Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 5
4 D FIMMTUDAGUR15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 D 5 URSLIT Valur-FH 25:17 Hlíðarendi, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 17. umferð, miðvikudaginn 14. febrúar 1996. Gangur leiksins: 0:8, 1:8, 1:9, 3:9, 3:10, 5:11, 5:12, 12:12, 12:13, 14:13, 18:14, 22:16, 25:17. Mörk Vals: Valgarð Thorodsen 7, Dagur Sigurðsson 6/2, Sigfús Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 4, Ari Allansson 1, Davíð Ólafs- son 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Hans Guðmundsson 5/2, Héðinn Gilsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Gunnar Beinteinsson 1, Guðmundur Petersen 1, Guðjón Ámason 1, Sigurður Sveinsson 1, Stefán Guðmundsson 1. Varin skot: Magnús Árnason 14 (þaraf 4 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur, Dómarar: Guðjón L. Sigúrðsson og Hákon Siguijónsson, ágætir. Áhorfendur: 300. Víkingur- KR 27:26 Víkin: Gangur leiksins: 1:1, 2:2, 5:3, 9:5, 11:6, 13:8, 15:10, 15:11, 16:11, 16:16, 17:17, 19:18, 19:21, 23:22, 24:24, 26:26, 27:26. Mörk Víkings: Ámi Friðleifsson 9, Birgir Sigurðsson 7, Guðmundur Pálsson 5, Knút- ur Sigurðsson 4, Rúnar Sigtryggsson 2. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 6/1, Hlynur Morthens 1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk KR: Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 13/4, Eiríkur Þorláksson 4, Björgvin Barðd- al 3, Hilmar Þórlindsson 2, Gylfi Gylfason 2, Ágúst Jóhannsson 1, EinarB. Árnason 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 7/2 (þar af 1 til mótheija), Siguijón Þráinsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Áhorfendur: Um 250. UMFA-ÍBV 26:22 íþróttahúsið að Varmá: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 4:5, 7:6, 9:7, 13:10, 14:12, 14:14, 15:15, 18:15, 20:16, 21:19, 24:20, 24:22, 26:22. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfsson 6, Jóhann Samúelsson 5, Ingimundur Helga- son 5/2, Róbert Sighvatsson 4, Bjarki Sig- urðsson 4, Þorkell Guðbrandsson 1, Berg- sveinn Bergsveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 15 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Gunnar Berg Viktorsson 8/4, Amar Pétursson 5, Ingólfur Jóhannesson 4, Svavar Vignisson 3, Haraldur Hannesson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 9 (þaraf eitt til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og yigfús Þorsteinsson. Mjög slakir. Áhorfendur: Um 200. Haukar - Grótta 25:32 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 2:2, 5:5, 6:9, 10:12, 12:17, 14:20, 17:22, 20:29, 25:32. Mörk Ilauka: Halldór Ingólfsson 9/4, Aron Kristjánsson 4, Sveinberg Gíslason 4, Gústaf Bjamason 4, Þorkell Magnússon 2, Petr Baumruk 1, Gunnar Gunnarsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 10 (þaraf 3 til mótheija), Baldur Guðmundsson 5 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Gróttu: Jurí .Sadovski 10/4, Jens Gunnarsson 5, Róbert Rafnsson 5, Jón Þórð- arson 4, Jón Örvar Kristinsson 3, Davíð Gíslason 2, Þórður Ágústsson 2, Einar Jóns- son 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 18/1 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Höfðu góð tök á leiknum en ráku of