Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF tómstundum sínum, með áherslu á hvað þau lesa og hve mikið. Niðurstöðurnar byggði hún á spurningalista, sem lagður var fyrir 316 börn og unglinga í Reykjavík og á þremur stöðum á landsbyggðinni árið 1993. Erindi Guðnýjar bar yfirskriftina „Er menningararfurinn í hættu - Áhugi og þekking unglinga á íslenskri menningu". „Mér finnst athyglisvert að ekki var mikill munur á hve unglingar lásu mikið árið 1993 og áður en Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Rannsóknir Þorbjörns Broddason- ar benda til að í millitíðinni hafi lestur breyst mismikið eftir aldri og kyni. Samkvæmt minni rann- sókn lesa unglingar töluvert af bókum, en þó lesa drengir í 10. bekk minna en aðrir (sjá töflu). Barnar og unglingabækur, ævin- týri og fræðslubækur voru mest lesnar, en einnig íslendingasögur, þjóðsögur, goðafræði og nútíma- bókmenntir.“ Guðný segir að niðurstöður sín- ar um mikinn bóklestur ungmenna endurspeglist i góðri útkomu ís- lenskra unglinga í alþjóðlegri at- hugun Sigríðar Valgeirsdóttur á læsi íslenskra barna 1993. Níu ára börn urðu þar í 8. sæti af 27 lönd- um og ekki kom mikill munur fram á milli mismunandi prófþátta. Fjórtán ára unglingar voru að meðaltali númer 5 í samanburði við 32 önnur lönd og stóðu sig því betur en níu ára börnin, og betur í tveimur prófþáttum af þremur þegar tekið var tillit til efnahags- og menningarstigs landanna. Þeir voru hæstir allra í lestri á fræðsluefni og þriðju í röðinni í lestri á sögum. „Fjórtán ára unglingar stóðu sig hins vegar illa í þeim þætti prófsins sem reyndi á upplýsinga- öflun af töflum og myndum. Auk- in tölvunotkun á heimilum og skól- um kemur sér væntanlega vel til að ráða bót á þessum þætti, en vonandi ekki á kostnað bókarinn- ar.“ Erla Kristín Jónasdóttir, deildarstjóri Sjónvarpið getur verið hvatning til lestrar Erla Kristín Jónasdóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, sem unnið hefur við safnið í tvo áratugi, segir börn og unglinga sækja safnið í jafn ríkum mæli og áður. „Mér finnst bóklestur barna og unglinga hafa aukist hin síðari ár. Fyrir 7-10 árum hefði ég sagt hið gagnstæða, því þá var einkamyndbanda væðingin, eins og ég segi stundum, í algleymingi. Nýja- brumið hefur að miklu leyti farið af og núna hafa margir lært að umgangast myndmiðilinn á hóf- samari hátt. Hér verðum við vör við að aukin eftirspurn er eftir tilteknum bókum í kjölfar sjónvarpsþátta um sama efni.“ Erla Kristín segir að börn og unglingar lesi allt mögulegt, en spyrji mikið um nýútgefnar bæk- ur, enda fylgist þau vel með aug- lýsingum í fjölmiðlum. Stálpaðir strákar lesi oft „fantasíubækur“, sem er nokkurs konar vísinda- skáldskapur og á sér að sumu leyti samsvörun í vinsælum hlutverka- spilum. „Bækurnar eru á ensku, en slíkt er strákunum enginn Þrándur í Götu. Dagbækur Berts er vinsælar hjá 9-15 ára af báðum kynjum og 11-12 ára stelpur sækja nokkuð í dæmigerðar „formúluástarsögur“. Nýjustu ástarsögurnar eru ögn djarfari en þær gömlu, sem þó eiga enn upp á pallborðið." SVAVAR INGIHERMANNSSON, 17 ÁRA, Á ÖDRU ÁRI í VERSLUNARSKÓLA ÍSLANDS. T