Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 1
\ \ FOSTUDAGUR 16. FEBRUAR 1996 BLAÐ B ¦HJÓNirJ I HVAMMIIIIVATIMSPALÆTLA AÐ LATAGAMLAN DRAUM RÆTAST OG REISA HÚS Á JÖRÐ SINNI MEÐ FULLKOMINNIADSTÖÐU FYRIR BÖRN MEÐ LANGVARANDI SJÚKDÓMA OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRAH SAM- HELDIN SYSTKINI ÞESSI þrenn hjón eru tengdari en gengur og gerist því þau eru í tveimur systkina- hópum. Þórhallur, Már og Lilja eru systkini og Guðbjörg, Jóna og Hafþór eru systkini. Það voru Guðbjörg og Þórhall- ur sem kynntust fyrst 1959 og þau giftust tveimur árum síðar. Jóiia. og Már kynntust í gegnum Guðbjörgu og Þórhall og gengu í hjónaband árið 1964. Átta árum síðar giftust síðan Hafþór ogLuja. Öll hófu hjónin bú- skap á sama stað, húsi einu á Seltjarn- arnesi sem heiti Sól- arhóll. ¦ Már Halldórsson og Jóna Geirný Jónsdóttir. Kúluhús fyrir langvarandi sjúk börn og fjölskyldur þeirra í sveitinni HJÓNIN Þuríður Guðmundsdóttir og Gunnar Ástvaldsson í Hvammi II í Vatnsdal hafa ýmsar ráðagerðir á prjónunum til að hrinda gömlum draumi í framkvæmd og byggja 700 fm kúluhús á jörð sinni. Þar hyggjast þau bjóða langvarandi sjúkum börnum og fjölskyldum þeirra til lengri eða skemmri dvalar í sveitasælunni. Lilja Hördís Halldórs- dóttir og Hafþór Jónsson. Fyrir tíu árum, eftir að dóttir þeirra, Fjóla, lést aðeins tólf ára gömul úr krabba- meini, ákváðu Þuríður og Gunnar að flytj ast í sveit og bjóða krabbameinssjúk' börnum til sveitadvalar, líkt og Fjólu hafði alltaf dreymt um. Núna langar þau að færa út kvíarnar og gefa jafnframt öllum börnum með langvarandi sjúkdóma og fjölskyldum þeirra kost á að dvelja í Hvammi II. „Vonandi getum við hafið /ram- kvæmdir í vor. Einar Þorsteinn Ásgeirs- son, arkitekt, teiknaði húsið 1993. Hann fékk slíkan áhuga á verkefninu að hann tók upp hjá sjálfum sér að senda umsókn um styrk til Paul Newmans-stofnunarinn- ar í Bandaríkjunum. Við erum búin að fá svar um að við séum mögulegir styrkþeg- ar árið 1996." Meðan Þuríður og Gunnar bíða svars kanna þau ýmsar leiðir til að fjármagna framtaírið, en Umhyggja, félag til stuðn- ings sjúkum börnum, verður í forsvari fyrir sjálfseignarfélagi, sem senn verður sett á laggirnar til að húsið megi rísa og starfsemin verði tryggð til frambúðar. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er einnig stuðningsaðili. Þorsteinn Ólafs- son, framkvæmdastjóri, segir að enn séu ýmis ljón í veginum því krabbameinssjúk börn og langvarandi veik börn hafi ekki rétt á styrk úr byggingarsjóði, eins og t.d. fatlaðir. Hann vonast til að væntan- legt frumvarp til laga um málefni sjúkra LIKAN af fyrirhuguðu kúluhúsi. , •¦ á um rétt Við verð- tryggi hag þeirra og kveði m.a. úr framlagi úr byggingarsjóði. um að leita til ríkis, félagasamtaka, fyrir- tækja og almennings um fjárstuðning. Ef til vill munum við standa fyrir söfnun, en við höfum enn ekki rætt framkvæmdina til hlýtar." Gefa teikningu og land Framlag Þuríðar og Gunnars er teikning af húsinu og landið. Þau eru bjartsýn að draumur þeirra verði senn að veruleika, enda segja þau fjölda manns hafa lýst sig reiðubú- inn til að leggja hönd á plóg og vinna í sjálf- boðavinnu. „Þörf fyrir hús af þessu tagi er mjög brýn. Við höfum alltaf verið hrifin af kúluhúsum og teljum slíkt hús afar hentugt fyrir starfsemina. Húsið