Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF S V ON A g'erum við er við berum áburðinn á. Á gönguskíðum í fallegu veðri og sólskinsskapi Morgunblaðið/Sverrir FOLK á öllum aldri heillast af skíðagöngu. Vonandiþekki ég engan Svo rennur sunnudagurinn upp, bjartur og fagur. Föðurlandið og ullarpeysan á sín- um stað, skíðaskórnir glansa í skókassanum og skíðin og stafirnir bíða við útidyrnar. „Mamma, ertu að fara út?“ spyr barnið á bænum, rétt eins og það sé einhver ný bóla að mamma fari í útivistarföt. Klukkan tifar og ofurlítill kvíði gerir vart við sig: „Það verður sjón að sjá mig eða hitt þó heldur. Vonandi þekki ég engan.“ í fáti brottferðarinnar rekur skíðagarpurinn sig í flösku fulla af fljótandi leðuráburði. Flask- an þeytist út á gólf og brotnar. „Ó, nei, á ég þá ekkert að fara?“ hrópar hann og barnið spyr: „Hvað er mamma að gera?“ í flýti er svartur áburðurinn þveginn af parketinu, bless, bless og garpurinn er þot- inn út. Áburðurinn straujaður undlr vera stíf í hnjánum, heldur fjaðra vel.“ „Látið skíðin renna áður en þið takið næsta skref.“ „Hafið hreyfingar handleggjanna stórar.“ Við reynum að herma eftir, en ein- hverra hluta vegna eru skrefin stutt og jafnvægið lítið. Það er hins vegar huggun harmi gegn að kennarinn sjálfur dettur, þá þarf maður varla að skammast sín mikið. Skíðastafirnir fá ekki að fara með í fyrstu ferðirnar. Það er þó enginn byijendabragur á því enda æfa bestu skíðagöngumennirnir jafnvægið staflausir. Við göngum fram og til baka og smám saman fara skíðin að renna milli skrefa og hjartað fer að slá örar, bæði af hreyfingunni og af kæti. Það er svo gaman að maður ræður sér varla. „Þið eruð bara frambærileg," segir annar kennarinn ánægður og stolt reynum við að gera enn betur. Eins og Himmelbjerget Þá er að læra að fara upp og niður brekkur. „Þegar við förum upp brekku gerum við alveg eins og þegar við göngum á jafnsléttu nema hvað skrefin verða ósjálfrátt styttri. Ef við finnum að við komumst ekki lengra setjum við framenda skíð- anna út og göngum gæsagang,“ segja kennararnir og annar þeirra sýnir okkur hvað þetta er auðvelt. „Eigum við ekki að æfa þetta?“ segir áhugasamur nemandi. „Ætli við kennum ykkur ekki fyrst að fara í plóg svo þið komist niður aftur,“ segir kennarinn og allir skella upp úr. Þegar við höfum svo lært að fara niður brekkur með því að fara í plóg er okkur ekkert að vanbúnaði og við ráðumst til at- lögu við brekku sem sumum finnst himinhá. Einn nemandi af karlkyni segir öðrum til hughreystingar áður en lagt er í hann: „Hún er svona eins og Himmelbjerget." „Nú þá er þetta varla mikið mál„“ verður einhveijum að orði og skíðagöngugarparnir sem eru ekki lengur byijendur renna sér af stað einn af öðrum. Þá erum við útskrifuð og næsti hópur bíður eftir að komast að. Við kveðjum, í sólskinsskapi og ijóð í kinnum enda höfum við það á tilfinningunni að við höfum sigrað heiminn. Daginn eftir segja strengir í flestum vöðvum líkamans til sín, skíðagarpinum til ómældrar ánægju og hann hugsar með sjálf- um sér: „Það var mikið að maður hreyfði sig.“ Glaður í bragði er hanh staðráðinn í að halda skíðagöngunni áfram, enda er hún íþrótt í lagi, kemur hjartanu af stað og blóð- inu á hreyfingu, maður fær hreint loft í lung- un og strengirnir segja sína sögu um að margir vöðvar líkamans taka á. ■ mhg „Hvar er svo þessi Valbjarnarvöllur?" segir skíðagarpurinn við sjálfan sig um leið og hann tekur stefnuna á Laugardalinn. En það reynist ástæðulaust að óttast að AUÐUR Ebenezersdóttir segir verðandi skíðagöngugörpum til. GÖNGUSKIÐIN hafa tekið pláss í geymsl- unni í heil tíu ár án þess að nokkur hafi sýnt þeim minnsta áhuga. Þau hafa eigin- lega verið fyrir og eru lítið skárri en fóta- nuddtæki. Það er samt ekki laust við að samviskubitið hafi nagað eigandann ofurlít- ið, hann fékk skíðin gefins frá góðu fólki sem hann metur mikils og hann mætti gjarnan hreyfa sig meira en hann gerir. En samviskan er auðsvæfð og það er ekki heldur erfitt að segja við sjálfan sig að það gefist svo lítill tími til íþrótta- iðkana. Svo er skyndilega flautað til leiks og kyrrsetumönnum ekki lengur til setunnar boðið. Alls kyns rannsóknir benda til að hreyfing sé allra meina bót. Bakið verður sterkara, beinþynningarvandamál ýstran minni, lærin og rassvöðvarnir stinnari, úthaldið betra og lífsgleðin meiri. Er ekki mál til komið að fara að hreyfa sig og til dæmis draga skíðin fram jafnvel þau líti út eins og forngripir? Jú, nú er mál að linni enda er tækifærið komið. Skíðasamband íslands og íþróttir fyrir alla buðu fólki á höfuðborgarsvæðinu upp á ókeypis skíðagöngukennslu síðast- liðna helgi og næstu tvo mánuði fá lands- byggðarmenn að njóta þess sama. Skíðin voru því sótt þótt það þyrfti að hafa svolít- ið fyrir því og svo var laugardagurinn notað- ur til andlegs undirbúnings: „Nú ertu að fara á gönguskíði klukkan tíu í fyrramálið og þú ætlar að njóta þess.“ Einhverra hluta vegna eru skrefin stutt og jafn- vægið lítið minm, finna ekki rétta staðinn. Fólkið streymir , að og hraðar sér að stórum skála skammt frá stóra áhorfendapallinum í Laugardaln- um. Eftirvæntingin skín úr andliti ungra sem aldinna lærlinga í skíðagöngunni. Auð- ur Ebenezersdóttir, sem hefur veg og vanda af kennslunni, stendur uppi á háum palli og segir okkur að hátalarinn hafi gleymst svo nú verði hún bara að brýna raustina: „Byijendur fari til hægri þegar þeir koma út úr ská- lanum, þeir sem eru lengra komnir til vinstri.“ Síðan sýnir Sigurgeir Svavarsson, skíðagöngumaður, hvernig á að bera áburð neðan á skíðin og straujar hann meira að segja undir. Síðan drífur maður sig í hóp byijendanna, með tíu ára gömul skíðin undir arminum. Skíðabúnaðurinn er eins misjafn og nemendurnir eru margir, sumir eru með það allra nýjasta og flott- asta, aðrir með gömlu og góðu skíðin sín sem eru áreiðanlega það næsta á eftir tréskíðum í þróun skíðagöngu- útbúnaðar. Þetta wirkar auðvelt Síðan eru skíðin sett fæturna og kennararnir, Ebenezersdóttir og Heimir Hans son, sýna undirstöðutökin á íþróttinni. Þetta virkar auðvelt, þau renna svo sig af svo mi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.