Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 B 7 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Sverrir ANNA Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Stór hluti aldraðra býr við kvíða og þunglyndi Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ á ekki að vera böl að lifa lengi. „MEIRA en helmingnr vist- manna á öldrunarheimilum SS tekur inn svefnlyf og róandi lyf Ui og fjórðungur tekur geðdeyfð- X arlyf. Það er því ljóst að stór O hluti aldraðs fólks býr við Ui þunglyndi og kvíða,“ segir O Anna Birna Jensdóttir, formað- ur Öldrunarfræðafélags íslands og hjúkrunarframkvæmda- stjóri öldrunarsviðs hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún er í forsvari fyrir námskeið sem haldið verður á vegum Endur- menntunarstofnunar há- skólans á næstunni og fjallar um geðheilsu aldraðra. Fyrrgreindar upplýsingar koma fram í rannsóknarskýrslunni Daglegt líf á hjúkrunarheimilum sem kom út í fyrra og Anna Birna var einn af höfundum hennar. „Okkur hjá Öldr- unarfræðafélagi íslands fannst við þurfa að gera þessu efni einhver skil og miðla þekkingu til þeirra sem eru að vinna með öldruðum víða um land“, segir hún. „Við gefum öldruð- um lyf en stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort við erum að beita þeim rétt. Ef lyfín skila ekki árangri þá er það umhugsunarvert." Hún segir að á námskeiðinu verði enn- fremur farið í að kynna fyrir þátttak- endum nýjungar í geðlyfjameðferð, rætt verði um meðferð við kvíða og þunglyndi og fýrirbyggjandi starf. „Það er í þessu sambándi líka vert að velta þvi fyrir sér að stofnanaúr- ræðið eitt og sér virðist ekki koma í veg fyrir einmanaleika og vanlíðan aldraðra." Anna Birna segir að aldraðir íslendingar séu kvíðnari en jafnaldrar þeirra erlendis, t.d. í Danmörku. „Ástæðumar kunna að vera fjölmarg- ar. Fólk hér á landi býr lengur heima en tíðkast í nágrannalöndunum, með- alaldur á öldrunarheimilum er um 84 ára. Einsemdin er oft mikil, vinnu- félagar hverfa, vinir deyja og fjöl- skyldan er of upptekin til að koma í heimsókn. Eins mikið og við eram stundum að hæla okkur af hárri elli þá ósköpumst við oft að sama skapi yfir því . Gamla fólkið skynjar sig sem byrði á samfélaginu. I fréttum er sífellt talað um það hversu dýrt sé að annast gamalt fólk, það þarf að rýma pláss á sjúkrahúsum og þá eru aidraðir gjarnan sendir heim. Við megum einfaldlega ekki vera að því að hugsa um gamalt fólk “, segir hún. 67 ára og eldri ekki með í skoðanakönnunum Þá bendir hún á að iðulega sé roskið fólk ekki haft með í umræð- unni. „Það er svo dæmi sé tekið mjög algengt að 67 ára einstakling- ar og eldri séu ekki hafðir með í skoðanakönnunum. Öll þessi skila- boð geta auðveldlega orsakað kvíða hjá gömlu fólki. Það er innprentað í þá kynslóð sem núna er um og yfir áttrætt að láta ekki hafa fyrir sér. Það má síst af öllu finna að það sé fyrir og neikvæð umræða dregur úr sjálfsmynd bæði heilbrigðra og sjúkra. Það má heldur ekki gleyma að þeir einstaklingar sem eru um og yfir áttrætt lifðu allt aðra tíma en þá sem við þekkjum í dag. Ánna Birna segir að fólk sem er á sjötugsaldri núna hugsi strax öðru- vísi en þeir sem eru enn eldri. Þessi hópur fólks kemur til með að vita af þeirri þjónustu sem stendur til boða og nýta sér hana. „Fólk sem er um fimmtugt í dag er svo líklega fyrsta kynslóðin sem al- mennt ætlar sér ekki að hugsa um foreldrana. Til að friða samviskuna byggjum við dýrar bygg- ingar fyrir aldraða sem við höftim varla efni á að reka. Það kemur því miður of oft fyrir að böm viti ekki hvað langamma og afi heiti. Þetta er áhyggjuefni. Um leið og við eranj að bæta árum við lífið okkar þá líður gömlu fólki illa andlega. Það á ekki að vera böl að lifa lengi.