Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ T.LSVERÐ hreyfing er á upplýsingatæknimarkaðn- um þessa mánuðina. All- mörg fyrirtæki eru að endurnýja upplýsingakerfi sín eða hugsa sér til hreyfings. Sífellt fleiri stjórn- endur gera sér grein fyrir mikil- vægi réttra upplýsinga á réttum tíma í harðri samkeppni. Fjárfesting í upplýsingatækni getur verið vandasöm. I fyrsta lagi er þróunin ör, bæði í búnaði og hvað varðar kröfur notenda, og því erfitt að velja búnað sem stendur fyrir sínu í langan tíma. í öðru lagi er erfitt að spá fyrir um álag á hugbúnað og vélbúnað og forðast kerfi sem eru annað- hvort of hægvirk þegar á hólminn er komið eða verulega dýrari en nauðsyn krefur. Í þriðja lagi er vandi að greina vel fyrirfram kröf- ur til hugbúnaðar, þjónustu og þjálfunar starfsfólks og fyrir- byggja með því óvænta bakreikn- inga. Almennt má álykta að flest- um kaupendum sé vandi á höndum þegar spyija þarf réttu spurning- anna. Úr þessu má bæta með aukinni umræðu þannig að kaupendur geti betur metið á eigin spýtur kosti og ókosti þess búnaðar sem í boði er. Mig langar að benda á nokkur atriði sem mér finnst í ljósi reynslunnar full ástæða til að stjórnendur hafi í huga þegar þeir velja sér búnað. Stefna markaðarins Meginstraumur þróunar í tölvu- kerfum, jafnt vélbúnaði sem hug- búnaði, er á sviði einmennings- tölva (PC). Þar er samkeppnin mest, framboðið fjölbreyttast, þró- unin hröðust og verðið lægst. PC-tölvur má nú fá með nánast þeim afköstum sem óskað er og því rekstraröryggi sem þörf er á. Unnt er að fá fjölgjörva tölvur, villuprófað minni, speglaða diska, rafbakhjarla og önnur tól og tæki til að flýta vinnslu og auka ör- yggi. Einmenningstölvumarkaður- inn er opinn, þannig að raða má saman einingum frá mismunandi framleiðendum. Því er lítil hætta á að lokast inni með dýran búnað sem aðeins er unnt að stækka með áframhaldandi kaupum frá sama framleiðanda. Aðeins örfá íslensk fyrirtæki eru nú of stór til þess að geta reitt sig á PC-tölvur ein- göngu fyrir upplýsingavinnslu sína, og þeim fer fækkandi. Uppbygging (arkítektúr) Ef eitthvað má læra af sögu undanfarinna 20 ára á tölvusvið- inu, er það að vanmeta ekki mögu- leika einmenningstölvanna. Á því hafa margir farið flatt. Langt er síðan upplýsinga- VEXTIR hér á landi hafa held- ur verið að þokast upp á við á undanförnum vikum. Þetta gildir um vexti Seðlabankans, vexti í útboðum á ríkisvíxlum og öðrum ríkisverðbréfum, ávöxtunar- kröfu á eftirmarkaði fyrir skamm- tíma- og langtímaverðbréf og vexti banka og sparisjóða. Vaxtahækkanir banka og sparisjóða hafa verið gagn- rýndar opinberlega og fullyrt að fyr- ir þeim séu engar efnahagslegar forsendur. Þetta er rangt. Vaxta- hækkanir banka og sparisjóða hafa byggst á mati þeirra á verðlagsþró- un, þróun markaðsvaxta og ekki síst stefnu Seðlabankans í vaxtamálum eins og hér verður rakið. íslenskt efnahagslíf hefur sem betur fer rétt hratt úr kútnum eftir langvarandi stöðnun á árunum 1988-1993 og horfur næstu misseri eru góðar. Efnahagsbatann hefur mátt greina í auknum umsvifum innanlands, aukinni einkaneyslu, auknum innflutningi á vöru og þjón- ustu og