Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ámi Sæberg LAUFHOLTS- og Eiðissystkinin, talin frá vinstri: Lilja Hjördís og Hafþór, Guðbjörg og Þórhallur Páll, Jóna Geirný og Már. Systurnar og mágkonurnar hittast tvisvar í viku og borða saman hádegisverð, en sú fjórða, sameig- inleg vinkona sem var vön að borða með þeim, er nýflutt vestur á Snæfellsnes. Morgunblaðið/Ásdís Á SÓLARHÓLI var gott að hefja búskap. Húsið var nýlega auglýst til sölu og voru konurnar í hópnum komnar á fremsta hlunn með að fara og skoða og rifja upp gamla og góða daga. GUÐBJÖRG og Þórhallur giftu sig kornung árið 1961. JÓNA Geimý og Már gengu í hjóna- band, líka ung að árum, árið 1964. LILJA Hjördís og Hafþór giftust síð- an árið 1972. Lífsglöð fjölskylda LÍFSGLEÐI og ham- ingja. Það eru orð sem svo sannarlega eiga við um hjónin þrenn, Guð- björgu Jónsdóttur og Þórhall Pál Halldórsson, Jónu Geirnýju Jónsdóttur og Má Halldórsson og Lilju Hjördísi Halldórsdóttur og Hafþór Jónsson. Kætin og hiýjan fylla húsakynnin og þrátt fyrir að þau séu svona mörg komast öll að og allir hlusta. Þau eru jafningjar og þeim líður vel saman. En hvað er svona sérstakt við þessi hjón? Jú, þau eru úr tveimur systkinahópum, Þór- hallur, Már og Lilja eru systk- in og Guðbjörg, Jóna og Haf- þór eru systkin. Upphafið má rekja til ársins 1959 þegar Guðbjörg og Þórhallur kynnt- ust í ísborg sem þá var við Austurstræti. ísborg er ekki lengur til en ástarsambandið sem þar var stofnað til lifir enn góðu lífi, fjórum sonum og sex barnabörnum ríkara. Þau giftust tveimur árum síð- ar, árið 1961, og hófu búskap í góðu húsi vestur á Seltjam- arnesi, sem heitir Sólarhóll og er að Skeijabraut 5a. Sólar- hóll átti eftir að gegna stóru hlutverki í lífi allra hjónanna því öll hófu þau búskap sinn þar/ Enginn vissi hver átti hvaða glókoll Jóna og Már kynntust í gegnum systur sína og bróð- ur. Þau gengu í hjónaband árið 1964, fluttu líka á Sól- arhól og eiga nú þrjá syni og fjögur barnabörn. Synirnir á Sólarhóli eru flestir á svipuðum aldri og ólust upp nánast eins og bræð- ur. Þeir voru allir glókollar og enginn í hverfinu vissi hver átti hvern. Svo leið og beið. Eitt sum- arið fóru fjölskyldurnar í úti- legu og fór Hafþór, eini bróð- ir Guðbjargar og Jónu, með. Þar tilkynnti Rann systrum sínum að hann ætlaði að kvænast systur Þórhalls og Más, Lilju. „Ég gleymi því aldrei,“ segir Guðbjörg og hlær enda fannst þeim systr- um þetta afar fjarstæðukennt. En viti menn, það tók hann ekki nema hálfan mánuð að krækja í Lilju og árið 1972 giftust þau. Þá voru Jóna og Már flutt úr kjallaranum á Sólarhóli og Lilja og Hafþór fluttu inn. Þau eignuðust síð- an tvo syni og eina dóttur en tvö þeirra, drengur og stúlk- an, létust þegar þau voru fjög- urra og fimmtán ára gömul. þrennra hjóna og tveggja systkinahópa Limra á eldhúsborðinu En hvernig tóku foreldrar þeirra þessu öllu saman? „Þeir voru mjög ánægðir, enda þekktu þeir tengdafjölskyldu barna sinna vel,“ segja hjónin og systkinin. Og faðir Lilju sýndi það í verki svo ekki var um að villast að hann var hæstánægður með nýjasta ráðahaginn því að morgni þess dags sem Hafþór gisti í fyrsta skipti heima hjá Lilju var „óborganleg" limra hon- um ætluð skrifuð á blað sem lá á eldhúsborðinu. Hjónin þrenn eru sammála um að samheldni og sam- kennd einkenni Qölskyldur þeirra. Þau Segjast ekki þekkja stress en að þau leggi mikla áherslu á öryggi, frið og sáttfýsi. „Við höfum það fyrir reglu í okkar hjóna- bandi,“ segir Hafþór, „að fara aldrei að sofa ósátt.