oft útaf. Áhorfendur: Um 400 og létu vel í sér heyra. Selfoss - ÍR 26:25 íþróttahús á Selfossi: Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 3:4, 7:6, 8:6, 10:8, 12:10, 12:12, 16:15, 16:16, 19:18, , 20:21, 23:22, 25:25, 26:25. Mörk Selfoss: Hjörtur L. Pétursson 8, Valdimar Grímsson 6/2, Einar Gunnar Sig- urðsson 5, Björgvin Rúnarsson 3, Siguijón Bjarnason 2, Erlingur Richardsson 1, Finn- ur Jóhannsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 14/1 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍR: Magnús Már Þórðarson 4, Frosti Guðlaugsson 4, Daði Hafþórsson 4, Njörður Ámason 3, Einar Einarsson 3, Guðfinnur Á. Kristmannsson 2, Ragnar Þór Óskarsson 2, Jóhann Ásgeirsson 2, Ólafur Gylfason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 8 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 6 mlnútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Ólafur Har- aldsson, dæmdu vel. Áhorfendur: 250. Stjarnan - KA 26:27 íþróttahúsið i Garðabæ: Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 5:2, 9:3, 10:4, 12:5, 13:7, 15:7, 15:9, 15:10, 16:12, 17:14, 18:14, 18:18, 21:19, 22:23, 24:23, 25:25, 25:26, 26:26, 26:27. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olavson 8/1, Sigurður Bjarnason 4, Magnús Sigurðsson 4, Jón Þórðarson 4, Dimitri Filippov 4/3, Hafsteinn Hafsteinsson 1, Magnús A. Magnússon 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 12 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 4 mín. Mörk KA: Julian Duranona 15/8, Patrekur Jóhannesson 6, Leó Öm Þorleifsson 2, Björgvin Björgvinsson 1, Erlingur Krist- jánsson 1, Jóhann G. Jóhannsson 1, Guð- mundur A. Jónsson (markvörður) 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 21/1 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Ámi Stefánsson, liðs- stjóri KA, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að öskra á dómarana. Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir. Áhorfendur: Um 400. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 17 14 2 1 463: 376 30 KA 16 15 0 1 458: 403 30 HAUKAR 17 9 3 5 441: 417 21 STJARNAN 17 9 2 6 443: 418 20 FH 17 7 3 7 448: 425 17 UMFA 16 8 1 7 389: 379 17 GRÓTTA 16 7 2 7 384: 385 16 SELFOSS 17 8 0 9 426: 450 16 ÍR 17 6 1 10 378: 403 13 VÍKINGUR 17 5 0 12 378: 404 10 ÍBV 16 4 1 11 370: 408 9 KR 17 0 1 16 404: 514 1 1. deild kvenna Haukar - Fylkir..................28:19 Mörk Hauka: Hulda Bjamadóttir 7, Auður Hermannsdóttir 6, Judit Estergal 5, Rúna Þráinsdóttir 2, Harpa Melsted 2, Ásbjörg Geirsdóttir 2, Heiðrún karlsdóttir 2, Erna Ámadóttir 1, Thelma Ámadóttir 1. Mörk Fylkis: Rut baldursdóttir 6, Eva Baldursdóttir 4, Irina Skorobotatyk 4, Helga Helgadóttir 2, Ágústa Sigurðardóttir 1, Anna Einarsdóttir 1, Anna Halldórsdótt- ir 1. ÍBV-FH...........................29:25 Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 12/6, Ingi- björg Jónsdóttir 7/1, Elísa Sigurðardótir 4, Helga Kristjánsdóttir 4, Helga Kristjáns- dóttir 3/2, Malin Lake 1, Sara Ólafsdóttir 1, Unnur Sigmarsdóttir 1. Mörk FH: Björk Ægisdóttir 11/6, Hrafn- hildur Skúladóttir 4, Hildur Erlingsdóttir 4, Hildur Pálsdóttir 4, Lára Þorsteinsdóttir 2, Bára Jóhannsdóttir 1, Hafdís Eyjólfsdótt- ir 1. KR-Stjarnan......................12:19 