Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Athygli er háþróað kerfi mannsins til að lifa stuttu síð- ar. Fylli- byttur hnakkrífast og stúta flösku. Þau rumska ekki. En svo heyrist uml í baminu og þau vakna samstundis og netkerfið er svo fullkomið, að ef þau skipta nætur- vöktum yfir barninu á milli sín vaknar að- eins það sem er á vakt en ekki hitt. Þessir foreldrar hafa stillt sig inn á ákveðin hljóð og netkerfið vekur athygli þeirra ef þau berast, ann- ars ekki. Ýmis- legt bendir þó til þess að áreiti sem við tökum ekki eftir geti samt verið skráð. ATHYGLI í upplýsingaflóði nú- tímans er nokkuð sem margir keppa að. Mælt hefur verið að þegar tvær manneskjur mætast horfast þær fyrst í augu. Það er því ekki tilviljun að á forsíðu flestra glanstímarita stara augu frægra fyrirsæta og reyna að grípa athygli viðskiptavinarins. Að ná athygli er frumatriði allra auglýsinga fyrirtækja og í þeim er augnsambandið er oftast notað. í heimi stanslausra áreita er hætta á mettun og að fólk hætti að taka eftir, þess vegna er ■■■ reynt að tvöfalda áhrif skila- Gl boðanna og aðferðin er í raun Z einföld og best lýst með dæmi: Logandi ljósapera í björtu vekur ekki athygli, en sama pera með sama styrk nær athygli ef hún er lýsir í myrkri. Öskur eftir þögn er líka áhrifameira en öskur í dyn. Kerfi í heilanum sem virkar sem sía á ógagnleg áreiti Það er takmörkunum háð hvað einn maður getur veitt mörgum áreitum athygli í einu og ef hann hefði ekki hæfileika til að velja úr myndi ekkert vekja honum meiri athygli öðru fremur. Heilinn býr giftusamlega yfir sérstöku kerfi til að maðurinn geti án áreynslu valið það úr sem skiptir hann máli. Kerfið er stundum þýtt netkerf- ið (reticular system) á íslensku og gegnir hlutverki í sambandi við örvun, athygli, svefn og vöku og er staðsett í heilastofni. Frá því berast boð upp í framheila sem örva til vöku og eftirtektar eða eiga þátt í að orsaka svefn. Það tekur við boðum frá öllum skyn- færunum og lætur menn vita um það sem vegur þungt ef svo má segja. Tilraunir hafa verið gerðar á köttum með því að hleypa raf- straum með örskautum á netkerf- ið og afleiðingin er að þeir sofna eða vakna eftir því hver spennan er. Skemmt netkerfi getur hins vegar leitt til dás. Ýmsar tilraunir hafa leitt í ljós að hæfileiki manns- ins til að beina athyglinni að einu fremur en öðru sé einmitt háður netkerfinu og virkar það eins og sía sem stöðvar sum boð en hleyp- ir öðrum í.gegn. Sem dæmi má nefna að þegar menn einbeita sér að ákveðnum verkefnum taka þeir ekki eftir hávaða í kringum þá. Inniifun sem útilokar öll áreiti nema þau sem skipta máli Margir hafa upplifað það að reyna að ná sambandi við mann sem lifir sig svo vel inn í söguefni bókar eða kvikmyndar að hann heyrir ekki þegar talað er við hann. Það þarf jafnvel að kalla eða hrista hann til að öðlast at- hygli hans. Þetta er að öllum lík- indum vegna þess að netkerfið útilokar allt nema það sem innlif- unin stendur um. En hvað er það sem stjórnar því hverju netkerfi heilans hleypir í gegn og hverju ekki? Skynjun mannsins er háð áhuga, markmið- um og væntingum og valið tekur mið af því. Námsmaður við skrif- borð, sem hefur áhuga á efninu sem hann er að tileinka sér, tekur ef til vill ekki eftir bílaumferðinni framhjá glugganum hans eða háv- aðanum frá flugvélinni sem rétt í þessu er að þjóta yfir. Námsmað- urinn er einbeittur. Stefna hljóðs og merking numin á leiftrandi hraða Dæmi: Félagar ræða saman á háværum skemmtistað. Þeir sitja við borð og taka ekki eftir því sem sagt er á næstu borðum, að því er virðist. Samt gerist það að eins þeirra er nefnt á næsta borði, einhver er að um hann, og hann nafnið sitt úr öllum hljóðbylgjun- um og lítur ósjálf- rátt yfir á næsta borð. Segja má vegna þessa að netkerfið hyggi að öðrum hljóðum í umhverf- inu en tekið er eftir. Annað dæmi er, að á stórum vinnustöðum, þar sem hver starfsmaður hefur sinn síma en fáir með eins hringingu, virðast starfs- mennimir heyra hljóðið í símanum sínum þótt þeir séu staddir langt frá borðinu sínu. í gegnum hávaða og aðrar símhringingar