Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF 0 á brauðfo Anna Kristín Þórðardóttir, íslenskukennari Ótrúlegt að unglingar skuli enn lesa bækur „í efri bekkjum grunnskóla þurfa nemendur að lesa skáldsögur í tengslum við námið, en að öðru leyti er bókum ekki haldið að þeim eins og neðri bekkingum", segir Anna Kristín Þórðardóttir, íslenskukennari í 8., 9. og 10. bekk í Ölduselsskóla. Hún segir að í 8. bekk aukist heimanám til muna og upp úr því sé í rauninni ótrúlegt að unglingar skuli yfirleitt lesa bækur. „Auk þess sem námið tekur dijúgan tíma er framboð af alls konar afþreyingu slíkt að valið hlýtur að vera erfítt. Þótt engar kannanir staðfesti getgátur mínar, held ég að bóklestur unglinga sé minni en fyrir nokkrum árum og samfara því hafí máltilfínning, orðaforði og réttritun hrakað. Eftir jólin áttu nemendur í ein- um bekknum mínum að skrifa rit- gerð um bók sem þeir lásu í jólafrí- inu. Mér kom ekkert á óvart að allmargir höfðu ekki lesið neina. Unglingar fá ekki bækur í jólagjöf í sama mæli og áður og trúlega velja margir myndband í stað bók- ar sem afþreyingu yfir hátíðarnar. Sumir unglingar eiga erfitt með að komast gegnum heila bók. Les- skilningi þeirra er þá trúlega ábótavant þótt þeir búi ef til vill yfír lestækni.“ Anna Kristín hefur ekki áhyggj- ur af að tölvan ógni stöðu bókar- innar til frambúðar. Henni fínnst aukin tölvunotkun unglinga að mörgu leyti jákvæð, enda lesi sum- ir mikið á tölvuskjá, afli sér upplýs- inga og læri heilmikið af forritun- um sem þeir vinna með og búa til. „Þeir unglingar sem eiga erfitt með að lesa virðast ekki nota tölv- ur mjög mikið. Þótt framhalds- skólakennarar tali stundum um dvínandi lestrarkunnáttu fyrsta árs nema má ekki gleyma að gagn- stætt því sem áður tíðkaðist fara núna allflestir unglingar í fram- haldsskóla, jafnt góðir námsmenn sem slakir." Sölvi Sveinsson, skólameistari Skólakerfið vanrækt að bregðast við þróuninni „Bókin hefur fengið enn einn keppinautinn, sem er tölvan, og skólakerfíð hefur vanrækt að bregðast við þróuninni," segir Sölvi Sveinsson, íslensku- og sagnfræðingur og skólameistari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann telur að fjölga þurfi íslenskutímum, sérstaklega í grunnskölum. Breyta þurfi áherslum þannig að kennslu í málfræði verði jafnað milli grunn- og framhaldsskóla og lestur aukinn í báðum skólum. Skáldsögur og fagurbókmenntir, valdar af Samtökum móð- urmálskennara, segir Sölvi að ættu að vera skyldulesning til að efla málvitund. „Mér fínnst orðaforði vera einhæfari en áður og oft eru notuð orð sem eru bein þýðing úr ensku, t.d. tala margir Könnun Daglegs lífs meðal nemenda á fyrsta ári í framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu Könnunin fór fram í janúar 1996, 39 tóku þátt 1. Hefur þú lesið bók/bækur, aðrar en námsbækur, í þessum mánuði? Þau sem lásu bók/ bækur nefndu oftast unglingabækur og reýfara, m.a. ísfólkið og bækur eftir Sidney Sheldon og Stephan King, en auk þess Dagbók Berts, Biblíuna, Ofvitann, Ævisögu Árna Þórarinssonar, Marfu Guðmundsdóttur, Ævi og skoðanir Steins Steinars, Sálfræði; hug og hátterni, o.fl. 5. Notar þú tölvurnar í skólanum mikið að öðru leyti? r\Já 14\ \ 23 . Ef já, þá hvernig? (merkja má við fleiri \ J/ Nei en einn valkost) 2 svöruðu ekki j 14 IBBj3 Alnetið U1 Annað 7. Lestu dagblöð? Níu nefndu m.a. íþróttir, 39 \ allmargir sögðust lesa allt, þ.á.m. innlendar og eriendar fréttir og fréttir af frægu fólki voru einnig vinsælt lestrarefni. Já J um snjóstorm í stað snjókomu, og svo mætti lengi telja. Eg vona að íslendingar vakni ekki upp við vondan draum eins og Bandaríkja- menn gerðu fyrir rúmum tveimur áratugum þegar í ljós kom að stór hópur fólks kunni ekki að fletta upp í símaskránni.