Fj. leikja u J T Mörk Stig STJARNAN 15 13 2 0 384: 248 28 HAUKAR 14 10 1 3 344: 250 21 FRAM 13 9 2 2 318: 243 20 ÍBV 15 8 2 5 358: 318 18 VÍKINGUR 15 6 3 6 354: 289 15 FYLKIR 15 7 0 8 331: 356 14 KR 15 6 0 9 336: 344 12 VALUR 15 6 0 9 324: 351 12 FH 15 4 0 11 272: 350 8 ÍBA 16 0 0 16 237: 509 0 2. DEILD KARLA HK - (H ..............24: 19 FJÖLNIR - FRAM........20:35 Fj. leikja U J T Mörk Stig HK 14 12 1 1 447: 274 25 FRAM 13 12 0 1 388: 261 24 ÞÓR 13 9 0 4 325: 311 18 FYLKIR 14 8 1 5 378: 325 17 ÍH 15 8 0 7 330: 334 16 BREIÐABLIK 12 5 1 6 306: 299 11 BÍ 14 3 2 9 358: 430 8 ÁRMANN 13 1 1 11 267: 427 3 FJÖLNIR 14 0 0 14 291: 429 0 Knattspyrna England 4. umferð bikarkeppninnar Bolton - Leeds....................0:1 (Wallace 1.). 16.694. Aukaleikir í 4. umferð Port Vale - Everton...............2:1 (Boogie 17., McCarthy 69.) - (Stuart 32.). 19.197. Manchester City - Coventry........2:1 (Clough 9., Quinn 46.) - (Dublin 85.). 22.419. Grimsby - West Ham................3:0 (Childs 24., Woods 59., Forrester 90.). 8.382. Undanúrslit deildarbikarkeppninnar Fyrri leikur Ársenal - Aston Villa.............2:2 (Bergkamp 26., 32.) - (Yorke 39., 72.). 37.562. Frakkland 2. umferð bikarkeppninnar Montpellier - Istres..............2:1 Blenod - Le Havre.................1:1 ■Eftir framlengingu. Blenod vann 4:3 í vítakeppni. Spánn Bikarkeppnin Seinni leikir í átta liða úrslitum Zaragoza - Espanyol....:..........1:1 ■Samanlögð markatala 1:1 en Espanyol áfram á markinu á útivelli. Valencia- Sevilla.................2:0 ■Valencia vann 3:1 samanlagt. Barcelona - Numancia..............3:1 ■Barcelona vann 5:3 samanlagt. Körfuknattleikur NBA-deildin: Cleveland - Dharlotte Indiana - New Jersey. Miami - Toronto.. Orlando - Denver. Houston - Dallas. Chicago - Washington Milwaukee- 76ers. San Antonio - Utah ... ■Eftir framlengingu Phoenix - Seattle. Portland - Golden State. LA Clippers - Boston. Sacramento - Minnesote ..110:100 ....92:101 ....87:98 ....121:93 ..121:106 ....111:98 ..101:104 ..111:114 ..98:102 ....98:99 ..94:108 ....90:94 IS vann ÍA RANGT var farið með úrslit í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. Sagt var að ÍR hefði unnið ÍA, en það vom ÍS-stúlkur sem fóru á Skagann og höfðu sigur, 53:43. Staðan þegar þijár umferðir eru eftir er því þannig: Fj. leikja u T Stíg Stig KEFLAVIK 15 13 2 1254: 812 26 BREIÐABLIK 15 13 2 1155: 826 26 UMFG 15 12 3 1050: 823 24 KR 15 11 4 1026: 822 22 UMFN 15 7 8 917: 914 14 IR 15 7 8 989: 991 14 TINDASTOLL 15 5 10 896: 1045 10 VALUR 15 4 11 759: 998 8 IS 15 2 13 672: 1064 4 IA 15 1 14 683: 1106 2 Ikvöld körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Grindav.: UMFG - Skallagrímur....20 Keflavík: Keflavfk - ÍR......20 Sauðárkrókur: UMFT - UMFN....20 Seltjarnames: KR - lA........20 Strandgata: Haukar - Breiðablik...20 Hlíðarendi: Valur - Þór......20 Handknattleikur 1. deild kvenna: Framhús: Fram - Valur........20 2. deilda karla: Höllin: Ármann - Breiðabl.21.30 BLAK Stjarnan úr med sæmd Það var sannkölluð bikarstemmn- ing þegar Reykjavíkur Þróttur og Stjarnan úr Garðabæ leiddu sam- an hesta sína í Hagaskólanum í gærkvöldi í undanúrslitum bikar- keppninnar. Það var ekki fyrr en í sannkölluðum bráðabana í fimmtu hrinu