taka þeir eftir að síminn þeirra hringir og vegur bæði hljóðið og stefna þess, þyngst á metunum. IMetkerfi fuglaskoðunarmanns vekur athygli hans á söngnum Hvernig stendur á þessu? Rann- sóknir á athygli benda til þess að taugakerfið búi til nokkurs konar spjaldskrá yfir upplýsingar sem menn sækjast almennt eftir. Hið sérstaka hljóð síma starfsmannsins í dæminu hér áðan kveikir á athygl- inni þrátt fyrir öll hin áreitin sem dynja af meiri styrkleika á skyn- færum hans. Nafn manns kallað virðist líka nánast alltaf grípa athyg- lina. Dæmi: Tveir menn fara fótgang- andi í fuglaskoðunarferð, annar er fagmaður, hinn viðvaningur. Hinn fyrri. greinir ólíklegustu hljóð og nefnir hvaða fuglum þau tilheyra. Hinn stendur og gapir, stundum heyrir hann ekki neitt nema eitt- hvert heildarhljóð náttúrunnar og stundum eftir mikla einbeitingu nær hann að greina tiltekinn fuglasöng frá öðrum hljóðum sem berast hon- um. Fuglaskoðunarmaðurinn er með þjálfað eyra og góða spjaldskrá — það gerir gæfumuninn. Maðurinn móttækilegur og ávallt reiðubúinn Athygli er því háð þjálfun, innri áhuga og ytri einkennum eins og styrk, stærð, andstæðum og hreyf- ingu. Hún felst í því að stilla einbeit- inguna, en það er líka margt sem gerist líkamlega. Höfði er snúið í átt að hljóði, sjáaldur augans glennist upp, hönd er lögð við eyra og útvíkk- un æða verður í höfðinu, samdráttur háræða, rafvirkni breytist, hjartslátt- ur og öndun. Markmiðið er að grípa áreitið og vera tilbúinn til að bregð- ast við því, en heilinn hefur þróað athyglisgáfuna að öllum líkindum til að auka líkurnar á því að komast af í þessum viðsjárverða heimi. ■ Gunnar Hersveinn Nýbakaðir foreldrar vakna við minnsta barnahljóð ímyndum okkur að menn tækju jafnvel eftir öllum boðum skynfær- anna, öllu sem augað sér, eyrað heyrir, húðin nemur, nefnið fínnur og tungan bragðar: Lífið væri óbæri- Iegt og sem betur fer velur heilinn úr þau áreiti sem koma að gagni. Dæmi: Nýbakaðir foreldrar leggj- ast til svefns og ungbamið sefur í vöggu við hliðina á rúminu. Bifreið með gat á púströrinu bmnar fram- hjá húsinu þeirra. Þau sofa áfram. Lögreglubíll með sírenu brennir hjá DEMI More, á forsíðu tímarits. Myndin greip athygli fólks víða um hinn vestræna heim. HARRISON Ford, einbeitt- ur með svipuna á lofti til að fanga athygli lesandans. HÉR eru tvær æfingar. Önn- ur hefur það markmið að skyn- færin grípi sem mest og fólk verði meðvitað um það. Hin að sem fæst áreiti komist áleiðis og verði hugsunarefni. Æfing til aö fanga allt Reynið að grípa sem flest áreiti sem dynja á ykkur. Herða fötin ein- hvers staðar að? Látið hugann líða frá tám upp í hár, ef til vill þrýsta skórn- ir óþægilega að eða er buxna- strengurinn of þröngur? Reynið að einbeita ykkur að hljóð- um inn í herberginu eða húsinu sem þið eruð stödd í. Heyrist hátt í ísskápn- um eða einhverri vél sem er sífellt í gangi? Reynið að nema hljóð sem koma utan frá, ef til vill er umferð á götunni, jafnvel sírena í lögreglubíl. Gefið ykkur tíma og reynið að greina sem flest hljóð. Imyndið ykkur svo að þið tækjuð jafnvel eftir öllu. Slakið á. Finnið þreytuna líða úr öxlun- um og reynið að tæma hugann af öllum hinum óþrjótandi hugsunum sem mæða á honum. Veljið síðan skemmtilegt atvik úr lífinu til að rifja upp. Lokið augunum og hugsið um atburð- inn. Reynið að sjá hann fyrir ykkur og rifja upp smáatriði eins og hvernig þið voruð klædd, hvaða dagur var og hverjir voru nálægir. Hrindið öllum öðrum hugs- unum frá. Notið aðrar aðferðir til að einbeita ykkur að einhverju einu ef það hentar betur. Marksniðið er: Upplifunin að engin óþarfa áreiti í umhverfinu kom- ist að. Hugurinn er upptekinn af einu og það má ekki trufla hann. Innri og ytri einkenni ráða Þessar æfingar eða sambærilegar sýna hvemig hægt er að stilla hugann og því meiri einbeiting og innri áhugi á viðfangsefninu, því betur tekst til. Samt myndi stórt og styrkleikamikið áreiti slá ykkur út af laginu. En jafnskjótt og það verður að vana hættir fólk að taka eftir því.B Æfing til aö fanga eitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.