ölvan skerpir líka huga og einbeitingu SVAVAR Ingi Hermannsson hefur óbil- andi áhuga á tölvum og möguleikum hennar. Hann segist hafa lesið töluvert fram að tíu ára aldri, en þá hafi íþróttir tekið hug hans allan. Hjólabrettið og körfuboltinn urðu þungamiðja tilverunn- ar, en tölvunni á heimilinu gaf hann lít- inn gaum þar til fyrir rúmu ári. „Þá sá ég rosalega flott forrit, sem vinur minn bjó til. Mér fannst þetta allt afar flókið en fékk mikinn áhuga, keypti tölvubækur í bunkum og las allt sem ég komst yfir um fyrirbærið.“ Síðan hefur Svavar Ingi verið þaulsæt- inn við tölvuna, sem er ársgömul 50 megariða 486 PC tölva af fullkominni gerð með leysiprentara, Soundblaster 16 hljóðkorti, hátölurum og geisladrifi. Sva- var Ingi segir tölvuna gagnast sér vel í námi, auk þess sem hann dundi sér við að búa til forrit og flækjast um á alnet- inu, annaðhvort í upplýsingaleit eða hann „spjalli" við fólk hér heima og erlendis. Hann nefnir ýmsa kosti tölvunnar, t.d. sé alnetið handhægt við ritgerðasmíð. Einnig segir hann skemmtilegt að eiga alfræðiorðabækur á geisladiski því myndrænar útskýringar séu oft auðskilj- anlegri ritaðar. Tölvuleiki hefur Svavar Ingi að mestu lagt á hilluna, þótt einn eða tveir eigi enn upp á pallborðið hjá honum. „Mér finnst engin ástæða til að am- ast við tölvuleikjum unglinga, því sumir leikirnir reyna heil- mikið á hugarflug og útsjónar- semi.“ Ef fleiri tímar væru í sólar- hringnum segir Svavar Ingi að hann myndi áreiðanlega taka sér bók í hönd endrum og sinn- um. Hann hefur ekki lesið skáldsögu síðan hann flatmag- aði á ströndum Cape Cod í Bandaríkjunum siðastliðið sum- ar og gleypti í sig spennusögur eftir Michael Crichton. „Ég hef svo rosalega mikið að gera að ég hef ekki enn komist til að lesa Vetrareld eftir Friðrik Erlingsson, sem ég fékk í jóla- gjöf. Ég er ekki í nokkrum vafa um að bóklestur skerpir huga og einbeitingu ... en það gerir tölvan líka, og maður verður bara að velja og hafna.“ I frístundum styttir Svavar Ingi sér stundir við að „spjalla" við kunningja sína á alnetinu, eða hann heimsækir vini sína. „Ef veðrið er einstaklega gott fer ég út á hjólabretti. Ég hef dregið stórlega úr sjónvarps- og myndbandsglápi og tek yfir- leitt ekki meira en eitt mynd- band á leigu á mánuði.“ sögulega ógæfa að í stað þess að verða samheijar urðu sjónvarp og skóli sjálfkrafa andstæðingar.“ Þótt kannanir Þorbjörns og samstarfsmanna sýni fylgni með auknu sjónsvarpsglápi og þverr- andi bóklestri, segir Þorbjörn að hér og annars staðar á Norður- löndum og víðar reyni á lestrar- hæfni áhorfandans vegna þess að erlendar myndir séu ekki talsettar á móðurmálinu. „Þetta og ótal margt vekur til umhugsunar um áhrif á almennt læsi. Að nokkrum kynslóðum gengnum kann umtals- verður munur á læsi að skýrast með því að sumar þjóðir þurfa að lesa texta á sjónvarpsskjánum en aðrar nema talmálið.“ Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, uppeldissálfræðingur ODDNÝ HELGADÓTTIR, 14 ÁRA, í 10. BEKK í ÞINGHÓLSSKÓLA Lestur fremur en sjónvarpsgláp ÞÓTT áhugamál Oddnýjar Helga- dóttur séu margvísleg hefur bók- lestur stytt henni stundir frá því hún var fimm ára og fór að lesa sjálf. Framan af segir hún for- eldra sína hafa verið afar iðna að lesa fyrir sig en er systkini henn- ar tvö komu til sögunnar þurftu þeir líka að lesa fyrir þau og þá fór bókmenntasmekkurinn ekki alltaf saman. Oddný flutti til íslands í sumar eftir þriggja ára dvöl fjölskyld- unnar í Bandaríkjunum. „Ég missti alveg áhugann á bóklestri um tveggja ára skeið, eða frá því ég var ellefu til tólf ára. Ég sökkti mér niður í sjónvarpsgláp, enda alltaf úr nægu að moða á þeim 120 sjónvarpsrásum, sem í boði voru. Á þeim tíma fannst mér líka óskaplega gaman í leilqatölvu og hafði engan tíma til að lesa.“ Oddný, sem er jafnvíg á ís- lensku og ensku, segir að bækur um vampírur eftir Anne Rice hafi komið sér á bragðið að lesa aftur. Einnig hafi hjálpað til að sér fynd- ist dagskrá sjónvarpsins hér heima ekki sérstaklega freistandi. Tölvan á heimilinu freistar Oddnýjar ekki heldur, hún man ekki einu sinni hverrar tegundar hún er, en segir hana splunkunýja með geisladrifi. Bókakost heimil- isins segir Oddný enn í pappaköss- um eftir dvölina ytra. „Þótt ég sé nánast alæta á bækur minnir mig endilega að pappakassarnir hafi að geyma ljóðabækur og aðrar með titlum eins og DýríAfríku og Gróður í Alaska eða eitthvað þess háttar. Ég er ekki ýkja spennt fyrir svoleiðis bókum. Undanfarið hef ég verið að Iesa Frú Bovary eftir George Flaubert, Veröld Soffíu, Sagan, sem hér fer á eftir og er núna að Iesa Villta Svani.“ Oddnýju finnst hún ekki alltaf hafa tíma til að lesa eins mikið og hún vildi. „Mér finnst líka gaman að teikna og er í Myndlistarskóla Kópavogs, ég hlusta mikið á tón- list, aðallega rokktónlist, og svo er ómögulegt annað en hitta vin- konur sínar reglulega, fara á tón- leika, í bíó og þess háttar." aði hug nokkurra kvenna og karla um stöðu bókarinnar gagnvart myndmiðlum, tölvum og afþreyingu af ýmsu tagi, sem ungmennum stendur til boða sem aldrei fyrr. RITHÖFUNDAR og skáld, fræði- menn, kennarar og fleiri hafa oft- sinnis lýst áhyggjum sínum af þverrandi bókhneigð landans. Orðaforða, málkennd og auðugu ímyndunarafli þykir teflt í tvísýnu vegna aukins framboðs afþreying- ar af ýmsu tagi, sem ekki er álit- in eins göfgandi og lestur bóka. Börn og unglingar eru sögð taka sjónvarp og myndbönd fram yfir bókina. Bókin hefur fengið enn einn keppinautinn - tölvuna, sem jafn- framt er skæður keppinautur sjón- varps og myndbanda. Möguleik- arnir sem tölvan hefur upp á að bjóða virðast óþijótandi. Auk þess sem börn og unglingar sökkva sér niður í tölvuleiki nota þau tölvuna í tengslum við nám og leik. Mörg svala forvitni sinni og fróðleiks- fýsn á alnetinu. Sum eru ótrúlega leikin að ná í hvers kyns upplýs- ingar og nýta sér möguleikana sem tölvan hefur upp á að bjóða. En á bókin upp á pallborðið hjá börnum og unglingum í eins ríkum mæli og áður? Margir hafa velt fyrir sér þróuninni undanfarin ár, hver staða bókarinnar sé og verði, þ.