versnandi lausafjárstöðu banka og sparisjóða. Þannig hefur bifreiðainnflutningur tekið mikinn kipp og annar innflutningur aukist verulega og ásókn í utanlandsferðir virðist vera með mesta móti. Virðist sem vöxtur einkaneyslu sé meiri en VIÐSKIPTI Að kaupa upplýs- ingakerfi Sjónarhorn Það er að mörgu að hyggja fyrir kaupendur upplýsinga- kerfa, segir Vilhjálmur Þor- steinsson, því hvemig til tekst skiptir miklu máli um samkeppnishæfni nútíma fyr- irtækja. Þess vegna er sjálf- sagt að gefa sér góðan tíma, skoða alla valkosti ofan í kjöl- inn og spyrj a réttra spuminga Þorste“on tæknimarkaðurinn gerði upp við sig að svokölluð biðlara/miðlara- kerfi (client/server) kæmu í stað miðlægrar vinnslu. í biðlara/miðl- ara-kerfi er verkefnum deilt á milli tölvu á borði notandans og sameiginlegs þjóns eða miðlara, sem gjarnan sér um gagnasafn og ef til vill ýmsar innri vinnslur. Upp á síðkastið hefur borið nokk- uð á kerfum á íslenska markaðn- um þar sem viðskiptahugbúnaður er keyrður miðlægt, t.d. á tölvu með UNIX-stýrikerfi, og notend- ur tengjast honum með skjá- hermiforriti eða jafnvel frá „heimskum“ skjástöðvum (term- inals). Þetta er að mínu mati afturför. Miðlæg kerfi eru hverf- andi um allan heim. Þau eru til lengdar hægvirkari, takmarkaðri og með fábrotnara viðmót en hin nýrri biðlara/miðlarakerfi þar sem verulegur hluti „gáfnanna" í kerfinu er á tölvu notandans. Miðlæg vinnsla krefst mikilla af- kasta miðtölvunnar og vélbúnað- arstækkanir í UNIX-miðtölvur eru yfirleitt dýrari en menn þekkja frá einmenningstölvum. Margar aðrar ástæður mætti nefna sem eru vel þekktar úr al- þjóðlegri umræðu undanfarinna ára á þessu sviði. Þol gagnvart mörgum samtíma notendum Mjög mismunandi er hversu vel viðskiptahugbúnaður og gagna- grunnshugbúnaður sem honum tengist er hannaður til að gagn- ast mörgum notendum samtímis. Dæmi um iykilspurningar sem kaupendur ættu að spyija: Eru gagnaskrár lokaðar öðrum not- endum meðan einn notandi upp- færir nótu eða dagbók? Geta not- endur nálgast gögn í fjárhagsbók- haldi meðan verið er að uppfæra dagbækur? Geta notendur nálgast gögn í viðskiptamannabókhaldi meðan verið er að reikna dráttar- vexti eða loka mánuðum? Ef kaupa þarf sérstakan gagna- grunn til að mæta ofangreindum kröfum, hvað kostar hann - í innkaupum, þjálfun starfsfólks, þjónustu og rekstri? Þau atriði sem hér eru nefnd geta skilið á milli nothæfs kerfis og ónothæfs í stærri fyrirtækjum. Gagnagrunnur Miklu skiptir að gagnagrunnur viðskiptahugbúnaðar sé áreiðan- legur, hraðvirkur og opinn. í fyrsta lagi á hætta á gagnatapi að vera sem minnst. Þarna má t.d. spyija spurninga á borð við þá, hvort gögn fyrirtækisins séu geymd í einni skrá eða mörgum. Ef gögnin eru geymd í einni skrá, getur ein skemmd á diski valdið því, að öll gögn fyrirtækisins tapist. I fram- haldi af því er sjálfsagt að kanna hvort unnt sé að taka afrit meðan vinnsla er í gangi. Þá er með öllu óviðsættanlegt í nútíma tölvukerfi að þurfa að endurlykla gagna- grunninn með reglulegu millibili eða jafnvel daglega, eins og dæmi eru um. Slík endurlyklun er mjög tímafrek og útilokar aðra vinnslu meðan hún er í gangi. I