Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ J VIÐSKIPTI ÍÁTT TIL EINFALD- LEIKANS Hugbúnaðarþróun stefnir í nýjar áttir með OpenDoc og OLE forritunartækjunum sem berjast nú um yfírráð. Arni Matthíasson kynnti sér slaginn og spáir því að þríðja tólið gæti eins haft vinninginn. AÐ ER eðli hugbúnaðar að verða sífellt flóknari og oft er sem vélbúnaður nái ekki nema rétt að halda í við forritin; ekki er fyrr búið að festa kaup á öflugasta búnaði en hugbúnaður- inn kallar á enn öflugri vélar. Löngum hafa notendur og hönnuð- ir horft löngunaraugum til þess að selja forrit í einingum, þ.e. notandinn fær í hendurnar grunn- einingu sem nýtist við almenna vinnu, en eftir því sem hann þarfn- ast sérhæfðari tóla kaupir hann viðbætur. Gott dæmi um slíka til- högun er QuarkExpress umbrots- forritið sem lagt hefur undir sig útgáfuheiminn einmitt með því hve auðvelt er að fá viðbætur í ólíkleg- ustu verkefni. Það þýðir eðlilega að ekki þarf eins öfluga tölvu, því hún þarf ekki að keyra upp alla möguleika í einu, og svo hitt að uppfærsla og endurbætur eru ein- faldar, því einungis þarf að skipta um viðbótina eða endurbæta hana, en ekki kaupa allan pakkann upp á nýtt. Annað sem ekki er síst æskilegt er að hægt sé að kaupa forrit eða viðbót án þess að vera bundinn af tölvukerfi; ekki skipti máli hvort unnið sé á Macintosh, PC-samhæfða tölvu eða eitthvert hinna óteljandi afbrigða af Unix. Fjölmargar tillögur hafa komið fram um lausn á ofangreindu og margt bendir til þess að þetta eigi eftir að verða vinsælt átakaefni hugbúnaðarrisanna næstu misseri. Microsoft var einna fyrst með slíkt forritunartæki, sem kallast OLE, eða Object Linking and Emedding, sem sett var á markað fyrir all- löngu, en nýjasta útgáfa er OLE 2.0. Seint á síðasta ári kom sam- eiginlegt svar við OLE frá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, sem er leiðandi í samstarfinu, Smiðjuvegi 2 ,Kópavogi 1 Sfmi 567 2 1 10 IBM/Lotus, Novell, Oracle, Talig- ent, Xerox og WordPerfect. Quo vadis? William Gates, eigandi Micros- oft, hefur fyrir sið að svara spurn- ingum á neti Microsoft og var fyr- ir skemmstu spurður að því hvort hugbúnaður framtíðarinnar ætti eftir að stefna í átt að OLE, OpenDoc eða Java. Gates var ekki á því, sagði fráleitt að sínu mati að tölvunotendur myndu vilja kaupa allt í bútum og setja saman sjálfir; megináherslan hlyti að vera á öfluga hugbúnaðarpakka sem síðan mætti endurbæta ef svo ólík- lega vildi til að viðbóta væri þörf. Að hans mati hljóti kaupendur að treysta frekar á fullgert forrit sem búið sé að reyna til hlítar við ólík- legustu aðstæður frekar en að setja saman eigin pakka úr ólíkum og jafnvel ótraustum einingum; fólk kaupi ekki bifreið í hlutum og setji saman. Andmælendur Gates eru fjöl- margir og grípa líka til bifreiðalík- ingar; bifreiðar hafi ekki orðið al- menningseign fyrr en Henry Ford setti færibandið í gang. Með OpenDoc megi auðvelda til muna alla hugbúnaðargerð og auka hönnunarhraða með þeim afleið- ingum að forrit verði ódýrari og handhægari. Þeir benda líka á að þó Microsoft hafi verið fyrst á ferðinni með öflugt tæki til hug- búnaðargerðar, OLE, þá sé sú hönnun lokuð öðrum en Microsoft ólíkt OpenDoc, sem er opið fyrir hvern sem vill og því líklegra til að verða almennur staðall. Tæknilegir yfirburðir OpenDoe hefur ýmislegt fram yfir OLE, ekki síst fyrir notend- ur, en aðal hagræðið er þó tækni- legs eðlis og gerir forriturum kleift að setja saman viðbætur á einfaldari og hraðvirkari hátt, aukinheldur sem ýmisleg vanda- mál tengd OLE, til að mynda varðandi öryggi, eru