að Reykavíkurliðið náði að höggva á hnútinn eftir 116 mínútna baráttuleik þar sem gleði og sorg skiptu liði í lokin. Stjarnan leiddi fimmtu hrinuna 11:7 og það virtist vera nánast formsatriði að klára dæmið þegar leikmenn liðsins fóru hreinlega á taugum þegar hávörn Þróttar kafblokkaði Einar Sigurðs- son miðjusmassara Stjörnunnar þrí- vegis í röð og hrunadansinn hófst. Matthías Bjarki Guðmundsson leik- maður Þróttar var taugasterkur á þessum kafla en hann sendi átta sinnum í röð í lokin og hrinan end- aði 15:12. Fyrstu fjórar hrinurnar enduðu 11:15, 15:7 15:8 og 13:15. Hjá Þrótti Iéku Valur Guðjón Valsson og Magnús Aðalsteinsson mjög vel en Áki Thoroddsen naut sín einnig vel á miðjunni þar sem fátt virtist geta stoppað hann. I liði Stjömunnar sýndi Hristo Ivanov uppspilari frá- bær tilþrif á köflum en hann og Ein- ar Sigurðsson voru bestu menn Stjörnunnar. Stúdínur náðu fima vel saman í Hagaskólanum í gærkvöldi þegar þær gerðu draum íslandsmeistara HK um fyrsta bikarmeistaratitilinn að engu. Stúdínur unnu fyrstu tvær hrinurnar sannfærandi, 15:9 og 15:12, en í þriðju hrinu vaknaði HK liðið loksins til lífsins og hafði sigur í hrinunni, 7:15. Stúdínur voru þó vandanum vaxnar og innbyrtu ör- uggan sigur í fjórðu hrinunni, 15:10. HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Sigurður Jónsson skriiar frá Selfossi. Baráttu- leikur á Seliossi Þetta var erfitt,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Selfoss, eft- ir hörkuspennandi leik Selfoss og ÍR. Hallgrímur Jón- asson varði naum- lega aukakast ÍR- inga eftir að leik- tíminn var liðinn og kom í veg fyrir að þeir næðu að jafna. Leiknum lauk 26:25 eftir að staðan í hálfleik var 12:10 en síð- ustu fimm mínútur leiksins voru æsispennandi þar sem allt gat gerst. Einar Gunnar Sigurðsson kom Sel- fyssingum yfir þegar 25 sekúndur voru eftir og félagar hans náðu að veijast síðustu sókn ÍR-inga í lokin og halda sigrinum. Leikurinn var hálfgloppóttur í byrjun og það var eins og einhver spenna væri á milli liðanna en leik- ir þessara liða hafa alltaf verið spennuleikir. Leikurinn var fálm- kenndur allan fyrri hálfleikinn þar sem of mikið bar á misheppnuðum sendingum en þetta lagaðist í síð- ari hálfleik. Þá léku liðin mun ákveðnar og sóknarleikurinn var mun beittari. ÍR-ingarnir unnu strax upp muninn sem var á liðun- um í hálfleik og héldu spennunni í leiknum allan hálfleikinn. Þá var jafnt á öllum tölum alveg til loka leiksins sem gerði hann mjög skemmtilegan á að horfa og spenn- andi. í liði ÍR voru þeir bestir Daði Hafþórsson, Frosti Guðlaugsson og Magnús Már Þórðarson sem gerði gullfalleg mörk af línunni. í liði Selfoss var Hjörtur L. Pét- ursson atkvæðamestur. Einar Gunnar Sigurðsson átti' einnig góð- an ieik og þegar hann hó_f sig_ á loft var fátt um varnir hjá ÍR. „Ég er ánægður með þennan leik það var góð barátta í mínum mönnum sem skilaði miklu. Við eigum fimm leiki eftir og þurfum þijá sigra til að vera öruggir í úrslitakeppnina sem við ætlum okkur í,“ sagði Valdimar Grímsson. FOLX ■ BERGS VEINN Bergsveins- son, markvörður Aftueldingar byijaði mjög vel gegn Eyjamönn- um í gær. Hann kom sínu liði í 1:0 með marki úr fyrstu sókn UMFA og varði síðan í næstu sókn gest- anna. ■ EYJAMENN eru