verður á þremur hæðum, með innigarði, lyftum, nuddaðstöðu, ljósabekkjum, sjúkraherbergi, mötuneyti o.fl. Þar yrði aðstaða fyrir 4-5 börn og tvær til fjórar fjölskyldur auk þess sem í húsinu væri íbúð fyrir staðarhaldara." ¦ Fíkniefnahundar gerðir út fyrir eigin reikning H- BJARNI Sveinsson lögreglumaður á Eskifirði hefur þjálfað tvo fíkni- efnahunda fyrir eigin reikning, án stuðnings hins opinbera. Eru þetta einu fíkniefnahundarnir á Austur- landi og telur Bjarni að þeir hafi nýst vel. Hann vill þó fá að fara með þá víðar um Austurland til þess að komast fyrir nýjar flutn- ingsleiðir. „Ég var að fikta með hund sem mér var gefinn fyrir nokkrum árum þegar Elís P. Sigurðsson í Lions- klúbbnum á Breiðdalsvík hafði sam- band við mig og gekkst síðan fyrir því að Lionshreyfingin styrkti mig til að fara með hundinn í þjálfun á Keflavíkurflugvöll. Þar var ég hjá vönum manni og fékk bakterínu fyrir alvöru," segir Bjarni þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann fór að þjálfa fíkniefna- hunda. Segist hann fara með hundana í flest skip sem komi úr siglingum, á pósthúsin og vöruafgreiðslur. Þá sé hann notaður við leit að fíkniefn- um í húsum og bílum. Hægt að gera svo mikiu melra Bjarni hefur alið hundinn og þjálfað án stuðnings ríkisins. Hann segist gera þetta vegna áhuga á forvörnum gegn fíkniefnaneyslu. „Það hefur ákaflega lítið verið gert í forvörnum síðan Þorsteinn Hraundal lögreglumaður flutti frá Neskaupstað en hann var með fíkni- efnahunda sem hann notaði víða um Austfirði," segir Bjarni. Og hann viðurkennir að hann hafi reiknað með meiri hjálp en raun Morgunblaðið/Sverrir BJARNI Sveinsson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Eskifirði með hund sinn, fíkniefnahundinn Tess. Hinn hundurinn hans, Freyja, er í fæðingarorlof i og gat því ekki verið viðstaddur myndatökuna. hefur orðið á. „Með lítilræði væri hægt að gera svo miklu meira," segir hann. Bjarni hefur aðallega starfað inn- an umdæmis sýslumannsins á Eski- fiðri, það er á Eskifirði, Reyðarfirði og Suðurfjörðum. Hann segir að notkun hundanna hafi aukist, að ósk sýslumanns. Hann segist hafa farið einu sinni á Norðfjörð en aldr- ei verið kallaður í Norður-Múla- sýslu. Finnst honum það miður því hundarnir hafi mikinn fælingar- mátt. Fíkniefnaneytendur og -salar viti af því hvar hundarnir eru notað- ir og þannig megi svæla þá burt. Nú liggi flutningsleiðirnar annars staðar í gegn og segist hann vilja geta skroppið til Neskaupstaðar og Egilsstaða þegar honum finnist ástæða til, svo að fíkniefnaliðið verði ekki of öruggt um sig. Grelða fóðrlð Ómæld vinna er við þjálfun hund- anna og fóðrið í þá kostar um 100 þúsund krónur á ári en auk þess þarf að greiða tryggingar og ýmsan annan kostnað. Þetta hefur Bjarni allt greitt úr eigin vasa, þar til ný- lega að Lykils-verslanirnar á Reyð- arfirði og í Fellabæ ákváðu að gefa fóðrið í hundana. Samúel Sigurðsson verslunarstjóri á Reyðarfirði segir að óeigingjarnt starf Bjarni hafí vakið eftirtekt og þeir vilji styðja starf hans. „Þótt staðirnir séu litlir er fíkniefnavandamálið það sama og í stærri bæjunum. Þetta er bara lok- aðra. Ef krakkarnir eru ekki í íþrótt- um eru þeir á götunni og við þekkj- um alvarlegar afleiðingar þess hér," segir Samúel. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.