á m. þeir sem hér er rætt við. að klofningur verði í þjóðfélaginu, annars vegar verði til hálflæsar „skjámanneskjur" og hins vegar „bókamanneskjur“. Jafnvel í Sví- þjóð þar sem blaðaútgáfa er í miklum blóma eru ákveðnir hópar sem hvorki kaupa né lesa dag- blöð. Trúlega lesa sömu hópar ekki heldur bækur. Þróunin gæti orðið eins á íslandi, ef ekki er gripið í taumana. Dagblöð, bóka- útgáfur, skólar og bókasöfn þyrftu að auka samvinnu sín á milli til að efla áhuga ungmenna á lestri og bókum. Sé rétt að málum staðið getur sjónvarpið gegnt mikilvægu hlut- verki sem fræðslusjónvarp og menningarmiðill. Fyrir fjörutíu árum ríkti mikil bjartsýni um hlut- verk sjónvarpsins sem slíks, en þær vonir brugðust að miklu leyti. Sjónvarpið festi sig í sessi sem afþreyingarmiðill enda var tæknin þung í vöfum. Síðan þá hefur henni fleygt fram og nú er hægt að skoða himingeiminn jafnt sem æðakerfi mannslíkamans á sjón- varpsskjánum. í rauninni geldur sjónvarpið upprunans því enn loðir við að kennsluefni í sjónvarpi sé skammaryrði." Þorbjörn skirskotar til upphafs prentlistarinnar sem á 15. öld varð ríkjandi boðskiptatæki og átti mestan þátt í almennri útbreiðslu læsis og stórstígum framförum sem siðar urðu á flestum sviðum. „Prentlist og skóli urðu eins og hönd í hanska. Núna blasir við sú Unglingar lesa svipað og fyrir daga sjónvarpsins Á ráðstefnu Félags- vísindadeildar í Odda haustið 1994 kynnti Guðný Guðbjörnsdóttir, uppeldissálfræðingur, helstu niðurstöður athugunar sinnar á þekkingu og skilningi barna og unglinga á íslenskri menningu, sem fólst m.a. í að kanna hvernig börn og unglingar veija yfír bóklestur? Valgerður Þ. Jónsdóttir kann- Þorbjörn Broddason, félags- og fjölmiðlafræðingur á brauðfó Stöndum við frammi fyrir því að böm og ung- og taki sjónvarp, myndbönd og tölvur fram „Skjámanneskjur“ og „bókamanneskjur“ Þorbjörn Broddason, félags- og fjölmiðlafræðingur, er nú gisti- fræðimaður við Háskólann í Lundi í Svíþjóð þar sem hann vinnur úr niðurstöðum rannsókna sinna á bóklestri 10-15 ára barna og ung- linga frá árunum 1968, 1979, 1985 og 1991. Hann áformar áframhaldandi greiningu í samanburði við sambærilegar kannanir annars staðar á Norðurlöndum og hefur hug á að gera aðra könnun á bóklestri íslenskra ungmenna á næsta ári. „Slík könnun er tímabær og verður forvitnileg, sérstaklega í ljósi .þess að- könnunin frá 1991 sýndi mikinn afturkipp í bóklestri frá árinu 1985. Égtel ekki ástæðu til að ætla að þróunin hafi snúist við, ehda hljóta fjölrásasjónvarp og fleiri stöðvar að þrengja enn meira að bókinni. Þrátt fyrir auk- ið framboð afþreyingarefnis tel ég að bókin eigi ekki eftií' að líða undir lok. Aftur á móti óttast ég lingar leggi bókina á hilluna í náinni framtíð Rannsóknir ó læsi, lestri, f jölmiólanotkun og afþreyingu ungmenna sídastliðin þrjótíu ár. — Rannsóknir Þorbjarnar Broddasonar 1968,1979,1985 og1991 Spurt var í 4. - 9. bekk: „ Hefurþú lesið einhverjar bækur (fyrir utan skólabækurnar) síðustu 30 dagana?" 1968* 1979 1985 1991** Fjöldi svarenda: 572 757 778 767 Ósvaraö: 29 36 43 50 Ails í könnun: 601 793 821 817 TAFLA1. Meðalf jöldi lesinna bóka eftir búsetu 1968* 1979 1985 1991** Reykjavík 4,0 6,4 4,7 2,8 Akureyri 4,6 6,7 3,7 2,9 Vestmannaeyjar 3,0 7,5 3,3 3,0 Heildarmeðaltal 4,0 6,5 4,5 2,8 TAFLA 2. Meðalfjöldi lesinna bóka eftir aldri 1968* 1979 1985 1991** 4.