Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1996 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR BLAÐ Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Keflvíkingar reka Burns KEFLVÍKINGAR hafa sagt upp samningi sínum við Lenear Burns og mun hann þvi ekki ieika með liðinu í kvöld þegar það tekur á móti ÍR-ing- um. Guðmundur Bjarni Kristinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í sam- tali við Morgunblaðið i gærkvöldi að Burns hefði þvi miður ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans hefðu verið gerðar. „Hann lék vel með okkur í fyrra og því var ákveðið að fá hann aftur, en í vetur hefur hann ekki verið eins góður, nema í nokkrum leikjum, og því var ákveðið að fá annan erlendan leikmann og er þegar byrjað að vinna í því. Við vonumst tíl að fá annan leikmann fyrir leikinn gegn Njarðvík á fimmtudaginn eftir viku,“ sagði Guðmundur Bjarni. Burns hefur leikið með Keflavik í nærri tvo vetur og í fyrra var hann kjörinn besti er- lendi leikmaðurinn. Duranona auglýsir eftir vinnu á Spáni JULIAN Duranona, Kúbumaðurinn frábæri sem leikur handknattleik með K A á Akureyri I vet- ur, auglýsir eftir vinnu í spænsku handknatt- leikstímariti í byrjun janúar. Duranona — „sem búsettur er á Akureyri á Islandi" eins og segir í blaðinu — auglýsir þar eftir liði til að leika með. Hann kveðst í auglýsingimni vera laus allra mála á íslandi og er reiðubúinn að fara að leika með spænsku iiði næsta vetur. Einnig hefur ver- ið athugað með möguleika á að hann komist að hjá liði í Frakklandi. Eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Duranona 28. janúar si. útilokar hann ekki að leika annars staðar en á íslandi. Hann sé atvinnumaður sem verði að huga að framtíð- inni, og „ef einhvers staðar er eitthvert lið sem getur borgað mikiu meira er ég tilbúinn að fara þangað,“ sagði hann. Jones sektaður enn eina ferðina HARÐJAXLINN Vinnie Jones, sem leikur með Wimbledon, var í gær sektaður um 200 þúsund krónur vegna ummæla í blaðagrein. Þar sagði Jones að Ruud Gullit hefði platað dómarann í leik liðanna með þeim afleiðingum að Jones var rekinn af velli í 12. sinn á ferlinum. Þess má geta að þetta er í fimmta sinn sem hann er sekt- aður á síðustu þremur árum. Duranona sá besti SKIÐI / HM I ALPAGREINUM Rússnesk brunkona slasaðist á æfingu JULIAN Duranona, stór- skytta KA-manna, átti frá- bæran leik með KA sem sigr- aði Stjörnuna, 27:26, í 1. deiidinni i handknattleik i gærkvöldi. Hann skoraði rúmiega helming marka liðs- ins, eða 15 talsins og þar af sigurmarkið á lokasekúndun- um. Eftir leikinn hafði hann í nógu að snúast við að gefa ungum aðdáendum sínum eiginhandaráritun. KA og Vaiur, sem sigraði FH í gær, hafa mikla yfir- burði í deildinni, eru bæði með 30 stig, en KA á einn leik tii góða á Val. Níu stig eru í næsta lið sem er Haukar og tíu stig í Stjörnuna sem er í fjórða sæti. ■ Nánar/ D2 RÚSSNESKA skíðakonan Tatiana Lebedeva slasaðist á æfíngu í brunbrautinni í Sierra Nevada á Spáni í gær og keppir því ekki meira á heimsmeistaramótinu. Hún fótbrotn- aði er hún keyrði á bandarískan starfsmann Alþjóða skíðasambands- ins, Harald Schönhaar, sem var í miðri brautinni og hélt að æfíngunni væri lokið. „Schönhaar og annar starfsmaður voru að laga brautina er Lebedeva kom fljúgandi fram af hengju og beint á Schönhaar," sagði Austurríkismað- urinn Karl Schranz, fyrrum ólympíu- meistara, sem varð vitni að slysinu. Lebedeva, sem er 22 ára, og Schönha- ar voru bæði flutt með þyrlu á sjúkra- hús í nágrenni Granada. Lebedeva brotnaði ofarlega á hægri fæti og Schönhaar á vinstri fæti. Schönhaar er fímmtugur og er fæddur í Þýskalandi, en býr nú í Park City í Utah í Bandaríkjunum. Hann er fyrrum þjálfari bandaríska landsliðsins í alpagreinum og er einn þeirra sem skipa skíðadómstól móts- ins. Rússneski þjálfarinn, Leonid Ty- agachev, var mjög reiður yfír atvik- inu. „Það er ótrúlegt að svo margir starfsmenn hafí verið í brautinni meðan æfingin stóð yfír. Hvað voru þeir að gera þar?,“ spurði Tyagachev. „Við skulum þakka Guði að ekki varð banaslys." Alþjóða skíðasambandið, FIS, sagðist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna Schönhaar fór inn í brautina. „Þetta var gáleysi af hálfu starfsmanns okkar,“ sagði Gianfranco Kasper, framkvæmdastjóri FÍS. „FIS er ábyrgt fyrir þessu slysi, bæði fjár- hagslega og lagalega séð. Þetta eru mistök sem áttu ekki að geta átt sér stað.“ Brunbrautin í Sierra Nevada er ein sú hraðfamasta í heiminum. Sem dæmi um það var meðalhraði ítölsku stúlkunnar Kostner, sem náði besta tímanum á æfíngunni í gær, 103,44 km á klst. KIMATTSPYRNA: SIGURSÆLASTIÞJÁLFARINN í ENGLANDILÁTINN / D3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.