Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHti^miWMifr 1996 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR BLAÐ Ð HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Duranona sá besti JULIAN Duranona, stór- skytta KA-manna, átti frá- bæran leik með KA sém sigr- aðiStíörnuna, 27:26, íl. deildinni i handknattleik i gærkvöldi. Hann skoraði rúmlega helming marka liðs- ins, eða 15 talsins og þar af sigurmarkið á lokasekúndun- um. Eftir leikinn hafði hann í nógu að snúast við að gefa ungum aðdáendum sínum eiginhandaráritun. KA og Valur, sem sigraði FH í gær, hafa mikla yfir- burði í deildinni, eru bæði með 30 stíg, en KA á einn leik til góða á Val. Níu stig eru í næsta lið sem er Haukar og tíu stig í Stiörnuna sem er í fjórða sæti. ¦ Nánar/D2 SKIÐI / HM I ALPAGREINUM Keflvíkingar reka Burns KEFLVÍKINGAR hafa sagt upp samningi sínum við Lenear Burns og mun hann því ekki leika með liðinu í kvold þegar það tekur á móti ÍR-ing- um. Guðmundur Bjarni Kristinsson, f ormaður körfuknattleiksdeildar Kefiavíkur, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að Burns hefði því miður ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans hefðu verið gerðar. „Hann lék vel með okkur í fyrra og því var ákveðið að fá hann aftur, en í vetur hefur hann ekki verið eins góður, nema í nokkrum leikjum, og þvi var ák veðið að fá annan erlendan leikmann og er þegar byrjað að vinna í því. Við vonumst til að fá annan leikmann fyrir leikinn gegn Njarðvik á fimmtudaginn eftir viku," sagði Guðmundur Bjarni. Burns hefur leikið með Keflavík i nærri tvo vetur og í fyrra var hann kj örinn bestí er- lendi leikmaðurinn. Duranona auglýsir eftir vinnu á Spáni JULIAN Duranona, Kúbumaðurinn frábæri sem leikur handknattleik með K A á Akureyri í vet- ur, auglýsir eftír vinnu í spænsku handknatt- leikstímarití í byrjun janúar. Duranona — „sem búsettur er á Akureyri á í slandi" eins og segir í blaðinu — auglýsir þar eftír liði tíl að leika með. Hann kveðst i auglýsingunni vera laus allra mála á íslandi og er reiðubúinn að fara að leika með spænsku liði næsta vetur. Einnig hefur ver- ið athugað með möguleika á að hann komist að hjá liði í Frakklandi. Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Duranona 28. janúar sl. útilokar hann ekki að leika annars staðar en á íslandi. Hann sé atvinnumaður sem verði að huga að framtíð- inni, og „ef einhvers staðar er eitthvert lið sem getur borgað miklu meira er égtílbúinn að fara þangað," sagði hann. Jones sektaður enn eina ferðina H ARÐ JAXLINN Vinnie Jones, sem leikur með Wimbledon, var í gær sektaður um 200 þúsund krónur vegna ummæla í blaðagrein. Þar sagði Jones að Ruud Gullit hefði platað dómarann í leik liðanna með þeim afleiðingum að Jones var rekinn af velli í 12. sinn á ferlinum. Þess má geta að þetta er í fimmta sinn sem hann er sekt- aður á síðustu þremur árum. Rússnesk brunkona slasaðist á æfingu RÚSSNESKA skíðakonan Tatiana Lebedeva slasaðist á æfingu í brunbrautinni í Sierra Nevada á Spáni í gær og keppir því ekki meira á heimsmeistaramótinu. Hún fótbrotn- aði er hún keyrði á bandarískan starfsmann Alþjóða skíðasambands- ins, Harald Schönhaar, sem var í miðri brautinni og hélt að æfingunni væri lokið. „Schönhaar og annar starfsmaður voru að laga brautina er Lebedeva kom fljúgandi fram af hengju og beint á Schönhaar," sagði Austurríkismað- urinn Karl Schranz, fyrrum ólympíu- meistara, sem varð vitni að slysinu. Lebedeva, sem er 22 ára, og Schönha- ar voru bæði fiutt með þyrlu á sjúkra- hús í nágrenni Granada. Lebedeva brotnaði ofarlega á hægri fæti og Schönhaar á vinstri fæti. Schönhaar er fimmtugur og er fæddur í Þýskalandi, en býr nú í Park City í Utah í Bandaríkjunum. Hann er fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins í alpagreinum og er einn þeirra sem skipa skíðadómstól móts- ins. Rússneski þjálfarinn, Leonid Ty- agachev, var mjög reiður yfir atvik- inu. „Það er ótrúíegt að svo margir starfsmenn hafi verið í brautinni meðan æfingin stóð yfír. Hvað voru þeir að gera þar?," spurði Tyagachev. „Við skulum þakka Guði að ekki varð banaslys." Alþjóða skíðasambandið, FIS, sagðist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna Schönhaar fór inn í brautina. „Þetta var gáleysi af hálfu starfsmanns okkar," sagði Gianfranco Kasper, framkvæmdastjóri FÍS. „FIS er ábyrgt fyrir þessu slysi, bæði fjár- hagslega og lagalega séð. Þetta eru mistök sem áttu ekki að geta átt sér stað." Brunbrautín í Sierra Nevada er ein sú hraðfarnasta í heiminum. Sem dæmi um það var meðalhraði ítölsku stúlkunnar Kostner, sem náði besta tímanum á æfíngunni í gær, 103,44 km á klst. KNATTSPYRNA: SIGURSÆLASTIÞJÁLFARINN í ENGLANDILÁTINN / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.