öðru lagi á gagnagrunnurinn að vinna hratt, sérstaklega þar sem mest á reyn- ir, t.d. í skráningu sölunóta. í ein- menningstölvukerfum á að vera hægur vandi að uppfæra nótu beint í gagnaskrár (on- line) á fáeinum sekúndum, jafnvel þótt álag sé mikið og gagnagrunnurinn stór. Engin ástæða er til að sætta sig við minna. í þriðja lagi á gagnagrunnurinn að vera opinn þannig að unnt sé að nota verkfæri frá óháðum fram- leiðendum til að nálgast gögnin og vinna úr þeim. Þetta tryggir að unnt sé að leita til fleiri aðila en upphaflegs hugbúnaðarsala til að fá viðbætur á hugbúnaðinn. Þannig má komast hjá því að lenda í spennitreyju einokunar eða fest- ast í ástlausu hjónabandi við hug- búnaðarbirgjann. Klæðskerasaumur Mörg fyrirtæki óska eftir því að upplýsingakerfin lagi sig að þeirra þörfum en ekki öfugt. Þetta er sjálfsögð ósk, en fara þarf var- lega þannig að hugbúnaðarsalinn taki ekki alla höndina þótt honum sé réttur litli fingur. Fyrir 10 árum tíðkaðist að fyrirtæki keyptu hug- búnað með frumforritum og fengju svo sérfræðinga frá hugbúnaðar- salanum til að klæðskerasauma hann í tímavinnu, oft með ærnum og ófyrirséðum tilkostnaði. Með tilkomu staðlaðra hugbúnaðar- pakka leið þessi sölumáti að mestu undir lok, enda mun ódýrara í bráð og lengd að velja saman safn sveigjanlegra eininga af stöðluð- um „matseðli“ en að láta útbúa sérhveija þeirra „a la carte“. Nú virðist klukkan ganga aftur á bak hjá allmörgum kaupendum og selj- endum búnaðar, og umfangsmikl- ar sérbreytingar í tímavinnu hafa haldið innreið sína á ný. Þessi þró- un er að mínu mati í öfuga átt. Besta leiðin fyrir kaupandann er sú að gera ítarlega þarfagreiningu fyrirfram og óska eftir föstum til- boðum hugbúnaðarfyrirtækjanna í klæðskerasaumaða heildarlausn. Þau fyrirtæki sem raunverulega bjóða sveigjanlegan hugbúnað munu njóta þess og geta boðið lægra verð en hin sem þurfa að leggja í mikla sérvinnu í hveiju tilviki. Eins og vera ber er áhætt- an þá seljandans en ekki kaupand- ans. Að sjálfsögðu á eftir sem áður að leggja áherslu á að not- endur geti sjálflr sett upp og breytt skýrslum, skjámyndum, valmynd- um og gagnaskrám eftir því sem þörf krefur, á auðveldan og ódýran hátt og án þess að kaupa rándýr þróunarkerfi. Fjarvinnsla Sífellt færist í vöxt að gerðar séu kröfur um að nota upplýsinga- kerfi fyrirtækis frá fleiri en einum stað, og jafnvel að starfsmenn geti tengst því að heiman um sí- malínu. Er slík lausn fyrir hendi og þrautprófuð? Ef unnt er að nota staðlaðar lausnir, t.d. frá við- urkenndum framleiðendum á borð við Novell og Microsoft, er það stór kostur. Margt fleira mætti nefna til athugunar fyrir kaupendur, svo sem að gaumgæfa vel, hvað sé innifalið í því verði sem boðið er. Þarf að greiða sérstaklega fyrir magn gagna í gagnagrunni við- skiptahug- búnaðarins? Þarf að greiða sérstaklega fyrir almenna möguleika á borð við prentun gíró- seðla, afslátt eftir viðskiptavinum. og vöruflokkum, útskrift ávísana eða tengingu við töflureikni (spre- adsheet)? Hvað kostar lausn fyrir pappírslaus viðskipti, sem reikna má með að flest fyrirtæki þurfi innan fárra ára? Hvað kostar þjón- usta og hve mikið