“ Sölvi segir að þótt foreldrar haldi bókum að börnum sínum, sé ekki óeðlilegt að þau taki aðra afþreyingu fram yfir lestur á gelgjuskeiðinu. „Auk myndmiðl- anna stendur unglingum ótal margt til boða. Mikill fjöldi er önnum kafínn við íþróttaiðkanir af ýmsu tagi og allmargir leggja stund á tónlistarnám. Hraðinn í þjóðfélaginu er líka orðinn slíkur að dæmigerður dagur í lífi fjöl- skyldu gefur ekki mikið svigrúm til lesturs bóka.“ 2. Hefur þú aðgang að PC- eða Macintosh- tölvu heima hjá 23 Já þér? "16 . Nei 3. Ef svarið við 2. spurningu er já, hvernig notar þú hana? Við nárr. Við leiki Alnetið |18 6. Færðu lán- Já aðar bækur í ■J2>\ skólabókasafninu eða í bókasafninu í hverfinu? Nei Flest þau sem notuðu bókasafnið fengu bækur að láni einu sinni til tvisvar í mánuði. 1 svaraði ekki 9. Hvað hefur þú aðgang að mörgum sjónvarpsstöðvum heima hjá þér? Ein stöð 5 Þar sem ekki var óskað eftir að sjón- varpsrásirnar væru tilgreindae geta svörin verið villandi. í það minnsta er Ijóst að þau sem nefndu 1 rás telja trúarlegu stöðina Omega ekki með. 4. Ferð þú í Já leiki í tölvunum 6/\ í skólanum? ( 31 j Nei 2 svöruðu ekki — 8. Hvað kýstu helst að gera þegar þú átt frí? (númerið í forgangsröð) iM Lesabók j í 2.-3. sæti 3] 21 121 6 18- Fara í tölvuleik Skoða Alnetið [ í 3.-4. sæti 121 2] 14 Í5. 6 6 12 Tólf af 18 settu „Lesa bók“ í annað eða þriðja sæti, sex settu þennan kost í önnur sæti Annað? (Hvað?) [ 19 settu þennan kost í 1, sæti j 6 25 Af 39 nefndu 32 1 til 5 kosti og númeruðu í forgangsröð. Þeirra niðurstöður eru hér að ofan. Þau 7 sem ekki nefndu forgangsröð merktu öll við „Horfa á sjónvarp/myndband“ og sex merktu við „Annað“. Svarið við kostinum „Annað" var oftast að hitta vinina, íþróttir, útivist, bíó og skemmtanir. Áhugi á bókum, tölvum og myndmiðlum sameinaður UM þessar mundir eiga grunn- skólanemar í Reykjavík kost á að búa til og taka upp sinn eigin bókmenntaþátt á myndband. Marteinn Sigurgeirsson kenns- luráðgjafi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og Skólaskrifstofu Reykjavíkur, sem átti hugmynd- ina að verkefninu, segir að markmið framtaksins sé að nýta áhuga barna á myndmiðlum og tölvum til að glæða bókmenntaá- huga þeirra. Ollum grunnskólum var boðin þátttaka í verkefninu og þegar hafa um 500 nemar úr þijátíu bekkjardeildum 4., 5. og 6. bekkjar notað tækifærið. Mar- teinn segir að nemendur komi með óátekna spólu í Skólasafna- miðstöð Reykjavíkur, þar sem þeim er falið að gera sjónvarps- þátt um bókmenntir. Þeir velja sér bók til umfjöllunnar, en áður en upptaka hefst er rætt við þá um gildi bóka og bóklestur. „AIl- ir fá að koma fram á myndband- inu og jafnframt að spreyta sig á tæknivinnunni. Einu fyrirmæl- in eru að í þættinum komi fram nafn bókar og höfundar, útgáfu- staður, útgáfa og útgáfuár. Einnig eiga nemendur að fjalla um söguþráð og einkenni helstu sögupersóna, segja frá hvar sag- an gerist og gagnrýna bókina.“ Marteinn segir augljóst að nem- endur hafi fylgst með listagagn- rýni í Dagsljósi í Ríkissjónvarp- inu því þau gefa einkunnir með alls konar táknum. Olga Guörún Árnadóttir, rithöfundur Börn þurfa að læra að nota og njóta bókarinnar Olga Guðrún Árnadóttir, rithöf- undur, telur uppeldisgildi bóka ótví- rætt og mikiívægt að foreldrar leggi áherslu á að lesa fyrir börn og unglinga. „Barn sem lærir að njóta og nota bækur nær oft dýpri skilningi á umhverfi sínu. Málskilningur og máltilfinning eykst, Imyndunaraflið verður frjórra og bamið öðlast betri innsýn í hugarheim annarra og því einnig meiri • skilning á tilfínningum annarra. Enginn miðill kemst í hálf- kvisti við bókina. Upplifun við lest- ur er ekki tímasett eins og þegar horft er á sjónvarp, því kvikmynd gefur ekki ráðrúm til umhugsunar að geðþótta hvers og eins.