“ Það má samt ekki gleyma því að ýmislegt stendur öldraðum til boða og að mörgu leyti er starfið blóm- legt. Anna Birna leggur áherslu á að þjónustumiðstöðvar bjóði mjög fjölbreytt starf fyrir aldraða og kirkj- an er með öflugt starf bæði í kirkj- unni og einnig eru sjálfboðaliðar á vegum kirkjunnar sem sinna heim- sóknum til aldraðra. — Hvað telur þú að þurfí til að sporna við einangrun og vanlíðan aldraðra? „Það er nauðsynlegt að opna um- ræðu um þessi mál og brýnt að fólk sýni forsjálni og hugsi fyrir þessum tíma í lífinu. Það er hægt að und- irbúa ellina, treysta vináttu, rækta samband sitt við ættingja, stunda það tómstundastarf sem boðið er upp á og auðvitað á fólk að reyna að leggja fyrir til þessara ára svo það hafí nóg milli handanna." Sjónvarpið kemur aidrei í staðinn fyrir heimsókn Þó að boðið sé upp á mikilvæga starfsemi víða um bæ fyrir aldraða segir Anna Birna, að á daginn hafi komið að eftirlætisafþreyting aldr- aðra er ekki að vera í fjölmenni eða hópastarfí. Miklu fremur lýtur hún að því að spjalla við íjölskyldumeðlim, góðan vin eða hlusta á upplestur. Þegar hún er innt eftir sambandi aldraðra við ættingja segir hún að því miður séu margir sem eiga ætt- ingja jafn einmana og þeir sem era einstæðingar. „Stundum vill umönn- un lenda á einum ættingja og það gengur ekki til lengdar. Fjölskyldan þarf að taka höndum saman og skipta verkum með sér. Sjónvarpið kemur aldrei í staðinn fyrir heimsóknir fjöl- skyldu eða vina. Ef allir leggjast á eitt og era virkir í umönnun sinni aukast möguleikar á að aldraðir geti verið lengur úti í samfélaginu í sínu umhverfí og þann- ig líður þeim oftast best. Samfélagið býður líka ýmsa þjónustu, heimahjálp og heimahjúkran sé þess þörf og í boði era öryggishnappar til að láta vita ef eitthvað kemur uppá. Anna Birna segir að hversu rosk- ið sem fólk sé orðið þá vilji flestir lifa einn dag í viðbót. „Dauðinn er eitthvað sem brennur á öldruðu fólki og það þarf að vera hægt að ræða um hann eins og annað. Áföll í lífi aldraðra hafa stundum verið vanmetin. Þó að maki sú orðinn gamall er sársaukinn mikill við að missa hann. Það er erfitt að missa vini, starfsfélaga, maka og jafnvel börnin þegar árin færast yfir. Alls konar sorgarhópar eru starfandi núna og boðin áfallahjálp þeim sem þurfa. Sorgarhópar þurfa að vera aðgengilegir fyrir aldraða. Við grípum orðið strax inn í ef um ungt fólk er að ræða en teljum stund- um dauðann fylgifisk ellinnar og sinnum því ekki þessum þætti sem skyldi. Þetta og margt annað kann að skýra kvíða og þunglyndi hjá öldr- uðum. ■ Guðbjörg R. Guðmundsilóttir Aldraðir íslend- ingar kvíðnari en jafnaldrar þeirra erlendis Áföllílífi aldr- aðra hafa stundum verið vanmetin Hugmyndaflugið notað við að gera gamla stóla upp Þ AÐ dugar oft að hressa upp á gömlu húsgögnin í stað þess að kaupa ný. Hér er dæmi um tvo stóla sem voru orðnir gamlir og þreyttir. Annar var gerður upp í anda sebratískunnar sem á upp á pallborðið hjá tískuhönnuð- um þessa stundina og hinn er með tilvísun í heim ævin- týranna. Sebrastóliinn Þessi gamli stóll var orð- inn til lítillar prýði. Formið var hins vegar í lagi og margir möguleikar því fyrir hendi. Fyrir valinu varð sebrastíllinn. Stóllinn var all- ur klæddur í mjúkt sebraefni eftir að hvítt trélím hafði verið borið á stólinn með pensli. Límið var dregið vel út með penslinum til þess að koma í veg fyrir að það færi í gegnum sebraefnið. Rétt til að selja punktinn yfir i-ið voru sett tvö lítil dýrahöfuð efst. Ævintýrastóllinn Þessi stóll var verulega illa farinn. Setuna vantaði og tréverkið var orðið inatt og slitið. Hins vegar bauð fallegt formið upp á ýmsa möguleika til úrbóta. Fyrst var búin til ný seta úr tréplötu. Hún var svo þak- in 5 cm þykkum svampi og vattefni lagt yfir til að sessan nái réttri lögun. Stóllinn var svo málaður í fallegum grænum lit og sessan klædd bláu flauelsefni. Skrautleg kantbönd, álímdir skraut- steinar og perlubönd gera stólinn ævintýralegan í útliti og lokapunktinn setja litlu kórónurnar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.