með mjög ungt lið og í dag verður Davíð Þór Hallgrímsson 22 ára gamall, en hann er sjötti elsti leikmaður liðs- ins. ■ HRAFN Margeirsson, mark- vörður KR, var Víkingum erfiður í vítaköstum. Hann varði þtjú víta- skot, eitt fór í stöng en eitt rataði í netið. ■ BIRGIR Sigurðsson línu- maðurinn sterki var sprækur gegn KR í gærkvöldi en hann tók sig líka til með tvö mörk úr hraðaupp- hlaupum. ■ ARNI Stefánsson, liðsstjóri KA, var orðinn frekar órólegur á bekknum í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Hann æsti sig mjög og hrópaði að öðrum dómaranum; „Stattu við helv... dóminn“ og vildi fá dæmt vítakast. Hann fékk rauða spjaldið fyrir vikið og þá voru liðn- ar 23 mínútur og staðan 12:5 fyrir Stjörnuna. ■ ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA, sagði við sína menn í hálfleik að ef þeir stæðu sig ekki betur en í fyrri hálfleik kæmi hann inná, sem hann og gerði. II Skrautlegt U Morgunblaðið/Bjami Eiríksson HANS Guðmundsson FH-ingur reynir hér að brjótast á milll Ólafs Stefánssonar og Valgarðs Thoroddsens í fyrri hálfleik í leiknum í gærkvöldi meðan allt lék í lyndi hjá Hafnfirðingum. „ÞETTA var skrautlegt, það er engu líkara en það sé erfið- ara að skora í annað markið," sagði Jón Kristjánsson, þjálf- ari Vals, eftir að hans menn höfðu lagt FH-inga í leik þar sem hreint ótrúleg sveifla átti sér stað á milli fylkinga frá fyrri hálfleik til hins síðari. Staðan í hálfleik 12:5 fyrir FH, en Vaismenn sigruðu síðari hálfleikinn, 20:5, samtals 25:17, og voru Hafnfirðingar alveg ráðþrota. Það var hreint ótrúlegt að sjá til Valsmanna í fyrri hálfleik. Hver sóknin rak aðra þar sem hvorki gekk né rak og raunar höfðu þeir lagt fimmtán sóknir að baki þeg- ar fyrsta markið leit dagsins ljós í þann mund sem klukkan sýndi að 20,02 mínútur voru liðnar af leikn- um. Var þar að verki Dagur Sig- urðsson með skoti frá punktalínu. Á sama tíma lék allt í höndum leikmanna FH. Vörnin var sterk með árvökulan markvörð, Magnús Árnason, að baki sér sem varði tíu skot í leikhlutanum og sóknarleik- urinn var hraður og lék Valsvörn- ina oft grátt. Hafnfirðingar höfðu Ivar Benediktsson skrifar KA kann ekki að tapa JULIAN Duranona er engum líkur. Hann skoraði 15 mörk fyrir KAíeins marks sigri á Stjörnunni, 26:27, íGarðabæ ígærkvöldi, auk þess sem hann gerði sigur- markið þegar þrjár sekúndur voru eftir. „KA kann ekki að tapa,“ sagði einn stuðningsmanna liðsins og er mikið til í því. Það leit ekki vel út með sigur bikar- meistaranna eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru sex mörkum undir, 15:9. En eins og svo oft áður gerðu KA-menn það sem þurfti í síðari hálfleik til að sigra því það þekkja þeir orðið svo vel. Valur B. Jónatansson skrifar Stjarnan byijaði leikinn mjög vel, lék öfluga vörn og fjölbreyttan sókparleik með Konráð Olavsson í miklu stuði. Á sama tíma stóð ekki steinn yfir steini hjá bikarmeisturun- um, sem virtust enn í bik- arvímu. Þeir gerðu aðeins þijú mörk á fyrsta stundar- fjórðungnum og staðan þá 9:3. Duranona gerði þessi þijú mörk, tvö úr vítum og eitt eftir hraðaupphlaup. Þessi munur hélst á liðunum til leikhlés. í síðari hálfleik hresstust KA-menn og vörnin var styrkt með þjálfaranum og nán- ast lokaðist við það. Eins varði Guðmundur A. Jónsson mjög vel í markinu. Stjarnan sem hafði skinið svo skært í fyrri hálfleik dofnaði við mótlætið og forskotið hvarf eins og dögg fyrir sólu. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Filippov jafnaði úr víta- kasti fyrir Stjörnuna þegar ein mínúta var eftir. KA-menn hófu sókn sem endaði með því að þeir fengu dæmt aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir og klukkan stöðv- uð. Þá kom til kasta Duranona og hann brást ekki frekar en fyrri daginn — stökk upp og þrumaði boltanum í netið og slökkti þar með á Stjörnunni. Leikurinn var mjög kaflaskiptur á milli hálfleika, Stjarnan miklu betri í fyrri hálf- leik, en það snerist við í þeim síðari. Konráð lék mjög vel í fyrri háifleik og gerði þá sjö mörk úr átta tilraunum. Sóknarnýting liðs- ins í fyrri hálfleik var 58% á móti 36% í síðari hálfleik. KA-menn voru lengi í gang og er fyrri hálfleikurinn líklega einn sá slakasti hjá þeim í vetur. Þeir voru með 36% sóknarnýt- ingu í fyrri hálfleik, en bættu það upp með 70% nýtingu í þeim síðari. Duranona og Guðmundur A. Jónsson áttu stjörnuleik. Leó Örn var duglegur á línunni, fiskaði fjögur vítaköst og skoraði tvö mörk. Patrekur var sterkur í síðari hálfleik og Alfreð var sá hlekkur sem batt vörnina saman i siðari hálfleik. Alfreð Gíslason, þjálfari KA Höfðum heppnina með okkur „Þ AÐ má segja að þetta hafi verið heppnisigur hjá okk- ur,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir sigurinn á Stjörnunni. „Við spiluðum hræðilega illa í fyrri hálfleik, vorum eins og strákar í þriðja flokki. Þetta gekk betur í síðari hálfleik og við höfðum heppnina með okkur í lokin. Duranona sýndi enn einu sinni hversu öflugur leikmaður hann er. Það liggur við að hann sé öruggari með að skora eftir aukakast en úr víti, og þó er hann mjög örugg víta- skytta." Viggó óhress með dómgæsluna Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var mjög óhress með tapið og sagðist vilja kenna dómurunum um. „Dómararnir tóku af okkur annað stigið. Þeir áttu ekki að stoppa klukkuna þegar fimm sekúndur voru eftir, það var enginn okkar leikmanna að teQa. Ég tel að þessir dómarar séu ekki færir um að dæma svona stórleik. Þeir eru hræddir við Alfreð og hafa því oft ver- ið nefndir „Alfreðs-dómarar“. Annars var ég mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en í síðari hálfieik misstum við niður einbeitinguna og vömin opnaðist oft illa og Patrekur nýtti sér það vel,“ sagði Viggó. náð átta marka forskoti þegar Valsmenn loks komust á blað og leiddu með sjö mörkum í hálfleik. Valsmenn reyndu að „hræra“ upp í liðsskipan sinni á þessum tíma en ekkert gekk. Júlíus Gunn- arsson leysti Olaf Stefánsson af hólmi, Skúli Gunnsteinsson skipti við Sigfús Sigurðsson, Dagur og Jón skiptu um hlutverk og loks skipti Jón sér útaf og setti í sinn stað Ara Allonsson. Breytingar skiluðu litlu. FH-ingar virtust hafa allt í höndum sér og hörðustu stuðningsmenn Vals voru svart- sýnir yfir kaffisopanum í hálfleik. En leikmenn Vals voru ekki af baki dottnir. Það var sem þeir sendu nýtt lið til leiks í síðari hálf- leik, en þegar betur var að gáð reyndist sami mannskapurinn hefja síðari hálfleik og hafði hafið þann fyrri og komið sér í að því virtist vonlitla