“ Olgu Guðrúnu finnst margar sjónvarpsmyndir gefa takmarkað tilefni til íhugunar og vera dóm- greind og sköpunargáfu lítt til framdráttar. „Ríkissjónvarpið hefur brugðist skyldu sinni í menningar- uppeldi og margir foreldrar eru á röngu rölti í uppeldismálum. Ég tel að sameiginleg lestrarstund fjöl- skyldunnar gæti ráðið bót á ýmsum samskiptavanda, því börnum og unglingum er mikils virði að for- eldrar gefí sér tíma fyrir þau. Ég þekki móður, sem tók til bragðs að setjast á rúmstokkinn 0g lesa á hveiju kvöldi fyrir 14 ára son sinn sem kominn var út á hálar brautir. Móðirin sagði mér að hún hefði ákveðið að meðhöndla soninn eins og veikt barn, sem þyrfti aðhlynn- ingu. Mér kom ekki á óvart þegar hún sagði mér að tiitækið hefði breytt líðan drengsins.“ Olga Guðrún er viss um að mörg ungmenni lesa mikið. Þótt allir þræli jafnt segir hún þó líklegt að langskólagengið fólk sé meðvitaðra en aðrir um nauðsyn þess að halda bókum að bömum sínum. Tölvan ekki ógnun við bókina Viðmælendur Daglegs lífs voru sammála um að myndmiðlar og tölvur myndu ekki ryðja bókinni úr vegi í nánustu framtíð. Afþrey- ing af ýmsu tagi stæði börnum og unglingum til boða sem aldrei fyrr og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því þótt bókin liti í lægra haldi á vissu aldursskeiði. Hins vegar mættu þeir foreldrar sem vanrækt hafí lestur sem lið í nauðsynlegu menningaruppeldi gera bragarbót á og hafa jafnframt nokkum hemil á sjónvarps- og myndbandaglápi af- kvæmanna. Tölvuna töldu sumir ekki mikla ógnun við bóklestur, hagnýtt gildi hennar mætti ekki vanmeta, enda byggðist leikni á tölvu oft á góðri lestrarkunnáttu. Efalítið eru sumir þeirrar skoð- unar að ekki sé nauðsynlegt að hlúa að bóklestri barna, ekki verði aftur snúið og myndmiðlar séu tím- anna tákn. Bókin verði senn óþörf því hvers kyns upplýsingar fáist innan tíðar í tölvutæku formi. Þeir sem andmæla þessu segja meðal annars að enginn öðlist tiifinningu fyrir blæbrigðum tungumálsins án þess að læra að njóta bókarinnar. Læsi hefur jafnan verið flokkað undir einn hatt. Islendingar státa öðrum þjóðum fremur af hárri tíðni læsis auk þess sem bókmenntaá- huga þjóðarinnar er hampað á há- tíðarstundum. Ef til vill verður ann- ar skilningur senn lagður í læsi og það flokkað í skjálæsi og bóklæsi eins og Þorbjörn Broddason bendir á. Verði þróunin með þeim hætti er ljóst að þjóðin mun ekki tala sama tungumálið og félagsleg staða manna verður augljós af tungutakinu. Hver framtíðin verður er lokuð bók. Útlán og sala ÚTLÁN Borgarbókasafnsins hafa aukist jafnt og þétt síðastliðin þijú ár. Árið 1993 var aukningin 10% frá árinu á undan, 1994 juk- ust útlán enn um 11% og á síðasta ári um 4%. Á samatíma hefur skólabókasöfnum víða vaxið fisk- ur um hrygg. Aðspurð sagði Þór- dís Þorvaldsdóttir, borgarbóka- vörður, að aukningin skýrðist ekki í auknum útlánum myndbanda og geisladiska, því slík útlán væru einungis lítið brot, eða rúm 2% útlána. Ef til vill skýrast aukin útlán í bókasöfnum með bágari fjárhag almennings og minnkandi sölu bóka. Vilborg Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að samdrátt- ur hafi verið nærri 35% í veltu bókaútgefenda á árunum 1991- 1994. Þótt tölur séu ekki komnar fyrir síðasta ár segir hún að ýmis- legt bendi til að salan hafi verið betri en árin á undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.