Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 B 11 Rafeindamerki Stjörnu-Odda fá góðar viðtökur Veittur 7 millj- óna króna rann- sóknastyrkur FYRIRTÆKIÐ Stjörnu-Oddi hef- ur fengið 7 milljóna króna styrk frá Norrænu ráðherranefndinni til þess að vinna áfram að þróun á rafeindamerkjum sem notuð eru til fiskmerkinga. Að sögn Sigm- ars Guðbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, hef- ur þessi styrkur það í för með sér að fyrirtækið geti varið árlega vel á annan tug milljóna í rannsókn- ar- og þróunarstarf, en hann seg- ir fyrirsjáanlegt að hægt verði að veita stórum hluta af rekstrarfé fyrirtækisins til rannsókna. Þessi framleiðsla Stjörnu-Odda hefur vakið athygli víða erlendis, og nýlega var fjallað ítarlega um fyrirtækið í fagtímaritinu Sens- ors. Rafeindamerki fyrirtækisins hefur að geyma búnað sem mælir reglubundið hita og dýpi á þeim tíma sem fiskurinn syndir um frjáls, en af þeim upplýsingum má draga ýmsar ályktanir um atferli fisksins og það umhverfi sem hann velur sér, að sögn Sigm- ars. Hann segir að styrkur Nor- rænu ráðherranefndarinnar komi að góðu gagni, en fyrirtækið sé einmitt um þessar mundir að vinna að þróun næstu kynslóðar rafeindamerkjanna. „I framhald- inu verðum við að sýna jákvæðar niðurstöður í þróunarstarfinu og síðan verðum við að fara að form- inu til í gegnum umsóknarferlið upp á nýtt á hverju ári til þess að halda styrknum.“ Gert er ráð fyrir því að verkefn- ið, sem hér er verið að styrkja, taki 3 ár. Sótt hefur verið um 7 milljóna króna árlegan styrk og því getur hann numið 21 milljón króna alls, ef fyrirtækinu tekst að sýna fram á viðunandi árangur verkefnisins. I samstarf við hafrannsóknastofnanir Norðurlanda Sigmar segir að um sé að ræða samnorrænt verkefni Stjörnu- Odda og hafrannsóknastofnana Noregs, Færeyja og íslands og muni þessar stofnanir taka merk- in í notkun að þróun lokinni. „Verkefnið byggist á því að hver stofnun geri tilraunir með merkin við athuganir á atferli þorsks á sínu hafsvæði,“ segir Sigmar. „Þorskurinn getur farið nokkuð djúpt, t.d. við Noreg eru dæmi um að hann fari vel niður fyrir 500 metra dýpi og því þurfa merk- in að þola nokkuð mikinn þrýst- ing. Þetta er því mjög spennandi verkefni fyrir okkur.“ Sigmar segir margt benda til þess að árið 1996 verði eitt besta ár fyrirtækisins i rekstri fram til þessa. „Nú mun reyna á hversu stór markaðurinn er fyrir þessar afurðir og þá hvernig uppbygg- ingu fyrirtækisins verður háttað í framhaldinu. Þær viðtökur sem þessi rafeindamerki okkar hafa fengið gefa okkur því tilefni til bjartsýni.“ Tölvukort frá Motorola á markað í Evrópu London. Reuter. MOTOROLA, hinn kunni banda- ríski rafeinda- og farsímarisi, hef- ur skýrt frá samningum við Spán- verja og Tékka um sölu á svoköll- uðum „smartkortum“ — rafrænum hátæknikortum búnum tölvukubb- um — og spáir því að ábatasamur markaður fyrir upp undir 300 milljón slík skilríki muni opnast í Vestur-Evrópu. Samningurinn við Spán mun ná til allra íbúa landsins og er sá fyrsti af því tagi sem Motorola hefur gert. Samkvæmt góðum heimildum mun Motorola gera næsta samning sinn um rafræn tölvuukort við heilbrigðiskerfið í