rækilega leyst í OpenDoc. Það er svo aftur annað mál hvort aðstandendum OpenDoc tekst að gera það að þeim staðli sem þeir helst vildu, Microsoft býr að því að OpenDoc kemur á markað fimm árum á eftir OLE, og segist að auki vera með nýja öflugri útgáfu af OLE í smíðum. Að sögn talsmanna fyrirtækisins er á sjötta hundrað fyrirtækja að hanna OLE forrit og ríflega þúsund slík eru fáanleg í dag. Þeir benda einnig á að hálf önnur milljón forritara noti Visual Basic frá Microsoft og þeir muni skrifa OLE-forrit, en ekki OpenDoc; markaðshluti ráði því hvað verði staðall og ef OpenDoc eigi eftir að ná hylli, verði það sem hentugt tól til að semja OLE forrit. OpenDoc-liðar láta slíkar yfir- lýsingar ekki slá sig út af laginu, tæknilegir yfirburðir OpenDoc séu slíkir að það hljóti að bera sigur af hólmi og stjórar tölvu- tímaritsins Infoworld eru á sama máli, því þeir völdu OpenDoc merkasta hugbúnað liðins árs. Þegar hafa 300 fyrirtæki lýst því yfir að þau muni þróa OpenDoc forrit og þó það sé ekki nema dropi í hafið er það þægileg byrj- un. Má bjóða þér Java? í ljósi sögunnar verður að taka undir það að markaðshlutdeild hafi ráðið stöðlum hingað til, besta dæmið um það er meingall- að MS-DOS í samanburði við full- komin notendaskil Macintosh, og því líklegt að OpenDoc eigi á brattann að sækja, þrátt fyrir mikla yfirburði á öllum sviðum. í þessum slag öllum er ógetið Java, sem er þó á allra vörum. Java er einmitt ætlað sem forrit- unartæki sem er ekki bundið vél- búnaði, sérhannað til að byggja upp viðbætur og forritsstubba, öllum opið og aðgengiJegt og að auki geysivinsælt á alnetinu. Java er síst bundið alnetinu, því það varð til löngu áður en menn upp- götvuðu Veraldarvefinn, og til að mynda er hægur leikur að setja saman OLE eða OpenDoc viðbæt- ur í Java og því eins líklegt að það eigi eftir að slá OpenDoc og OLE við þegar upp er staðið. Frekari upplýsingar má m.a. finna á eftirfarandi slóðum: OpenDoc: h ttp://open doc.apple. com/info og http://www.soft- ware. ibm. com/objects/open vol- e.html OLE: www.msn.com Java: http://java.sun.com/whitePap- er/ja va-whitepaper-3.html Abendingum um efni og athuga- semdum má koma tii arnim@centr- um.is eða amim@mbl.is. Nokia leitar að samherja Helsinki. Reuter. FINNSKA farsjmafyrirtækið Nokia hefur til athugunar að leita að sam- starfsaðila að sjónvarpsfyrirtæki sínu og ákvörðunar er að vænta fyrir marzlok. Að sögn Nokia má búast við að minna sölumagn og nýjar áherzlur hafi áhrif á 600 störf í deildum fyrir- tækisins í Evrópu. Talsmaður Nokia segir að þótt tal- að sé um „samstarfsaðila" sé ekki útilokað að sjónvarpsdeildin verði seld. Hann sagði að aðeins evrópskur samstarfsaðili kæmi til greina. Þegar Nokia tilkynnti slaka af- komu nýverið var skuldinni m.a. skellt á versnandi ástand á evrópskum lit- sjónvarpsmarkaði. Einstakt tækifæri til að eignast BMW 525ix Bíllinn á myndinni er ekki með sama búnaði. Frábærir aksturseiginleikar á verði sem býðst aðeins einu sinni. Fjórhjóladrif. 192 DIN hestaflavél. Fímm þrepa sjálfskipting með tölvuvali. Aksturstölva IV. Glæsileg innrétting með harðviðarlistum. Sportfelgur. líkur ÁRMÚLA 13 • SlMI: 568 1200 & 553 1236 JJJJil áSffcvjíS*i*"-. liíiitifirfÍHuiM-. ., . - U II * ay. utLLt. ■ ■ ■ yjjjj J ijjjjj. Þú kemur hugmyndum þínum á framfæri á skýran hátt með rafeindagiæru eða rafeindavarpa frá okkur. Kennsla / þjálfun Sölumennska Fundir Margmiðlun Sýningar Ráðstefnur InFócus S r S T E u s InFócus ERJI / RADÍÓSTOFAN SKIPHOLTI 37 - SÍMI 569 7600 - FÁX 5888701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.