“ „Við kynntumst þegar við vorum mjög ung og við gerð- um ekki miklar kröfur hvort til annars,“ segir Þórhallur sem telur að það sé ein af ástæðum þess að hjónaböndin hafa orðið langlíf. „Ég held að fólk sem kynnist þegar það er orðið eldra en við vorum geri meiri kröfur og hafi meiri væntingar." íbúðin sem systkinin á Eiði ólust upp í var ekki nema 36 fermetrar að stærð og íbúðin í Laufholti um " 40 fermetrar. „Það varð að þurrka af og ryksuga á hveijum degi,“ segja Éiðissystkinin. „Já, ég man hvað ég varð hissa þegar ég svaf hjá þér í fyrsta skipti,“ segir Guð- björg við Þórhall, „þegar farið var að þurrka af á sunnudegi.“ Hvítari en Miss World Fjölskyldurnar eru orðnar stórar og vaxa ört. Þegar mikið stendur til, á jólum og þegar árlegt þorra- blót Laufholtsfjölskyldunnar er hald- ið, er leigður salur svo allir komist fyrir. Þá leggja allir eitthvað til, kökur, tertur eða annað viðeigandi góðgæti og fólkið gerir sér glaðan dag saman. Þorrablót fjölskyldunnar er einmitt nýlega afstaðið og var greinilegt að þar hafði verið glatt á hjalla. Þriggja manna nefnd er kosin árlega til að sjá um undirbúning og heimatilbúna skemmtidagskrá og svo eru auðvitað haldnar ræður. Rúsínan í pylsuendanum þetta árið var leyni- gestur kvöldsins. Það var Tómas, sonur Lilju og Hafþórs, sem var kom- inn alla leið frá Stavangri í Noregi öllum nema þeim, sem stóðu fyrir hrekknum, að óvörum. „Lilja hefði ekki getað verið hvítari í framan þeg- ar hún sá Tómas en þó hún hefði verið kosin Miss World,“ rifja hinir upp og hlæja dátt að minningunni. ■ mhg PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Viö gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 Þurrkað af og ryksugað daglega Þau hjónin eru einnig sann- færð um að hjónaböndin hafi verið svona gæfurík vegna þess að þau eru alin upp við svipaðar aðstæður, annar systkinahópurinn á Eiði, vestast í Vesturbænum í Reykjavík, en hinn í Laufholti á Kleppsholtinu þar sem nú er Dragavegur. Systkinin í Laufholtinu voru níu en vestur á Eiði voru þau fimm. Þegar Guðbjörg og Þórhallur fóru að draga sig saman kom einnig í ljós að mæður þeirra þekktust, þær höfðu verið leikfélagar á Hverfisgötunni. „Við ólumst upp við þröng- an húsakost og takmarka- lausa ástúð," segir Hafþór og bætir við að þá hafi ekkert pláss verið til að fara í fýlu. Langtímafýlu nútímafólks megi líklegast rekja til þess að fólk hafi svo rnikið rúm í kringum sig. B-SUPER Öflugra B-Vítamín B-Súper inniheldur 11 náttúruleg B-vítamín í hámarksstyrkleika. Þau eru mikilvæg fyrir efnaskipti líkamans, heilbrigða starfsemi margra líffæra, tauganna og húðarinnar. Einnig nauðsynleg fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar. B-Súper er sterk blanda allra B-vítamína Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh< lEilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.