Frakklandi. Draga úr fjársvikum Þar sem umrædd rafkort eru tölvuvædd geta þau geymt miklu meiri upplýsingar en venjuleg skil- ríki eða krítarkort og á öruggari hátt. Búast má við að stjórnvöld noti slík kort í síauknum mæli til að beijast gegn fjársvikum og draga úr kostnaði í almannatrygg- ingakerfum og heilbrigðisgeirum. Plast verður einnig notað í stað pappírs í ökuskírteini, vegabréf, lieilbrigðisvottorð, tryggingaskír- teini og atvinnuleyfiskort. „Markaðurinn er gríðarstór,“ segir Waqar Qureshi, markaðsstjóri Motorola Limited Smartcard. Um hina nýju samninga segir Motorola að „smartkort“ verði að lokum gefin út handa hveiju mannsbarni á Spáni og í Tékk- landi. „Á Spáni verða um síðir gefin út 40 milljón almannatrygg- inga skírteini handa allri þjóðinni," sagði Motorola í yfirlýsingu. I Tékklandi mun Motorola selja 10.000 kubba í heilbrigðisvottorð, sem verða notuð í tilraunaskyni á Litomerice svæðinu. Heilbrigðis- vottorð handa 10 milljónum manns á að taka í notkun 1997/8 að sögn Motorola. Qureshi sagði Reuter að tekjur af sölu 40 milljóna kubba í spænsk tölvukort mundu nema um 60 millj- ónum dollara. Stóraukinn eftirspurn Motorola spáði nýlega stórauk- inni eftirspurn eftir slíkum kubb- um og kvaðst ætla að tífalda fram- leiðslugetu sína til að mæta henni. Talið er að stjórnvöld í löndum eins og Kína og fyrrverandi Sovét- ríkjunum, þar sem notkun falsaðra peninga er vandamál, verði braut- ryðjendur í notkun „smartkorta.“ Krítarkortarisinn Visa hyggst gera tilraun með notkun slíkra STARFSFÓLK EBEÁ fyrir framan Höfða. í baksýn er Sætún 8 þar sem skrifstofan er til húsa. Endurskoðun Björns E. Arnasonar aðili að alþjóðasamtökum ENDURSKOÐUN Björns E. Árna- sonar (EBEÁ) varð á nýliðnu ári við- urkenndur aðili að alþjóðlegu endur- skoðunarsamtökunum IA Internati- onal (Independent Accountants Int- ernational). IA International eru samtök óháðra endurskoðunarfyrirtækja víða um heim og voru stofnuð árið 1978 einkum í þeim tilgangi að veita aðilum aðgang að sérfræðiþekk- ingu, skiptast á upplýsingum og stuðla að faglegum vinnubrögðum. Nú eru aðildarfélögin 125 og starf- rækja þau yfir 200 skrifstofur í 62 löndum um heim allan, að því er segir í frétt. Vegna aðildar sinnar að IA Inter- national getur EBEÁ boðið við- skiptavinum sínum stóraukna þjón- ustu á erlendum vettvangi. Vaxandi umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis, aukinn áhugi erlendra aðila á ís- lensku atvinnulífi og stöðugt vaxandi erlend viðskipti kalla á aukin sam- skipti milli endurskoðenda og endur- skoðunarfyrirtækja á alþjóðavett- vangi. Aðilar að IA geta leitað til yfir 5.000 sérfræðinga á sérsviði endurskoðenda víðs vegar um heim. Jafnframt bjóða aðildarfélögin við- skiptavinum sínum aðgang að upp- lýsingum um öll mál er snerta við- ÞRÍR starfsmenn KPMG Endurskoð- unar hf. hafa nýlega gerst aðilar að félaginu. Þeir eru Eyvindur Alberts- son, Sigurþór Charles Guðmundsson og Stefán Hilmarsson. •EYVINDUR Albertsson er fæddur 7. október 1955 að Skógum undir Eyjafjöllum. Eyvindur varð við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1988. Löggildingu til endurskoð- unarstarfa hlaut hann árið 