stöðu. Varnarleik- urinn var eins og best getur orðið hjá Hlíðarendadrengjum og hver sóknartilraun FH-inga stöðvaðist á henni eða Guðmundi Hrafnkels- syni markverði sem tók að veija allt hvað af tók. Sóknarleikurinn gekk eins og vel smurð vél og mikill hamur rann á ýmsa þá leik- menn sem höfðu ekki vitað sitt ijúkandi ráð í fyrri hálfleik. Val- garð, Ólafur og Sigfús léku við hvurn sinn fingur og eftir tíu mín- útna leik höfðu Valsmenn jafnað leikinn, 12:12, og lét ekki þar stað- ar numið. Valsmenn sigldu fram úr gestum sínum sem virtust hafa tekið sömu sóttina og hrjáð hafði gestgjafa þeirra í fyrri hálfleik. Valsmenn gerðu þrettán mörk gegn tveimur á fyrstu 20 mínútum leikhlutans og gáfu hvergi eftir fyrr en flautað var af. FH-ingum féll allur ketill í eld og var sama hvaða leikmaður átti - í hlut. Héðinn Gilsson, Guðjón Árnason og Hans Guðmundsson reyndu og reyndu, en án árangurs. Sigurður Sveinsson og Gunnar Beinteinsson sáust vart, enda teknir úr umferð. Guðmundur Karlsson þjálfari virtist ekki eiga nein tromp upp í erminni fyrr en í lokin að hann lét taka tvo Vals- menn úr umferð. Þá var staðan 22:16 og fimm mínútur eftir. Sú ráðstöfun breytti engu og Vals- menn fögnuðu sem þeir hefðu unnið íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvað veldur svona sveiflu í einum leik. Þeir virtust bara lenda í sömu vandræðunum • og við gerðum í fyrri hálfleik, það gekk ekkert upp, var sama hvort ■ um var að ræða dauðafæri eða skot utan af velli,“ sagði Jón Krist- jánsson, þjálfari Vals. Sigurpáll Ámi með 13 mörk gegn Víkingi Stefán Stefánsson skrifar Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, KR-ingur, var í miklum ham gegn Víkingum í Víkinni og gerði helming marka liðsins en það dugði ekki til því Víkingar náðu að meija 27:26 sigur. Liðin skiptust á að skora í upp- hafi en er á leið fóru heimamenn að finna fjalirnar sínar og komust í 7:4. Við það jókst þeim kjarkur en sókn KR var frekar andlaus, enda gaf vörn Víkinga þeim ekki færi á skotum. En kálið var ekki sopið því KR-ingar tóku á sig rögg eftir hlé, gerðu 5 mörk í röð, jöfn- uðu 16:16 og komust yfir, 19:21, um miðjan hálfieik á meðan V4k- ingar klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri. En Árni Friðleifs- son og Guðmundur Pálsson þorðu að taka af skarið með sitt hvor tvö mörkin og komu Víkingi í 23:22. KR-ingar misstu menn útaf en tókst að hanga á boltanum og skora mörk þrátt fyrir að vera einum og tveimur færri. Þeim brást hinsvegar bogalistin í stöð- unni 27:26 og tæp mínúta eftir þegar þeir misstu boltann. Víkingar byijuðu fullir sjálfs-' trausts en misstu einbeitinguna eftir hlé og máttu þakka fyrir að ná sér á strik á ný. Árni þorði að rífa sig upp í skot og Birgir á lín- unni var sprækur. Vörnin var einn- ig spiluð af skynsemi nema hvað hornamaðurinn brást illa. Þó að vörn KR væri þokkaleg var sóknin ekki upp á marga fiska, sérstaklega ekki fyrir hlé þegar öll mörkin komu úr hornum eða af línu. Sem fyrr segir var Sigur- páll góður og Gylfi Gylfason og Eiríkur Þorláksson ágætir. Haukar heillum horfnir Sævar Hreiöarsson skrifar Grótta átti ekki í miklum erfiðleik- um með slakt lið Hauka í gær- kvöldi. í lokin stóð Grótta uppi með sjö marka sigur, 