunduðu þá viðskiptahætti í stórum stíl, þ.e. að selja ákveðnar vöruteg- undir innkaupsverði og laða þannig til sín viðskiptavini á fölskum for- sendum. Þetta stangaðist á við eðli- lega viðskiptahætti og bæri Sam- keppnisstofnun að koma í veg fyrir að slíkt ætti sér stað. Þrefalt hærri afsláttur Árni Helgason, framkvæmda- stjóri Þinnar verslunar, tók í sama streng og sagði að Baugi, innkaupa- fyrirtæki Hagkaups og Bónuss, tækist í krafti aðstöðu sinnar að knýja fram allt að þrefalt hærri afslátt hjá innflytjendum og fram- leiðendum en aðrar verslanir. Væri verðugt verkefni fyrir Samkeppnis- stofnun að skoða viðskipti og kjör Baugs sérstaklega. Kæmi í ljós að slík undirverðlagning markaðsráð- andi afla væri heimil hlyti að vera tímabært að banna hana með laga- setningu. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, sagði að stofnun- in hefði ekki gripið til neinna að- gerða gagnvart undirverðlagningu á matvörumarkaði enda væri engan veginn sannað að hún skaðaði markaðinn. Slíkir verslunarhættir væri^ algengir erlendis og hann fengi t.d. ekki séð hvernig það drægi úr samkeppni á matvöru- markaðnum þótt greitt væri með einhverri sinnepstegund svo dæmi væri tekið. Guðmundur sagðist ekki sjá betur en meint „undirverðlagn- ing“ Hagkaups og Bónuss hefði ýtt við öðrum kaupmönnum og fengið þá til að endurskoða starfsemi sína og standa sjálfir að stofnun inn- kaupakeðja til að lækka vöruverð. Værú Búr og Þín verslun dæmi um slíkt. Bækur notaðar sém beita Nokkrar umræður urðu um það hvenær Samkeppnisstofnun bæri að grípa til aðgerða ef hún teldi að starfsemi fyrirtækja ógnaði eða drægi úr samkeppni í viðkomandi grein. Teitur Gústafsson, formaður félags bókaverslana, taldi að Sam- keppnisstofnun ætti að hafa frum- kvæði að því að fylgja samkeppnis- lögunum eftir en ekíri bíða eftir því að kært væri. í því sambandi nefndi hann bóksölu fyrir síðustu jól þar sem stórmarkaðir hefðu niðurgreitt bækur um allt að 20% og notað verðið, sem „beitu“ fyrir viðskipta- vini. Sagði Teitur að Samkeppnis- stofnun hefði biugðist í þessu máli. Fylgst með bókamarkaði Guðmundur svaraði Teiti og sagði að stpfnunin fylgdist vel með bókamarkaði. Vegna sérstöðu hans gæti það valdið skaða að markaðs- ráðandi fyrirtæki í öðrum greinum réðust inn á hann á aðal sölutíman- um til að fleyta ijómann. Hann benti þó á að skýrt væri kveðið á um það í lögum um stofnunina að henni væri ekki heimilt að grípa til aðgerða fyrr en eitthvað hefði gerst, sem væri líklegt til þess að skaða samkeppni. Stofnunin hefði fylgst vel með bóksölu fyrir jólin en ákveð- ið að hafast ekki að þar sem bókaút- gefendur og söluaðilar hefðu sjálfir náð samkomulagi um hámarksaf- slátt. Það samkomulag hefði hins vegar brostið skömmu fyrir jól. Málið væri hins vegar ekki gleymt og myndi stofnunin fylgjast vel með bókamarkaði fyrir næstu jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.