1990. Eyvindur hóf störf hjá félaginu í mars 1985. Hann er kvæntur Mar- gréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi. Þau eiga einn son. •SIGURÞÓR Charles Guðmundsson skiptaumhverfi í einstökum löndum eða viðskipti milli landa. Fyrirhugað er að öll aðildarfélög innan IA leggi aukna áherslu á rekstrarráðgjöf og skylda þjónustu og stofni sjálfstæð dótturfélög í þeim tilgangi. Verður leitað til utanaðkom- andi aðila t.il að veita þá þjónustu sem fellur utan við sérsvið aðila í hveiju landi. Með þessu móti verður aðilum IA og viðskiptavinum þeirra tryggður aðgangur að sérhæfðri þjónustu á flestum sviðum viðskipta- lífsins hvar sem er í heiminum. Sameining við Hagskil hf. Endurskoðun Björns E. Ámasonar fagnaði 65 ára afmæli fyrirtækisins á sl. ári, en skrifstofan var stofnuð árið 1930 af Bimi E. Ámasyni, lög- fræðingi og fyrsta formanni Félags löggiltra endurskoðenda. í ágúst sl. gerðist endurskoðunarskrifstofan Hagskil hf. aðili að Endurskoðun Bjöms E. Ámasonar (EBEÁ). Starfsmenn era nú 24 þar af era 8 löggiltir endurskoðendur aðilar og eigendur að EBEÁ en þeir era Amór Eggertsson, Valur Franklín, Stefán D. Franklín, Sigurður P. Sigurðsson, Halldór Arason, Benóní Torfi Eg- gertsson, Ragnar Gíslason og Úlfar Om Friðriksson. er fæddur 22. nóvember 1955 í Reykjavík. Sigurþór varð viðskipta- frEeðingur frá Háskóla Islands árið 1981. Löggildingu til endurskoðunar- starfa hlaut hann árið 1990. Sigurþór hóf störf hjá félaginu árið 1988. Hann er kvæntur Málfríði Sjöfn Hilmars- dóttur húsmóður og eiga þau tvö böm. •STEFÁN Hilmarsson er fæddur 30. júlí 1961 í Reykjavík. Stefán varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1986. Löggildingu til endurskoðunarstarfa hlaut hann árið 1989. Stefán hóf störf hjá félaginu í febrúar 1986. Hann er kvæntur Guð- rúnu Pálsdóttur lyijafræðingi og eiga þau eina dóttur. Aldarafmæli fyrstafor- manns FLE FÉLAG löggiltra endurskoðenda fagnaði nýlega opnun nýrrar skrifstofu á Suðurlandsbraut 6, 5. hæð. Félagið fékk þá að gjöf málverk af fyrsta formanni þess, Birni E. Árnasyni í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans um þessar mundir. Björn var formaður félagsins samtals í 10 ár, en enginn hefur gegnt formennsku lengur. Á myndinni sést Tryggvi Jóns- son, formaður, taka við málverk- inu úr hendi Aðalbjargar Björns- dóttur, dóttur Bjöms, en við hlið þeirra er eiginmaður hennar, Skúli Guðmundsson. -----».♦ «----- Ný endur- skoðunar- skrifstofa •GUÐRÚN Torfhildur Gísla- dóttir, löggiltur endurskoðandi hef- ur stofnað endurskoðunarskrifstof- una GTG End- urskoðun ehf. að Þarabakka 3. Skrifstofan mun veita alhliða bókhalds- og endurskoðun- arþjónustu auk rekstrar- og skattaráðgjafar. Guðrún Torf- hildur útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands vorið 1990 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1992. Hún hef- ur starfað á endurskoðunarskrif- stofu frá árinu 1985. Guðrún er gift Magnúsi Atla Guðmundssyni, kerfisfræðingi, og eiga þau fjögur börn. EYVINDUR Albertsson, Sigurþór Charles Guðmundsson og Stefán Hilmarsson. Nýir aðilar að KPMG Endurskoðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.