32:25, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 17:12. Markvörðurinn Sigtryggur Albertsson var í aðalhlutverki og varði alls 18 skot í leiknum. „Það var mikil stemmning í liðinu og við lékum á fullu frá fyrstu mínútu. Það er góður stígandi í liðinu og við erum með eina sterkustu vörn landsins," sagði Sigtryggur í leikslok. Leikurinn byrjaði með miklum lát- um, lítið um varnir og mikið skorað. Jafnt var á öllum tölum framan af en í stöðunni 5:5 náði Gróttuvörnin sam- an og Haukar komust ekki lengra. Gústaf Bjarnason hafði skorað þrjú mörk af línunni en þegar Grótta náði að loka á hann virtust Haukar ráð- lausir. Sóknarleikur Gróttu var markviss og skilaði góðum mörkum. Haukar urðu fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Bjarni Frosta- son landsliðsmarkvörður meiddist og varð að fara af leikvelli. Grótta jók forskotið jafnt og þétt og hafði fimm marka forustu í hléi, 17:12. Bjarni kom aftur inná í síðari hálf- leik en samt var sama upp á teningn- um og sigur gestanna aldrei í hættu. Mestur varð munurinn níu mörk, 29:20. Síðustu mínúturnar léku Haukar framarlega með vörnina og leikurinn leystist upp í vitleysu. Sigtryggur lokaði markinu á löng- um köflum en skot Hauka voru oft máttlítil. í sókninni var Jurí Sadovski í aðalhlutverki og Róbert Rafnsson og Jón Þórðarson voru einnig sterk- ir. Engan baráttuvilja var að merkja á leik Haukanna. Aron náði sér eng- an veginn á strik sem leikstjórnandi og Gunnar þjálfari var litlu skárri í síðari hálfleik. Það var einna helst Halldór Ingólfsson sem reyndi að halda Haukum inni í leiknum með einstaklingsframtaki. Eyjamenn í fallsæti Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það var því miður ekki margt sem gladdi áhorfendur að Varmá í gær þegar Afturelding sigraði Eyjamenn 26:22. Þar með er hið unga lið ÍBV komið í fallsæti því Víkingar skutust upp fyrir þá með sigri á KR í gærkvöldi. Eyjamenn byijuðu betur, voru mjög hreyfanlegir í vörninni og baráttan í góðu lagi, enda komust þeir í 3:1. Heimamenn voru ekki lengi að átta sig á varnarleik ÍBV, færðu sig lengra frá vörninni og við það fengu þeir betri skotfæri. Varla sást þó skipulögð sókn hjá liðunum í fyrri hálfleik og það vantaði lítið í þeim síðari, nema hvað heimamenn tóku aðeins á í vörninni. Þó er vert að geta tveggja marka, eins hjá hvoru liði, sem komu eftir skemmtilegar línu- sendingar. Fyrst skoraði Svavar Vignisson eftir góða sendingu Arnars Péturssonar og í síðari hálfleiknum var það Róbert Sig- hvatsson eftir sendingu Bjarka Sigurðssonar. Eyjamenn tóku Bjarka og Jó- hann úr umferð síðustu fjórar mín- útumar og minnkuðu muninn í tvö mörk. Næsta sókn var allt of löng, enda vörn UMFA þétt, og náðu því ekki að minnka muninn meira. Hjá Aftureldingu varði Berg- sveinn þokkalega, Jóhann var ágætur í fyrri hálfleik og Páll einn- ig en í þeim síðari var það helst Róbert sem stóð sig þokkalega og Ingimundur í lokin. Hjá Eyjamönnum var Arnan Pétursson bestur, en hann má þó vera mun ákveðnari þegar hann reynir að bijótast í gegnum vörn mótheijanna. Gunnar Berg, Ingólf- j ur og Svavar áttu þokkalega kafla ! og Sigmar Þröstur varði nokkuð vel í síðari hálfleik en fann sig engan veginn í þeim fyrri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.