-5.bekkur 4,2 8,0 5,4 3,6 6.- 7. bekkur 4,2 7,0 4,8 2,6 8.- 9. bekkur*** 3,2 4,9 3,3 2,3 Heildarmeðaltal 4,0 6,5 4,5 2,8 ' Aðeins 4. - 8. bekkur 1968. * 1991 heita sömu aldursflokkar 5. - 0. bekkur. * **Aðeins8:bekkur1968. Rannsókn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur frá 1993 og samanburður yið niðurstöður úr könnun Símonar Jóh. Ágústssonar 1965 Spurt var í 7. og 10. bekk: „Hve margar bækur hefurþú lesið síðustu 2 vikur?" TAFLA 3. Hlutfall barna sem las tiltekinn fjölda bóka s.l. 2 vikur, skipting eftir aldri og kyni 7. bekkur: Drengir Stúlkur 1993* 1965** 1993* 1965** Enga bók lásu 22,2% 9,2% 3,3% 6,1% 1 bók lásu 19,0% 19,8% 21,3% 10,7% 2-5 bækur lásu 44,5% 64,1% 60,6% 73,3% 6 eða fleirí bækur 14,3% 6,9% 14,8% 9,9% Meðalfj. bóka 2,52 2,66 3,93 3,22 10. bekkur: Drengir Stúlkur 1993* 1965** 1993* 1965** Enga bók lásu 47,8% 31,0% 28,9% 24,5% 1 bók lásu 31,9% 20,4% 25,0% 31,0% 2-5 bækur lásu 17,3% 46,8% 42,1% 38,9% 6 eða fleiri bækur 2,9% 1,8% 3,9% 5,6% Meðalfj. bóka 1,20 1,73 1,91 1,93 Sqmkvæmt rannsókn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur 1993. ** Samkvæmt rannsókn SímonarJóh. Agústssonarlrá1965 (Niðurstöðurnarbirtust1976!Börnogbækurll. Tómstundalestur.) Hildur Hermóðsdóttir, ritstjóri barna- og unglingabóka Leikni á tölvu byggist á góðri lestrarkunnáttu Hjá Máli og menningu vora um 40 titlar barna- og unglingabóka gefnir út árlega frá 1990-1994, en síðasta ár innan við 30. Hildur Hermóðsdóttir, ritstjóri barna- og unglingabóka, segir fækkunina endurspegla minnkandi lestrará- huga ungmenna. „Böm yngri en 12 ára lesa heilmikið, en þá fer áhuginn dvínandi samfara auknum áhuga á tölvum og sjónvarpi. Mér finnst áberandi að unglingar lesa nú síður langan texta en áður. Við fylgjumst vel með þróuninni erlend- is og bryddum upp á -nýjungum í útgáfunni eftir tíðarandanum hveiju sinni. í ár ætlum við að gefa út unglingabók, sem snýst um tölvuleiki, vísindi, tækni og framtíð- arsýn, enda virðast unglingar gin- keyptir fyrir svokölluðum fantasíu- bókum um þessar mundir. Einnig leynir sér ekki að sagnfræðiáhugi fer vaxandi. Sögulegar skáldsögur og jafnvel heimspekilegar bækur hafa aldrei verið vinsælli.“ Hildur segir mikilvægt að hlúa að lestraráhuga bama, leikni í lestri sé ómetanleg þótt hugurinn hneig- ist á ákveðnum aldri fremur að tölvum og annarri afþreyingu. „Leikni á tölvu og námsgeta bygg- ist á góðri lestrarkunnátta, en slíka kunnáttu öðlast böm ekki nema þeim lærist að nota bókina sem afþreyingu.“ Að sögn Hildar fjalla nýjustu unglingabækurnar mikið um sam- skipti stráka og stelpna, stílinn seg- ir hún hispurslausari en áður tíðk- aðist og oft glitti í kaldhæðnislegan húmor. Ragnhelður Jónsdóttir, skólasafnskennari Umræður um þverrandi lestur svartsýnisraus Ragnheiður Jónsdóttir hefur verið kennari í hartnær fjóra áratugi og þekkir því vel lestrarvenjur barna. Sem skólasafnskennari í Melaskóla, þar sem 6-12 ára börn stunda nám, fylgist hún grannt með hvað þau lesa og hversu mikið. Hún segir umræður um þverrandi lestur barna vera svartsýnisraus. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að miðað við skólaárið 1985-86 hafi útlán skólabókasafnsins verið 5.835 og tæplega 700 nemendur í skólanum, en síðasta skólaár hafi útlán verið 8.165 og nemendur tæplega 600. Bókakost safnsins segir Ragnheiður hafa endurnýjast mikið frá árinu 1986 og bókatitlum fjölgað. „Ef eitthvað er finnst mér lestur bóka hafa aukist, enda leggja kennarar mikla áherslu á fijálsan lestur. Sú var tíð að byijendur þurftu að staglast gegnuin sama textann allt að 4-5 sinnum, því bókakostur í skólum var lítill. Núna er nemendum óspart beint í skólabókasöfn og stundum höfum við vart undan að finna bækur og svara spurningum fróðleiksfúsra barna. Skáldsagna- lestur er víðast orðinn fastur liður í kennslu. Kennarar vinna mark- visst að því að glæða áhugann með því að láta nemendur gera grein fyrir því sem þau lesa og spjalla við þá um efnið.“ Ragnheiður segii' að meirihluti barna lesi sér til ánægju, en eins og alltaf sé stór hópur sem lesi nánast ekki neitt. „Lélegar bók- menntir koma börnum að meira gagni en léleg sjónvarpsmynd, því þau ná engu að síður færni í lestri, sem nýtist þeim alla ævi, þótt áhuginn dali um stundarsakir.“Þ- UMRÆÐURumað lestrai'menning standi höllum fæti gagnvart myndmenningu raf- rænnra miðla eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum 1968, 1979,1985 og 1991 gerði Þor- björn Broddason, félags- og fjölmiðlafræðingur, kannanir á bóklestri barna og unglinga í Reykjavík, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Spurt var: „Hefur þú lesið einhveijar bækur (aðr- ar en skólabækurnar) síðustu 30 dagana?" Niðurstöðurnar birtust m.a. í 3. tbl. Skímu, málgagni móðurmálskennara, árið 1992 og þóttu nokkurt reið- arslag. í ljós kom að bóklestur ungmenna var 40% minni á ár- inu 1991 en 1985 (sjátöflu 1 og 2). Fyrsti þáttur af þremur í rannsókn dr. Guðnýjar Guð- björnsdóttur, í samvinnu við ít- alskan prófessor, dr. Segio Morra, fólst í að kanna hvernig börn og unglingar veija tóm- stundum sínum, með áherslu á hvað þau lesa og hve mikið. Hún lagði spurningalista fyrir 316 börn og unglinga í Reylqa- vík og á þremur stöðum á lands- byggðinni árið 1993. Niðurstöð- urnar bar hún samanvið niður- stöður Símonar Jóh. Ágústsson- ar, uppeldisfræðings, frá árinu 1965, eða áður en íslenska sjón- varpið kom til (sjá töflu 3) og niðurstöður Þorbjörns Brodda- sonar. Ef niðurstöður Guðnýjar eru bornar saman við niðurstöður Þorbjörns verður að hafa í huga að Þorbjörn spurði um fjölda lesinna bóka á síðastliðn- um þijátíu dögum en Guðný og Símon spurðu um fjöldi lesinna bóka á tveimur vikum. Guðný segir samanburðinn þó benda til að 7. bekkingar lesi meira 1993 en 1991 og sennilega einn- ig miðað við 1985 og 10. bekk- ingar lesi meira 1993 en 1991 en minna en 1985. Aðrar rannsóknir, sem gerð- ar hafa verið á bóklestri og læsi barna ogunglinga, eru m.a.: Læsi íslenskra barna 1993/Sigríður Valgeirsdóttir, sálfræðingur, Tómstundir ís- lenskra ungmenna vorið 1992/Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála/Þórodd- ur Bjarnason og Þórólfur Þór- lindsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.