er greitt fyrir lágmarksútkall? Eins og sést af ofantöldu er að mörgu að hyggja fyrir kaupendur upplýsingakerfa. Það, hvernig til tekst, skiptir líka miklu máli um samkeppnishæfni nútíma fyrir- tækja. Þess vegna er sjálfsagt að gefa sér góðan tíma, skoða alla valkosti ofan í kjölinn og spyija réttra spurninga. Mistök á þessu sviði geta verið afar dýr, bæði beint og óbeint. En ef vel tekst til, fæst hraðvirkt, öruggt og sveigjanlegt kerfí sem vex með fyrirtækinu um langa hríð. Höfundur stjórnar vöruþróun hjá Islenskri forritaþróun hf. oghefur starfað við upplýsingatækni síðan 1980. Vaxtabreyt- ingar á þorra Sjónarhorn Finnur Sveinbjörnsson Staða landsins í viðskiptum við útlönd hefur farið versn- andi á ný eftir mjög góðan árangur á þessu sviði 1994, segir Finnur Sveinbjörns- son. Þetta eru dæmigerð þenslueinkenni sem bregð- ast verður við af festu ef efnhagslífið á ekki að fara úr skorðum. hækkun ráðstöfunartekna gefur til- efni til sem þýðir einfaldlega að al- menningur fjármagnar neysluna að hiuta með lánum í þeirri von að efna- hagsbatinn leiði til hækkunar tekna. Þrátt fyrir nokkra aukningu útflutn- ings milli 1994 og 1995 hefur hún ekki jafnast á við aukningu innflutn- ings. Staða landsins í viðskiptum við útlönd hefur því farið versnandi á ný eftir mjög góðan árangur á þessu sviði 1994. Þetta eru dæmigerð þensluein- kenni. Verði ekki brugðist tímanlega við þeim og af festu má allt eins búast við að efnahagslíf fari hér úr skorðum eins og á fyrri uppgangs- tímum. Til viðbótar við þau atriði sem þegar hafa verið rakin má nefna að vextir hér á landi voru tiltölulega hagstæðir á árunum 1994 og 1995 samanborið við vexti erlendis og mörg fyrirtæki nýttu þessar aðstæð- ur til að taka lán innanlands og greiða skuldir sínar erlendis. Þetta leiðir að sjálfsögðu til gjaldeyrisút- streymis. Seðlabankinn brást við gjaldeyr- isútstreymi og versnandi lausafjár- stöðu banka og sparisjóða með því að beita sér fyrir hækkun vaxta á skammtímamarkaði í desember. Aðgerðum seðlabanka í peningamáb um hér á landi og erlendis er ætlað að hafa áhrif, annars væru þeir gagnslausir. Því þarf ekki að koma á óvart að þessi aðgerð Seðlabank- ans leiddi til vaxtahækkunar við uppboð ríkisvíxla seint í desember og hækkana banka og sparisjóða á vöxtum óverðtryggðra lána á fyrstu vikum þessa árs. Þegar við þetta bætist að verðbólga mælist nú tíma- bundið heldur hærri en hún verður síðar á árinu vegna áhrifa almennra launahækkana um síðustu áramót er ekkert óeðlilegt við síðustu vaxta- hækkanir banka og sparisjóða. í lokin er rétt að ítreka að vaxta- hækkanir banka og sparisjóða má annars vegar rekja til aðgerða Seðla- bankans í peningamálum sem hafa miðað að því að hækka vexti á skammtímamarkaði í því skyni að draga úr gjaldeyrisútstreymi og slá á þenslueinkenni og hins vegar til tímabundinnar hækkunar verðbólgu sem stafar af almennum launahækk- unum um síðustu áramót. Vaxta- hækkanir banka og sparisjóða eiga sér því eðlilegar efnahagslegar skýr- ingar. Höfundur er fræmkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskipta- banka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.